Umsóknir um vernd hafa nærri fjórfaldast það sem af er ári

h_52546235.jpg
Auglýsing

Heild­ar­fjöldi umsækj­enda um vernd á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins er orð­inn 235 en á sama tíma­bili í fyrra var hann 64. Þetta þýðir að 367 % fjölgun er á milli ára eða tæp­lega fjór­föld. Þetta kemur fram í frétt Útlend­inga­stofn­unar

Tafla á heimasíðu Útlendingastofnunar

Þórhildur Hagalín„Ef horft er til síð­ustu mán­aða árs­ins 2015 sést að fjöldi umsókna er í takt við þró­un­ina sem hófst síð­ast­liðið haust. Sú þróun átti sér ekki bara stað á Íslandi heldur um alla Evr­ópu,“ segir Þór­hildur Haga­lín, upp­lýs­inga­full­trúi Útlend­inga­stofn­un­ar. Hún segir að allt eins megi gera ráð fyrir að umsóknum um hæli muni fjölga eftir því sem líður á árið en spá Útlend­inga­stofn­unar geri ráð fyrir á bil­inu 600 til 1000 umsóknum á árinu.

Auglýsing

Kjarn­inn fjall­aði um ný útlend­inga­lög á dög­unum en gert var grein fyrir nýjum lögum um útlend­inga og mark­miðum þeirra á hádeg­is­fundi í Háskóla Íslands. Frum­mæl­endur fjöll­uðu efn­is­leg um lög­in, kosti og galla. Lögin voru sam­­þykkt þann 2. júní síð­­ast­lið­inn en þau taka gildi um næstu ára­­mót 2016-2017. 

Flestir umsækj­endur frá Balk­an­lönd­unum

Tafla á heimasíðu ÚtlendingastofnunarAthygli vekur að flestir umsækj­endur í maí komu frá Albaníu og Makedóníu en alls voru 60% umsækj­enda frá Balk­an­lönd­un­um. Karlar voru 66% umsækj­enda og full­orðnir ein­stak­lingar 77%. 

„Út­lend­inga­stofnun hefur ekki greint ástæð­urnar að baki fjölgun hæl­is­leit­enda frá Albaníu og Makedóníu en þær eru vafa­lítið marg­þætt­ar,“ segir Þór­hild­ur. Hún segir að rík­is­borg­arar Albaníu og Makedóníu þurfi til dæmis ekki vega­bréfs­á­ritun til að ferð­ast til Íslands og eigi því til­tölu­lega auð­velt með að ferð­ast hing­að. Skortur á vinnu­afli á Íslandi eigi síðan eflaust sinn þátt í því hvers vegna margir leita hingað en stór hluti umsækj­enda frá löndum Balkanskag­ans komi hingað í leit að atvinnu og bættum efna­hags­legum kjör­u­m. 

„Um­sóknir á slíkum grunni eru þó til­hæfu­lausar enda er hæl­is­kerfið neyð­ar­kerfi, ætlað fólki sem ótt­ast um líf sitt og frelsi og á ekki mögu­leika á við­un­andi vernd og úrræðum í heima­land,“ segir hún.

Margar umsóknir í maí

56 ein­stak­lingar frá 17 löndum hafa sótt um vernd hér­lendis í maí síð­ast­liðn­um. Það kemur einnig fram hjá Útlend­inga­stofnun að nið­ur­staða hafi feng­ist í 75 mál á sama tíma. 44 mál voru tekin til efn­is­legrar með­ferðar og 18 mál voru afgreidd með end­ur­send­ingu á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar. Fjórir umsækj­endur höfðu þegar fengið vernd ann­ars staðar og níu umsækj­endur drógu umsóknir sínar til baka.

Af þeim 44 málum sem tekin voru til efn­is­legrar með­ferðar lauk níu málum með ákvörðun um veit­ingu vernd­ar, við­bót­ar­verndar eða dval­ar­leyfis af mann­úð­ar­á­stæð­um, en 35 lauk með synj­un. 14 efn­is­mál voru afgreidd á grund­velli for­gangs­með­ferðar í maí.

Þann 31. maí síð­ast­lið­inn voru 153 umsóknir um vernd í vinnslu hjá Útlend­inga­stofn­un.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None