Auglýsing

Framundan er gríð­ar­lega harður kjara­bar­áttu­slag­ur. Ein birt­ing­ar­mynd hans er að þeir sem stilla sér upp með valdi og pen­ingum kalla hug­myndir þeirra sem vilja kjara­bætur sturl­aðar og smætta verka­lýðs­for­yst­una niður niður í ómark­tæka komm­ún­ista sem hafi ekk­ert lýð­ræð­is­legt umboð, þótt hún hafi verið lýð­ræð­is­lega kjörin eftir gild­andi regl­um. Á móti fá þessir tals­menn stimp­il­inn hús­þrælar hjá verka­lýðs­for­kólfum og helstu fylgitunglum þeirra.

Þetta er ekki sér­stak­lega gæfu­legt sam­tal sem á sér stað.

Í þessu sam­tali takast á ann­ars vegar þeir sem vilja við­halda stöð­ug­leika sem þeir hagn­ast á og hins vegar þeir sem telja sig greiða fyrir þann stöð­ug­leika með við­var­andi lífs­kjara­skerð­ingu.

En stöð­ug­leiki þýðir ekk­ert annað en óbreytt ástand og fyrir þann sem upp­lifir sífellt skert lífs­gæði þá er slíkt eðli­lega ekki eft­ir­sókn­ar­vert.

Póli­tískt tóma­rúm á lausu

Annað sem er ein­kenni­legt við sam­talið er að verka­lýðs­hreyf­ingin liggur undir ámæli fyrir verða sífellt póli­tísk­ari. Fyrir að setja sífellt fram skýr­ari kröfur um breyt­ingar á öðrum sviðum en sem snúa beint að aðstæðum á vinnu­mark­aði. Góð­borg­arar skrifa hneyksl­aðir á sam­fé­lags­miðla að þetta fólk eigi þá bara að bjóða sig fram til þings, ef það ætlar að hafa breið­ari skoðun og stefnu á sam­fé­lag­inu en að taka þátt í við­ræðum um krónur í launa­umslagi.

Auglýsing
Fólk sem setur slíkt fram er með val­kvæða sýn á það hvernig sam­fé­lagið virk­ar. Hin hliðin á ten­ingn­um, Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráð, eru til að mynda bull­andi virk í stjórn­mál­um. Þau stunda blygð­un­ar­lausan lobbý­is­ma, reyna allt sem þau geta til að hafa áhrif á stefnu­mót­um, laga­setn­ingu og fram­kvæmd innan stjórn­sýsl­unn­ar. Og þau eru mjög góð í því sem þau gera. Mark­miðið er að sveigja orð­ræð­una, og á end­anum nið­ur­stöð­una, að hags­munum þeirra sem borga fyrir starf­semi sam­tak­anna, stærstu fyr­ir­tækj­anna í land­inu og eig­enda þeirra. Það er nákvæm­lega ekk­ert óeðli­legt við þetta.

Hin hlið­in, verka­lýðs­hreyf­ing­in, átti sér lengi stjórn­mála­arm hér­lendis en Alþýðu­flokk­ur­inn ákvað að slíta á þau tengsl til að skapa borg­ar­legri ímynd. Frá því að Sam­fylk­ingin var stofnuð hafa kratar lands­ins virst of fínir borg­arar til að púkka upp á verka­lýð­inn, og fjar­lægst hann mark­visst. Því skap­að­ist stjórn­mála­legt tóma­rúm fyrir þá sem voru til­búnir að vera málsvarar litla manns­ins í sam­fé­lag­inu. Inn í það tóma­rúm hefur hin nýja verka­lýðs­for­ysta, og óop­in­ber stjórn­mála­armur hennar Sós­í­alista­flokk­ur­inn, stig­ið.

Ástæð­urnar

Þessi rót­tæka og her­skáa verka­lýðs­for­ysta nýtir sam­fé­lags­miðla skipu­lega til að ná til fólks, er ónæm fyrir harma­kveinum um að orð­ræða þeirra sé óvið­eig­andi og því að þau hafi ekki umboð til að gera það sem þau gera. Því meira sem er barið á henni, því sterk­ari og sam­heldn­ari verður hún.

Hún telur sig enda vera að há raun­veru­lega stétta­bar­áttu. Hún sækir ekki rök­stuðn­ing fyrir því í marxíska orð­ræðu. Hún sækir hann i íslenskar aðstæður sem eru studdar raun­töl­um.

Ein slík ástæða er að skatt­­byrði tekju­lægstu hópa íslensks sam­­fé­lags hefur auk­ist mest allra hópa frá 1998. Mun­­­ur­inn á skatt­­­byrði tekju­lægstu hópanna og þeirra tekju­hærri hefur minnkað og dregið hefur úr tekju­­­jöfn­un­­­ar­hlut­verki skatt­­­kerf­is­ins. Kaup­mátt­­­ar­aukn­ing síð­­­­­ustu ára hefur þannig síður skilað sér til launa­­­fólks með lægri tekjur en þeirra tekju­hærri vegna vax­andi skatt­­­byrði. Þetta er ein­fald­lega stað­reynd.

Önnur ástæða er sú að fjöl­skyldum sem fengu barna­bætur fækk­­­aði um tæp­­­lega tólf þús­und milli áranna 2013 og 2016. Þetta er ein­fald­lega stað­reynd.

Og það er skýr ástæða að laun þing­manna hækk­uðu um 44,3 pró­sent í einu skrefi en launa­hækk­anir sem eru brot af þeirri hækkun þykja samt ógn við stöð­ug­leika. Að for­stjórar rík­is­fyr­ir­tækja voru hækkuð um allt 61 pró­sent á tveimur árum án þess að sú hækkun væri kölluð sturl­un. Að með­al­laun for­stjóra í Kaup­höll þar sem hluta­bréf hafa verið að tapa virði á miklum hraða eru með 17-18­föld lág­marks­laun á mán­uði. Þetta eru ein­fald­lega stað­reynd­ir.

Hús­næði er grunn­for­senda lífs­gæða

En stærstu ástæð­una má lík­ast til finna í stöð­unni á hús­næð­is­mark­aði. Frá 2013 hefur fólks­fjölgun á Íslandi verið langt umfram nýjar íbúðir sem byggðar eru á hverja þús­und íbúa. Síð­ustu ár hefur fólks­fjölg­unin farið langt fram úr bygg­ingu íbúða. Það er í fyrsta sinn í ára­tugi sem það ger­ist. Til við­bótar við aukn­ingu íbúa hefur ferða­mönnum fjölgað með for­dæma­lausum hætti og þeir taka líka til sín hluta íbúða­mark­að­ar.

Afleið­ing er sú að eft­ir­spurn eftir hús­næði er miklu meiri en fram­boð. Og íbúða­verð hef­ur hækkað meira en tekj­ur. Nánar til­tekið 28 pró­sent umfram tekjur frá árinu 2012.

Það gerir það að verkum að tekju­lágir hafa setið eftir á íbúða­mark­aði og þeir eru mun ólík­legri til að eiga fast­eign í dag en árið 2012. Tekju­háir eru hins vegar jafn lík­legir til þess og áður. Sam­hliða hefur tekju­lágum á leigu­mark­aði fjölg­að, hús­næð­is­ör­yggi þeirra hefur minnkað og hækk­andi hús­næð­is­kostn­aður hefur étið upp kaup­mátt­ar­aukn­ingu þess­ara hópa.

Ekki hægt að velja úr nor­ræna mód­el­inu

Atvinnu­rek­endur vilja að launa­hækk­anir hald­ist í hendur við vöxt hag­kerf­is­ins. Að við byggjum upp hér vinnu­mark­aðs­módel sem sé meira í átt við það sem er til staðar á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Það er samt sem áður stór munur á heild­ar­um­hverf­inu á hinum Norð­ur­lönd­unum ann­ars vegar og á Íslandi hins veg­ar. Ef við tökum Noreg sem dæmi þá skatt­kerfið þar mjög þrepa­skipt í þeim til­gangi að jafna stöðu íbúa. Allir launa­menn greiða 23 pró­sent almennan skatt af nettó­tekj­um, og þar er ekki gert neitt upp á milli fjár­magnstekna eða launa­tekna líkt og hér­lend­is. Þar eru fyr­ir­tækja­skattar heldur ekki skil­greindir sem sér­stakir per­sónu­legir skattar á eig­endur fjár­magns, líkt og ýmsir kjósa að gera í orð­ræð­unni hér heima.

Áður en skattur er lagður á tekjur er búið að gera ráð fyrir allskyns frá­drætti. Þar er t.d. um sér­stakan per­sónu­frá­drátt að ræða sem getur auk­ist ef tekjur eru sér­stak­lega lág­ar. Auk þess má draga frá allan kostnað sem fólk verður fyrir vegna vinnu, frá­drætti vegna greiðslu í stétt­ar­fé­lag, frá­drátt vegna barna­gæslu, frá­drátt vegna ein­stæðra for­eldra, frá­drátt vegna vaxta­kostn­aðar (af hús­næð­is-, bíla og eða neyslu­lán­um),

Þeir sem búa á jað­ar­svæð­um, t.d. í Finn­mörku, greiða svo lægri almenna skatta, eða 19,5 pró­sent. Skatt­greiðslur hækka svo hægt og rólega upp stig­ann. Þar eru um að ræða fjögur þrep af hátekju­skatti.

Auglýsing
Þá er greitt trygg­ing­ar­gjald sem í er inni­falið gjald til almenns líf­eyr­is­sjóðs, atvinnu­leys­is­trygg­inga, fæð­ing­ar­or­lofs­sjóðs og fleira. Það er 8,2 pró­sent af tekjum en lág­launa­fólk greiðir minna eða ekk­ert. Í Nor­egi leggja bæði ríki og sveit­ar­fé­lög á eign­ar­skatta.

Já, og til við­bótar eru greiddar fastar skatt­frjálsar barna­bætur fyrir hvert barn upp að 18 ára aldri.

Með öðrum orðum þá eru lífs­kjör lægri tekju­hópa mun betur tryggð í gegnum skatt- og bóta­kerfið í Nor­egi. Hér­lendis hefur hins veg­ar, líkt og áður sagði, skatt­byrði lægst settu verið þyngd og bóta­kerfið skorið veru­lega nið­ur. Eina sýni­lega leiðin að lífs­kjara­bótum í slíku kerfi er því að fjölga krón­unum í launa­umslag­inu.

Það gagn­ast engum að pissa í skó­inn

Það er hins vegar rétt hjá tals­mönnum atvinnu­rek­enda að kröfur um tug­pró­senta launa­hækk­anir þvert yfir lín­una eru lík­legar til að verða piss í skó­inn og skila okkur litlu öðru en auk­inni verð­bólgu sem étur upp ávinn­ing af kaup­mátt­ar­aukn­ingu.

En launa­hækk­un­ar­kröfur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar – m.a. að hækka lág­marks­laun úr 300 í 425 þús­und krónur — er hins vegar ekki sett fram til að setja þjóð­fé­lagið á hlið­ina í ein­hverri sturl­aðri marxískri bræði, heldur á for­sendum þess kerfis sem er við lýði hér­lend­is. Ef hægt er að bjóða upp á aðrar leiðir til að bæta lífs­kjör félags­manna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar þá mun hún vera mót­tæki­leg fyrir þeim. Um það er eng­inn vafi.

Það er nefni­lega þannig að ef við ætlum að taka upp nor­rænt vinnu­mark­aðs­módel hér­lend­is, þar sem laun fylgja vexti hag­kerf­is­ins, þá þurfum við líka að inn­leiða hina þætt­ina sem láta það módel virka.

Sam­tal til að afstýra stór­slysi

Þess vegna er staðan sú sem við erum með í dag. Sam­tök atvinnu­lífs­ins virð­ast meira að segja vera farin að átta sig á þessu. Að minnsta kosti sagði Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri þeirra, við RÚV í gær sjá marga snertifleti við kröfu­gerð verka­lýðs­fé­lag­anna og að margt skipti meira máli en launa­hækk­an­ir. Þetta er jákvæður tónn og um margt skyn­sam­legri en margir úr hans bak­landi hafa kosið að beita, þar sem talað er um verka­lýðs­for­yst­una af fyr­ir­litn­ingu og hroka.

Með þessum orðum er bolt­anum líka kastað kyrfi­lega yfir til stjórn­valda. Þótt Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sé eins og biluð plata að end­ur­taka að rík­is­valdið sé ekki beinn aðili að kjara­samn­ingum þá er rík­is­valdið það eina sem getur bjargað okkur frá kjarn­orku­vetri á vinnu­mark­aði.

Það þarf að ger­ast með skatt­kerf­is­breyt­ingum sem færa til byrði af lág­tekjum á aðra. Það þarf að ger­ast með end­ur­reisn bóta­kerf­is­ins. Það þarf að ger­ast með því að þora að ræða og vinda ofan af ákvörð­unum kjara­ráðs. Það þarf að gera með því að þora að ræða og vinda ofan af glóru­lausum hækk­unum á launum for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja.

Það þarf að gera með því að tala við fólk, ekki á það, og kom­ast að nið­ur­stöðu um nýjan sátt­mála.

Það verður ekki gert með því að fela sig, gera ekk­ert og varpa ábyrgð­inni á stöð­unni yfir á aðra.

Það þarf þjóð­ar­sátt til að afstýra stór­slysi. Og hún fæst ekki nema með sam­stilltu átaki allra hlut­að­eig­andi, hæfi­legum skammti af auð­mýkt og risa­stórum kerf­is­breyt­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari