„Hæstvirtur forsætisráðherra er vel Morfís-æfð“

Forsætisráðherra og þingmaður Pírata ræddu bótaskerðingu örorkulífeyrisþega, traust á stjórnmálum og mál fólks á flótta á þingi í dag. Þingmaðurinn sagði ráðherrann vel Morfís-æfða en forsætisráðherrann sakaði þingmanninn um mælskubrögð og fabúleringar.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen þing­maður Pírata og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­maður VG tók­ust á um hin ýmsu mál í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Þing­mað­ur­inn hóf mál sitt á því að rifja upp umræður um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra í sept­em­ber árið 2017, örfáum mán­uðum áður en hún tók við emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra. Þar sagði Katrín um rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar að stjórn­völd ættu ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi um að bíða eftir rétt­læti.

Hall­dóra benti á að þann 20. júní 2018 hefði umboðs­maður Alþingis skilað áliti þar sem hann lýsti því hvernig örorku­líf­eyr­is­þegar sem hafa verið búsettir í öðru landi innan EES hefðu þurft að lifa við ólög­legar skerð­ingar í ára­tug og jafn­vel leng­ur. „Fé­lags­mála­ráðu­neytið stað­festi þennan úrskurð og lof­aði leið­rétt­ingu. Í dag, rúmum þremur árum síð­ar, bíða hund­ruð öryrkja enn eftir rétt­læt­inu. Meira en helm­ingur þeirra sem urðu fyrir ólög­legum skerð­ingum bíða enn eftir leið­rétt­ing­unni sem þeim var lof­að. 96 þeirra dóu á meðan þeir biðu eftir rétt­læt­in­u,“ sagði hún.

Auglýsing

Hélt hún upp­rifj­un­inni áfram og benti á að aðeins örfáum mán­uðum áður en for­sæt­is­ráð­herra tók við stjórn­ar­taumum núver­andi rík­is­stjórnar hefði hún sagt að stjórn­mála­menn mættu aldrei vísa í ríkj­andi kerfi til að rök­styðja bið eftir rétt­læti. Stjórn­mála­menn þyrftu að vera reiðu­búnir að beita sér stöðugt fyrir rétt­læt­inu og breyta kerf­inu ef það þyrfti til. Ann­ars væri hættan sú að traust fólks á hinu lýð­ræð­is­lega sam­fé­lagi dvín­aði og þá ábyrgð þyrftu allir að axla.

„Nú er þetta fólk enn þá að bíða. Það er því ekki að sjá að hæst­virtur ráð­herra hafi beitt sér nægi­lega vel fyrir rétt­læt­in­u,“ sagði Hall­dóra og spurði Katrínu hvort það væri vegna þess að ráð­herr­ann hefði ekki viljað beita sér eða hefði hún bara ekki getað beitt sér með hend­urnar bundnar í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum þar sem Bjarni Bene­dikts­son héldi um pyngj­una.

Dregið úr skerð­ingum hér á landi

Katrín svar­aði og sagði að varð­andi búsetu­skerð­ingar sem dæmdar voru ólög­mætar þá gæti hún því miður ekki svarað nákvæm­lega hvenær þeim leið­rétt­ingum myndi ljúka. Það væri á hendi Trygg­inga­stofn­unar og Ásmundar Ein­ars Daða­sonar félags- og barna­mála­ráð­herra.

„Hæst­virtur félags­mála­ráð­herra fer með þennan mála­flokk og ég vænti þess að að því sé unn­ið. Þetta snýst ekki um vilja­leysi stjórn­valda til að leið­rétta þessar búsetu­skerð­ingar heldur að þær verði gerðar upp með rétt­mætum hætti sam­kvæmt því sem félags­mála­ráð­herra hefur farið yfir ítrekað hér í þingsal,“ sagði hún.

Katrín sagði að Hall­dóra gæfi í skyn í for­sendu spurn­ingar hennar að ekk­ert hefði verið gert í mál­efnum öryrkja á kjör­tíma­bil­inu.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Það er auð­vitað rangt hjá hátt­virtum þing­manni. Hér hefur verið dregið úr skerð­ingum vegna atvinnu­tekna, sem hefur verið eitt stærsta hags­muna­mál og bar­áttu­mál Öryrkja­banda­lags­ins. Það var gert núna en við þeim hafði ekki verið hreyft síðan þær voru settar á fyrir 10 til 12 árum. Úr þeim var dreg­ið. Á sama tíma var sömu­leiðis ráð­ist í þá aðgerð að draga úr skerð­ingum milli bóta­flokka. Mark­mið þeirrar leið­rétt­ingar og breyt­ingar var að auka tekjur tekju­lægsta hóps­ins innan hóps öryrkja. Enn þá bíður að ljúka við heild­ar­end­ur­skoðun á kerf­inu sem ekki var gert 2016, illu heilli að mínu viti, enda má sjá þegar sagan er skoðuð og tekjur ólíkra hópa skoð­að­ar, til að mynda aldr­aðra og öryrkja, að þar standa öryrkjar höllum fæti til að mynda gagn­vart öldruð­um. Þannig er nú staða máls­ins. Það er mjög brýnt að ljúka þess­ari heild­ar­end­ur­skoð­un. Ég von­ast til þess að það verði gert snemma á næsta kjör­tíma­bili.

En hér er ekki hægt að tala eins og ekki hafi verið komið til móts við mik­il­væg bar­áttu­mál öryrkja sem snú­ast einmitt um að draga úr skerð­ingum og gera þetta kerfi gagn­særra og rétt­lát­ara,“ sagði hún.

Spurði hvernig á þjóðin ætti að geta trúað orði sem ráð­herra segir

Hall­dóra kom aftur í pontu og sagði að ráð­herra væri „vel Mor­fís-æfð og mjög sniðug í að svara ekki spurn­ingum sem hún er spurð“.

„Ég var ekk­ert að segja að það væri ekki búið að gera neitt fyrir öryrkja. Ég var bara að segja að það væri hópur af öryrkjum sem biði eftir leið­rétt­ingu og biði eftir rétt­læt­inu. Í þess­ari frægu ræðu árið 2017, þegar for­sæt­is­ráð­herra sagði að stjórn­völd ættu ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi um að bíða eftir rétt­læti, sagði hún að það sama ætti við um fólk á flótta sem hingað leit­ar. Þetta er sagt réttum tveimur mán­uðum áður en hún fer í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um, með hátt­virtum þing­manni Sig­ríði Á. And­er­sen í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Það er því aug­ljóst að það hefur ekki verið hátt á for­gangs­lista hæst­virts ráð­herra að beita sér fyrir rétt­læt­inu í málum fólks á flótta,“ sagði Hall­dóra.

Spurði hún Katrínu, sem alla­vega í orði á tylli­dögum segð­ist vera annt um að efla traust fólks á hinu lýð­ræð­is­lega sam­fé­lagi, hver ábyrgð ráð­herr­ans væri þegar kemur að því að hrein­lega standa við orð sín. „Hvernig á þjóðin í ljósi sög­unnar að geta trúað einu ein­asta orði sem hæst­virtur ráð­herra segir nú í aðdrag­anda kosn­inga?“ spurði hún.

Auð­vitað „ekk­ert annað en fabúler­ing­ar“

Katrín brást við orðum Hall­dóru og sagð­ist ætla að sleppa því að gera að umtals­efni mælsku­brögð þing­manns­ins „þó að hún kjósi að koma hér upp með ein­hverjar slíkar fabúler­ingar sem eru auð­vitað ekk­ert annað en fabúler­ing­ar“.

„Stað­reyndin er sú, eins og ég fór yfir áðan, að komið hefur verið til móts við tekju­lægstu hópana í þessu sam­fé­lagi allt þetta kjör­tíma­bil með því að lækka skatta á tekju­lægstu hópana, með því að hækka barna­bætur á tekju­lægstu hópana, með því að ráð­ast í sér­tækar úrbætur bæði hvað varðar aldr­aða og öryrkja innan almanna­trygg­inga­kerf­is­ins. Það eru stað­reyndir sem hátt­virtur þing­maður fær ekki hrakið og leggst því í mælsku­brögð,“ sagði hún.

Hvað varðar fólk á flótta sagði hún að máls­með­ferð­ar­tími hér á landi hefði verið styttur aftur á þessu kjör­tíma­bili. „Tekið hefur verið á móti fleirum á þessu kjör­tíma­bili en kjör­tíma­bil­inu á und­an. Hér er tekið á móti hlut­falls­lega fleirum en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Það er það sem hefur í raun og veru ger­st, hæst­virtur for­seti, óháð öllum mælsku­brögð­u­m,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent