Reykjanesbær ófær um að þjónusta fleiri hælisleitendur

Velferðarráð Reykjanesbæjar hafnaði beiðni um að sjá um þjónustu við fleiri hælisleitendur en bærinn aðstoðar nú allt að 70 hælisleitendur. Útlendingastofnun bætir við húsnæði í Reykjanesbæ vegna fjölda hælisumsókna.

reykjanesbaerskilti.jpg
Auglýsing

Reykja­nes­bær hefur hafnað beiðni Útlend­inga­stofn­unar um að veita fleiri hæl­is­leit­endum þjón­ustu og þar með að stækka núgild­andi samn­ing bæj­ar­ins við stofn­un­ina. Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, segir að bær­inn hafi ekki verið til­bú­inn að verða við beiðn­inni vegna þess að íbúum hafi fjölgað mikið auk þess sem svæðið sé „mettað af hæl­is­leit­end­um“. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Kjartan segir Reykja­nesbæ þjón­usta allt að 70 til 80 hæl­is­leit­endur á hverjum tíma og leggi áherslu á fjöl­skyldu­fólk. En Kjartan segir að vegna þess hversu mikið íbúum bæj­ar­ins hafa fjölgað þá sé ekki í boði þjón­ustan sem hæl­is­leit­endur þarfn­ast. „Þannig að við vildum ekki taka áhætt­una og taka við allt of mörgum hæl­is­leit­end­um. Ef það kæmi fullt af börnum þá eigum við svo fá pláss í leik- og grunn­skólum til þess að taka við þeim,“ segir Kjart­an.

Hröð íbúa­fjölgun í Reykja­nesbæ

Erlendum rík­is­borg­urum hefur fjölgað mikið á Íslandi síð­ustu ár en mis­mun­andi er hvar á land­inu þeir setj­ast að. Hlut­­falls­­lega setj­­­ast lang­flestir þeirra að í Reykja­­nes­bæ en fjöldi erlendra rík­­is­­borg­­ara þar hefur tæp­­lega fjór­fald­­ast á örfáum árum. Í Reykja­nesbæ voru erlendir rík­is­borg­arar 8,6 pró­sent íbúa í lok árs 2011 en í júlí 2018 voru erlendir rík­is­borg­arar 23 pró­sent. Vert er að taka fram að þorri þeirra erlendru rík­is­borg­ara sem flytja til lands­ins koma hingað til að starfa og eru ekki hæl­is­leit­endur

Auglýsing

Reykja­nes­bær þjón­ustar hins­vegar einnig hæl­is­leit­endur en þeir geta verið allt 70 að hverjum tíma og útvegar þeim hús­næði auk ann­arrar þjón­ustu. Þeir hæl­is­leit­endur dvelja í bænum á meðan þeir bíða eftir afgreiðslu hæl­is­um­sóknar sinn­ar. Núgild­andi samn­ingur Útlend­inga­stofn­unar við Reykja­nesbæ kveður á um að stofn­unin greiði Reykja­nesbæ dag­gjald að upp­hæð 7.500 krónur á sól­ar­hring fyrir hvern hæl­is­leit­anda, auk fasta­gjalds sem nemur um 11,5 millj­ónum króna, sem á að standa straum af launa- og rekstr­ar­kostn­aði.

„Íbúa­fjölg­unin hefur verið svo mikil að við höfum ekki getað byggt upp þjón­ustu eins hratt og við myndum vilja. Svo eru rík­is­stofn­anir eins og sjúkra­hús og heilsu­gæsla líka langt á eftir í fjár­veit­ing­um. Þetta fólk þarf mikla þjón­ustu og mikla aðstoð fyrstu mán­uð­ina og við teljum svæðið mettað af hæl­is­leit­end­um. Þess vegna beinum við óskum og til­mælum til ann­arra sveit­ar­fé­laga á Íslandi að taka sinn hluta af þess­ari sam­fé­lags­legu ábyrgð,“ segir Kjart­an. 

Útlend­inga­stofnun stækkar við sig

Þór­hildur Haga­lín, upp­lýs­inga­full­trúi Útlend­inga­stofn­un­ar, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að stofn­unin þurfi að stækka við sig vegna fjölg­unar hæl­is­um­sókna. Stofn­unin hefur fengið hús­næði í Reykja­nesbæ til að standa straum af fjölda umsókna. „Við erum með samn­inga við þrjú sveit­ar­fé­lög en þeir samn­ingar hafa ekki náð yfir þann fjölda sem hefur komið und­an­farin ár. Þar af leið­andi höfum við verið að sjá um rekstur úrræða,“ segir Þór­hild­ur. „Okkur ber skylda til að sjá fólki fyrir hús­næði og þjón­ustu ef það getur það ekki sjálft.“

Þórhildur Hagalín

Reykja­nes­bær sam­þykkti ekki til­lög­una eins og áður sagði en Þór­hildur segir að þótt svo hafi verið þá breyti það ekki áformum stofn­un­ar­innar um nýt­ingu hús­næð­is­ins til þjón­ustu fyrir hæl­is­leit­end­ur. „Við eigum í mjög góðu sam­starfi við Reykja­nesbæ og erum með samn­ing við þau um þjón­ustu við umsækj­endur um vernd. Að okkar mati er betra að sveit­ar­fé­lögin sinni þessu hlut­verki heldur en Útlend­inga­stofn­un, sér­stak­lega þjón­ustu við fjöl­skyld­ur. Það sem felst í þjón­ust­unni er margt af því sem sveit­ar­fé­lögin eru með á sinni könnu og þau eru með starfs­fólk sem er með mikla reynslu og þekk­ingu á sviði félags­þjón­ust­u,“ segir Þór­hild­ur.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent