Þjónustusvipting Útlendingastofnunar ekki með stoð í lögum

Kærunefnd útlendingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Útlendingastofnunar um að hætta að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd þjónustu ef þeir gangist ekki undir PCR-próf hafi ekki stoð í lögum.

Fimm ungir menn sem Kjarninn ræddi við fyrir utan húsakynni Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. Rauði krossinn telur úrskurðinn í dag hafa forsdæmisgildi fyrir hina þrettán sem sviptir voru þjónustu.
Fimm ungir menn sem Kjarninn ræddi við fyrir utan húsakynni Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. Rauði krossinn telur úrskurðinn í dag hafa forsdæmisgildi fyrir hina þrettán sem sviptir voru þjónustu.
Auglýsing

Kæru­nefnd útlend­inga­mála felldi í dag úr gildi ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar um að fella niður þjón­ustu umsækj­anda um alþjóð­lega vernd hér á landi, sökum þess að sá hinn sami vildi ekki und­ir­gang­ast PCR-­próf.

Eitt mál af þessum toga var kært til kæru­nefnd­ar­innar og segir í úrskurði henn­ar, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, að ekki verði séð að Útlend­inga­stofnun hafi haft heim­ild í lögum til þess að beita sér með þeim hætti sem hún gerð­i.

„Ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar, dags. 18. maí 2021, um að fella niður þjón­ustu við kær­anda er felld úr gild­i,“ segir í úrskurð­ar­orðum kæru­nefnd­ar­inn­ar.

Áshildur Linn­et, teym­is­stjóri hjá Rauða kross­in­um, segir í sam­tali við Kjarn­ann að þetta ætti að hafa for­dæm­is­gildi fyrir alla þá ein­stak­linga sem hafa verið sviptir þjón­ustu af hálfu Útlend­inga­stofn­unar að und­an­förnu. Þeir eigi þá rétt á að kom­ast aftur í búsetu­úr­ræði á vegum stofn­un­ar­inn­ar, eftir að hafa verið kastað á dyr fyrir um mán­uði síð­an.

„Við fögnum þess­ari nið­ur­stöðu enda er hún í sam­ræmi við túlkun okkar á þess­ari heim­ild í útlend­inga­lögum og reglu­gerð um útlend­inga,“ segir Áshild­ur.

Hún segir að Rauði kross­inn hafi þegar sett sig í sam­band við Útlend­inga­stofnun og að sam­tökin von­ist til þess að allir þeir ein­stak­lingar sem verið hafa sviptir þjón­ustu á und­an­förnum vikum kom­ist aftur inn í búsetu­úr­ræði strax í dag, en fjöldi þeirra er hátt á annan tug.

Úrskurð­ur­inn hafi áhrif á alla í sömu stöðu

„Þetta var gagn­vart umbjóð­anda sem að nýtti rétt sinn til að synja lík­ams­rann­sókn þegar sú lík­ams­rann­sókn var hluti af því ferli að koma við­kom­andi úr landi og tengd­ist lýð­heilsu­sjón­ar­miðum ekki með nokkrum hætti heldur var ein­ungis liður í því að geta fram­kvæmt brott­vísun á við­kom­andi aðila,“ ­segir Magnús Norð­dahl lög­maður manns­ins sem hafði betur í mál­inu í dag, um nið­ur­stöðu kæru­nefnd­ar­innar í mál­inu.

Auglýsing

„Þessir aðilar vildu koma í veg fyrir sínar eigin brott­vísun eins og gengur og ger­ist, það fer eng­inn sjálf­vilj­ugur úr landi þegar hann er að flýja lífs­hættu­legar aðstæð­ur. Útlend­inga­stofnun refs­aði þessum hópi með því að svipta hús­næði og fæði. Við sögðum að það væri ólög­mætt og nú hefur kæru­nefnd útlend­inga­mála fellt úr gildi þessa ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar að svipta umbjóð­anda okkar hús­næði og fæði með þessum hætti. Þetta hefur auð­vitað áhrif á alla þá aðila sem í sömu stöðu eru,“ segir Magnús enn­frem­ur, í sam­tali við Kjarn­ann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent