Kostnaður vegna starfsfólks Play allt að 37 prósent lægri en hjá WOW

Nýja lágfargjaldarflugfélagið Play hefur náð samningum um að lækka kostnað við flugmenn og flugliða um allt að 37 prósent miðað við það sem þeir kostuðu WOW air. Samningarnir fela líka í sér „betri nýtingu“ á starfsfólki.

play3.jpg
Auglýsing

Stjórn­endur nýja flug­fé­lags­ins Play hafa náð 27 til 37 pró­sent kostn­að­ar­lækkun á samn­ingum sínum við flug­menn og flug­liða, miðað við þá samn­inga sem WOW air hafði verið með við þær starfs­stétt­ir. Auk þess ætlar flug­fé­lagið að ná betri nýt­ingu á áhöfnum sínum með þeim samn­ingum sem félagið hefur gert, en í þeim felst að það náist 800 til 900 klukku­stunda nýt­ing á hverja áhöfn á ári. Til sam­an­burðar nái Icelandair 550 klukku­stunda nýt­ingu út úr sinum áhöfnum að með­al­tali.

Því liggur fyrir að starfs­menn Play munu fá minna borgað en starfs­menn WOW air fengu og munu vinna mun meira en sam­bæri­legir starfs­menn Icelandair gera. Þetta kemur fram í fjár­festa­kynn­ingu sem Íslensk verð­bréfa unnu og kynntu fyrir vænt­an­legum fjár­festum í Play í síð­ustu viku. Kynn­ing­in, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er kirfi­lega merkt trún­að­ar­mál.

Auglýsing
Í henni kemur fram að stjórn­endur hins nýja flug­fé­lags hafi lagt mikla „vinnu til að lækka alla kostn­að­ar­liði félags­ins umfram þau kjör sem Wow air hafði á sínum tíma.“

Sam­bæri­legir samn­ingar og flug­fé­lög gera í Dublin

Þar segir enn fremur að þessir samn­ingar hafi þegar náðst við Íslenska flug­stétt­ar­fé­lag­ið, ÍFF, sem var áður stétt­ar­fé­lag flug­manna WOW air. Á kynn­ingu sem for­svars­menn Play héldu á þriðju­dag kom fram að flug­fé­lagið hefði þegar gengið til samn­inga við ÍFF um gerð kjara­samn­inga við bæði flug­menn og flug­liða. 

Í kynn­ingu Íslenskra verð­bréfa segir að mikil jákvæðni hefði ríkt beggja megin borðs­ins þegar þessir samn­ingar voru teikn­aðir upp. „Þessir samn­ingar eru sam­bæri­legir við það sem flug­fé­lög eru að gera t.d. í Dublin og á öðrum hag­kvæmum flug­rekstr­ar­stöð­u­m.“

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) sá til­efni til að senda frá sér til­kynn­ingu vegna ofan­greindra áforma þar sem sam­bandið gerði kröfu um að kjara­samn­ingar yrðu frá­gengnir áður en fyrsta flugið yrði flog­ið. „ASÍ mun ekki láta það yfir íslenskt launa­­fólk ganga að félags­­­leg und­ir­­boð og lög­­brot fyr­ir­tækja eins og Pri­mera Air verði end­­ur­­tekin eða látin átölu­­laus af stjórn­­völd­­um.“ 

Áætla að Play verði verð­mæt­ara en Icelandair

Kjarn­inn greindi frá því í gær­kvöldi að áform Play gerðu ráð fyrir því að innan þriggja ára verði félagið komið með tíu flug­vélar í rekstri og að verð­mið­inn á félag­inu, miðað við rekstr­­ar­hagnað fyrir fjár­­­magnsliði og afskriftir (EBID­T.) upp á 100 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala, eða um 12,5 millj­­arða króna, geti numið um 630 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala, eða sem nemur um 78 millj­­örðum króna, í lok árs 2022. 

Auglýsing
Til sam­an­­burðar er Icelanda­ir, með verð­miða upp á 40,7 millj­­arða króna, miðað við verðið eins og það var við lokun mark­aða í gær.

Play leitar nú við­­bótar fjár­­­magns til þess að hefja rekstur og starf­­semi, en nú þegar hefur það tryggt sér 40 millj­­ónir evra, jafn­­virði um 5,5 millj­­arða króna, frá breska fjár­fest­inga­sjóðnum Athene Capital, að því fram kemur í kynn­ing­­ar­­gögnum fyrir fjár­­­festa. 

Um láns­fjár­­­mögnun er að ræða sem hægt er að auka upp í 80 millj­­ónir evra, eða sem nemur rúm­­lega 11 millj­­örðum króna. 

Unnið að verk­efn­inu í nokkra mán­uði

Íslensk verð­bréf koma að því að fjár­­­magna það sem útaf stend­­ur, eins og fram kom á kynn­ing­­ar­fund­inum á þriðju­dag, en í máli Arn­­ars Más Magn­ús­­sonar for­­stjóra, kom fram að horft sé til þess að erlendir fjár­­­festar komi með 80 pró­­sent fjár­­­magns og 20 pró­­sent komi frá inn­­­lendum aðil­u­m. 

Auk Arn­­­ars Más verða þeir Sveinn Ingi Stein­þór­s­­­son, sem verður fjár­­­­­mála­­­stjóri, Bogi Guð­­­munds­­­son, sem mun halda utan um lög­­­fræð­is­við­ið, og Þóróddur Ari Þór­odds­­­son, sem verður meið­eig­andi, í stjórn­­enda­teymi félags­­ins.Arnar Már Magnússon verður nýr forstjóri flugfélagsins Play. Mynd: Bára Huld Beck

Unnið hefur verið að stofnun félags­­­ins í nokkra mán­uði undir heit­inu WAB Air, en það stóð fyrir „We Are Back“. Lyk­il­­­fólk í hópnum á bak­við stofnun félags­­­ins eru fyrr­ver­andi stjórn­­­endur hjá WOW air. Til að byrja með ætlar Play að gefa eitt þús­und frí flug­­­miða til þeirra sem skrá sig á heima­­­síðu félags­­­ins nú, en vefslóð hennar verð­ur www.flypla­y.com.

Í kynn­ing­unni kemur fram að lyk­il­stjórn­endur hafi „að­gang að fyrr­ver­andi starfs­mönnum WOW air, þmt. flug­mönnum og flug­liða. WOW fjár­festi 15m USD í þjálfun starfs­manna á sinni starfsævi. WAB [nú Play] þarf þriggja daga in-house nám­skeið til að áhafnir verði til­búnar í fyrsta flug.“

Fjár­festar eiga að geta marg­faldað fjár­fest­ingu sína

Í kynn­ing­unni er miðað við að fjár­­­festar sem komi inn í félagið í upp­­hafi muni geta fengið 12 til 13 földun á fjár­­­fest­ingu sína á innan við þremur árum, gangi áætl­­­anir félags­­ins eftir og að gefnum for­­sendum fyrir verð­mati.

Mögu­legar leiðir út úr fjár­fest­ing­unni, svo­kall­aða „ex­it“, eru sagðar vera: Bein sala á félag­inu, sam­runi við annað félag í svip­uðum rekstri, arð­greiðslur sem borgi upp fjár­fest­ing­una eða skrán­ing á mark­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar