Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni

Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, ætlar að ræða mál­efni Ísra­els og Palest­ínu á fundum sínum við Ant­ony Blin­ken, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, ann­ars vegar og Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, hins veg­ar. Þetta kom fram í ræðum Katrínar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en hún var spurð um afstöðu og við­brögð íslenskra stjórn­valda við aðgerðum Ísra­els­hers.

„Eins og hátt­virtur þing­maður kom inn á þá hafa ríf­lega 200 manns látið lífið Palest­ínu meg­in, tölu­vert færri Ísra­els meg­in, eða u.þ.b. tíu, sam­kvæmt fréttum það­an. Fórn­ar­lömbin í þessum árásum eru almennir borg­ar­ar, konur og börn. Það liggur algjör­lega klárt fyrir af hálfu íslenskra stjórn­valda að þessar aðgerðir eru ólög­mæt­ar, þær brjóta í bága við alþjóða­lög, alþjóð­legan mann­úð­ar­rétt og við höfum lýst þeirri afstöðu okk­ar,“ sagði Katrín í svari við fyr­ir­spurn Hall­dóru Mog­en­sen þing­manns Pírata. Hall­dóra spurði for­sæt­is­ráð­herra hvað rík­is­stjórnin ætl­aði að gera í mál­inu og til hvaða aðgerða hún ætl­aði að grípa.

Í ræðu Katrínar kom fram að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, hefði átt síma­fund með utan­rík­is­ráð­herra Nor­egs til að ræða málið en Nor­egur á sæti í örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. „Við höfum líka minnt á það að Ísland hefur við­ur­kennt sjálf­stæði Palest­ínu og lausn á þessum átökum verður að byggj­ast á tveggja ríkja lausn. Fyrir liggur að það er afstaða íslenskra stjórn­valda,“ bætti Katrín við.

Auglýsing
Halldóra Mogensen spurði út í aðgerðir stjórnvalda vegna aðgerða Ísraelshers. Mynd: Bára Huld Beck

Katrín sagði að í þessu máli þyrfti sam­stöðu þjóða til að finna lausn. Hún myndi nýta tæki­færið á fundum sínum með utan­rík­is­ráð­herrum Banda­ríkj­anna á morgun og utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands á fimmtu­dag til að taka upp þessi mál og hvetja þessi ríki „til að beita sér á alþjóða­vett­vangi til þess að ná fram frið­sam­legri lausn á þessum mál­u­m.“

Afstöðu­leysi „full­kom­inn heig­uls­hátt­ur“

„Ég get ekki annað séð en að svar hæstv. utan­rík­is­ráð­herra und­an­farna daga, það sem við höfum séð í fjöl­miðl­um, virð­ist vera að gera ekki neitt nema ein­hver annar geri það fyrst. Það er það sem við erum að sjá. Það er hægt að hafa alls konar orð uppi en þetta snýst um aðgerðir og við getum alveg sýnt gott for­dæmi þó að aðrar þjóðir séu ekki á undan okk­ur,“ sagði Hall­dóra í kjöl­far­ið.

Að hennar mati gætu íslensk stjórn­völd leitt leið­ina og spurði í kjöl­farið hvort afstöðu­leysi væri ekki „full­kom­inn heig­uls­hátt­ur.“ Þá vakti hún máls á yfir­lýs­ingu þing­flokks Vinstri grænna frá því um helg­ina þar sem land­töku­stefna Ísra­els er for­dæmd. „Mál­funda­æf­ingar þing­flokks for­sæt­is­ráð­herra eru inn­an­tómt hjal miðað við þær raun­veru­legu aðgerðir sem for­ystu­flokkur í rík­is­stjórn Íslands gæti sett í gang ef hann raun­veru­lega vild­i.“

Megum ekki vera „stikk­frí frá eigin hug­sjón­um“

Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, tók í sama streng þegar hún beindi fyr­ir­spurn sinni til Katrínar um sama mál. Hún hvatti stjórn­völd til að taka af skarið og for­dæma aðgerðir Ísra­ela á Gaza í stað­inn fyrir að bíða eftir öðrum ríkj­um. „Líf og öryggi millj­óna manna veltur á því að vopna­hléi verði komið á milli Ísra­els og Palest­ínu. Við getum þrýst á að svo verði og við getum beitt okkur víða í alþjóða­sam­fé­lag­inu. En við megum heldur ekki að hafa það þannig að við skýlum okkur á bak við það til að vera svo­lítið stikk­frí frá eigin hug­sjónum og hug­mynda­fræð­i.“

Þorgerður K. Gunnarsdóttir spurði með hvaða hætti Katrín myndi taka málið upp við Blinken. Mynd: Bára Huld Beck

Þá gerði hún yfir­lýs­ingu Vinstri Grænna einnig að umtals­efni en Þor­gerður sagð­ist vona að hún hafi ekki verið „ein­göngu ein­hver synda­af­lausn.“ Þor­gerður spurði Katrínu meðal ann­ars um það með hvaða hætti hún myndi taka málið upp við Blin­ken, hvort hún ætl­aði að tala fyrir ályktun þing­flokks Vinstri grænna eða tala fyrir afstöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Mik­il­vægt að koma á vopna­hléi

Katrín sagði í svari sínu hafa nýtt öll tæki­færi á alþjóða­vett­vangi til að tala fyrir frið­sam­legum lausn­um. „Það sem ég mun taka upp við þá ágætu menn sem hingað koma er að mæl­ast til þess að þessi ríki, sem skipta svo miklu máli í alþjóða­sam­fé­lag­inu, beiti sér í fyrsta lagi fyrir vopna­hléi og í öðru lagi fyrir ein­hvers konar lang­tíma frið­sam­legri lausn,“ sagði Katrín.

Hún sagði mik­il­vægt að koma á vopna­hléi sem fyrst, „því að núna er fólk að deyja, óbreyttir borg­ar­ar, karl­ar, konur og börn, en þar til vopna­hléi hefur verið náð getur eng­inn sest niður til að ræða á hvaða grunni eigi að byggja frið­sam­legar lausn­ir. Þar er afstaða íslenskra stjórn­valda, ekki bara þing­flokks Vinstri grænna, alger­lega skýr.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent