Vandi opinberra fjármála ekki tilkominn vegna faraldurs

Ríkissjóður er rekinn með kerfislægum halla, sem leiðir til meiri skuldasöfnunar næstu árin. Að mati fjármálaráðs er skuldasöfnunin ekki faraldrinum að kenna, hún á meðal annars rætur að rekja til freistni stjórnvalda að eyða öllu sem kemur í ríkiskassann

Síðasta álit fjármálaráðs á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er nokkuð hvassara en fyrri álit þess.
Síðasta álit fjármálaráðs á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er nokkuð hvassara en fyrri álit þess.
Auglýsing

Við­spyrnu­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins eru ekki ástæða þess að skuldir hins opin­bera muni aukast til árs­ins 2025. Frekar er það kerf­is­lægur halli á rekstri rík­is­sjóðs, sem er að hluta til til­kom­inn vegna til­hneig­ingar stjórn­valda til að verja öllum tekjum hins opin­bera jafn­óð­um. Þetta kemur fram í nýjasta áliti fjár­mála­ráðs á fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar, sem birt­ist í síð­asta mán­uði.

„Froða“ vegna hag­sveiflna og verð­bólgu

Það kveður við hvass­ari tón í áliti ráðs­ins ef miðað er við fyrri útgáfur þeirra, um leið og skip­un­ar­tíma ráðs­manna er að ljúka. Það segir að einn vandi hinna opin­beru fjár­mála sé sá að stjórn­völd setji sér lág­marks­mark­mið í afkomu rík­is­sjóðs fram í tím­ann, afkomu sem síðar getur tekið miklum breyt­ingum með hag­sveifl­um.

Í upp­sveiflum er þessum lág­marks­mark­miðum að öðru óbreyttu auð­veld­lega mætt, en þá aukast gjarnan skatt­tekjur rík­is­sjóðs sam­hliða meiri efna­hags­um­svif­um, auk þess sem ýmis vel­ferð­ar­út­gjöld, líkt og atvinnu­leys­is­bóta­greiðsl­ur, minnka. Sömu­leiðis getur afkoman versnað í tíma­bund­inni nið­ur­sveiflu, þar sem sam­dráttur í hag­kerf­inu leiðir til minni skatt­tekna og aukið atvinnu­leysi leiðir til meiri útgjalda.

Auglýsing

Í slíku umhverfi segir ráðið að stjórn­völd standi almennt frammi fyrir þeim freistni­vanda að ráð­stafa þeim afgangi sem hlýst af rekstri rík­is­ins umfram afkomu­mark­miðin í upp­sveiflum og auka rík­is­út­gjöld. Þennan afgang, sem hverfur um leið og hag­kerfið kóln­ar, kallar fjár­mála­ráð „froðu“ sem ekki ætti að eyða í var­an­lega útgjalda­aukn­ingu.

„Að fall­ast í slíka freistni býr til und­ir­liggj­andi afkomu­vanda en um leið er vand­anum slegið á frest og lendir á end­anum í fang­inu á þeim sem taka við verk­efn­inu síð­ar,“ segir í álit­inu. Að áliti fjár­mála­ráðs hafi þetta m.a. verið ástæða þess að und­ir­liggj­andi afkoma hins opin­bera var nei­kvæð um 2,2% af lands­fram­leiðslu í aðdrag­anda far­ald­urs­ins 2019. Verk­efnið fram undan sé að vinda ofan af þessum vanda. Við enda núver­andi áætl­un­ar­tíma­bils gerir fjár­mála­á­ætlun ráð fyrir að und­ir­liggj­andi halli verði enn til staðar enda þótt hann hafi minnk­að.

Til þess að hægt sé að koma í veg fyrir fram­an­greindan freistni­vanda segir ráðið að huga þurfi að nýjum með­ulum í umgjörð stefnu­mörk­unar hins opin­bera sem snúi að því að láta afkomu­mark­miðin taka betur mið af hag­sveiflum í upp­sveifl­um. Þannig verði stjórn­völd sett tak­mörk í að eyða „froð­unni“ sem mynd­ast þegar vel árar.

Ráðið bætir líka við að afkoma hins opin­bera geti auk­ist tíma­bundið vegna verð­bólgu eins og nú er raun­in, þar sem áhrif verð­hækk­ana koma fyrr fram á tekju­hlið heldur en í útgjöld­um. Slíka aukn­ingu kallar ráðið „verð­bólgu­froð­u,“ sem geti rýrt und­ir­liggj­andi afkomu ef henni er eytt jafn­óð­um. Þá kunni það heldur ekki góðri lukku að stýra að nota froð­una sem lausn til að lækka þörf­ina á var­an­legum afkomu­bæt­andi ráð­stöf­unum eftir far­ald­ur­inn. Slíkt geti reynst skamm­góður verm­ir. Mik­il­vægt sé að greina hversu stór hluti end­ur­met­inna tekna sem nú hafa birst grund­vall­ist á auk­inni verð­bólgu, að mati ráðs­ins.

Þörf á meiri festu í lang­tíma­á­ætl­unum

Til við­bótar við þennan freistni­vanda sem ráðið segir að sé til staðar í opin­berum fjár­málum eru einnig athuga­semdir gerðar við að í hverri nýrri fjár­mála­á­ætl­un, sem er ætlað að upp­fylla stefnumið fjár­mála­stefnu stjórn­valda fyrir næstu fimm árin, breyt­ist iðu­lega áætl­anir fram í tím­ann umtals­vert eftir breyttum hag­spám. For­tíðin sýni að áliti ráðs­ins að hag­spárnar ræt­ist sjald­an. Stefnu­mörkun sem grund­vall­ast á hag­spám sem lítt ræt­ast skapi vanda­mál sveiflu­kenndra útgjalda við óvæntar sveiflu­kenndar tekjur að áliti ráðs­ins. Vandi hag­spánna er sam­kvæmt þessu til þess fall­inn að auka freistni­vanda stjórn­valda.

„Þegar veð­ur­spár ræt­ast sjaldan þarf að huga að því hvað eru ríkj­andi vind­átt­ir,“ segir fjár­mála­ráð. Í því sam­hengi mætti líta til þess að setja fremur mark­mið um tekjur og gjöld en afkomu. Um leið mætti huga að því að miða útgjalda­vöxt­inn við lang­tíma­leitni vaxt­ar­ins í efna­hags­líf­inu. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir hinn almenna freistni­vanda stjórn­valda að ráð­stafa í of ríkum mæli tíma­bundnum tekjum góð­ær­is. Slíkt gæti unnið gegn þeim lang­lífa vanda opin­beru fjár­mál­anna að eyða öllu sem kemur í kass­ann sem oft hafi leitt til laus­ungar í fjár­mála­stjórnun opin­berra fjár­mála.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent