Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni

Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, ætlar að ræða mál­efni Ísra­els og Palest­ínu á fundum sínum við Ant­ony Blin­ken, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, ann­ars vegar og Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, hins veg­ar. Þetta kom fram í ræðum Katrínar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en hún var spurð um afstöðu og við­brögð íslenskra stjórn­valda við aðgerðum Ísra­els­hers.

„Eins og hátt­virtur þing­maður kom inn á þá hafa ríf­lega 200 manns látið lífið Palest­ínu meg­in, tölu­vert færri Ísra­els meg­in, eða u.þ.b. tíu, sam­kvæmt fréttum það­an. Fórn­ar­lömbin í þessum árásum eru almennir borg­ar­ar, konur og börn. Það liggur algjör­lega klárt fyrir af hálfu íslenskra stjórn­valda að þessar aðgerðir eru ólög­mæt­ar, þær brjóta í bága við alþjóða­lög, alþjóð­legan mann­úð­ar­rétt og við höfum lýst þeirri afstöðu okk­ar,“ sagði Katrín í svari við fyr­ir­spurn Hall­dóru Mog­en­sen þing­manns Pírata. Hall­dóra spurði for­sæt­is­ráð­herra hvað rík­is­stjórnin ætl­aði að gera í mál­inu og til hvaða aðgerða hún ætl­aði að grípa.

Í ræðu Katrínar kom fram að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, hefði átt síma­fund með utan­rík­is­ráð­herra Nor­egs til að ræða málið en Nor­egur á sæti í örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. „Við höfum líka minnt á það að Ísland hefur við­ur­kennt sjálf­stæði Palest­ínu og lausn á þessum átökum verður að byggj­ast á tveggja ríkja lausn. Fyrir liggur að það er afstaða íslenskra stjórn­valda,“ bætti Katrín við.

Auglýsing
Halldóra Mogensen spurði út í aðgerðir stjórnvalda vegna aðgerða Ísraelshers. Mynd: Bára Huld Beck

Katrín sagði að í þessu máli þyrfti sam­stöðu þjóða til að finna lausn. Hún myndi nýta tæki­færið á fundum sínum með utan­rík­is­ráð­herrum Banda­ríkj­anna á morgun og utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands á fimmtu­dag til að taka upp þessi mál og hvetja þessi ríki „til að beita sér á alþjóða­vett­vangi til þess að ná fram frið­sam­legri lausn á þessum mál­u­m.“

Afstöðu­leysi „full­kom­inn heig­uls­hátt­ur“

„Ég get ekki annað séð en að svar hæstv. utan­rík­is­ráð­herra und­an­farna daga, það sem við höfum séð í fjöl­miðl­um, virð­ist vera að gera ekki neitt nema ein­hver annar geri það fyrst. Það er það sem við erum að sjá. Það er hægt að hafa alls konar orð uppi en þetta snýst um aðgerðir og við getum alveg sýnt gott for­dæmi þó að aðrar þjóðir séu ekki á undan okk­ur,“ sagði Hall­dóra í kjöl­far­ið.

Að hennar mati gætu íslensk stjórn­völd leitt leið­ina og spurði í kjöl­farið hvort afstöðu­leysi væri ekki „full­kom­inn heig­uls­hátt­ur.“ Þá vakti hún máls á yfir­lýs­ingu þing­flokks Vinstri grænna frá því um helg­ina þar sem land­töku­stefna Ísra­els er for­dæmd. „Mál­funda­æf­ingar þing­flokks for­sæt­is­ráð­herra eru inn­an­tómt hjal miðað við þær raun­veru­legu aðgerðir sem for­ystu­flokkur í rík­is­stjórn Íslands gæti sett í gang ef hann raun­veru­lega vild­i.“

Megum ekki vera „stikk­frí frá eigin hug­sjón­um“

Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, tók í sama streng þegar hún beindi fyr­ir­spurn sinni til Katrínar um sama mál. Hún hvatti stjórn­völd til að taka af skarið og for­dæma aðgerðir Ísra­ela á Gaza í stað­inn fyrir að bíða eftir öðrum ríkj­um. „Líf og öryggi millj­óna manna veltur á því að vopna­hléi verði komið á milli Ísra­els og Palest­ínu. Við getum þrýst á að svo verði og við getum beitt okkur víða í alþjóða­sam­fé­lag­inu. En við megum heldur ekki að hafa það þannig að við skýlum okkur á bak við það til að vera svo­lítið stikk­frí frá eigin hug­sjónum og hug­mynda­fræð­i.“

Þorgerður K. Gunnarsdóttir spurði með hvaða hætti Katrín myndi taka málið upp við Blinken. Mynd: Bára Huld Beck

Þá gerði hún yfir­lýs­ingu Vinstri Grænna einnig að umtals­efni en Þor­gerður sagð­ist vona að hún hafi ekki verið „ein­göngu ein­hver synda­af­lausn.“ Þor­gerður spurði Katrínu meðal ann­ars um það með hvaða hætti hún myndi taka málið upp við Blin­ken, hvort hún ætl­aði að tala fyrir ályktun þing­flokks Vinstri grænna eða tala fyrir afstöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Mik­il­vægt að koma á vopna­hléi

Katrín sagði í svari sínu hafa nýtt öll tæki­færi á alþjóða­vett­vangi til að tala fyrir frið­sam­legum lausn­um. „Það sem ég mun taka upp við þá ágætu menn sem hingað koma er að mæl­ast til þess að þessi ríki, sem skipta svo miklu máli í alþjóða­sam­fé­lag­inu, beiti sér í fyrsta lagi fyrir vopna­hléi og í öðru lagi fyrir ein­hvers konar lang­tíma frið­sam­legri lausn,“ sagði Katrín.

Hún sagði mik­il­vægt að koma á vopna­hléi sem fyrst, „því að núna er fólk að deyja, óbreyttir borg­ar­ar, karl­ar, konur og börn, en þar til vopna­hléi hefur verið náð getur eng­inn sest niður til að ræða á hvaða grunni eigi að byggja frið­sam­legar lausn­ir. Þar er afstaða íslenskra stjórn­valda, ekki bara þing­flokks Vinstri grænna, alger­lega skýr.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent