Auglýsing

Rúm­lega 1.800 félags­menn í Efl­ingu sem starfa hjá Reykja­vík­ur­borg eru í verk­falli. Alls sam­þykktu 95,5 pró­sent þeirra að fara í aðgerð­irnar í aðdrag­anda þess að ráð­ist var í þær. 

Það hefur víð­tæk áhrif á starf leik­skóla í borg­inni, hjúkr­un­ar­heim­ila og sorp­hirðu, svo fátt eitt sé nefnt. Áhrifin á leik­skól­ana hafa svo mikil áhrif á atvinnu­lífið almennt, þar sem for­eldrar þurfa eðli­lega að vera mikið fjar­ver­andi frá vinnu vegna verk­falla starfs­manna þar. 

Krafa Efl­ingar í kjara­deil­unum er að launa­kjör lægst laun­uð­ustu stétt­anna, sér­stak­lega þau sem eru á leik­skólum og við umönn­un, verði leið­rétt. Ef heild­ar­laun t.d. ófag­lærðra starfs­manna á leik­skóla eru skoðuð þá eru þau lægstu launin sem hægt er að fá á íslenskum vinnu­mark­aði, eða 375 þús­und krónur á mán­uði. Það þýða ráð­stöf­un­ar­tekjur upp á 288 þús­und krónur á mán­uði. Þetta eru launin sem fólkið sem við treystum fyrir stórum hluta af upp­eldi barn­anna okkar fær. 

Um 15.400 félags­menn í BSRB munu fara í verk­fall eftir um tvær vik­ur, verði ekki samið fyrir þann tíma. Um 87,6 pró­­sent þeirra sem tóku þátt í atkvæða­greiðsl­um um það ­sam­­þykktu boðun verk­­falls hjá sínu félagi. Það verk­fall mun lama sam­fé­lag­ið. 

Á meðal þess sem farið er fram á þar er að laun milli opin­berra og almenna vinnu­mark­að­ar­ins verði jöfnuð í sam­ræmi við samn­inga frá árinu 2016, þegar opin­berir starfs­menn sam­þykktu að gefa eftir aukin líf­eyr­is­rétt­indi gegn því að 16 til 20 pró­sent launa­munur milli opin­berra starfs­manna og starfs­manna á almennum vinnu­mark­aði yrði „leið­rétt­ur“ á sex til tíu árum. Nú, nokkrum árum síð­ar, er það mat BSRB að engar leið­rétt­ingar hafi enn átt sér stað.

Þarna er ekki um ein­hverja „æs­inga­menn“ í for­ystu félag­anna að ræða, sem séu illa haldnir af meintri van­still­ingu. Nær algildur stuðn­ingur er við aðgerð­irnar á meðal félags­manna og flest önnur stærstu stétt­ar­fé­lög lands­ins hafa lýst yfir stuðn­ingi við þær. 

„Leið­rétt­ing“ milli­stétt­ar­innar

Síð­ast­lið­inn ára­tug, frá því að banka­kerfið hrundi með til­heyr­andi afleið­ing­um, hefur margt verið gert fyrir marga á Íslandi, og margt verið „leið­rétt“. 

Yfir­skuld­settir fengu að fara 110 pró­sent leið­ina svoköll­uðu þar sem tugir millj­arða króna af eignum voru færðir til eigna­meiri hluta þjóð­ar­inn­ar, rúm­lega tvö­fald­að­ist virði hús­næð­is­ins sem við­kom­andi fengu að halda á nokkrum árum í kjöl­far­ið. Þessi yfir­færsla var úr fjár­mála­stofn­unum og af eigin fé þeirra sem að uppi­stöðu varð síðar eign íslenska rík­is­ins. 

Móð­ur­að­gerð­in, sem var bara kölluð „Leið­rétt­ing­in“, kom svo til skömmu síð­ar. Í henni fólst skaða­bóta­greiðsla til þeirra sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009, upp á 72,2 millj­arða króna úr rík­is­sjóði til val­ins hóps lands­manna. Þar af fékk eigna­meiri hópur lands­manna 52 millj­arða króna (72 pró­sent henn­ar), tekju­hæsta tíund lands­manna fékk 21,6 millj­arð króna (30 pró­sent henn­ar) en tekju­lægri helm­ingur þjóð­ar­innar skipti á milli sín rúmum tíu millj­örðum króna (um 14 pró­sent henn­ar) sem ríkið greiddi út vegna þessa.

Hluti af leið­rétt­ing­unni var líka að heim­ila skatt­frjálsa notkun sér­eign­ar­sparn­aðar til að greiða niður hús­næð­is­lán. Fyrir lá að tekju­hærri lands­menn myndu mun frekar nýta sér úrræðið en hinir sem minna hafa á milli hand­anna. Í skýrslu sér­­fræð­inga­hóps um höf­uð­stólslækk­­un kom fram að með­­al­­launa­­tekjur fjöl­­skyldna sem spör­uðu í sér­­­eign og skuld­uðu í fast­­eign væri miklu hærri en með­­al­­launa­­tekjur þeirra sem spara ekki. „Al­­mennt eru tekjur þeirra sem spara í sér­­­eigna­líf­eyr­is­­sparn­aði mun hærri en hinna sem ekki gera það,“ stóð orð­rétt í skýrsl­unn­i. 

Auglýsing
Kjarn­inn greindi frá því fyrr í þessum mán­uði að frá árinu 2014 og fram til síð­ustu ára­mót hefði lækkun tekju­skatts og útsvars hjá þeim ein­stak­lingum sem hafa notað sér­eign­ar­sparnað sinn til að greiða niður hús­næð­is­skuldir skatt­frjálst verið 17,3 millj­arðar króna. Þar sem sér­eign­ar­sparn­aður er skatt­lagður við útgreiðslu er þarna um að ræða til­færslu á fram­tíð­ar­skatt­tekjum að mestu til tekju­hárra ein­stak­linga nú. Skatt­tekjur barn­anna okkar voru not­aðar til að bæta eigna­stöðu undir þriðj­ungs lands­manna í dag.

Þessar aðgerðir hafa fært há- og milli­stétt­inni hér­lendis gríð­ar­legar eign­ir. Þegar ofan­greindum aðgerðum er bætt ofan á rúm­lega tvö­földun á hús­næð­is­verði, sögu­lega lágum hús­næð­is­lána­vöxtum og lít­illi verð­bólgu yfir langt skeið þá er aug­ljóst að átt hefur sér stað ein­hver mesta eigna­til­færsla Íslands­sög­unn­ar. Látið mig þekkja það, því ég er einn þeirra sem nýt henn­ar. 

Sam­kvæmt kynn­ingu Efl­ingar á kröfu­gerð sinni í lok jan­úar er farið fram á sér­stak­lega launa­leið­rétt­ingu upp á 22 til 52 þús­und krónur á mán­uði fyrir laun undir 445 þús­und á mán­uði. Þessi leið­rétt­ing myndi, sam­kvæmt útreikn­ingum Efl­ing­ar, kosta um 1,2 millj­­arða fyrir Efl­ing­­ar­­fé­laga og svipað fyrir Sam­eyk­is-­­fólk á ári. Hún ætti að koma til við­bótar við launa­hækk­anir sem yrðu í takt við lífs­kjara­samn­ing­ana. 

Krafan er því að nokkur þús­und manns, á lægstu laun­un­um, sem fengu ekk­ert eða lítið af síð­ustu opin­berri „leið­rétt­ing­u“, þegar tugir millj­arða króna voru færðir úr opin­berum sjóðum að mestu til betur settra þjóð­fé­lags­þegna, fái „sína leið­rétt­ing­u“. Ef kostn­aður vegna hennar er um 2,4 millj­arðar króna á ári, líkt og Efl­ing tel­ur, myndi það taka rúm 37 ár fyrir kostn­að­inn að ná sömu upp­hæð og hið opin­bera hefur greitt út undir hatti „Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“ í formi skaða­bóta og skatta­eft­ir­gjaf­ar. 

„Leið­rétt­ing“ fjár­magns­eig­enda

Frá banka­hruni hefur ýmis­legt verið gert til að tryggja hags­muni íslenskra fjár­magns­eig­enda. Í neyð­ar­lög­unum voru til að mynda inn­stæður gerðar að for­gangs­kröf­um. Alls námu inn­stæður íslenskra ein­stak­linga 530 millj­örðum króna í lok októ­ber 2008. Um 60 pró­sent inn­lána voru í eigu tíu pró­sent rík­ustu lands­manna. Auk þess áttu inn­lendir lög­að­il­ar, fyr­ir­tæki og eign­ar­halds­fé­lög, um 770 millj­arða króna í inn­stæðum á þessum tíma. Í ljósi þess að um 70 pró­sent af öllum fjár­magnstekjum sem verða til á Íslandi fara að jafn­aði til rík­ustu tíundar þjóð­ar­innar má vel ætla að þorri fyr­ir­tækj­anna og eign­ar­halds­fé­lag­anna sé í eigu þess hóps. 

Auglýsing
Neyðarlögin, sem gerðu marg­háttað gagn fyrir sam­fé­lagið allt, höfðu því þau hlið­ar­á­hrif að verja eignir þessa hóps sem geymdar voru í inn­stæðum umfram aðrar eign­ir. 

Hið opin­bera hefur líka selt gríð­ar­legt magn eigna sem það fékk í sinn hlut eftir hrun­ið, og svo eftir að stöð­ug­leika­samn­ing­arnir voru gerð­ir. Þar er um að ræða eignir með sam­an­lagt virði upp á mörg hund­ruð millj­arða króna. Litlar sem engar upp­lýs­ingar hafa feng­ist um hvernig þeim eignum sem vistaðar voru inn í Eigna­safni Seðla­banka Íslands og dótt­ur­fé­lögum þess var ráð­stafað, hverjir fengu að kaupa þær og á hvaða verði. Þorri þeirra var enda seldur bak­við luktar dyr og án þess að venju­legum Íslend­ingum gæf­ist færi á að bjóða í þær. Á meðal eigna sem þarna um ræðir eru fjöl­margar fast­eign­ir. 

Sömu sögu er að segja af Lind­ar­hvoli, félagi sem sett var á fót til að selja eignir sem féllu rík­inu í skaut vegna stöð­ug­leika­samn­ing­anna, en skýrsla rík­is­end­ur­skoð­unar um það félag hefur verið til­búin frá því á síð­asta ári en hefur enn ekki verið birt. 

Það liggur í hlut­ar­ins eðli að þeir sem lík­leg­astir eru til að hafa geta keypt eignir úr þessum „svörtu kössum“ eru þeir sem eiga mikið af fjár­magni. Því hefur hið opin­bera fært fjár­magns­eig­endum kauptæki­færi á eignum sem öðrum bauðst ekki og án við­un­andi gagn­sæis til að fyrr­ver­andi eig­endur eign­anna, skatt­greið­endur lands­ins, fái að vita hvort sann­gjarnt verð hafi feng­ist fyrir þær eða ekki. 

Til við­bótar má auð­vitað bæta fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands, sem opn­aði leið aftur heim fyrir fjár­magn sem meðal ann­ars hafði verið vistað í aflands­fé­lögum eða verið komið undan rétt­mætri skatt­heimtu. Eig­endur þess fjár­magns gátu leyst út gríð­ar­legan geng­is­hagn­að, fengið allt að 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu á fé sitt og keypt upp eignir á hrakvirði þegar pen­ing­arnir voru komnir til Íslands. 

„Leið­rétt­ing“ efsta lags rík­is­starfs­manna

Annað orð sem mikið er not­ast við er höfr­unga­hlaup. Í því felst að ef ein­hver hópur fær launa­hækkun þá muni næsti hópur fylgja eftir og krefj­ast þess sama. Þetta er ekki gripið úr lausu lofti. Íslensk kjara­mála­saga sýnir að þetta er eitt­hvað sem raun­veru­lega ger­ist. 

Þess vegna er afar nauð­syn­legt að allir taki þátt í því að reyna að festa augun á kaup­mátt­ar­aukn­ingu, en ekki krón­unum sem þeir fá í launa­umslag­ið, en falli ekki í freistni að skammta sér umfram.

Sú krafa virð­ist þó í orði ein­ungis eiga við um fjöl­mennar launa­stétt­ir, sem flestar eru með afar lág laun. Hún nær ekki yfir þing­menn sem hækk­uðu grunn­laun sín (þeir fá allskyns aðrar sporslur sem hlaupa oft á hund­ruðum þús­unda, til dæmis vegna akst­urs, á mán­uði) um 44,3 pró­sent með einni ákvörðun póli­tísks skip­aðs kjara­ráðs. Eða ráð­herra sem hækk­uðu um vel yfir 30 pró­sent. Eða aðstoð­ar­menn ráð­herra sem hækk­uðu um 35 pró­sent. Eða skrif­stofu­stjóra í ráðu­neytum sem hækk­uðu um sömu pró­sentu­tölu. 

Eða biskup Íslands sem hækk­aði um tugi pró­senta. Eða for­stjóra fjölda rík­is­fyr­ir­tækja sem kjara­ráð hækk­uðu líka um tugi pró­senta. Eða stjórn­ar­for­menn sömu fyr­ir­tækja sem fengu líka launa­hækk­anir úr öllum takti við það sem er lagt til grund­vallar í samn­ingum við venju­legt fólk. Allir sem til­heyra þessum hópi sem farið er yfir hér að ofan eru með meira en eina milljón króna í laun á mán­uði. Flestir umtals­vert meira en það. Launa­hækk­anir þeirra, sem áttu að vera ein­hvers­konar leið­rétt­ing á kjörum, hlupu á mörg hund­ruð þús­und krónum á mán­uði í flestum til­fell­u­m. 

Nýjasta dæmið um þessa sjálftöku er gjör­sam­lega maka­laust sam­komu­lag sem þáver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri gerði við nokkra und­ir­menn sína í ágúst í fyrra, tæpum fimm mán­uðum eftir að lífs­kjara­samn­ing­arnir voru und­ir­rit­aðir og þegar yfir­stand­andi kjara­bar­átta opin­berra starfs­manna var þegar hafin af fullri alvöru, um að hækka laun þeirra um 48 pró­sent. Sam­tals hækk­uðu þeir grunn­laun sín um 314 þús­und krónur á mán­uði, og nemur hækk­unin því öllum þeim grunn­launum sem lægst laun­uð­ustu starfs­menn leik­skóla hafa, auk fjögur þús­und krónum til við­bót­ar. Með sam­komu­lag­inu færð­ust 50 yfir­­vinn­u­­stundir inn í föst mán­að­­ar­­laun starfs­­mann­anna, og með því aukast líf­eyr­is­rétt­indi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild Líf­eyr­is­­sjóð starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R). Heild­­ar­á­hrif þeirrar aukn­ingar er metin 309 millj­­ónir króna. 

Vopna­hléi er lokið

Það hafa margir verið „leið­rétt­ir“ með sér­tækum aðgerðum á Íslandi á und­an­förnum ára­tug. Einn hópur hefur þó setið þar eftir og það eru þeir sem lægstu launin hafa. Að uppi­stöðu er þar um að ræða stórar kvenna­stéttir sem margar hverjar gegna mik­il­vægu hlut­verki í að láta sam­fé­lags­gang­verkið virka. Fyrir því erum við byrjuð að finna með yfir­stand­andi verk­falls­að­gerðum og fyrir því munum við finna enn frekar á næstu vikum þegar það bæt­ist all­veru­lega í þær aðgerð­ir. 

Það má færa rök fyrir því að staða þessa hóps hafi þvert á móti versnað til muna vegna „leið­rétt­inga“ á kjörum ann­arra. Hin mikla hækkun á hús­næð­is­mark­aði hefur til að mynda ekki gert neitt fyrir þá sem þurfa að leigja hús­næði annað en að hækka leig­una þeirra mjög mik­ið. Áður hafði verið tekin kerf­is­bundin ákvörðun um að leggja niður félags­lega hús­næð­is­kerfið með hörmu­legum afleið­ingum fyrir þá sem eiga í erf­ið­leikum með að ná endum saman til að tryggja þak yfir höf­uð­ið. Milli­færslu­kerf­in, besta leiðin til að draga úr ójöfn­uði og skila opin­berum fjár­stuðn­ingi til þeirra sem raun­veru­lega þurfa á því að halda, hafa verið látin hætta að virka. Fjöl­­­skyldum sem fengu barna­bætur hér á landi fækk­­­aði til að mynda um tæp­­­lega tólf þús­und milli áranna 2013 og 2016. Sam­hliða öllu þessu þá hefur skatt­byrði tekju­lægstu hópa íslensks sam­­fé­lags auk­ist mest allra hópa frá 1998 og dregið hefur veru­lega úr tekju­­­jöfn­un­­­ar­hlut­verki skatt­­­kerf­is­ins. Kaup­mátt­­­ar­aukn­ing síð­­­­­ustu ára hefur þannig síður skilað sér til launa­­­fólks með lægri tekjur en þeirra tekju­hærri vegna vax­andi skatt­­­byrði.

Það er flókið við­fangs­efni að við­halda stöð­ug­leika, takast á við efna­hags­legar áskor­anir vegna áfalla síð­ustu ára og reyna að verja kaup­mátt­ar­aukn­ingu launa á sama tíma. Það skilja all­ir. 

En það gengur ein­fald­lega ekki upp að fara í allskyns sér­tækar aðgerðir til að gefa þeim sem ekki þurfa á því að halda pen­inga úr rík­is­sjóði, að leið­rétta laun hálauna­fólks umfram alla eðli­lega launa­þróun og færa fjár­magns­eig­endum hvert tæki­færið á fætur öðru til að auka auð sinn og ítök í sam­fé­lag­inu en ætla svo alltaf að láta þá sem verst standa í sam­fé­lag­inu standa eina eftir „óleið­rétta“. 

Í fyrra var samið um vopna­hlé í stétta­stríði við for­dæma­lausar aðstæð­ur. 

Því vopna­hléi er lok­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari