Vandi opinberra fjármála ekki tilkominn vegna faraldurs

Ríkissjóður er rekinn með kerfislægum halla, sem leiðir til meiri skuldasöfnunar næstu árin. Að mati fjármálaráðs er skuldasöfnunin ekki faraldrinum að kenna, hún á meðal annars rætur að rekja til freistni stjórnvalda að eyða öllu sem kemur í ríkiskassann

Síðasta álit fjármálaráðs á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er nokkuð hvassara en fyrri álit þess.
Síðasta álit fjármálaráðs á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er nokkuð hvassara en fyrri álit þess.
Auglýsing

Við­spyrnu­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins eru ekki ástæða þess að skuldir hins opin­bera muni aukast til árs­ins 2025. Frekar er það kerf­is­lægur halli á rekstri rík­is­sjóðs, sem er að hluta til til­kom­inn vegna til­hneig­ingar stjórn­valda til að verja öllum tekjum hins opin­bera jafn­óð­um. Þetta kemur fram í nýjasta áliti fjár­mála­ráðs á fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar, sem birt­ist í síð­asta mán­uði.

„Froða“ vegna hag­sveiflna og verð­bólgu

Það kveður við hvass­ari tón í áliti ráðs­ins ef miðað er við fyrri útgáfur þeirra, um leið og skip­un­ar­tíma ráðs­manna er að ljúka. Það segir að einn vandi hinna opin­beru fjár­mála sé sá að stjórn­völd setji sér lág­marks­mark­mið í afkomu rík­is­sjóðs fram í tím­ann, afkomu sem síðar getur tekið miklum breyt­ingum með hag­sveifl­um.

Í upp­sveiflum er þessum lág­marks­mark­miðum að öðru óbreyttu auð­veld­lega mætt, en þá aukast gjarnan skatt­tekjur rík­is­sjóðs sam­hliða meiri efna­hags­um­svif­um, auk þess sem ýmis vel­ferð­ar­út­gjöld, líkt og atvinnu­leys­is­bóta­greiðsl­ur, minnka. Sömu­leiðis getur afkoman versnað í tíma­bund­inni nið­ur­sveiflu, þar sem sam­dráttur í hag­kerf­inu leiðir til minni skatt­tekna og aukið atvinnu­leysi leiðir til meiri útgjalda.

Auglýsing

Í slíku umhverfi segir ráðið að stjórn­völd standi almennt frammi fyrir þeim freistni­vanda að ráð­stafa þeim afgangi sem hlýst af rekstri rík­is­ins umfram afkomu­mark­miðin í upp­sveiflum og auka rík­is­út­gjöld. Þennan afgang, sem hverfur um leið og hag­kerfið kóln­ar, kallar fjár­mála­ráð „froðu“ sem ekki ætti að eyða í var­an­lega útgjalda­aukn­ingu.

„Að fall­ast í slíka freistni býr til und­ir­liggj­andi afkomu­vanda en um leið er vand­anum slegið á frest og lendir á end­anum í fang­inu á þeim sem taka við verk­efn­inu síð­ar,“ segir í álit­inu. Að áliti fjár­mála­ráðs hafi þetta m.a. verið ástæða þess að und­ir­liggj­andi afkoma hins opin­bera var nei­kvæð um 2,2% af lands­fram­leiðslu í aðdrag­anda far­ald­urs­ins 2019. Verk­efnið fram undan sé að vinda ofan af þessum vanda. Við enda núver­andi áætl­un­ar­tíma­bils gerir fjár­mála­á­ætlun ráð fyrir að und­ir­liggj­andi halli verði enn til staðar enda þótt hann hafi minnk­að.

Til þess að hægt sé að koma í veg fyrir fram­an­greindan freistni­vanda segir ráðið að huga þurfi að nýjum með­ulum í umgjörð stefnu­mörk­unar hins opin­bera sem snúi að því að láta afkomu­mark­miðin taka betur mið af hag­sveiflum í upp­sveifl­um. Þannig verði stjórn­völd sett tak­mörk í að eyða „froð­unni“ sem mynd­ast þegar vel árar.

Ráðið bætir líka við að afkoma hins opin­bera geti auk­ist tíma­bundið vegna verð­bólgu eins og nú er raun­in, þar sem áhrif verð­hækk­ana koma fyrr fram á tekju­hlið heldur en í útgjöld­um. Slíka aukn­ingu kallar ráðið „verð­bólgu­froð­u,“ sem geti rýrt und­ir­liggj­andi afkomu ef henni er eytt jafn­óð­um. Þá kunni það heldur ekki góðri lukku að stýra að nota froð­una sem lausn til að lækka þörf­ina á var­an­legum afkomu­bæt­andi ráð­stöf­unum eftir far­ald­ur­inn. Slíkt geti reynst skamm­góður verm­ir. Mik­il­vægt sé að greina hversu stór hluti end­ur­met­inna tekna sem nú hafa birst grund­vall­ist á auk­inni verð­bólgu, að mati ráðs­ins.

Þörf á meiri festu í lang­tíma­á­ætl­unum

Til við­bótar við þennan freistni­vanda sem ráðið segir að sé til staðar í opin­berum fjár­málum eru einnig athuga­semdir gerðar við að í hverri nýrri fjár­mála­á­ætl­un, sem er ætlað að upp­fylla stefnumið fjár­mála­stefnu stjórn­valda fyrir næstu fimm árin, breyt­ist iðu­lega áætl­anir fram í tím­ann umtals­vert eftir breyttum hag­spám. For­tíðin sýni að áliti ráðs­ins að hag­spárnar ræt­ist sjald­an. Stefnu­mörkun sem grund­vall­ast á hag­spám sem lítt ræt­ast skapi vanda­mál sveiflu­kenndra útgjalda við óvæntar sveiflu­kenndar tekjur að áliti ráðs­ins. Vandi hag­spánna er sam­kvæmt þessu til þess fall­inn að auka freistni­vanda stjórn­valda.

„Þegar veð­ur­spár ræt­ast sjaldan þarf að huga að því hvað eru ríkj­andi vind­átt­ir,“ segir fjár­mála­ráð. Í því sam­hengi mætti líta til þess að setja fremur mark­mið um tekjur og gjöld en afkomu. Um leið mætti huga að því að miða útgjalda­vöxt­inn við lang­tíma­leitni vaxt­ar­ins í efna­hags­líf­inu. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir hinn almenna freistni­vanda stjórn­valda að ráð­stafa í of ríkum mæli tíma­bundnum tekjum góð­ær­is. Slíkt gæti unnið gegn þeim lang­lífa vanda opin­beru fjár­mál­anna að eyða öllu sem kemur í kass­ann sem oft hafi leitt til laus­ungar í fjár­mála­stjórnun opin­berra fjár­mála.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent