Samfylkingin tapar fylgi og ábyrgðin sögð Dags í Braggamálinu

Meirihlutinn í borgarstjórn bætir við sig fylgi þó að Samfylkingin dali. Þriðjungur telur borgarstjóra bera ábyrgð í Braggamálinu.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin tapar mestu fylgi allra borg­ar­stjórn­ar­flokk­anna sam­kvæmt könnun sem Frétta­blaðið stóð fyr­ir. Aðrir flokkar í meiri­hluta í borg­ar­stjórn bæta hins vegar við sig fylgi eða halda í horf­inu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist, líkt og í síð­ustu kosn­ing­um, stærstur flokka.

Sam­kvæmt könn­un­inni myndu um þrír af hverjum tíu, sem tóku afstöðu, greiða Sjálf­stæð­is­flokknum atkvæði sitt en það er svipað og kjör­fylgi flokks­ins í vor. Sam­fylk­ingin mælist með 21 pró­sent en hlaut tæp 26 pró­sent í kosn­ing­un­um. Píratar bæta nokkru við sig og fengju 12,7 pró­sent atkvæða sam­an­borið við tæp 8 pró­sent í vor. Við­reisn mælist með rúm 9 pró­sent nú sam­an­borið við rúm 8 í vor. Vinstri græn mæl­ast með ríf­lega 8 pró­sent og bætir því nokkru við sig en flokk­ur­inn fékk 4,6 pró­sent atkvæða í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um. Ríf­lega þriðj­ungur svar­enda var aftur á móti óviss um hvaða flokk þeir myndu kjósa. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Auglýsing

Fjöldi borg­ar­full­trúa minni­hluta­flokk­anna breyt­ist því ekki miðað við kosn­ing­arnar í vor. ­Meiri­hlut­inn  myndi halda velli með þrettán full­trúa en vera öðru­vísi sam­an­sett­ur. Sam­fylk­ingin myndi tapa tveimur mönnum en Píratar og Vinstri græn bæta við sig einum manni hvor flokk­ur. Borg­ar­stjórn­ar­flokkur Við­reisnar myndi áfram telja tvo menn.

Ábyrgðin er borg­ar­stjór­ans

Sam­tímis því að kanna fylgi flokk­anna voru þátt­tak­endur einnig spurðir hver þeim þætti að ætti að axla ábyrgð á fram­úr­keyrslu við end­ur­bætur og við­bygg­ingar bragg­ans í Naut­hóls­vík. Af þeim sem tóku afstöðu töldu flest­ir, um þriðj­ungur svar­enda, að ábyrgðin væri borg­ar­stjór­ans. 

Rúm­lega fjórð­ungur taldi ábyrgð­ina vera meiri­hluta borg­ar­stjórnar og álíka margir, 26,2 pró­sent, svör­uðu því að emb­ætt­is­menn ættu að axla ábyrgð. Um níu pró­sent telja að hönn­uðir og arki­tektar beri ábyrgð­ina á fram­úr­keyrsl­unni og rúm fimm pró­sent telja hana ann­arra. Þetta eru nið­ur­stöður könn­unar sem Zenter rann­sóknir unnu fyrir Frétta­blað­ið.

 

Um­ræddur braggi í Naut­hóls­vík er örugg­lega orðin fræg­asti og dýr­asti braggi  í sögu Íslands. Kostn­aður við end­ur­bætur og við­bygg­ing­ar hans fóru langt fram úr áætl­un. Kostn­aður við fram­kvæmd­irnar nemur nú rúm­lega 400 millj­ónum króna en upp­haf­lega var gert ráð fyrir að hann yrði 158 millj­ón­ir. Brag­inn hefur valdið miklu fjaðrafoki en flestir eru sam­mála um að fram­úr­keyrslan sé hin alvar­leg­asta en ekki eru allir sam­mála um hver á að sæta ábyrgð vegna máls­ins. 

Sam­kvæmt könnun Frétta­blaðs­ins eru skiptar skoð­anir á milli kynj­anna en karlar eru lík­legri til að setja Bragga­málið á reikn­ing borg­ar­stjóra, 36 pró­sent á móti 29 pró­sentum kvenna. Konur benda frekar á meiri­hlut­ann eða 32 pró­sent sam­an­borið við 22 pró­sent karla. Á­þekkt hlut­fall kynj­anna, um fjórð­ung­ur, taldi að emb­ætt­is­menn ættu að sæta ábyrgð. 

Yngstu kjós­end­urnir voru ólík­leg­astir til að benda á Dag B. Þeir sem eldri eru voru frekar á því að ábyrgðin væri Dags eða tæp­lega helm­ingur svar­enda 55 ára og eldri. Sami hópur var einnig ólík­leg­astur til að benda á meiri­hlut­ann í borg­inni. Sé litið til yngstu kjós­enda borg­ar­innar voru sextán pró­sent á því að borg­ar­stjóri ætti að sæta ábyrgð en 41 pró­sent taldi að skella ætti skuld­inni á emb­ætt­is­menn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent