Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu

Auglýsing

Lík­lega er ein metn­að­ar­fyllsta ráðn­ing í starf – sem sögur fara af – þegar Jaroslav Hasek, höf­undur Góða dát­ans Svejks, var ráð­inn til þess að skrifa áróð­urstexta fyrir her­inn í fyrri heim­styrj­öld­inn­i. 

Hann var tek­inn sem fangi, en var svo nýttur í að búa til áróð­ur. 

Ég efast um að það sé hægt að finna hæfi­leik­a­rík­ari mann í að semja hnytt­inn texta í stríðs­á­róðri en Hasek.

Auglýsing

Hasek varð aðeins fer­tug­ur. Hann lést 1923 úr berklum, og náði ekki að klára mörg verk sem hann var kom­inn áleiðis með. 

Á starfsævi sinni – sem hófst á ung­lings­árum – náði hann að skrifa 1.500 smá­sögur og spegla sam­tíma sinn af fádæma næmni, oftar en ekki frá bar­borði í Prag.

Kinn­beinin í Aust­ur-­Evr­ópu

Góði dát­inn Svejk er saga hans, menn­ing­ar­saga átaka í Aust­ur-­Evr­ópu og linnu­laus gagn­rýni á stríð, með húmor­inn að vopni - allt á sama tíma.

Í bestu og alvar­leg­ustu köfl­unum nær hann að fjalla um mansal, nauðg­anir og alveg ægi­lega grimmd, í gegnum drep­fyndnar lýs­ingar á kinn­beinum fólks og sein­heppni Svejks. 

Lýs­ingar Churchills á seinna stríði – sem hann fékk Nóbels­verð­laun fyrir árið 1953, tveimur árum á undan Hall­dóri Lax­ness – eru hjóm eitt í sam­an­burði við snilld Haseks, finnst mér.

Það er eng­inn hégómi í lýs­ingum Haseks þó Svejk hafi engan veg­inn gert sér grein fyrir mik­il­vægi sínu í sög­unn­i. 

Að mörgu leyti er óskilj­an­legt, hvernig Hasek nálg­að­ist málin oft og fann óvænt sjón­ar­horn.

Svo frum­legur var hann.

En í bókum um hann, þá liggur fyrir að hann var vinnu­þjark­ur, sem náði engan veg­inn að skilja breyskan, drykk­felldan per­sónu­leika sinn, frá vinn­unn­i. 

Hann var alltaf að og leit­aði í jarð­veg­inn sem hann þurfti til að hámarka sína hæfi­leika. 

Hasek hafði óbilandi trú á sköp­un­ar­gáf­unn­i. 

Það er óhætt að segja að hann hafi haft sögu að segja.

Þó stríðs­reynsla Haseks hafi án efa vegið þungt, þegar kafl­arnir um brölt Svejks í fyrri heim­styrj­öld­inni voru settir sam­an, þá var líka margt annað sem skipti máli. 

Hasek átti til dæmis góðan leigu­fé­laga í Prag, skop­mynda­teiknar­ann Josef Lada, þegar köfl­unum um brölt Svejks um víg­vell­ina var útvarpað eftir birt­ingu í dag­blaði.

Það var ekki mik­ill agi í hernum hjá Hasek og Lada þegar þeir bjuggu sam­an, kapp­arn­ir.

Ein og ein flaska af áfengi var kláruð, og verk­efnin voru ekki unnin eftir nákvæmu skipu­lagi, skulum við segja.

Ég er ekki viss um að Hasek hefði verið hrif­inn af excel.

Já en herra höf­uðs­maður ... 

Þó það sé nú ekki agaðan þráð að finna í þessum pist­li, þá var mein­ingin að minna á mik­il­vægi list­ar­innar og nýsköp­un­ar, eins og gert hefur verið í fjórum leið­urum á þessum vett­vangi.  

Jarð­vegur list­ar­innar – upp­sprettan – er ekki alltaf aug­ljós. Rann­sóknir sýna eflaust ákveðið mynstur, bræð­ing, sem listin sprettur úr. 

Umhverfið – t.d. skipu­lag, aðstaða, sam­skipti, nátt­úran, dugn­að­ur­inn – gerum ekki lítið úr honum – og eitt­hvert erindi sem frum­kvöð­ull­inn/list­mað­ur­inn telur sig þurfa að koma á fram­færi.

Í öllu tali um mik­il­vægi nýsköp­unar í sam­fé­lag­inu og hag­kerf­inu, má ekki gleyma að hún kemur af sama sauða­húsi og Svejk forðum – sköp­un­ar­gáf­unni.

Óbilandi trú Haseks á henni, var ekki til einskis. Höf­uðs­menn nær og fjær mættu hafa það hug­fast, í brölti sínu um stjórn­mál­in. 

Það brölt getur fengið skjótan endi, eins og hjá Svejk og Hasek forð­um, og því best að nýta tím­ann vel.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari