Kalla eftir því að SA og SAF fordæmi framgöngu Play

Í ályktun formannafundar ASÍ er þess krafist að Play gangi til kjarasamninga við það launafólk sem á að vinna samkvæmt þeim kjarasamningum. Samtökin segja Play fara gegn skipulagðri verkalýðshreyfingu með samningum við Íslenska flugstéttarfélagið.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

For­manna­fundur ASÍ for­dæmir með öllu til­raunir til nið­ur­brots á skipu­lagðri verka­lýðs­hreyf­ingu og varar sterk­lega við upp­gangi gulra stétt­ar­fé­laga. Þetta kemur fram í nýrri ályktun for­manna­fundar ASÍ um til­raunir til nið­ur­brots á verka­lýðs­hreyf­ing­unni.

„Nýjasta dæmið um til­raunir til að fara gegn skipu­lagðri verka­lýðs­hreyf­ingu eru samn­ingar milli Play og hins Íslenska flug­stétt­ar­fé­lags sem ætlað er að móta ramma utan um kjör flug­freyja- og flug­þjóna hjá flug­fé­lag­inu Play. Samn­ing­arnir kveða á um lak­ari kjör og rétt­indi en hafa þekkst á íslenskum vinnu­mark­aði og enn er á huldu hvort þeir hafa verið sam­þykktir af vinn­andi fólki sem á allt sitt undir þeim, líkt og lög og leik­reglur á vinnu­mark­aði gera ráð fyr­ir,“ segir í álykt­un­inni.

Auglýsing

For­manna­fund­ur­inn kallar eftir því að Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Sam­tök aðila í ferða­þjón­ustu for­dæmi fram­göngu Play og sendi út skýr skila­boð um að þessi hátt­semi verði ekki liðin á íslenskum vinnu­mark­aði.

Kjara­samn­ing­ur­inn skuli sam­þykktir af starfs­fólki. „Krafan er skýr: að Play gangi til kjara­samn­inga við það launa­fólk sem á að vinna sam­kvæmt þessum kjara­samn­ing­um, sá samn­ingur verði lagður í dóm starfs­fólks og þar með verði leik­reglur á íslenskum vinnu­mark­aði virt­ar.“

Gul stétt­ar­fé­lög geri lak­ari kjara­samn­inga

Í álykt­un­inni segir að gul stétt­ar­fé­lög ein­kenn­ist af því að vera undir áhrifa­valdi atvinnu­rek­enda, beint eða óbeint og að slík félög sæki sér ekki styrk til heild­ar­sam­taka launa­fólks heldur standi utan þeirra. „Slík félög eru þekkt fyrir að gera lak­ari kjara­samn­inga en frjáls og skipu­lögð verka­lýðs­hreyf­ing og grafa þannig undan almennum launa­kjörum í land­in­u.“

ASÍ og aðild­ar­fé­lög þess muni standa gegn hvers konar til­raunum til að brjóta á bak aftur skipu­lagðri verka­lýðs­hreyf­ingu enda sé gríð­ar­legur munur á lífs­kjörum almenn­ings „í löndum þar sem skipu­lögð verka­lýðs­hreyf­ing hefur verið brotin á bak aftur ann­ars vegar og í löndum þar sem verka­lýðs­hreyf­ingin stendur styrkum fótum hins veg­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent