Segir framferði Útlendingastofnunar skýra hvers vegna hana þurfi að leggja niður

Formaður Solaris segir að byrja þurfi upp á nýtt í útlendingamálum á nýjum grunni. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð sé að leggja niður Útlendingastofnun.

Sema Erla segir kröfuna um að Útlendingastofnun verði lögð niður hafa orðið háværari að undanförnu.
Sema Erla segir kröfuna um að Útlendingastofnun verði lögð niður hafa orðið háværari að undanförnu.
Auglýsing

Leggja þarf Útlend­inga­stofnun niður og end­ur­skoða lög­gjöf í kringum útlend­inga­mál til þess að hægt sé að byggja nýjan grunn í mála­flokknum að mati Semu Erlu Serdar for­manns Sol­aris - hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Semu í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni fyrr í dag.

„Því hefur verið haldið fram lengi af fólki að það sé hrein­lega best að leggja niður Útlend­inga­stofn­un. Ég held að hún sé orðin hávær­ari núna, þessi krafa, og við sem höfum barist fyrir þessu upp­lifum kannski að það sé verið að hlusta loks­ins á þessa kröf­u,“ sagði Sema í þætt­in­um.

Fram­ferði stofn­un­ar­innar hafi valdið því að krafan um að stofn­unin sé lögð niður sé hávær­ari nú en áður að mati Semu og nefndi hún tvö nýleg dæmi þessu til stuðn­ings. Ann­ars vegar þegar hátt í tutt­ugu umsækj­endur um alþjóð­lega vernd voru sviptir allri þjón­ustu af Útlend­inga­stofn­un, þeir reknir úr hús­næði stofn­un­ar­innar og mat­ar­pen­ingar teknir af þeim. Kæru­nefnd útlend­inga­mála komst síðar að þeirri nið­ur­stöðu að þetta hafi verið ólög­mætar aðgerðir og fólk­inu var veitt þjón­usta á nýjan leik.

Auglýsing

„Við skulum ekki gleyma því að fólk á flótta er skjól­stæð­ingar Útlend­inga­stofn­un­ar. Útlend­inga­stofnun á að þjón­usta flótta­fólk að hluta til á meðan það er á Íslandi og bíður úrlausnar sinna mála,“ sagði Sema.

Vill sér­stakt ráðu­neyti

Hitt dæmið sem Sema nefndi er hand­taka umsækj­enda um alþjóð­lega vernd í hús­næði Útlend­inga­stofn­un­ar. „Ör­stuttu seinna verðum við vitni að því að tveir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd eru lokk­aðir á fölskum for­sendum í hús­næði Útlend­inga­stofn­unar þar sem þeim er sagt að koma til þess að sækja bólu­setn­ing­ar­vott­orð­in, sín sem að við setjum mikið spurn­ing­ar­merki við, hvers vegna þeir sækja það til Útlend­inga­stofn­unar en ekki heil­brigð­is­yf­ir­valda. Þegar þeir koma þangað er þeim til­kynnt fyr­ir­vara­laust að það eigi að brott­vísa þeim núna þar sem þeir eru orðnir bólu­sett­ir. Það kemur til átaka, þeir eru beittir ofbeldi af lög­reglu­yf­ir­völd­um, af starfs­fólki Útlend­inga­stofn­un­ar. Þeir eru frels­is­sviptir meðal ann­ars og síðan sendir úr landi, hand­teknir og sendi úr landi án nokk­urs fyr­ir­vara, einn eftir að hafa farið á bráða­deild land­spít­al­ans eftir með­ferð­ina.“

Spurð að því hvernig hún myndi vilja að inn­flytj­enda­málum yrði háttað sagði Sema að byggja þyrfti upp nýjan grunn. „Fyrsta skrefið er að leggja niður Útlend­inga­stofn­un. Annað skrefið er að skoða alla lög­gjöf í kringum þetta. Ég per­sónu­lega myndi vilja sjá sér­stakt ráðu­neyti. Það er það sem hefur verið tekið upp víða í kringum okk­ur. Þá erum við með ráðu­neyti, jafn­vel ein­hverjar stofn­anir þarna und­ir,“ sagði Sema. „Við þurfum að byrja upp á nýtt á nýjum grunni. Það er ekk­ert mál að fara í slíka veg­ferð.“

Flótta­fólki muni fjölga á næstu árum

Að hennar mati er almenn­ingur ósáttur við þá stefnu sem stjórn­völd hafa rekið í mála­flokkn­um. „Við erum í raun lítið sam­fé­lag. Við erum og við reynum að vera opið sam­fé­lag og við sjáum það til dæmis að almenn­ingur er yfir­leitt mjög ósam­mála þeirri stefnu sem að stjórn­völd eru að reka. Það eru ítrekuð mót­mæli, það eru afhentar hátt í 50 þús­und und­ir­skriftir til stuðn­ings ein­stak­lings sem fékk ekki vernd á íslandi. Við erum að leggja okkar af mörkum til þess að við gerum bet­ur,“ sagði Sema.

Hún benti á að aldrei hafa fleiri verið á flótta en nú og að flótta­fólki muni fjölga á næstu árum. Því beri Íslandi, líkt og öðrum þjóð­um, sið­ferð­is­leg skylda til þess að leggja sitt af mörk­um, að mati Semu Erlu Serdar for­manns Sol­aris - hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent