20 færslur fundust merktar „play“

PLAY tapaði 3,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins
Flugfélagið Play hefur tapað 6,5 milljörðum króna frá byrjun síðasta árs. Starfsemin komst fyrst í fullan rekstur í júlí og félagið spáir þvi að það sýni jákvæða rekstrarafkomu á síðari hluta yfirstandandi árs.
22. ágúst 2022
Friðrik Már Ottesen, varaformaður ÍFF, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Vignir Örn Guðnason, formaður ÍFF
Er ÍFF „gult“ stéttarfélag?
ÍFF, sem er stéttarfélag áhafnarmeðlima flugfélagsins PLAY, hefur legið undir ásökunum fyrir að vera svokallað „gult“ stéttarfélag sem gengur frekar erinda atvinnurekenda heldur en starfsmanna. Á hverju eru þessar ásakanir byggðar?
9. nóvember 2021
Maki stjórnarmanns selur í PLAY
Óbein ítök eins stjórnarmanna PLAY í félaginu minnkuðu eftir að eiginmaður hennar seldi hlutabréf í því í síðustu viku. Þó eru þau enn töluverð, en makinn á tæpt prósent í flugfélaginu.
5. október 2021
PLAY segir lága sætanýtingu í takt við væntingar
Sætanýting flugfélagsins PLAY var tæp 42 prósent í júlí og þarf að vera tæplega tvöfalt hærri á næstu mánuðum svo félagið standist eigin spár. Samkvæmt PLAY var nýtingin í takt við væntingar félagsins fyrir fyrsta mánuðinn í fullum rekstri.
9. ágúst 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
29. júlí 2021
Formleg skráning PLAY á First North markaðinn átti sér stað í dag.
Með mestu verðhækkunum á fyrsta degi viðskipta frá hruni
Verðhækkun á hlutabréfum í PLAY á fyrsta viðskiptadegi félagsins á First North-markaðnum í Kauphöllinni er með því hæsta sem sést hefur frá árinu 2008.
9. júlí 2021
Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður Play, Birgir Jónsson, forstjóri félagsins, og María Rúnarsdóttir, stjórnarmaður í Play.
Stjórnarformaður, forstjóri og stjórnarmaður í Play til rannsóknar hjá yfirvöldum
Tveir af fimm stjórnarmönnum Play eru til rannsóknar hjá yfirvöldum hérlendis. Það er forstjóri flugfélagsins líka. Grunur er um að Play hafi hagnýtt sér af­ritaðar flug­rekstrar­hand­bækur WOW air við umsókn um flugrekstrarleyfi.
22. júní 2021
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Kalla eftir því að SA og SAF fordæmi framgöngu Play
Í ályktun formannafundar ASÍ er þess krafist að Play gangi til kjarasamninga við það launafólk sem á að vinna samkvæmt þeim kjarasamningum. Samtökin segja Play fara gegn skipulagðri verkalýðshreyfingu með samningum við Íslenska flugstéttarfélagið.
15. júní 2021
PLAY opnar húddið
Samkvæmt útboðslýsingu PLAY hyggst flugfélagið selja jafnmörg sæti og WOW air gerði árið 2017 innan fjögurra ára. Félagið býst við að skila tapi á rekstri sínum í ár, en ná fimm milljarða króna hagnaði árið 2025.
14. júní 2021
Útboð PLAY hefst 24. júní
Hlutafjárútboð verður í flugfélaginu PLAY dagana 24. og 25. júní. Andvirði útboðsins nemur rúmum fjórum milljörðum króna.
14. júní 2021
Norskt flugfélag gagnrýnt fyrir að bjóða flugstjórum 900 þúsund krónur í grunnlaun
Flugfélagið Flyr, sem hyggst hefja starfsemi í lok mánaðarins, bauð flugstjórum 900 þúsund krónur í grunnlaun fyrr í vor. Einn flugstjóri kallaði tilboðið, sem er hærra en það sem flugstjórum hjá PLAY býðst, niðrandi.
4. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Birgir Jónsson, forstjóri PLAY
10 staðreyndir um deilur ASÍ og PLAY
Alþýðusamband Íslands og lággjaldaflugfélagið PLAY hafa tekist á um launakjör og birt harðorðar yfirlýsingar í garð hvors annars síðustu daga. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um deilurnar.
23. maí 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
17. apríl 2021
Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts, hefur reynslu úr flugbransanum, en hann var framkvæmdastjóri Iceland Express og einnig aðstoðarforstjóri WOW air.
Birgir Jónsson nýr forstjóri Play
Flugfélagið Play er sagt hafa tryggt sér yfir fimm milljarða fjármögnun frá nýjum fjárfestum og ráðið Birgi Jónsson í starf forstjóra.
12. apríl 2021
Skúli Skúlason, eigandi PLAY.
PLAY verður að hluta til í eigu erlendra aðila
Eignarhald lággjaldaflugfélagsins PLAY verður að hluta til erlent en félagið verður þó að langmestu leyti í eigu Íslendinga, samkvæmt núverandi eiganda.
14. september 2020
Tekur minna en mánuð að hefja flugrekstur PLAY
Forstjóri og eigandi PLAY segja að þeir séu ekki að stefna á heimsyfirráð en búast við því að félagið nái stærri markaðshlutdeild en WOW air náði á fyrstu árum sinnar starfsemi.
14. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
22. nóvember 2019
Play flýgur meðal annars til Alicante og London til að byrja með
Þegar Play fer í loftið mun flugfélagið fljúga til sex borga í Evrópu. Áfangastöðum mun svo fjölga jafnt og þétt fram á árið 2022. Búið er að semja um aðstöðu- og afgreiðslutíma á þeim flugvöllum sem byrjað verður að fljúga á.
7. nóvember 2019
Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, á kynningu á starfsemi félagsins á þriðjudag.
Play leitar að 1,7 milljörðum króna frá innlendum einkafjárfestum
Play er þegar búið að tryggja sér 5,5 milljarða króna lán frá breskum fjárfestingarsjóði sem á líka kauprétt á hlut í félaginu. Félagið mun byrja að selja flugmiða strax og flugrekstrarleyfi er í höfn, en það verður þegar Play hefur lokið hlutafjármögnun.
7. nóvember 2019
Kostnaður vegna starfsfólks Play allt að 37 prósent lægri en hjá WOW
Nýja lágfargjaldarflugfélagið Play hefur náð samningum um að lækka kostnað við flugmenn og flugliða um allt að 37 prósent miðað við það sem þeir kostuðu WOW air. Samningarnir fela líka í sér „betri nýtingu“ á starfsfólki.
7. nóvember 2019