Hugmyndamaðurinn Paul Allen látinn

Paul Allen er fallinn frá, 65 ára að aldri. Hann lést í dag eftir skammvinn veikindi. Banamein hans var krabbamein, en hann greindist nýlega með það, í fjórða sinn á ævinni.

paulallen
Auglýsing

Paul Allen, sem stofn­aði Microsoft ásamt Bill Gates, er lát­inn, 65 ára að aldri. Hann lést úr krabba­meini. Hann til­kynnti nýlega um að krabba­mein hefði tekið sig upp að nýju, og að hann hefði fullt traust á þeim sem hefðu við stjórn­ar­taumunum í öllum verk­efnum hans. 

Allen var með auð­ug­ustu mönnum heims, en stór hluti af fjár­fest­ingum hans beind­ist að heima­svæði hans, Seattle borg og nágrenni. Hann rak þaðan fjár­fest­inga­fé­lag sitt, Vulcan, og umsvifa­mikið góð­gerð­ar­starf sitt sömu­leið­is. Stór hluti eigna hans var í óskráðum eign­um, meðal ann­ars í sjóðum sem styrkja nýsköp­un­ar- og vís­inda­starf og fjár­festa í sprota­fyr­ir­tækj­um.

Auglýsing


Allen var einnig ötull stuðn­ings­maður íþrótta og heil­brigð­is­mála, og var meðal ann­ars eig­andi Seattle Sea­hawks í NFL deild­inni og Portland Trail­blaz­ers í NBA deild­inni. Þá var fast­eigna­fé­lag hans, undir armi Vulcan, með umsvifa­mestu fjár­fest­inga­fé­lögum Vest­ur­strandar Banda­ríkj­anna og hefur meðal ann­ars þróað og byggt upp svæðið þar sem Amazon er með höf­uð­stöðvar sínar í Seattle. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um Allen og fjár­fest­ingar hans, í nóv­em­ber í fyrra, en hann var oft nefndur hug­mynda­maður (Idea Man) og kom sam­nefnd bók um hann út 2011. Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann
Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.
Kjarninn 24. maí 2019
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent
Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.
Kjarninn 24. maí 2019
Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiErlent