31 mínúta og 16 sekúndur

Amazon er stórveldi í smásölu. Íslenskur sjávarútvegur á mikið undir því að styrkja viðskiptasambandið við þetta landamæralausa markaðssvæði. Úttekt Vísbendingar sýnir að mikið er í húfi fyrir sjávarútveginn að ná góðri fótfestu innan Amazon hagkerfisins.

Amazon Go
Auglýsing

Metið er 31 mín­úta. Og hitt metið er 16 sek­únd­ur. Met í hverju? Við skulum segja, í versl­un. Þetta eru inn­kaupa­hraða­met fjöl­skyld­unnar í versl­un.

Í meira en eitt ár höfum við fjöl­skyld­an, með fáum und­an­tekn­ing­um, gert öll okkar mat­ar­inn­kaup í gegnum Amazon Fresh og dótt­ur­fé­lag Amazon, Whole Foods. Á þeim tæp­lega fimm árum sem við höfum verið búsett í Banda­ríkj­unum höfum við mest verslað hjá Amazon.

Heima­völl­ur­inn

Við búum á heima­svæði Amazon, í Seattle í Was­hington ríki, þar sem fyr­ir­tækið varð til. Hér er Amazon sann­kölluð efna­hags­vél fyrir svæð­ið. Félagið hefur nýtt þá stöðu sína til til­rauna- og vöru­þró­un­ar­starf­semi alla tíð og sér ekki fyrir end­ann á því. Yfir 70 þús­und manns starfa á vegum Amazon á Seatt­le-­svæð­inu og þar af eru yfir 45 þús­und í höf­uð­stöðv­unum sem dreifast á yfir 40 bygg­ing­ar.

Auglýsing

Til­raun 1

Ég ákvað að gera til­raun og sjá hversu hröð þjón­usta var í boði hjá Amazon, þegar kom að kaupum á íslensku sjáv­ar­fang­i. 

Ég fór í sím­ann, opn­aði app­ið, og pant­aði lax og þorsk - frá Íslandi - og nýtti mér Prime Now þjón­ustu Amazon til að flýta ferl­inu sem mest. 

Ein hvítvín flaut með, en það var ekki lagt upp með það. Aug­lýs­ingin birt­ist svo glanna­lega inn í miðri pöntun að ég gat eig­in­lega ekki annað en kippt henni með.  

Amazon Prime Now er flýti­þjón­usta við heim­send­ingu á vör­um. Amazon býður upp á þetta meðal ann­ars í krafti þess hversu sterkir inn­við­irnir eru þegar kemur að vöru­flutn­ingi í nær­sam­fé­lög­um. 

Amazon nýtir sér dreifi­kerfi pósts­ins þegar það á við. Inn­reið Uber og Lyft hefur síðan gjör­bylt heim­send­ing­ar­kerfum og gert það mögu­legt að koma mat­ar­send­ingum til fólks á skemmri tíma en áður hefur verið hægt. Þá hefur upp­bygg­ing Amazon á eigin dreifi­kerfi - á láði og lofti - ýtt undir hrað­ari þjón­ust­u. 

Það er skemmst frá því að segja að þjón­ustu­stigið með Amazon Prime Now er með ólík­ind­um. Pokar af vörum - gæða­vörum frá íslenskum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum - voru komnar heim að dyrum á 31 mín­útu. Bíl­stjóri frá Uber kom með vör­urnar til mín með bros á vör. 

Þessi til­raun heppn­að­ist vel og sýndi mér að þjón­ustu­stigið hjá Amazon er orðið veru­lega hátt. Til­raun 2

Aðra til­raun gerði ég í Amazon Go versl­un­inni sem er við höf­uð­stöðv­arnar í Seattle. Það er fyrsta verslun sinnar teg­undar í heim­inum og byggir á hreyfiskynj­urum og mynda­véla­tækni í lofti versl­un­ar­inn­ar, sem nemur allar hreyf­ingar not­enda eftir að þeir hafa skráð sig inn í versl­un­ina í gegnum Amazon Go app­ið. 

Ég gekk rak­leiðis að hill­unni og kippti með mér dós af Sigg­i’s skyr - þó ekki nema bara til að styðja ein­stakt frum­kvöðla­æv­in­týri Sig­urðar K. Hilm­ars­son­ar. Þetta tók mig 16 sek­únd­ur. Um leið birt­ist strim­ill­inn í sím­anum mínum með stað­fest­ingu á að varan hefði verið skuld­færð af kredit­kort­inu mín­u. 

Líkt og með net­versl­un­ar­tækni Amazon þá er það þjón­ustu­stigið sem kemur manni mest á óvart. Engir búð­ar­kassar eru í versl­un­inni og allt gengur hratt fyrir sig. 

Framundan er svo ævin­týra­legur vöxtur Amazon þegar kemur að upp­bygg­ingu Amazon Go versl­ana sem byggja á fyrr­nefndri tækni. Sam­kvæmt áætl­unum fyr­ir­tæk­is­ins munu þús­undir versl­ana spretta upp, þar sem fáir munu vinna og raðir heyra sög­unni til.

Ekki van­meta áhrifin

Ég hef að und­an­förnu unnið að athugun á tæki­færum og ógn­unum fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg á þeim mark­aði sem starf­semi Amazon hefur búið til. Þetta er landamæra­laus mark­aður sem vex á ógn­ar­hraða og byggir að miklu leyti á sífellt hækk­andi þjón­ustu­stigi Amazon þar sem allt snýst um að nota tækn­ina til að auð­velda við­skipta­vinum líf­ið. 

Amazon heimsendingarbíllinn. Leyfi fyrir heimsendingar í slíkum tækjum, hefur nú verið veitt í Washington ríki.Eitt af því sem kom mér mest á óvart var hversu umfangs­mikið við­skipta­sam­bandið er milli Íslands og Amazon. Á bil­inu 40-60% af öllum fiski sem rækt­aður er í fisk­eldi á Íslandi er keypt af Amazon - í gegnum dótt­ur­fé­lagið Whole Foods - þegar heild­ar­keðjan er rakin allt til enda. Þá hafa ýmsar aðrar vörur einnig vaxið nokkuð innan Amazon að und­an­förnu, og má nefna íslenskan þorsk sem dæmi. En það er engu að síður ljóst að mikil tæki­færi eru í því fólgin að auka söl­una á þorsk­inum og sýni­leika íslenska þorsks­ins hjá Amazon. 

Í skýrslu sem fylgir með þess­ari grein er staða íslensks sjáv­ar­út­vegs innan þessa mark­aðs­svæðis - Amazon - gerð að umtals­efni. Meðal þess sem fjallað er um eru þær umfangs­miklu breyt­ing­arnar sem eru að verða á smá­sölu­mark­aði og eru að setja tölu­verða pressu á mat­væla­fram­leið­end­ur.

Með sífellt betri þjón­ustu í net­við­skipt­um, þar sem heim­send­ing­ar­kerfi eru að verða áreið­an­legri og fljót­virk­ari, munu kröfur til fram­leið­anda um að skila frá sér góðri vöru með skil­virkum hætti aukast mik­ið. Mik­il­vægt verður fyrir sjáv­ar­út­veg­inn að átta sig á því að hækk­andi þjón­ustu­stig Amazon - sem síðan er að hreyfa við öllum smá­sölu­fyr­ir­tækjum - setur auk­inn þrýst­ing á að fram­leiðsla gangi vel og að hugað sé sér­stak­lega vel að öllum þáttum virð­is­keðj­unn­ar. 

Lof­orð Amazon - sem sett var fram á fyrri hluta árs­ins 2019 - um að frá og með næstu ára­mótum muni fyr­ir­tækið geta afhent allar vörur innan sól­ar­hrings, er gríð­ar­lega umfangs­mikil breyt­ing fyrir smá­sölu í heim­in­um. Amazon er að setja algjör­lega ný við­mið og þessi yfir­lýs­ing fyr­ir­tæk­is­ins kom flestum grein­endum í opna skjöldu. Fæstir höfðu reiknað með að Amazon gæti tekið þetta skref svona fljótt og það hefur þegar haft mikil áhrif á þróun hjá öðrum smá­sölurisum, eins og Costco og Wal­Mart.

Amazon fylgdi þessu svo eftir með því að leggja inn pöntun á 100 þús­und raf­magns­sendi­bílum hjá fyr­ir­tæki í Michig­an, til að styrkja eigin dreifi­kerfi og flýta því að gera þetta lof­orð að veru­leika.

Erfitt að vera langt frá mörk­uðum

Fyrir mat­væla­fram­leið­endur á Íslandi hefur alltaf verið krefj­andi að vera langt frá erlendum mörk­uð­um. Lega lands­ins getur reynst erf­ið­ari eftir því sem þjón­ustu­stig í net­við­skiptum hækk­ar. Mik­il­vægt verður fyrir sjáv­ar­út­veg­inn - og hið opin­bera einnig - að finna leiðir til að láta flutn­inga ganga enn hraðar fyrir sig, meðal ann­ars með því að flýta toll­af­greiðslu fyrir flug- og skipa­flutn­inga. 

Þá þarf einnig að velta því fyrir sér, hvort sam­starf um að ná niður flutn­ings­kostn­aði muni þurfa til, svo að hann verði ekki of stór hindr­un, áður en vör­unum er flogið eða siglt inn á mark­aðs­svæð­i. 

Hækkun á þjón­ustu­stigi í net­verslun er þannig bæði tæki­færi og ógnun fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg. 

Ég vil þakka þeim sem ég ræddi við til að glöggva mig á við­skipta­sam­band­inu milli Amazon og íslensks sjáv­ar­út­vegs. Það voru bæði stjórn­endur hjá íslenskum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum og sölu­fólk. 

Þá hjálp­uðu góð sam­töl við leið­toga í tækni­fyr­ir­tækjum hér á Seattle svæð­inu - mest vina­fólk sem starfar hjá Amazon, Microsoft, Marel og Sales­Force - við að leggja (ör­lít­ið) mat á það hvernig breyt­ing­arnar í smá­sölu geti haft áhrif í íslenskum sjáv­ar­út­vegi.

Skýrslu Vís­bend­ingar um Amazon má nálg­ast hér. Henni er einnig dreift á umræðu­svæði Lands­bank­ans, en umræða fór fram, í sam­starfi Vís­bend­ingar við Lands­bank­ann, á Sjáv­ar­út­vegs­ráð­stefn­unni í Hörpu í dag, um net­verslun á alþjóða­mörk­uð­um. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar