Auglýsing

Það fór líkt og spáð var á þessum vett­vangi fyrir fimm mán­uðum síð­an, að kjara­samn­ingar fyrir 110 þús­und manns, rúman helm­ing íslensks vinnu­mark­að­ar, voru kláraðir með stór­auk­inni aðkomu stjórn­valda sem ætlað er að stuðla að ann­ars konar lífs­kjara­bótum en launa­hækk­un­um. Það var talað við fólk, í stað þess að tala á það.

Við blasti að annað hefði verið ómögu­legt. Til að verka­lýðs­for­ystan myndi slá af launa­kröfum sín­um, sem voru allt of háar fyrir hag­kerfið við þær aðstæður sem nú eru, þá þurfti til skatt­kerf­is­breyt­ing­ar, aukið fjár­magn í milli­færslu­kerfi sem ratar fyrst og síð­ast til við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins og tákn­rænar aðgerðir vegna ótrú­legra launa­hækk­anna for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja, æðstu ráða­manna og ann­arra hátt­settra emb­ætt­is­manna.

Þá setti fyr­ir­séð gjald­þrot WOW air, með til­heyr­andi skamm­tíma­á­hrifum á efna­hags­lífið og atvinnustigið í land­inu, pressu á alla hlut­að­eig­andi að leysa þá stöðu sem upp var komin af ábyrgð.

Aðkoma þriggja kvenna lyk­il­at­riði

Athygli vekur að þrjár sterkar konur léku lyk­il­hlut­verk í þess­ari nið­ur­stöðu. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, sem hefur setið undir því að vera kölluð van­stillt, galin og vit­firrt auk þess sem geð­heilsa hennar og and­legt heil­brigði hefur verið dregið í efa með ýmsum öðrum hætti, lék lyk­il­hlut­verk í því að saman náð­ist. Það gerði hún með því því að beita skyn­semi og læsi á umhverf­ið, gera „vopna­hlé“ á bar­áttu sinni, og meta þann árangur sem hörð stétta­bar­átta hennar og félaga for­manns­ins náðu þó fram með því að spila ekki eftir leik­reglum ráð­enda sam­fé­lags­ins, heldur ákveða að standa fast upp í hár­inu á þeim.

Lík­ast til efast eng­inn um það lengur hversu stórt pláss á svið­inu Sól­veig Anna hefur tekið sér með því að vera óhrædd og óhefð­bundin á þeim skamma tíma sem hún hefur gengt sínu nýja hlut­verki.

Auglýsing
Drífa Snædal, fyrsta konan til að gegna emb­ætti for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands, leiddi við­ræður verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar við stjórn­völd. Drífa sagði sig úr Vinstri grænum í nóv­em­ber 2017 eftir að hafa verið í flokknum í 18 ár og verið fram­kvæmda­stjóri hans um langt ára­bil, vegna fyr­ir­hug­aðs stjórn­ar­sam­starfs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Á milli hennar og Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra er þó sterkt per­sónu­legt sam­band sem byggir á ára­tuga­löngu sam­starfi. Það sam­band var lyk­ill að því að rík­is­stjórnin bætti veru­lega í þann pakka sem hún kom með að borð­inu til að gera „lífs­kjara­samn­ing­anna“ að veru­leika án þess að stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu væri ógn­að.

Lís­kjara­samn­ing­arnir eru stór póli­tískur sigur fyrir Katrínu og rík­is­stjórn henn­ar. Per­sónu­lega var póli­tísk lífs­nauð­syn­legt fyrir hana að ná hon­um.

Flokkur hennar er álit­in, hvort sem honum líkar betur eða verr, hafa gefið gríð­ar­lega eftir gagn­vart Sjálf­stæð­is­flokknum – flokki sem margir flokks­menn og kjós­endur Vinstri grænna líta á sem hug­mynda­fræði­lega and­stæðu sína – það sem af er kjör­tíma­bil­inu. Skýrasta birt­ing­ar­mynd þess er að kann­anir sýna að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með stuðn­ing við kjör­fylgi, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með fylgi sem er nán­ast innan vik­marka frá því sem flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ingum en Vinstri græn hafa tapað þriðj­ungi kjós­enda sinna.

Inni­hald lífs­kjara­samn­ing­anna er að uppi­stöðu mun nær yfir­lýstri stefnu Vinstri grænna en Sjálf­stæð­is­flokks.

Allir þurftu að vinna, og því að gefa eftir

Það þurftu allir að gera mála­miðl­anir í þeim samn­ingum sem nú hafa verið gerð­ir. Verka­lýðs­hreyf­ingin sætti sig við að fá 75 pró­sent af krónu­tölu­hækk­un­ar­kröfum sínum á lægstu laun á tæpum fjórum árum í stað 100 pró­sent á þremur árum. Atvinnu­rek­endur gáfu þar eftir en fengu í stað­inn lægri hækk­anir á árinu 2019 á meðan að efna­hags­lífið er að rétta úr kútnum eftir mjúka lend­ingu sem stendur nú yfir og langa samn­inga sem tryggja stöð­ug­leika og fyr­ir­sjá­an­leika.

Þetta eru þó við­kvæmir samn­ingar og margt þarf að ganga upp til að þeir haldi.

Það sam­komu­lag sem gert er milli verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og atvinnu­rek­enda er nokkuð skýrt. Lægstu laun hækka um 90 þús­und krónur á samn­ings­tím­anum og um samd­ist um krónu­tölu­hækk­anir ann­arra, sem tryggir að launa­hærri taki ekki áfram til sín aukna sneið allra hækk­ana líkt og þegar samið er um hlut­falls­hækk­an­ir. Til að setja þetta í dæmi þá munu almenn laun hækka um 17 þús­und krónur strax, bæði hjá þeim sem var með 300 þús­und krónur í mán­að­ar­laun og þeim sem er með eina milljón króna. Fyrir lág­launa­mann­inn er þetta hækkun um 5,6 pró­sent í ár en fyrir hálauna­mann­inn 1,7 pró­sent. Ef samið hefði verið um 5,6 pró­sent launa­hækkun fyrir alla hefði lág­launa­mað­ur­inn því áfram fengið 17 þús­und krónur í launa­hækkun en hálauna­mað­ur­inn 56 þús­und krón­ur, eða 39 þús­und krónum meira en samið var um.

Auk þess var samið um launa­auka sem kemur til fram­kvæmda ef hag­vöxtur verður á næstu árum. Þetta virð­ist aðal­lega vera tákn­ræn hækkun sem á að tryggja launa­fólki hlut­deild í verð­mæta­sköpun sam­fé­lags­ins. Mat ASÍ er að hún geti skilað 3-13 þús­und krónum á ári, sem eru smá­pen­ingar í öllu sam­hengi.

Pakki stjórn­valda lyk­ill­inn að samn­ing­unum

Lyk­il­at­riðið í að kjara­samn­ingar voru gerðir var, líkt og áður sagði, aðkoma stjórn­valda sem blasað hefur við mán­uðum saman að þyrfti til svo hægt væri að leysa kjara­deil­ur.

Ástæður þeirrar gjáar sem er til staðar í íslensku sam­fé­lagi er að það er vit­laust gef­ið. Og gjöfin hallar veru­lega á þá sem höllustum fæti standa. Það eru lág­tekju­hópar, öryrkjar, líf­eyr­is­þegar og stór hópur lands­manna sem getur ekki eign­ast hús­næði en er þess í stað fastur á leigu­mark­aði sem leiðir af sér skort á hús­næð­is­ör­yggi, hærri hús­næð­is­kostnað sem étur upp alla kaup­mátt­ar­aukn­ingu og enga eigna­mynd­un.

Auglýsing
Á sama tíma hafa þeir sem eiga stór­aukið eignir sín­ar. Í skýrslu sem Íslands­banki birti í októ­ber 2018 kom fram að þeir sem eiga hús­næði á Íslandi hafi aukið eigið fé sitt um 2.051 millj­arða króna frá árinu 2010. Á sama tíma hefur orðið miklu erf­ið­ara að kaupa fyrstu eign og staða leigj­enda hefur hríð­versn­að. Þetta ástand var afleið­ing af póli­tískri ákvörð­un­ar­töku og það þarf póli­tíska ákvörð­un­ar­töku til að laga það.

Pakki stjórn­valda telur alls 45 aðgerðir og þau meta hann á 80 millj­arða króna. Það segir reyndar ýmis­legt um hversu út í loftið sú tala er að í kynn­ing­ar­gögnum sem lögð voru fyrir aðila vinnu­mark­að­ar­ins á þriðju­dag, þegar rík­is­stjórnin ætl­aði að halda blaða­manna­fund og kynna sitt fram­lag en blés hann af 18 mín­útum síð­ar, var upp­hæðin sögð 100 millj­arðar króna. End­an­legur „kostn­að­ur“ hins opin­bera mun ráð­ast á þróun mála og það að setja fram krónu­tölu umfangs er fyrst og fremst ætlað til póli­tísks heima­brúks.

Það má skipta aðgerðum stjórn­valda í þrennt.

Skatt­ar, barna­bæt­ur, hús­næð­is­mál og fjár­fest­ing

Í fyrsta lagi breyt­ingar á skatt­kerfi og milli­færslu­kerfum og aðgerðir í hús­næð­is­mál­um, sem skipta raun­veru­legu máli við að minnka þann kerf­is­lega ójöfnuð sem inn­leiddur hefur verið hér á landi á und­an­förnum árum. Til að mæta þessum kröfum lækkar ríkið skatta um 20 millj­arða króna og mesta lækk­unin fer til lægstu tekju­hópanna, sem eiga að fá um tíu þús­und krónur meira á mán­uði í ráð­stöf­un­ar­tekj­ur. Þá verða barna­bæt­ur, sem hafa dreg­ist skammar­lega mikið saman á und­an­förnum árum, hækk­aðar um 16 pró­sent og skerð­ing­ar­mörk þeirra verða hækkuð úr 242 í 325 þús­und krón­ur. Lík­lega er ekki til nein betri milli­færslu­leið til að færa fé með beinum hætti úr rík­is­sjóði til við­kvæmra barna­fjöl­skyldna sem eiga erfitt með að láta enda ná saman en greiðsla barna­bóta. Með við­bót­inni mun þær ná til fleiri og gagn­ast þeim sem þær fá meira.

Í öðru lagi aðgerðir vegna hús­næð­is­mála. Sú ákvörðun að banna 40 ára verð­tryggð jafn­greiðslu­lán, einu lánin sem við­kvæm­ustu lág­tekju­hópar á íslenskum hús­næð­is­mark­aði ráða við að taka til að tryggja sér ein­hverja eign­ar­myndun og hús­næð­is­ör­yggi, kallar á að eitt­hvað annað komi sam­stundis í stað­inn fyrir þennan hóp. Þetta eitt­hvað annað er kallað „start­lán“ og „eig­in­fjár­lán“. Sam­kvæmt fram­lögðum til­lögum ganga „start­lán“ út á að ríkið láni á „hag­stæðum vöxt­um“ til hópa sem eiga sér­stak­lega erfitt að eign­ast hús­næði upp að 90 pró­sent veð­hlut­falli. Það þýðir á manna­máli að ríkið ætlar að lána við­bót­ar­lán undir mark­aðs­vöxt­um. „Eig­in­fjár­lán“ eiga síðan að bein­ast að þeim sem ráða ekki við greiðslu­byrði „start­lána“. Í þeim felst að ríkið ætlar að í raun að fjár­festa í hús­næði með tekju­lágum með því að lána 15-30 pró­sent af kaup­verði án þess að við­kom­andi þurfi að greiða neinar afborg­anir af því láni auk þess sem „lán­ið“ er vaxta­laust í fimm ár og ber síðan óskil­greinda lága vexti. Ríkið fær síðan sitt hlut­fall til baka þegar íbúðin er seld eða þegar 25 ár eru liðin frá því að hún var keypt.

Þá ætlar ríkið að lána á mjög lágum vöxtum til almennra leigu­fé­laga, bjóða fram þann mögu­leika að ráð­stafa 3,5 pró­sent líf­eyr­is­ið­gjalds skatt­frjálst til hús­næð­is­­kaupa og áfram­hald­andi nýt­ing sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar til að greiða skatt­frjálst niður íbúða­lán, en það úrræði verður fram­­lengt fram á mitt ár 2021. Ríkið lofar líka að auka fram­boð af ódýr­ara hús­næði, meðal ann­ars með því að stuðla að upp­bygg­ingu í Keldna­landi, risa­stóru bygg­ing­ar­landi í eigu rík­is­ins innan borg­ar­marka Reykja­vík­ur.

Í þriðja lagi ætlar ríkið að ráð­ast í stór­tækar fjár­fest­ingar í innvið­um, meðal ann­ars veg­um, á næstu árum til að örva efna­hags­lífið í nið­ur­sveiflu þess og skapa störf.

Í fjórða lagi eru aðgerðir sem eru end­ur­nýttar eða hafa þegar komið fram, eins og leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs og aðgerðir gegn félags­legum und­ir­boð­um.

For­sendur end­ur­metnar á næsta ári

Þrjár meg­in­­for­­sendur eru fyrir gerð kjara­­samn­ing­anna. Í fyrsta lagi þarf kaup­máttur launa að aukast á samn­ings­­tíma­bil­inu. Sá vöxtur verður metin út frá launa­­vísi­­tölu Hag­­stofu Íslands.

Auglýsing
Í öðru lagi er sú óvenju­­lega for­­senda sett til grund­vallar gerð kjara­­samn­inga að vextir lækki „veru­­lega“ og hald­ist lágir út samn­ings­­tím­ann. Það þýðir að Seðla­­banki Íslands þarf að lækka stýri­vexti til að for­­sendur kjara­­samn­inga haldi, en hann er sam­­kvæmt lögum sjálf­­stæð stofnun og hefur það meg­in­hlut­verk að við­halda verð­­stöð­ug­­leika. Kjarn­inn greindi frá því á fimmtu­dag að „skúffu­sam­komu­lag“ sé um að stýri­vextir þurfi að lækka um 0,75 pró­sentu­stig fyrir fyrstu end­ur­skoð­un, sem fer fram í sept­em­ber 2020, til að kjara­samn­ingar haldi. Engar líkur eru á því að Seðla­banki Íslands lækki vexti ef aðstæður muni kalla á að þeir hald­ist háir, eða jafn­vel hækki, til að halda verð­bólgu í skefj­um. Því er um hvatn­ing­ar­á­kvæði að ræða sem veitir verka­lýðs­for­yst­unni útgöngu­leið út úr kjara­samn­ing­unum strax á næsta ári ef verð­bólgan fer af stað.

Mik­il­væg­asta for­senda kjara­samn­inga er þó sú þriðja, að stjórn­völd standi við að fram­kvæma þann pakka sem þau komu með að borð­inu til að liðka fyrir gerð þeirra. Ef nægi­lega stór hluti for­sendu­nefndar aðila vinnu­mark­að­ar­ins, skipuð þremur frá hvorri hlið, metur stöð­una þannig haustið 2020 að rík­is­stjórnin hafi ekki gert nóg þá gætu kjara­samn­ingar verið fyrir bí áður en kjör­tíma­bilið end­ar, en stefnt er að því að næstu kosn­ingar verði vorið 2021. Það er því mikil pressa á rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur að sýna sýni­legan árangur hratt í að efna það sem er í pakk­anum hennar næsta tæpa eina og hálfa árið.

Vopna­hlé, ekki stríðs­lok

Mik­il­vægt að ítreka að þorri þeirra aðgerða sem stjórn­völd eru að grípa til eru við­bragð vegna póli­tískra ákvarð­ana sem teknar hafa verið á síð­ustu árum og ára­tug­um. Ástandið á hús­næð­is­mark­aði er sam­blanda af nið­ur­lagn­ingu félags­lega hús­næð­is­kerf­is­ins, Leið­rétt­ing­ar­innar og skorti á fram­boði á sama tíma og fjöldi ferða­manna og íbúa óx hraðar en nokkru sinni fyrr. Breyt­ingar á skatt­kerfi og milli­færslu­kerfum sem færðu skatt­byrðar á lægri tekju­hópa eru sömu­leiðis stjórn­mála­mann­anna verk.

Enn er veru­lega mis­jafnt gefið í hinu auð­uga íslenska sam­fé­lagi. Hér hefur ríkt kerf­is­bund­inn ójöfn­uður. Og engin ástæða til ann­ars en að taka Sól­veigu Önnu Jóns­dóttur trú­an­lega þegar hún segir í  stöðu­upp­færslu sinni á fimmtu­dag að hún vilji „árétta afstöðu mína um að bar­átta vinnu­aflsins fyrir efna­hags­legu rétt­læti snýst ekki síst um það að hér fái með­limir auð­stétt­ar­innar og stjórn­mála­stétt­ar­innar ekki að fara fram eins og þeim sýn­ist með algjöru skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart hags­munum vinnu­aflsins. Hér hafa full­trúar launa­fólks setið undir linnu­lausum árásum á meðan að fyr­ir­tækja­eig­andi fékk að blása upp bólu sem sprakk með hörmu­legum afleið­ingum fyrir hið svo­kall­aða venju­lega fólk. Við, verka og lág­launa­fólk, berum ekki ábyrgð á að blása upp ból­ur. Við förum ekki fram af skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart hags­munum almenn­ings. Þvert á móti. En þrátt fyrir það erum við samt ávallt látin axla ábyrgð á öllu því sem á sér stað í efna­hags­líf­in­u.“

Kjara­samn­ing­arnir eru því vopna­hléssamn­ing­ar, ekki samn­ingar um stétta­stríðs­lok.

Meira úr sama flokkiLeiðari