Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 61 prósent á tveimur árum

Núverandi bankastjóri Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir, er með rúmlega 60 prósent hærri laun en Steinþór Pálsson hafði árið 2015. Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað hlutfallslega meira en laun nokkurs annars stórs fyrirtækis frá 2015.

Steinþór og Lilja
Auglýsing

Launa­kostn­aður Lands­bank­ans vegna launa banka­stjóra hans jókst um 61,1 pró­sent á milli áranna 2015 og 2017. Þetta kemur fram í upp­færðri skýrslu sem Talna­könnun vann fyrir Sam­tök spari­fjár­eig­enda um kaupauka og laun í íslensku við­skipta­lífi. Lands­bank­inn er nán­ast að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins.

Skýrslan var kynnt síð­ast­lið­inn þriðju­dag og var þá ekki sagt til um hvernig mán­að­ar­laun banka­stjóra Lands­bank­ans hefðu  breyst á áður­nefndu tíma­bili. Ástæða þess er sú að þrír ein­stak­lingar gegndu starf­inu á því og inni í birtum launa­tölum var meðal ann­ars að finna upp­gjör við Stein­þór Páls­son, sem var sagt upp störfum síðla árs 2016.

Eina breyt­ingin sem gerð hefur verið í upp­færðu skýrsl­unni er í umfjöllun um launa­kjör banka­stjóra Lands­bank­ans, Sú breyt­ing var gerð eftir að upp­lýs­ingar bár­ust frá upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bank­ans um launa­kjör banka­stjóra á árinu 2017.

Auglýsing

Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum fékk Hreiðar Bjarna­son, sem gegndi starfi banka­stjóra eftir að Stein­þóri var sagt upp og þar til nýr banka­stjóri, Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, tók við starf­inu 15. mars 2017, með 3,1 milljón króna í laun á mán­uði. Með­al­mán­að­ar­laun Lilju á síð­asta ári voru svo tæp­leg 3,4 millj­ónir króna. Stein­þór Páls­son hafði haft tæp­lega 2,1 milljón króna á mán­uði á árinu 2015. Með­al­tals­laun banka­stjóra Lands­bank­ans í fyrra voru því 61,1 pró­sent hærri í fyrra en þau voru árið 2015.Tafla úr uppfærðri skýrslu Talnakönnunar.

Ef ein­ungis er miðað við laun Lilju þá eru þau 64 pró­sent hærri en laun Stein­þórs voru árið 2015.

Lilja á þó langt í land með að ná banka­stjóra hins rík­is­bank­ans í laun­um. Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, er nefni­lega með 5,8 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun og er lang­launa­hæsti æðsti stjórn­andi rík­is­fyr­ir­tæk­is, en Íslands­banki er í 100 pró­sent eigu íslenska rík­is­ins.

Beðnir um að hækka launin ekki úr hófi

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um launa­hækk­anir for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja á und­an­förnum vik­um. Laun flestra þeirra hækk­uðu mikið í fyrra í kjöl­far þess að ákvörðun um launa­kjör for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja voru færð frá kjara­ráði og til stjórna fyr­ir­tækj­anna sjálfra. Um það var tekin póli­tísk ákvörð­un.

Bene­dikt Jóhann­es­son, þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, beindi skrif­legum til­mælum til stjórna fyr­ir­tækj­anna um að stilla launa­hækk­unum æðstu stjórn­enda þeirra í hóf, í ljósi þess að áhrif stór­tækra launa­hækk­ana ein­stak­linga sem þegar voru á mjög háum launum á við­kvæmar kjara­við­ræður ann­arra hópa gætu orðið gíf­ur­leg. Bene­dikt fund­aði einnig með full­trúum stjórn­anna í ágúst 2017 til að leggja enn frek­ari áherslu á mál­ið.

Flestir rokið upp um tugi pró­senta

Skemmst er frá því að segja að nær eng­inn þeirra fyr­ir­tækja sem fengu til­mælin fóru eftir þeim. Heild­ar­laun Björns Óla Hauks­son­ar, for­stjóra Isa­via, voru hækkuð um rúm­lega 20 pró­sent. Við það fóru með­al­laun hans úr 1,7 millj­ónum króna á mán­uði í 2,1 milljón króna á mán­uði.  

Laun Magn­úsar Geirs Þórð­­­ar­­­sonar útvarps­­­­­stjóra voru hækkuð um 16 pró­­­sent milli áranna 2016 og 2017. Eftir hækk­­­un­ina voru mán­að­­­ar­­­laun hans 1,8 millj­­­ónir króna.

Laun for­stjóra Lands­virkj­un­ar, Harðar Arn­ars­son­ar, hækk­uðu um 47,4 pró­sent frá árinu 2015. Þá hafði hann rúm­lega 1,8 millj­ónir króna á mán­uði að með­al­tali en í fyrra var sú mán­að­ar­greiðsla komin í 2,7 millj­ónir króna.

Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, for­stjóri Íslands­pósts, hefur hækkað um 42,9 pró­sent frá árinu 2015. Þá var hann með tæp­lega 1,2 millj­ónir króna á mán­uði en var í fyrra með tæp­lega 1,7 milljón króna að með­al­tali.

For­stjóri Rarik, Tryggvi Þór Har­alds­son, hefur verið umtals­vert hóf­legri í launa­hækk­unum sín­um. Hann fór úr 1,4 millj­ónum króna árið 2015 í tæp­lega 1,7 milljón króna árið 2017, sem er hækkun um 11,8 pró­sent á tveimur árum.

Annar for­­­­­stjóri sem færð­ist undan kjara­ráði í fyrra er Guð­­­­­mundur Ingi Ásmunds­­­­­son, for­­­­­stjóri Lands­­­­­nets. Laun hans hækk­­­­­uðu úr rúm­lega 1,3 millj­ónum króna á mán­uði árið 2015 í um 1,8 millj­­­­­ónum króna á mán­uði, eða um 35 pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar