„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“

„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.

Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
Auglýsing

Fimm ungir Palest­ínu­menn, sem hingað komu og sóttu um alþjóð­lega vernd, misstu í dag hús­næði sem þeir voru í á vegum Útlend­inga­stofn­unar sem og fram­færslu frá stofn­un­inni. Mál þeirra voru ekki tekin til efn­is­legrar með­ferðar hér á landi á þeim rökum að þeir hafi þegar fengið dval­ar­leyfi og stöðu flótta­manna í Grikk­landi. Tveimur öðrum mönnum í sömu stöðu var vísað út í gær, líkt og Kjarn­inn greindi frá.

Auglýsing

„Við tókum eftir því í dag að búið var að loka fyrir fram­færsl­una,“ segir Suliman Al Marsi þar sem hann stendur með tösk­urnar sínar sér við hlið fyrir utan Bæj­ar­hraun 16 í Hafn­ar­firði. Hann, líkt og hinir fjór­ir, fengu skila­boð frá Útlend­inga­stofnun um að þeir hefðu til klukkan 14 i dag að pakka saman og yfir­gefa hús­næð­ið. Suliman segir að þeir hafi fengið hálf­tíma fyr­ir­vara. Ástæðan fyrir þess­ari aðgerð stofn­un­ar­innar er sú að ungu menn­irnir eiga sam­kvæmt ákvörðun stjórn­valda að yfir­gefa landið og fara aftur til Grikk­lands. Það vilja þeir hins vegar ekki gera, þeir ótt­ast um öryggi sitt þar, og hafa af þeim sökum neitað að fara í COVID-­próf sem er for­senda þess að hægt sé að senda þá úr landi. „Við spurðum hvað myndi ger­ast ef við neit­uðum að fara út úr hús­inu og fengum þau svör að þá yrðum við teknir út með valdi og að dótið okkar yrði þá skilið eftir inn­i.“

Ungu menn­irnir eiga allir ást­vini í Gaza í Palest­ínu sem Ísra­els­her hefur gert harðar loft­árásir á síð­ustu daga. Þeir heyri lítið í fjöl­skyldum sínum enda net­sam­band stop­ult.

„Við sögðum starfs­mönnum Útlend­inga­stofn­unar hversu ástandið heima væri hræði­legt vegna stríðs­ins,“ segir Mohammad Bakri. „Við sögðum þeim líka að ástandið á Grikk­landi yrði okkur erfitt.“ Þar væri atvinnu­leysi útbreitt og ekk­ert hús­næði að finna. „Mér finnst íslensk yfir­völd ekk­ert hlusta á okk­ur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heima­landi og þær áhyggjur sem við höf­um. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörð­u.“

Þeir segja starfs­menn Útlend­inga­stofn­unar þá hafa bent á að ekk­ert stríð væri í Grikk­landi. „En við endum á göt­unni þar eins og áður en við flúðum hingað til Íslands,“ segir Mohammad „Við spurðum hvort að við gætum fengið að vera í hús­næð­inu í nokkra daga í við­bót en svarið var nei.“

Palestínumennirnir segjast hafa spurt starfsmenn Útlendingastofnunar hvort þeir gætu fengið að dvelja áfram í húsnæðinu í nokkra daga en að svarið hafi verið nei. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Ungu menn­irnir standa í hnapp með ferða­tösk­urnar sín­ar. Starfs­maður á vegum Rauða kross­ins er mættur til að reyna að aðstoða þá við flutn­ing á þeim. „Við höfum í raun engan stað til að fara á nún­a,“ segir Mohammad. „En þeim er alveg sama. Þeir sögðu að við yrðum bara að redda okk­ur. Hvert við myndum fara kæmi þeim ekki við.“

„Góð­hjartað fólk“, líkt og einn þeirra orðar það, hefur boð­ist til að skjóta skjóls­húsi yfir þá í nótt. Þeir vissu þó ekki síð­degis hvort að allir þeirra fengju þar inni eða aðeins hluti þeirra. Það er hins vegar aðeins bráða­birgða lausn og þeir vita ekk­ert hvað tekur við í fram­hald­inu. Þar sem þeir eru ekki með íslenska kenni­tölu mega þeir ekki gista í Gisti­skýl­inu í Reykja­vík.

Eng­inn þeirra seg­ist vilja fara aftur til Grikk­lands. Þar bíði þeirra engin fram­tíð. Þeir hafi allir reynt að finna þar vinnu áður en þeir ákváðu að flýja lengra og end­uðu á Íslandi. „Við viljum frekar vera á göt­unni á Íslandi, við viljum frekar deyja á göt­unni á Íslandi en að fara aftur til Grikk­lands.“

Ómögu­legt að finna hús­næði og vinnu í Grikk­landi

Suliman segir starfs­menn Útlend­inga­stofn­unar hafa sagt að þeir geti fundið hús­næði í Grikk­landi en hann þekki það af eigin reynslu að það er ill­mögu­legt. Lík­lega ómögu­legt. Á götum Aþenu og ann­arra grískra borga sé ofbeldi dag­legt brauð og þess vegna ótt­ist þeir um öryggi sitt. „Þar eru líka miklir for­dómar í garð Palest­ínu­manna,“ bætir hann við.

Þeir segj­ast eiga erfitt með að trúa því að menn sem séu að flýja stríðs­á­stand líkt og geisi í Palest­ínu geti ekki fengið vernd á Íslandi, þó að þeir hafi, þurft að hafa við­komu í Grikk­landi og fengið þar stöðu flótta­manns. „Það eina sem ég vil er stöð­ug­leiki í líf­inu. Að finna vinnu eða mennta mig,“ segir Mohammad. „Ég vil ekki sitja aðgerða­laus.“

Nú hafi þeir ekki lengur pen­inga fyrir mat svo óvissan framundan er algjör. „Við þráum að okkur sé sýnd mannúð í ljósi aðstæðna okk­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent