Reykjanesbær ófær um að þjónusta fleiri hælisleitendur

Velferðarráð Reykjanesbæjar hafnaði beiðni um að sjá um þjónustu við fleiri hælisleitendur en bærinn aðstoðar nú allt að 70 hælisleitendur. Útlendingastofnun bætir við húsnæði í Reykjanesbæ vegna fjölda hælisumsókna.

reykjanesbaerskilti.jpg
Auglýsing

Reykja­nes­bær hefur hafnað beiðni Útlend­inga­stofn­unar um að veita fleiri hæl­is­leit­endum þjón­ustu og þar með að stækka núgild­andi samn­ing bæj­ar­ins við stofn­un­ina. Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, segir að bær­inn hafi ekki verið til­bú­inn að verða við beiðn­inni vegna þess að íbúum hafi fjölgað mikið auk þess sem svæðið sé „mettað af hæl­is­leit­end­um“. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Kjartan segir Reykja­nesbæ þjón­usta allt að 70 til 80 hæl­is­leit­endur á hverjum tíma og leggi áherslu á fjöl­skyldu­fólk. En Kjartan segir að vegna þess hversu mikið íbúum bæj­ar­ins hafa fjölgað þá sé ekki í boði þjón­ustan sem hæl­is­leit­endur þarfn­ast. „Þannig að við vildum ekki taka áhætt­una og taka við allt of mörgum hæl­is­leit­end­um. Ef það kæmi fullt af börnum þá eigum við svo fá pláss í leik- og grunn­skólum til þess að taka við þeim,“ segir Kjart­an.

Hröð íbúa­fjölgun í Reykja­nesbæ

Erlendum rík­is­borg­urum hefur fjölgað mikið á Íslandi síð­ustu ár en mis­mun­andi er hvar á land­inu þeir setj­ast að. Hlut­­falls­­lega setj­­­ast lang­flestir þeirra að í Reykja­­nes­bæ en fjöldi erlendra rík­­is­­borg­­ara þar hefur tæp­­lega fjór­fald­­ast á örfáum árum. Í Reykja­nesbæ voru erlendir rík­is­borg­arar 8,6 pró­sent íbúa í lok árs 2011 en í júlí 2018 voru erlendir rík­is­borg­arar 23 pró­sent. Vert er að taka fram að þorri þeirra erlendru rík­is­borg­ara sem flytja til lands­ins koma hingað til að starfa og eru ekki hæl­is­leit­endur

Auglýsing

Reykja­nes­bær þjón­ustar hins­vegar einnig hæl­is­leit­endur en þeir geta verið allt 70 að hverjum tíma og útvegar þeim hús­næði auk ann­arrar þjón­ustu. Þeir hæl­is­leit­endur dvelja í bænum á meðan þeir bíða eftir afgreiðslu hæl­is­um­sóknar sinn­ar. Núgild­andi samn­ingur Útlend­inga­stofn­unar við Reykja­nesbæ kveður á um að stofn­unin greiði Reykja­nesbæ dag­gjald að upp­hæð 7.500 krónur á sól­ar­hring fyrir hvern hæl­is­leit­anda, auk fasta­gjalds sem nemur um 11,5 millj­ónum króna, sem á að standa straum af launa- og rekstr­ar­kostn­aði.

„Íbúa­fjölg­unin hefur verið svo mikil að við höfum ekki getað byggt upp þjón­ustu eins hratt og við myndum vilja. Svo eru rík­is­stofn­anir eins og sjúkra­hús og heilsu­gæsla líka langt á eftir í fjár­veit­ing­um. Þetta fólk þarf mikla þjón­ustu og mikla aðstoð fyrstu mán­uð­ina og við teljum svæðið mettað af hæl­is­leit­end­um. Þess vegna beinum við óskum og til­mælum til ann­arra sveit­ar­fé­laga á Íslandi að taka sinn hluta af þess­ari sam­fé­lags­legu ábyrgð,“ segir Kjart­an. 

Útlend­inga­stofnun stækkar við sig

Þór­hildur Haga­lín, upp­lýs­inga­full­trúi Útlend­inga­stofn­un­ar, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að stofn­unin þurfi að stækka við sig vegna fjölg­unar hæl­is­um­sókna. Stofn­unin hefur fengið hús­næði í Reykja­nesbæ til að standa straum af fjölda umsókna. „Við erum með samn­inga við þrjú sveit­ar­fé­lög en þeir samn­ingar hafa ekki náð yfir þann fjölda sem hefur komið und­an­farin ár. Þar af leið­andi höfum við verið að sjá um rekstur úrræða,“ segir Þór­hild­ur. „Okkur ber skylda til að sjá fólki fyrir hús­næði og þjón­ustu ef það getur það ekki sjálft.“

Þórhildur Hagalín

Reykja­nes­bær sam­þykkti ekki til­lög­una eins og áður sagði en Þór­hildur segir að þótt svo hafi verið þá breyti það ekki áformum stofn­un­ar­innar um nýt­ingu hús­næð­is­ins til þjón­ustu fyrir hæl­is­leit­end­ur. „Við eigum í mjög góðu sam­starfi við Reykja­nesbæ og erum með samn­ing við þau um þjón­ustu við umsækj­endur um vernd. Að okkar mati er betra að sveit­ar­fé­lögin sinni þessu hlut­verki heldur en Útlend­inga­stofn­un, sér­stak­lega þjón­ustu við fjöl­skyld­ur. Það sem felst í þjón­ust­unni er margt af því sem sveit­ar­fé­lögin eru með á sinni könnu og þau eru með starfs­fólk sem er með mikla reynslu og þekk­ingu á sviði félags­þjón­ust­u,“ segir Þór­hild­ur.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent