„Hæstvirtur forsætisráðherra er vel Morfís-æfð“

Forsætisráðherra og þingmaður Pírata ræddu bótaskerðingu örorkulífeyrisþega, traust á stjórnmálum og mál fólks á flótta á þingi í dag. Þingmaðurinn sagði ráðherrann vel Morfís-æfða en forsætisráðherrann sakaði þingmanninn um mælskubrögð og fabúleringar.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen þing­maður Pírata og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­maður VG tók­ust á um hin ýmsu mál í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Þing­mað­ur­inn hóf mál sitt á því að rifja upp umræður um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra í sept­em­ber árið 2017, örfáum mán­uðum áður en hún tók við emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra. Þar sagði Katrín um rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar að stjórn­völd ættu ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi um að bíða eftir rétt­læti.

Hall­dóra benti á að þann 20. júní 2018 hefði umboðs­maður Alþingis skilað áliti þar sem hann lýsti því hvernig örorku­líf­eyr­is­þegar sem hafa verið búsettir í öðru landi innan EES hefðu þurft að lifa við ólög­legar skerð­ingar í ára­tug og jafn­vel leng­ur. „Fé­lags­mála­ráðu­neytið stað­festi þennan úrskurð og lof­aði leið­rétt­ingu. Í dag, rúmum þremur árum síð­ar, bíða hund­ruð öryrkja enn eftir rétt­læt­inu. Meira en helm­ingur þeirra sem urðu fyrir ólög­legum skerð­ingum bíða enn eftir leið­rétt­ing­unni sem þeim var lof­að. 96 þeirra dóu á meðan þeir biðu eftir rétt­læt­in­u,“ sagði hún.

Auglýsing

Hélt hún upp­rifj­un­inni áfram og benti á að aðeins örfáum mán­uðum áður en for­sæt­is­ráð­herra tók við stjórn­ar­taumum núver­andi rík­is­stjórnar hefði hún sagt að stjórn­mála­menn mættu aldrei vísa í ríkj­andi kerfi til að rök­styðja bið eftir rétt­læti. Stjórn­mála­menn þyrftu að vera reiðu­búnir að beita sér stöðugt fyrir rétt­læt­inu og breyta kerf­inu ef það þyrfti til. Ann­ars væri hættan sú að traust fólks á hinu lýð­ræð­is­lega sam­fé­lagi dvín­aði og þá ábyrgð þyrftu allir að axla.

„Nú er þetta fólk enn þá að bíða. Það er því ekki að sjá að hæst­virtur ráð­herra hafi beitt sér nægi­lega vel fyrir rétt­læt­in­u,“ sagði Hall­dóra og spurði Katrínu hvort það væri vegna þess að ráð­herr­ann hefði ekki viljað beita sér eða hefði hún bara ekki getað beitt sér með hend­urnar bundnar í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum þar sem Bjarni Bene­dikts­son héldi um pyngj­una.

Dregið úr skerð­ingum hér á landi

Katrín svar­aði og sagði að varð­andi búsetu­skerð­ingar sem dæmdar voru ólög­mætar þá gæti hún því miður ekki svarað nákvæm­lega hvenær þeim leið­rétt­ingum myndi ljúka. Það væri á hendi Trygg­inga­stofn­unar og Ásmundar Ein­ars Daða­sonar félags- og barna­mála­ráð­herra.

„Hæst­virtur félags­mála­ráð­herra fer með þennan mála­flokk og ég vænti þess að að því sé unn­ið. Þetta snýst ekki um vilja­leysi stjórn­valda til að leið­rétta þessar búsetu­skerð­ingar heldur að þær verði gerðar upp með rétt­mætum hætti sam­kvæmt því sem félags­mála­ráð­herra hefur farið yfir ítrekað hér í þingsal,“ sagði hún.

Katrín sagði að Hall­dóra gæfi í skyn í for­sendu spurn­ingar hennar að ekk­ert hefði verið gert í mál­efnum öryrkja á kjör­tíma­bil­inu.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Það er auð­vitað rangt hjá hátt­virtum þing­manni. Hér hefur verið dregið úr skerð­ingum vegna atvinnu­tekna, sem hefur verið eitt stærsta hags­muna­mál og bar­áttu­mál Öryrkja­banda­lags­ins. Það var gert núna en við þeim hafði ekki verið hreyft síðan þær voru settar á fyrir 10 til 12 árum. Úr þeim var dreg­ið. Á sama tíma var sömu­leiðis ráð­ist í þá aðgerð að draga úr skerð­ingum milli bóta­flokka. Mark­mið þeirrar leið­rétt­ingar og breyt­ingar var að auka tekjur tekju­lægsta hóps­ins innan hóps öryrkja. Enn þá bíður að ljúka við heild­ar­end­ur­skoðun á kerf­inu sem ekki var gert 2016, illu heilli að mínu viti, enda má sjá þegar sagan er skoðuð og tekjur ólíkra hópa skoð­að­ar, til að mynda aldr­aðra og öryrkja, að þar standa öryrkjar höllum fæti til að mynda gagn­vart öldruð­um. Þannig er nú staða máls­ins. Það er mjög brýnt að ljúka þess­ari heild­ar­end­ur­skoð­un. Ég von­ast til þess að það verði gert snemma á næsta kjör­tíma­bili.

En hér er ekki hægt að tala eins og ekki hafi verið komið til móts við mik­il­væg bar­áttu­mál öryrkja sem snú­ast einmitt um að draga úr skerð­ingum og gera þetta kerfi gagn­særra og rétt­lát­ara,“ sagði hún.

Spurði hvernig á þjóðin ætti að geta trúað orði sem ráð­herra segir

Hall­dóra kom aftur í pontu og sagði að ráð­herra væri „vel Mor­fís-æfð og mjög sniðug í að svara ekki spurn­ingum sem hún er spurð“.

„Ég var ekk­ert að segja að það væri ekki búið að gera neitt fyrir öryrkja. Ég var bara að segja að það væri hópur af öryrkjum sem biði eftir leið­rétt­ingu og biði eftir rétt­læt­inu. Í þess­ari frægu ræðu árið 2017, þegar for­sæt­is­ráð­herra sagði að stjórn­völd ættu ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi um að bíða eftir rétt­læti, sagði hún að það sama ætti við um fólk á flótta sem hingað leit­ar. Þetta er sagt réttum tveimur mán­uðum áður en hún fer í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um, með hátt­virtum þing­manni Sig­ríði Á. And­er­sen í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Það er því aug­ljóst að það hefur ekki verið hátt á for­gangs­lista hæst­virts ráð­herra að beita sér fyrir rétt­læt­inu í málum fólks á flótta,“ sagði Hall­dóra.

Spurði hún Katrínu, sem alla­vega í orði á tylli­dögum segð­ist vera annt um að efla traust fólks á hinu lýð­ræð­is­lega sam­fé­lagi, hver ábyrgð ráð­herr­ans væri þegar kemur að því að hrein­lega standa við orð sín. „Hvernig á þjóðin í ljósi sög­unnar að geta trúað einu ein­asta orði sem hæst­virtur ráð­herra segir nú í aðdrag­anda kosn­inga?“ spurði hún.

Auð­vitað „ekk­ert annað en fabúler­ing­ar“

Katrín brást við orðum Hall­dóru og sagð­ist ætla að sleppa því að gera að umtals­efni mælsku­brögð þing­manns­ins „þó að hún kjósi að koma hér upp með ein­hverjar slíkar fabúler­ingar sem eru auð­vitað ekk­ert annað en fabúler­ing­ar“.

„Stað­reyndin er sú, eins og ég fór yfir áðan, að komið hefur verið til móts við tekju­lægstu hópana í þessu sam­fé­lagi allt þetta kjör­tíma­bil með því að lækka skatta á tekju­lægstu hópana, með því að hækka barna­bætur á tekju­lægstu hópana, með því að ráð­ast í sér­tækar úrbætur bæði hvað varðar aldr­aða og öryrkja innan almanna­trygg­inga­kerf­is­ins. Það eru stað­reyndir sem hátt­virtur þing­maður fær ekki hrakið og leggst því í mælsku­brögð,“ sagði hún.

Hvað varðar fólk á flótta sagði hún að máls­með­ferð­ar­tími hér á landi hefði verið styttur aftur á þessu kjör­tíma­bili. „Tekið hefur verið á móti fleirum á þessu kjör­tíma­bili en kjör­tíma­bil­inu á und­an. Hér er tekið á móti hlut­falls­lega fleirum en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Það er það sem hefur í raun og veru ger­st, hæst­virtur for­seti, óháð öllum mælsku­brögð­u­m,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent