Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 61 prósent á tveimur árum

Núverandi bankastjóri Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir, er með rúmlega 60 prósent hærri laun en Steinþór Pálsson hafði árið 2015. Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað hlutfallslega meira en laun nokkurs annars stórs fyrirtækis frá 2015.

Steinþór og Lilja
Auglýsing

Launa­kostn­aður Lands­bank­ans vegna launa banka­stjóra hans jókst um 61,1 pró­sent á milli áranna 2015 og 2017. Þetta kemur fram í upp­færðri skýrslu sem Talna­könnun vann fyrir Sam­tök spari­fjár­eig­enda um kaupauka og laun í íslensku við­skipta­lífi. Lands­bank­inn er nán­ast að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins.

Skýrslan var kynnt síð­ast­lið­inn þriðju­dag og var þá ekki sagt til um hvernig mán­að­ar­laun banka­stjóra Lands­bank­ans hefðu  breyst á áður­nefndu tíma­bili. Ástæða þess er sú að þrír ein­stak­lingar gegndu starf­inu á því og inni í birtum launa­tölum var meðal ann­ars að finna upp­gjör við Stein­þór Páls­son, sem var sagt upp störfum síðla árs 2016.

Eina breyt­ingin sem gerð hefur verið í upp­færðu skýrsl­unni er í umfjöllun um launa­kjör banka­stjóra Lands­bank­ans, Sú breyt­ing var gerð eftir að upp­lýs­ingar bár­ust frá upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bank­ans um launa­kjör banka­stjóra á árinu 2017.

Auglýsing

Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum fékk Hreiðar Bjarna­son, sem gegndi starfi banka­stjóra eftir að Stein­þóri var sagt upp og þar til nýr banka­stjóri, Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, tók við starf­inu 15. mars 2017, með 3,1 milljón króna í laun á mán­uði. Með­al­mán­að­ar­laun Lilju á síð­asta ári voru svo tæp­leg 3,4 millj­ónir króna. Stein­þór Páls­son hafði haft tæp­lega 2,1 milljón króna á mán­uði á árinu 2015. Með­al­tals­laun banka­stjóra Lands­bank­ans í fyrra voru því 61,1 pró­sent hærri í fyrra en þau voru árið 2015.Tafla úr uppfærðri skýrslu Talnakönnunar.

Ef ein­ungis er miðað við laun Lilju þá eru þau 64 pró­sent hærri en laun Stein­þórs voru árið 2015.

Lilja á þó langt í land með að ná banka­stjóra hins rík­is­bank­ans í laun­um. Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, er nefni­lega með 5,8 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun og er lang­launa­hæsti æðsti stjórn­andi rík­is­fyr­ir­tæk­is, en Íslands­banki er í 100 pró­sent eigu íslenska rík­is­ins.

Beðnir um að hækka launin ekki úr hófi

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um launa­hækk­anir for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja á und­an­förnum vik­um. Laun flestra þeirra hækk­uðu mikið í fyrra í kjöl­far þess að ákvörðun um launa­kjör for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja voru færð frá kjara­ráði og til stjórna fyr­ir­tækj­anna sjálfra. Um það var tekin póli­tísk ákvörð­un.

Bene­dikt Jóhann­es­son, þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, beindi skrif­legum til­mælum til stjórna fyr­ir­tækj­anna um að stilla launa­hækk­unum æðstu stjórn­enda þeirra í hóf, í ljósi þess að áhrif stór­tækra launa­hækk­ana ein­stak­linga sem þegar voru á mjög háum launum á við­kvæmar kjara­við­ræður ann­arra hópa gætu orðið gíf­ur­leg. Bene­dikt fund­aði einnig með full­trúum stjórn­anna í ágúst 2017 til að leggja enn frek­ari áherslu á mál­ið.

Flestir rokið upp um tugi pró­senta

Skemmst er frá því að segja að nær eng­inn þeirra fyr­ir­tækja sem fengu til­mælin fóru eftir þeim. Heild­ar­laun Björns Óla Hauks­son­ar, for­stjóra Isa­via, voru hækkuð um rúm­lega 20 pró­sent. Við það fóru með­al­laun hans úr 1,7 millj­ónum króna á mán­uði í 2,1 milljón króna á mán­uði.  

Laun Magn­úsar Geirs Þórð­­­ar­­­sonar útvarps­­­­­stjóra voru hækkuð um 16 pró­­­sent milli áranna 2016 og 2017. Eftir hækk­­­un­ina voru mán­að­­­ar­­­laun hans 1,8 millj­­­ónir króna.

Laun for­stjóra Lands­virkj­un­ar, Harðar Arn­ars­son­ar, hækk­uðu um 47,4 pró­sent frá árinu 2015. Þá hafði hann rúm­lega 1,8 millj­ónir króna á mán­uði að með­al­tali en í fyrra var sú mán­að­ar­greiðsla komin í 2,7 millj­ónir króna.

Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, for­stjóri Íslands­pósts, hefur hækkað um 42,9 pró­sent frá árinu 2015. Þá var hann með tæp­lega 1,2 millj­ónir króna á mán­uði en var í fyrra með tæp­lega 1,7 milljón króna að með­al­tali.

For­stjóri Rarik, Tryggvi Þór Har­alds­son, hefur verið umtals­vert hóf­legri í launa­hækk­unum sín­um. Hann fór úr 1,4 millj­ónum króna árið 2015 í tæp­lega 1,7 milljón króna árið 2017, sem er hækkun um 11,8 pró­sent á tveimur árum.

Annar for­­­­­stjóri sem færð­ist undan kjara­ráði í fyrra er Guð­­­­­mundur Ingi Ásmunds­­­­­son, for­­­­­stjóri Lands­­­­­nets. Laun hans hækk­­­­­uðu úr rúm­lega 1,3 millj­ónum króna á mán­uði árið 2015 í um 1,8 millj­­­­­ónum króna á mán­uði, eða um 35 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar