„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“

„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.

Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
Auglýsing

Fimm ungir Palest­ínu­menn, sem hingað komu og sóttu um alþjóð­lega vernd, misstu í dag hús­næði sem þeir voru í á vegum Útlend­inga­stofn­unar sem og fram­færslu frá stofn­un­inni. Mál þeirra voru ekki tekin til efn­is­legrar með­ferðar hér á landi á þeim rökum að þeir hafi þegar fengið dval­ar­leyfi og stöðu flótta­manna í Grikk­landi. Tveimur öðrum mönnum í sömu stöðu var vísað út í gær, líkt og Kjarn­inn greindi frá.

Auglýsing

„Við tókum eftir því í dag að búið var að loka fyrir fram­færsl­una,“ segir Suliman Al Marsi þar sem hann stendur með tösk­urnar sínar sér við hlið fyrir utan Bæj­ar­hraun 16 í Hafn­ar­firði. Hann, líkt og hinir fjór­ir, fengu skila­boð frá Útlend­inga­stofnun um að þeir hefðu til klukkan 14 i dag að pakka saman og yfir­gefa hús­næð­ið. Suliman segir að þeir hafi fengið hálf­tíma fyr­ir­vara. Ástæðan fyrir þess­ari aðgerð stofn­un­ar­innar er sú að ungu menn­irnir eiga sam­kvæmt ákvörðun stjórn­valda að yfir­gefa landið og fara aftur til Grikk­lands. Það vilja þeir hins vegar ekki gera, þeir ótt­ast um öryggi sitt þar, og hafa af þeim sökum neitað að fara í COVID-­próf sem er for­senda þess að hægt sé að senda þá úr landi. „Við spurðum hvað myndi ger­ast ef við neit­uðum að fara út úr hús­inu og fengum þau svör að þá yrðum við teknir út með valdi og að dótið okkar yrði þá skilið eftir inn­i.“

Ungu menn­irnir eiga allir ást­vini í Gaza í Palest­ínu sem Ísra­els­her hefur gert harðar loft­árásir á síð­ustu daga. Þeir heyri lítið í fjöl­skyldum sínum enda net­sam­band stop­ult.

„Við sögðum starfs­mönnum Útlend­inga­stofn­unar hversu ástandið heima væri hræði­legt vegna stríðs­ins,“ segir Mohammad Bakri. „Við sögðum þeim líka að ástandið á Grikk­landi yrði okkur erfitt.“ Þar væri atvinnu­leysi útbreitt og ekk­ert hús­næði að finna. „Mér finnst íslensk yfir­völd ekk­ert hlusta á okk­ur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heima­landi og þær áhyggjur sem við höf­um. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörð­u.“

Þeir segja starfs­menn Útlend­inga­stofn­unar þá hafa bent á að ekk­ert stríð væri í Grikk­landi. „En við endum á göt­unni þar eins og áður en við flúðum hingað til Íslands,“ segir Mohammad „Við spurðum hvort að við gætum fengið að vera í hús­næð­inu í nokkra daga í við­bót en svarið var nei.“

Palestínumennirnir segjast hafa spurt starfsmenn Útlendingastofnunar hvort þeir gætu fengið að dvelja áfram í húsnæðinu í nokkra daga en að svarið hafi verið nei. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Ungu menn­irnir standa í hnapp með ferða­tösk­urnar sín­ar. Starfs­maður á vegum Rauða kross­ins er mættur til að reyna að aðstoða þá við flutn­ing á þeim. „Við höfum í raun engan stað til að fara á nún­a,“ segir Mohammad. „En þeim er alveg sama. Þeir sögðu að við yrðum bara að redda okk­ur. Hvert við myndum fara kæmi þeim ekki við.“

„Góð­hjartað fólk“, líkt og einn þeirra orðar það, hefur boð­ist til að skjóta skjóls­húsi yfir þá í nótt. Þeir vissu þó ekki síð­degis hvort að allir þeirra fengju þar inni eða aðeins hluti þeirra. Það er hins vegar aðeins bráða­birgða lausn og þeir vita ekk­ert hvað tekur við í fram­hald­inu. Þar sem þeir eru ekki með íslenska kenni­tölu mega þeir ekki gista í Gisti­skýl­inu í Reykja­vík.

Eng­inn þeirra seg­ist vilja fara aftur til Grikk­lands. Þar bíði þeirra engin fram­tíð. Þeir hafi allir reynt að finna þar vinnu áður en þeir ákváðu að flýja lengra og end­uðu á Íslandi. „Við viljum frekar vera á göt­unni á Íslandi, við viljum frekar deyja á göt­unni á Íslandi en að fara aftur til Grikk­lands.“

Ómögu­legt að finna hús­næði og vinnu í Grikk­landi

Suliman segir starfs­menn Útlend­inga­stofn­unar hafa sagt að þeir geti fundið hús­næði í Grikk­landi en hann þekki það af eigin reynslu að það er ill­mögu­legt. Lík­lega ómögu­legt. Á götum Aþenu og ann­arra grískra borga sé ofbeldi dag­legt brauð og þess vegna ótt­ist þeir um öryggi sitt. „Þar eru líka miklir for­dómar í garð Palest­ínu­manna,“ bætir hann við.

Þeir segj­ast eiga erfitt með að trúa því að menn sem séu að flýja stríðs­á­stand líkt og geisi í Palest­ínu geti ekki fengið vernd á Íslandi, þó að þeir hafi, þurft að hafa við­komu í Grikk­landi og fengið þar stöðu flótta­manns. „Það eina sem ég vil er stöð­ug­leiki í líf­inu. Að finna vinnu eða mennta mig,“ segir Mohammad. „Ég vil ekki sitja aðgerða­laus.“

Nú hafi þeir ekki lengur pen­inga fyrir mat svo óvissan framundan er algjör. „Við þráum að okkur sé sýnd mannúð í ljósi aðstæðna okk­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent