Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu

Auglýsing

Líklega er ein metnaðarfyllsta ráðning í starf – sem sögur fara af – þegar Jaroslav Hasek, höfundur Góða dátans Svejks, var ráðinn til þess að skrifa áróðurstexta fyrir herinn í fyrri heimstyrjöldinni. 

Hann var tekinn sem fangi, en var svo nýttur í að búa til áróður. 

Ég efast um að það sé hægt að finna hæfileikaríkari mann í að semja hnyttinn texta í stríðsáróðri en Hasek.

Auglýsing

Hasek varð aðeins fertugur. Hann lést 1923 úr berklum, og náði ekki að klára mörg verk sem hann var kominn áleiðis með. 

Á starfsævi sinni – sem hófst á unglingsárum – náði hann að skrifa 1.500 smásögur og spegla samtíma sinn af fádæma næmni, oftar en ekki frá barborði í Prag.

Kinnbeinin í Austur-Evrópu

Góði dátinn Svejk er saga hans, menningarsaga átaka í Austur-Evrópu og linnulaus gagnrýni á stríð, með húmorinn að vopni - allt á sama tíma.

Í bestu og alvarlegustu köflunum nær hann að fjalla um mansal, nauðganir og alveg ægilega grimmd, í gegnum drepfyndnar lýsingar á kinnbeinum fólks og seinheppni Svejks. 

Lýsingar Churchills á seinna stríði – sem hann fékk Nóbelsverðlaun fyrir árið 1953, tveimur árum á undan Halldóri Laxness – eru hjóm eitt í samanburði við snilld Haseks, finnst mér.

Það er enginn hégómi í lýsingum Haseks þó Svejk hafi engan veginn gert sér grein fyrir mikilvægi sínu í sögunni. 

Að mörgu leyti er óskiljanlegt, hvernig Hasek nálgaðist málin oft og fann óvænt sjónarhorn.

Svo frumlegur var hann.

En í bókum um hann, þá liggur fyrir að hann var vinnuþjarkur, sem náði engan veginn að skilja breyskan, drykkfelldan persónuleika sinn, frá vinnunni. 

Hann var alltaf að og leitaði í jarðveginn sem hann þurfti til að hámarka sína hæfileika. 

Hasek hafði óbilandi trú á sköpunargáfunni. 

Það er óhætt að segja að hann hafi haft sögu að segja.

Þó stríðsreynsla Haseks hafi án efa vegið þungt, þegar kaflarnir um brölt Svejks í fyrri heimstyrjöldinni voru settir saman, þá var líka margt annað sem skipti máli. 

Hasek átti til dæmis góðan leigufélaga í Prag, skopmyndateiknarann Josef Lada, þegar köflunum um brölt Svejks um vígvellina var útvarpað eftir birtingu í dagblaði.

Það var ekki mikill agi í hernum hjá Hasek og Lada þegar þeir bjuggu saman, kapparnir.

Ein og ein flaska af áfengi var kláruð, og verkefnin voru ekki unnin eftir nákvæmu skipulagi, skulum við segja.

Ég er ekki viss um að Hasek hefði verið hrifinn af excel.

Já en herra höfuðsmaður ... 

Þó það sé nú ekki agaðan þráð að finna í þessum pistli, þá var meiningin að minna á mikilvægi listarinnar og nýsköpunar, eins og gert hefur verið í fjórum leiðurum á þessum vettvangi.  

Jarðvegur listarinnar – uppsprettan – er ekki alltaf augljós. Rannsóknir sýna eflaust ákveðið mynstur, bræðing, sem listin sprettur úr. 

Umhverfið – t.d. skipulag, aðstaða, samskipti, náttúran, dugnaðurinn – gerum ekki lítið úr honum – og eitthvert erindi sem frumkvöðullinn/listmaðurinn telur sig þurfa að koma á framfæri.

Í öllu tali um mikilvægi nýsköpunar í samfélaginu og hagkerfinu, má ekki gleyma að hún kemur af sama sauðahúsi og Svejk forðum – sköpunargáfunni.

Óbilandi trú Haseks á henni, var ekki til einskis. Höfuðsmenn nær og fjær mættu hafa það hugfast, í brölti sínu um stjórnmálin. 

Það brölt getur fengið skjótan endi, eins og hjá Svejk og Hasek forðum, og því best að nýta tímann vel.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari