Palestínumenn handteknir í húsnæði Útlendingastofnunar

„Þeir börðu þá og hentu þeim í jörðina,“ hafa samtökin No Borders eftir manneskju sem varð vitni að handtöku tveggja Palestínumanna í dag. Lögfræðingur Rauða krossins varð að hluta til vitni að atburðunum.

Mynd af handtökunni sem samtökin No Borders birtu á Facebook-síðu sinni.
Mynd af handtökunni sem samtökin No Borders birtu á Facebook-síðu sinni.
Auglýsing

Sam­tökin No Borders birtu í dag frá­sögn sjón­ar­votts af því þegar tveir menn voru hand­teknir í hús­næði Útlend­inga­stofn­unar í Hafn­ar­firði. Sjón­ar­vott­ur­inn sem vitnað er til segir menn­ina hafa verið boð­aða til Útlend­inga­stofn­unar til að taka við bólu­setn­ing­ar­vott­orðum vegna COVID-19. Þar hafi hins vegar lög­reglu­menn beðið þeirra og tjáð þeim að það ætti að vísa þeim úr landi í dag og til Grikk­lands. Þeir hafi neitað og lög­reglu­menn­irnir því hand­tekið þá og beitt til þess valdi. „Þeir börðu þá og hentu þeim á jörð­ina,“ segir m.a. í færslu No Borders. Þá hafi raf­byssum einnig verið beitt. Fleiri lög­reglu­bílar sem og sjúkra­bílar hafi komið á vett­vang. Einnig er haft eftir sjón­ar­vott­inum að lög­reglan hafi ýtt við öðru vitni á vett­vangi og tekið síma þess og eytt mynd­böndum og myndum sem við­kom­andi hafði tekið af atvik­inu.

Auglýsing

Lög­fræð­ingur Rauða kross Íslands (RKÍ) var staddur í hús­næði Útlend­inga­stofn­unar í dag vegna ótengds máls og varð að hluta til vitni að því sem gerð­ist. Þetta stað­festir Gunn­laugur Bragi Björns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir starfs­menn RKÍ ekki þekkja for­sögu þessa til­tekna máls en verið sé að spyrj­ast fyrir og reynt verði að fá frek­ari upp­lýs­ing­ar, m.a. hjá Útlend­inga­stofn­un. Það sé gert í ljósi þess að þarna kunna að eiga hlut að máli ein­stak­lingar sem Rauði kross­inn hefur gegnt tals­manna­þjón­ustu fyr­ir.

Hópur Palest­ínu­manna, sem flúði hingað til lands með við­komu á Grikk­landi, neit­aði í vor að fara í sýna­töku vegna COVID-19 sem er for­senda þess að mega ferð­ast óbólu­settur milli landa. Því var ekki hægt að vísa þeim úr landi. Í kjöl­farið ákvað Útlend­inga­stofnun að svipta þá allri þjón­ustu, s.s. hús­næði og mat­ar­pen­ing­um. Kæru­nefnd útlend­inga­mála komst að þeirri nið­ur­stöðu að stofn­unin hefði ekki haft heim­ildir til þess. Bauð stofn­unin mönn­unum í kjöl­farið aftur þjón­ustu.

Í færslu á Face­book-­síð­unni Refu­gees in Iceland, segir að menn­irnir sem voru hand­teknir í dag séu úr þessum hópi.

Starfs­menn Útlend­inga­stofn­unar sögðu í við­tali við Kjarn­ann, eftir að þjón­usta við menn­ina var felld nið­ur, að loka­á­kvörðun væri komin í þeirra hæl­is­um­sóknir og nið­ur­staða stjórn­valda sú að þeim ætti að vísa úr landi. Menn­irnir sögðu í við­tölum við Kjarn­ann að þeir gætu ekki hugsað sér að fara aftur til Grikk­lands, því þar biði þeirra ekk­ert annað en gat­an.

Lög­menn þeirra gagn­rýndu í við­tölum vegna máls­ins að Grikk­land væri enn talið öruggt land fyrir hæl­is­leit­endur þegar reynslan sýndi og skýrslur stað­festu að aðbún­aður flótta­fólks þar væri skelfi­leg­ur.

Útlend­inga­stofnun ætlar ekki að tjá sig um atvik­ið, að því er fram kemur í svari stofn­un­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans og vísar á lög­reglu í stað­inn. Í skrif­legu svari lög­regl­unnar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að um sé að ræða atvik þar sem stoð­deild emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra hafi verið að fram­kvæma beiðni Útlend­inga­stofn­unar um frá­vísun frá Íslandi. „Að öðru leyti getur emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra ekki tjáð sig um ein­stök mál sem eru til með­ferð­ar,“ segir í svar­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent