Þjónustusvipting Útlendingastofnunar ekki með stoð í lögum

Kærunefnd útlendingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Útlendingastofnunar um að hætta að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd þjónustu ef þeir gangist ekki undir PCR-próf hafi ekki stoð í lögum.

Fimm ungir menn sem Kjarninn ræddi við fyrir utan húsakynni Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. Rauði krossinn telur úrskurðinn í dag hafa forsdæmisgildi fyrir hina þrettán sem sviptir voru þjónustu.
Fimm ungir menn sem Kjarninn ræddi við fyrir utan húsakynni Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. Rauði krossinn telur úrskurðinn í dag hafa forsdæmisgildi fyrir hina þrettán sem sviptir voru þjónustu.
Auglýsing

Kærunefnd útlendingamála felldi í dag úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu umsækjanda um alþjóðlega vernd hér á landi, sökum þess að sá hinn sami vildi ekki undirgangast PCR-próf.

Eitt mál af þessum toga var kært til kærunefndarinnar og segir í úrskurði hennar, sem Kjarninn hefur undir höndum, að ekki verði séð að Útlendingastofnun hafi haft heimild í lögum til þess að beita sér með þeim hætti sem hún gerði.

„Ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 18. maí 2021, um að fella niður þjónustu við kæranda er felld úr gildi,“ segir í úrskurðarorðum kærunefndarinnar.

Áshildur Linnet, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, segir í samtali við Kjarnann að þetta ætti að hafa fordæmisgildi fyrir alla þá einstaklinga sem hafa verið sviptir þjónustu af hálfu Útlendingastofnunar að undanförnu. Þeir eigi þá rétt á að komast aftur í búsetuúrræði á vegum stofnunarinnar, eftir að hafa verið kastað á dyr fyrir um mánuði síðan.

„Við fögnum þessari niðurstöðu enda er hún í samræmi við túlkun okkar á þessari heimild í útlendingalögum og reglugerð um útlendinga,“ segir Áshildur.

Hún segir að Rauði krossinn hafi þegar sett sig í samband við Útlendingastofnun og að samtökin vonist til þess að allir þeir einstaklingar sem verið hafa sviptir þjónustu á undanförnum vikum komist aftur inn í búsetuúrræði strax í dag, en fjöldi þeirra er hátt á annan tug.

Úrskurðurinn hafi áhrif á alla í sömu stöðu

„Þetta var gagnvart umbjóðanda sem að nýtti rétt sinn til að synja líkamsrannsókn þegar sú líkamsrannsókn var hluti af því ferli að koma viðkomandi úr landi og tengdist lýðheilsusjónarmiðum ekki með nokkrum hætti heldur var einungis liður í því að geta framkvæmt brottvísun á viðkomandi aðila,“ segir Magnús Norðdahl lögmaður mannsins sem hafði betur í málinu í dag, um niðurstöðu kærunefndarinnar í málinu.

Auglýsing

„Þessir aðilar vildu koma í veg fyrir sínar eigin brottvísun eins og gengur og gerist, það fer enginn sjálfviljugur úr landi þegar hann er að flýja lífshættulegar aðstæður. Útlendingastofnun refsaði þessum hópi með því að svipta húsnæði og fæði. Við sögðum að það væri ólögmætt og nú hefur kærunefnd útlendingamála fellt úr gildi þessa ákvörðun Útlendingastofnunar að svipta umbjóðanda okkar húsnæði og fæði með þessum hætti. Þetta hefur auðvitað áhrif á alla þá aðila sem í sömu stöðu eru,“ segir Magnús ennfremur, í samtali við Kjarnann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent