Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni

Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, ætlar að ræða mál­efni Ísra­els og Palest­ínu á fundum sínum við Ant­ony Blin­ken, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, ann­ars vegar og Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, hins veg­ar. Þetta kom fram í ræðum Katrínar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en hún var spurð um afstöðu og við­brögð íslenskra stjórn­valda við aðgerðum Ísra­els­hers.

„Eins og hátt­virtur þing­maður kom inn á þá hafa ríf­lega 200 manns látið lífið Palest­ínu meg­in, tölu­vert færri Ísra­els meg­in, eða u.þ.b. tíu, sam­kvæmt fréttum það­an. Fórn­ar­lömbin í þessum árásum eru almennir borg­ar­ar, konur og börn. Það liggur algjör­lega klárt fyrir af hálfu íslenskra stjórn­valda að þessar aðgerðir eru ólög­mæt­ar, þær brjóta í bága við alþjóða­lög, alþjóð­legan mann­úð­ar­rétt og við höfum lýst þeirri afstöðu okk­ar,“ sagði Katrín í svari við fyr­ir­spurn Hall­dóru Mog­en­sen þing­manns Pírata. Hall­dóra spurði for­sæt­is­ráð­herra hvað rík­is­stjórnin ætl­aði að gera í mál­inu og til hvaða aðgerða hún ætl­aði að grípa.

Í ræðu Katrínar kom fram að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, hefði átt síma­fund með utan­rík­is­ráð­herra Nor­egs til að ræða málið en Nor­egur á sæti í örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. „Við höfum líka minnt á það að Ísland hefur við­ur­kennt sjálf­stæði Palest­ínu og lausn á þessum átökum verður að byggj­ast á tveggja ríkja lausn. Fyrir liggur að það er afstaða íslenskra stjórn­valda,“ bætti Katrín við.

Auglýsing
Halldóra Mogensen spurði út í aðgerðir stjórnvalda vegna aðgerða Ísraelshers. Mynd: Bára Huld Beck

Katrín sagði að í þessu máli þyrfti sam­stöðu þjóða til að finna lausn. Hún myndi nýta tæki­færið á fundum sínum með utan­rík­is­ráð­herrum Banda­ríkj­anna á morgun og utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands á fimmtu­dag til að taka upp þessi mál og hvetja þessi ríki „til að beita sér á alþjóða­vett­vangi til þess að ná fram frið­sam­legri lausn á þessum mál­u­m.“

Afstöðu­leysi „full­kom­inn heig­uls­hátt­ur“

„Ég get ekki annað séð en að svar hæstv. utan­rík­is­ráð­herra und­an­farna daga, það sem við höfum séð í fjöl­miðl­um, virð­ist vera að gera ekki neitt nema ein­hver annar geri það fyrst. Það er það sem við erum að sjá. Það er hægt að hafa alls konar orð uppi en þetta snýst um aðgerðir og við getum alveg sýnt gott for­dæmi þó að aðrar þjóðir séu ekki á undan okk­ur,“ sagði Hall­dóra í kjöl­far­ið.

Að hennar mati gætu íslensk stjórn­völd leitt leið­ina og spurði í kjöl­farið hvort afstöðu­leysi væri ekki „full­kom­inn heig­uls­hátt­ur.“ Þá vakti hún máls á yfir­lýs­ingu þing­flokks Vinstri grænna frá því um helg­ina þar sem land­töku­stefna Ísra­els er for­dæmd. „Mál­funda­æf­ingar þing­flokks for­sæt­is­ráð­herra eru inn­an­tómt hjal miðað við þær raun­veru­legu aðgerðir sem for­ystu­flokkur í rík­is­stjórn Íslands gæti sett í gang ef hann raun­veru­lega vild­i.“

Megum ekki vera „stikk­frí frá eigin hug­sjón­um“

Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, tók í sama streng þegar hún beindi fyr­ir­spurn sinni til Katrínar um sama mál. Hún hvatti stjórn­völd til að taka af skarið og for­dæma aðgerðir Ísra­ela á Gaza í stað­inn fyrir að bíða eftir öðrum ríkj­um. „Líf og öryggi millj­óna manna veltur á því að vopna­hléi verði komið á milli Ísra­els og Palest­ínu. Við getum þrýst á að svo verði og við getum beitt okkur víða í alþjóða­sam­fé­lag­inu. En við megum heldur ekki að hafa það þannig að við skýlum okkur á bak við það til að vera svo­lítið stikk­frí frá eigin hug­sjónum og hug­mynda­fræð­i.“

Þorgerður K. Gunnarsdóttir spurði með hvaða hætti Katrín myndi taka málið upp við Blinken. Mynd: Bára Huld Beck

Þá gerði hún yfir­lýs­ingu Vinstri Grænna einnig að umtals­efni en Þor­gerður sagð­ist vona að hún hafi ekki verið „ein­göngu ein­hver synda­af­lausn.“ Þor­gerður spurði Katrínu meðal ann­ars um það með hvaða hætti hún myndi taka málið upp við Blin­ken, hvort hún ætl­aði að tala fyrir ályktun þing­flokks Vinstri grænna eða tala fyrir afstöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Mik­il­vægt að koma á vopna­hléi

Katrín sagði í svari sínu hafa nýtt öll tæki­færi á alþjóða­vett­vangi til að tala fyrir frið­sam­legum lausn­um. „Það sem ég mun taka upp við þá ágætu menn sem hingað koma er að mæl­ast til þess að þessi ríki, sem skipta svo miklu máli í alþjóða­sam­fé­lag­inu, beiti sér í fyrsta lagi fyrir vopna­hléi og í öðru lagi fyrir ein­hvers konar lang­tíma frið­sam­legri lausn,“ sagði Katrín.

Hún sagði mik­il­vægt að koma á vopna­hléi sem fyrst, „því að núna er fólk að deyja, óbreyttir borg­ar­ar, karl­ar, konur og börn, en þar til vopna­hléi hefur verið náð getur eng­inn sest niður til að ræða á hvaða grunni eigi að byggja frið­sam­legar lausn­ir. Þar er afstaða íslenskra stjórn­valda, ekki bara þing­flokks Vinstri grænna, alger­lega skýr.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent