Segir framferði Útlendingastofnunar skýra hvers vegna hana þurfi að leggja niður

Formaður Solaris segir að byrja þurfi upp á nýtt í útlendingamálum á nýjum grunni. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð sé að leggja niður Útlendingastofnun.

Sema Erla segir kröfuna um að Útlendingastofnun verði lögð niður hafa orðið háværari að undanförnu.
Sema Erla segir kröfuna um að Útlendingastofnun verði lögð niður hafa orðið háværari að undanförnu.
Auglýsing

Leggja þarf Útlend­inga­stofnun niður og end­ur­skoða lög­gjöf í kringum útlend­inga­mál til þess að hægt sé að byggja nýjan grunn í mála­flokknum að mati Semu Erlu Serdar for­manns Sol­aris - hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Semu í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni fyrr í dag.

„Því hefur verið haldið fram lengi af fólki að það sé hrein­lega best að leggja niður Útlend­inga­stofn­un. Ég held að hún sé orðin hávær­ari núna, þessi krafa, og við sem höfum barist fyrir þessu upp­lifum kannski að það sé verið að hlusta loks­ins á þessa kröf­u,“ sagði Sema í þætt­in­um.

Fram­ferði stofn­un­ar­innar hafi valdið því að krafan um að stofn­unin sé lögð niður sé hávær­ari nú en áður að mati Semu og nefndi hún tvö nýleg dæmi þessu til stuðn­ings. Ann­ars vegar þegar hátt í tutt­ugu umsækj­endur um alþjóð­lega vernd voru sviptir allri þjón­ustu af Útlend­inga­stofn­un, þeir reknir úr hús­næði stofn­un­ar­innar og mat­ar­pen­ingar teknir af þeim. Kæru­nefnd útlend­inga­mála komst síðar að þeirri nið­ur­stöðu að þetta hafi verið ólög­mætar aðgerðir og fólk­inu var veitt þjón­usta á nýjan leik.

Auglýsing

„Við skulum ekki gleyma því að fólk á flótta er skjól­stæð­ingar Útlend­inga­stofn­un­ar. Útlend­inga­stofnun á að þjón­usta flótta­fólk að hluta til á meðan það er á Íslandi og bíður úrlausnar sinna mála,“ sagði Sema.

Vill sér­stakt ráðu­neyti

Hitt dæmið sem Sema nefndi er hand­taka umsækj­enda um alþjóð­lega vernd í hús­næði Útlend­inga­stofn­un­ar. „Ör­stuttu seinna verðum við vitni að því að tveir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd eru lokk­aðir á fölskum for­sendum í hús­næði Útlend­inga­stofn­unar þar sem þeim er sagt að koma til þess að sækja bólu­setn­ing­ar­vott­orð­in, sín sem að við setjum mikið spurn­ing­ar­merki við, hvers vegna þeir sækja það til Útlend­inga­stofn­unar en ekki heil­brigð­is­yf­ir­valda. Þegar þeir koma þangað er þeim til­kynnt fyr­ir­vara­laust að það eigi að brott­vísa þeim núna þar sem þeir eru orðnir bólu­sett­ir. Það kemur til átaka, þeir eru beittir ofbeldi af lög­reglu­yf­ir­völd­um, af starfs­fólki Útlend­inga­stofn­un­ar. Þeir eru frels­is­sviptir meðal ann­ars og síðan sendir úr landi, hand­teknir og sendi úr landi án nokk­urs fyr­ir­vara, einn eftir að hafa farið á bráða­deild land­spít­al­ans eftir með­ferð­ina.“

Spurð að því hvernig hún myndi vilja að inn­flytj­enda­málum yrði háttað sagði Sema að byggja þyrfti upp nýjan grunn. „Fyrsta skrefið er að leggja niður Útlend­inga­stofn­un. Annað skrefið er að skoða alla lög­gjöf í kringum þetta. Ég per­sónu­lega myndi vilja sjá sér­stakt ráðu­neyti. Það er það sem hefur verið tekið upp víða í kringum okk­ur. Þá erum við með ráðu­neyti, jafn­vel ein­hverjar stofn­anir þarna und­ir,“ sagði Sema. „Við þurfum að byrja upp á nýtt á nýjum grunni. Það er ekk­ert mál að fara í slíka veg­ferð.“

Flótta­fólki muni fjölga á næstu árum

Að hennar mati er almenn­ingur ósáttur við þá stefnu sem stjórn­völd hafa rekið í mála­flokkn­um. „Við erum í raun lítið sam­fé­lag. Við erum og við reynum að vera opið sam­fé­lag og við sjáum það til dæmis að almenn­ingur er yfir­leitt mjög ósam­mála þeirri stefnu sem að stjórn­völd eru að reka. Það eru ítrekuð mót­mæli, það eru afhentar hátt í 50 þús­und und­ir­skriftir til stuðn­ings ein­stak­lings sem fékk ekki vernd á íslandi. Við erum að leggja okkar af mörkum til þess að við gerum bet­ur,“ sagði Sema.

Hún benti á að aldrei hafa fleiri verið á flótta en nú og að flótta­fólki muni fjölga á næstu árum. Því beri Íslandi, líkt og öðrum þjóð­um, sið­ferð­is­leg skylda til þess að leggja sitt af mörk­um, að mati Semu Erlu Serdar for­manns Sol­aris - hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent