10 staðreyndir um deilur ASÍ og PLAY

Alþýðusamband Íslands og lággjaldaflugfélagið PLAY hafa tekist á um launakjör og birt harðorðar yfirlýsingar í garð hvors annars síðustu daga. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um deilurnar.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Birgir Jónsson, forstjóri PLAY
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Birgir Jónsson, forstjóri PLAY
Auglýsing

1: PLAY stefnir að Mið-­Evr­ópu­kjörum í launa­málum

Allt frá stofnun hefur flug­fé­lagið PLAY stefnt að því að halda launa­kostn­aði í lág­marki. Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá inni­hélt fjár­festa­til­kynn­ing sem stofn­endur PLAY birtu í lok árs 2019 áætl­anir um að greiða starfs­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins allt að 37 pró­sent lægri laun en vori í boði hjá lággjalda­flug­fé­lag­inu WOW air.

Í við­tali við Kjarn­ann í ágúst í fyrra sagði Arnar Már Magn­ús­son, fyrrum for­stjóri PLAY, að flug­fé­lagið vildi vera sam­keppn­is­hæft hvað varðar launa­kjör miðað við önnur evr­ópsk flug­fé­lög. Skúli Skúla­son, vara­for­maður stjórnar PLAY og stærsti hlut­hafi félags­ins, sagði það stefna að svoköll­uðum “Mið-­Evr­ópu­kjöru­m”.

2: Segj­ast munu fylgja öllum reglum á íslenskum vinnu­mark­aði

Þrátt fyrir áherslu flug­fé­lags­ins um að halda launa­kostn­aði í lág­marki hyggst það ekki ætla að útvista vinnu­afli sínu. Birgir Jóns­son, nýr for­stjóri PLAY, sagði í við­tali við RÚV í síð­ustu viku að „allar reglur á íslenskum vinnu­mark­aði verði virt­ar,“ en að samið yrði við Íslenska flug­stétt­ar­fé­lagið (ÍFF).

Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, sak­aði PLAY í fyrra um að úthýsa störfum til lág­launa­landa þar sem rétt­indi starfs­fólks eru minni og reiða sig á gervi­verk­töku í gegnum starfs­manna­leig­ur. Hann var þó fljótur að draga ummæli sín til baka eftir að hafa mætt á fund hjá flug­fé­lag­inu og rætt við for­svars­menn þess um kjör og kjara­samn­inga starfs­fólks félags­ins. Í kjöl­far fund­ar­ins birti Ragnar Face­book-­færslu þar sem hann sagð­ist harma það mjög að hafa ályktað að starfs­hættir félags­ins væru vafa­sam­ir. „Play verður vit­an­lega að njóta vafans. Eða þangað til annað kemur í ljós,“ bætti Ragnar við.

3: Hærri föst laun en lægra tíma­kaup og færri fríð­indi

ASÍ og PLAY greinir þó á um raun­veru­leg launa­kjör starfs­manna flug­fé­lags­ins. Í fyrstu ályktun sem ASÍ sendi frá sér í nýlið­inni viku sagði stétt­ar­fé­lagið að lægstu laun starfs­manna PLAY væru 267 þús­und krón­ur, miðað við 307 þús­und krónur hjá Icelanda­ir.

Við­skipta­blaðið sagði þennan sam­an­burð þó vera vill­andi, þar sem hann byggði á stríp­uðum grunn­launum flug­freyja- og þjóna PLAY, en föstum launum þeirra hjá Icelanda­ir. Sam­kvæmt frétt­inni eru föst mán­að­ar­laun flug­freyja og flug­þjóna hjá PLAY, sem inni­halda grunn­laun, vakta­á­lag og hand­bók­un­ar­gjald, tæpar 362 þús­und krón­ur, eða tugum þús­und meira en hjá Icelanda­ir.

Hins vegar eru fleiri flug­tímar inni­faldir í grunn­launum hjá PLAY en hjá Icelanda­ir, auk þess sem greiddir yfir­vinnu­tímar eru færri og dag­pen­ingar og bif­reiða­styrkur er lægri. ASÍ bar saman heild­ar­laun starfs­manna hjá báðum flug­fé­lög­unum á fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku, ef miðað væri við sama vinnu­tíma á mán­uði. Sam­kvæmt þeim sam­an­burði er tíma­kaupið 30 pró­sentum lægra hjá PLAY.

4: ÍFF er sakað um að ganga erinda PLAY

Stétt­ar­fé­lagið sem samdi áður­nefndan kjara­samn­ing við flug­fé­lag­ið, ÍFF, er þó umdeilt. Sam­kvæmt ASÍ ber ÍFF þess skýr merki um að vera svo­kallað „gult“ stétt­ar­fé­lag, eða skúffu­stétt­ar­fé­lag, sem gengur frekar erinda flug­fé­lags­ins heldur en fólks­ins sem vinnur fyrir það. ASÍ segir enn fremur það vera ljóst að ÍFF sé fjár­magnað af PLAY.

Arnar Már Magnússon, einn stofnanda PLAY, er hér fyrir miðju, en hann var flugstjóri hjá WOW air.

ÍFF var stofnað árið 2014 og hét þá Íslenska flug­manna­fé­lag­ið. Félagið var stétt­ar­fé­lag flug­manna WOW air og er ekki aðild­ar­fé­lag að ASÍ. Í dag er félagið hins vegar orðið lög­gilt stétt­ar­fé­lag flug­manna og flug­freyja og hefur það ein­ungis gert samn­ing við PLAY. Vignir Örn Guðna­son, for­maður félags­ins, kall­aði kjara­samn­ing­ana við PLAY „góða og gilda“ og sagð­ist vera sáttur við þá í við­tali við Við­skipta­blaðið í fyrra.

Tals­menn ÍFF tjáðu sig fyrst opin­ber­lega um gagn­rýni ASÍ á félagið fyrr í dag, en sam­kvæmt yfir­lýs­ingu sem það sendi á Vísi furðar það sig á vinnu­brögðum ASÍ og segir sam­tökin vera að reka áróður gegn félag­inu og við­semj­anda þess, flug­fé­lags­ins PLAY.

5: Lög­mæti samn­ings­ins dregið í efa og ýmis atriði ekki talin með

Í ályktun ASÍ draga sam­tökin lög­mæti kjara­samn­ings­ins í efa, sam­kvæmt lögum um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deilur. Sam­tökin segja einnig að ekki sé kveðið á um fram­lög til starfsend­ur­hæf­ing­ar, í orlofs­sjóð, starfs­mennta­sjóð eða sjúkra­sjóð og enn fremur sé ekki gert ráð fyrir launa­greiðslum vegna veik­inda barna.

Í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni fyrr í dag vék Birgir Jóns­son, for­stjóri PLAY, frá spurn­ingu þátta­stjórn­anda um það hvort ekki væri greint frá þessum ákvæðum í samn­ingn­um. Sam­kvæmt honum eiga kjara­við­ræður sér stað og stund innan ákveð­inna ferla á samn­inga­fund­um, ekki í fjöl­miðl­um.

Þó hefur flug­fé­lagið greint frá því opin­ber­lega að starfs­fólk PLAY fái greitt vegna veik­inda barna sam­kvæmt reglum á almennum vinnu­mark­aði og að mót­fram­lag félags­ins til ÍFF feli í sér fram­lag í sjúkra­sjóð og félags­sjóð stétt­ar­fé­lags­ins.

6: PLAY vill ekki semja við Flug­freyju­fé­lagið

Flug­freyju­fé­lag Íslands, sem er aðild­ar­fé­lag að ASÍ og stóð að baki kjara­samn­inga­gerð flug­freyja hjá Icelanda­ir, sótt­ist eftir því að semja við PLAY í vor. ÍSprengisandi í morgun sagð­ist Birgir Jóns­son hafa svarað þeirri beiðni neit­andi, þar sem flug­fé­lagið væri með full­gildan kjara­samn­ing við annað stétt­ar­fé­lag.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segist gruna að ÍFF sé svokallað

Sam­kvæmt ASÍ er PLAY að segja sig úr sam­fé­lagi hins skipu­lagða vinnu­mark­aðar með því að neita að gera kjara­samn­ing við Flug­freyju­fé­lag­ið, en með því sé félagið að boða til ófriðar og deilna á vinnu­mark­aði um ófyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð.

Birgir gagn­rýndi hins vegar þrýst­ing ASÍ um að ganga að samn­inga­borð­inu við Flug­freyju­fé­lagið í Sprengisandi. Sam­kvæmt honum væri það ekki sann­gjarnt að nota kjara­samn­inga við Icelanda­ir, sem væri annað einka­rekið fyr­ir­tæki, til grund­vallar í samn­ingum við starfs­fólk PLAY.

7: PLAY og ASÍ saka hvert annað um að stunda und­ir­boð

Í fyrstu til­kynn­ingu ASÍ um PLAY sök­uðu sam­tökin flug­fé­lagið um að stunda félags­leg und­ir­boð, þar sem grunn­laun starfs­manna þeirra væru tölu­vert undir atvinnu­leys­is­bót­um. Í svari PLAY við þeirri yfir­lýs­ingu segir félagið þó að ASÍ ger­ist sjálf sek um að stunda félags­leg und­ir­boð með sömu rök­um, þar sem grunn­laun starfs­manna Icelandair séu enn lægri, sam­kvæmt útreikn­ingum Við­skipta­blaðs­ins.

8: Laun nýliða helm­ingi lægri en með­al­laun

Ef tölur Hag­stofu um með­al­tal launa árið 2019 eru fram­reikn­aðar til árs­ins 2021 með launa­vísi­tölu Hag­stofu má búast við að reglu­leg með­al­laun Íslend­inga nemi 641 þús­undum króna á mán­uði þessa stund­ina. Með­al­laun Íslend­inga í þjón­ustu­störfum eru nokkuð lægri, eða um 484 þús­und krónur á mán­uði.

Sam­kvæmt útreikn­ingum ASÍ eru heild­ar­laun flug­freyja og flug­þjóna hjá PLAY sem ekki hefur neina reynslu um 364 þús­und krónur á mán­uði, gefið að hann fljúgi í 85 tíma á mán­uði. Það er tæp­lega helm­ingi minna en með­al­laun og fjórð­ungi minna en með­al­laun í þjón­ustu­störf­um. Þess má geta að heild­ar­vinnu­tím­inn er lengri en 85 tímar í þessum útreikn­ing­um, ein­ungis eru hér taldir tím­arnir sem starfs­fólkið vinnur í loft­inu.

Sam­kvæmt Við­skipta­blað­inu verður hins vegar eng­inn flug­liði ráð­inn inn sem byrj­andi í upp­hafi hjá PLAY, aðeins fólk með reynslu sem muni fara beint í hærri launa­flokka. Flug­fé­lagið segir sjálft að með­al­tal mán­að­ar­tekna sem almennir flug­liðar PLAY geti vænst séu í kringum 500 þús­und á mán­uði, en það er svipað og með­al­laun Íslend­inga í þjón­ustu­störf­um.

9: Launa­kjör svipuð og hjá Brit­ish Airways

Blogg­síðan These Gold Wings hefur gert sam­an­burð á heild­ar­launum óreyndra flug­freyja og flug­þjóna nokk­urra alþjóð­legra flug­fé­laga, sem sjá má á mynd hér að neð­an. Ef hann er bor­inn saman við útreikn­inga ASÍ sést að heild­ar­launin eru í hærra lagi hér á landi, miðað við Ryana­ir, Brit­ish Airways og Qatar Airwa­ys.

Mynd: Kjarninn. Heimild: These Golden Wings og ASÍ.

Mán­að­ar­launin hjá Ryanair eru lang­lægst, en þar geta flug­freyjur án reynslu búist við að fá um 200 þús­und krónur í mán­að­ar­laun. Lægstu launin hjá Qatar Airways eru einnig rétt yfir 200 þús­und krón­um, en óreyndar flug­freyjur geta þó fengið allt að 439 þús­und krónur á mán­uði þar. Hjá Brit­ish Airways geta flug­freyjur búist við 330-400 þús­und krónur á mán­uði, en heild­ar­laun óreyndra flug­freyja hjá PLAY eru þar mitt á milli, sam­kvæmt útreikn­ingum ASÍ.

Heild­ar­laun óreyndra flug­freyja hjá Icelandair eru svo hæst á meðal þess­ara flug­fé­laga, en þau nema 474 þús­undum króna á mán­uði, sam­kvæmt útreikn­ingum ASÍ.

10: ASÍ hvetur snið­göngu og PLAY hyggst leita réttar síns

Í yfir­lýs­ingu sinni á mið­viku­dag­inn hvatti ASÍ lands­menn til að snið­ganga félagið þangað til það hefði sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnu­mark­aði og bjóða starfs­fólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi. Sam­bandið hvetur einnig líf­eyr­is­sjóði og aðra fjár­festa til að snið­ganga félag­ið, sem það segir hafa reynt að gera sig gild­andi gagn­vart þeim með því að stæra sig af óboð­legum launa­kjör­um.

Birgir sagð­ist hins vegar ekki trúa öðru en að fólk for­dæmi þessa aðför ASÍ gegn fyr­ir­tæki sem ynni að því að bjóða sam­keppni á íslenskum flug­mark­aði í opin­beru svar við yfir­lýs­ingu sam­tak­anna. Hann sagð­ist einnig vera til­bú­inn til að fyr­ir­gefa ummælin ef ASÍ drægju þau til baka, en að öðrum kosti myndi félagið leita réttar síns til að bæta þann skaða sem ASÍ ylli með því að hvetja til snið­göngu.

Upp­fært kl. 20:14: Í fyrri útgáfu frétta­skýr­ing­ar­innar kom fram að ÍFF hefði ekki enn tjáð sig um ásak­anir ASÍ, en það gaf út yfir­lýs­ingu fyrr í dag. Fréttin hefur verið upp­fært sam­kvæmt henni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar