Palestínumenn handteknir í húsnæði Útlendingastofnunar

„Þeir börðu þá og hentu þeim í jörðina,“ hafa samtökin No Borders eftir manneskju sem varð vitni að handtöku tveggja Palestínumanna í dag. Lögfræðingur Rauða krossins varð að hluta til vitni að atburðunum.

Mynd af handtökunni sem samtökin No Borders birtu á Facebook-síðu sinni.
Mynd af handtökunni sem samtökin No Borders birtu á Facebook-síðu sinni.
Auglýsing

Sam­tökin No Borders birtu í dag frá­sögn sjón­ar­votts af því þegar tveir menn voru hand­teknir í hús­næði Útlend­inga­stofn­unar í Hafn­ar­firði. Sjón­ar­vott­ur­inn sem vitnað er til segir menn­ina hafa verið boð­aða til Útlend­inga­stofn­unar til að taka við bólu­setn­ing­ar­vott­orðum vegna COVID-19. Þar hafi hins vegar lög­reglu­menn beðið þeirra og tjáð þeim að það ætti að vísa þeim úr landi í dag og til Grikk­lands. Þeir hafi neitað og lög­reglu­menn­irnir því hand­tekið þá og beitt til þess valdi. „Þeir börðu þá og hentu þeim á jörð­ina,“ segir m.a. í færslu No Borders. Þá hafi raf­byssum einnig verið beitt. Fleiri lög­reglu­bílar sem og sjúkra­bílar hafi komið á vett­vang. Einnig er haft eftir sjón­ar­vott­inum að lög­reglan hafi ýtt við öðru vitni á vett­vangi og tekið síma þess og eytt mynd­böndum og myndum sem við­kom­andi hafði tekið af atvik­inu.

Auglýsing

Lög­fræð­ingur Rauða kross Íslands (RKÍ) var staddur í hús­næði Útlend­inga­stofn­unar í dag vegna ótengds máls og varð að hluta til vitni að því sem gerð­ist. Þetta stað­festir Gunn­laugur Bragi Björns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir starfs­menn RKÍ ekki þekkja for­sögu þessa til­tekna máls en verið sé að spyrj­ast fyrir og reynt verði að fá frek­ari upp­lýs­ing­ar, m.a. hjá Útlend­inga­stofn­un. Það sé gert í ljósi þess að þarna kunna að eiga hlut að máli ein­stak­lingar sem Rauði kross­inn hefur gegnt tals­manna­þjón­ustu fyr­ir.

Hópur Palest­ínu­manna, sem flúði hingað til lands með við­komu á Grikk­landi, neit­aði í vor að fara í sýna­töku vegna COVID-19 sem er for­senda þess að mega ferð­ast óbólu­settur milli landa. Því var ekki hægt að vísa þeim úr landi. Í kjöl­farið ákvað Útlend­inga­stofnun að svipta þá allri þjón­ustu, s.s. hús­næði og mat­ar­pen­ing­um. Kæru­nefnd útlend­inga­mála komst að þeirri nið­ur­stöðu að stofn­unin hefði ekki haft heim­ildir til þess. Bauð stofn­unin mönn­unum í kjöl­farið aftur þjón­ustu.

Í færslu á Face­book-­síð­unni Refu­gees in Iceland, segir að menn­irnir sem voru hand­teknir í dag séu úr þessum hópi.

Starfs­menn Útlend­inga­stofn­unar sögðu í við­tali við Kjarn­ann, eftir að þjón­usta við menn­ina var felld nið­ur, að loka­á­kvörðun væri komin í þeirra hæl­is­um­sóknir og nið­ur­staða stjórn­valda sú að þeim ætti að vísa úr landi. Menn­irnir sögðu í við­tölum við Kjarn­ann að þeir gætu ekki hugsað sér að fara aftur til Grikk­lands, því þar biði þeirra ekk­ert annað en gat­an.

Lög­menn þeirra gagn­rýndu í við­tölum vegna máls­ins að Grikk­land væri enn talið öruggt land fyrir hæl­is­leit­endur þegar reynslan sýndi og skýrslur stað­festu að aðbún­aður flótta­fólks þar væri skelfi­leg­ur.

Útlend­inga­stofnun ætlar ekki að tjá sig um atvik­ið, að því er fram kemur í svari stofn­un­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans og vísar á lög­reglu í stað­inn. Í skrif­legu svari lög­regl­unnar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að um sé að ræða atvik þar sem stoð­deild emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra hafi verið að fram­kvæma beiðni Útlend­inga­stofn­unar um frá­vísun frá Íslandi. „Að öðru leyti getur emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra ekki tjáð sig um ein­stök mál sem eru til með­ferð­ar,“ segir í svar­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent