Jákvætt skref fram á við í samskiptum Kóreuríkjanna tveggja

Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu munu hittast á morgun í þorpinu Panmunjom. Samskipti ríkjanna hafa ekki alltaf verið góð og enn er ekki búið að undirrita friðarsáttmála síðan Kóreustríðinu lauk.

Fólk fagnar í Suður-Kóreu fundi leiðtoganna tveggja.
Fólk fagnar í Suður-Kóreu fundi leiðtoganna tveggja.
Auglýsing

Á laug­ar­dag­inn síð­ast­lið­inn til­kynntu yfir­völd í Norð­ur­-Kóreu að ríkið myndi mögu­lega hætta kjarn­orku­til­raun­um. Á mánu­dag­inn til­kynntu svo suð­ur­-kóresk yfir­völd að þau myndu slökkva á hátöl­urum sínum á landa­mær­un­um. Í ára­fjölda hafa suð­ur­-kóresk yfir­völd spilað popptón­list og áróður í stórum hátöl­urum á landa­mærum ríkj­anna á Kóreu­skaga. Norð­ur­-Kórea hefur einnig spilað áróður í hátöl­urum sínum á landa­mær­unum en ekki liggur fyrir hvort slökkt hefur verið á þeim. Aðgerð­irnar og yfir­lýs­ing­arnar eru und­ir­bún­ingur fyrir fund milli leið­toga ríkj­anna tveggja sem verður hald­inn á morg­un. 

Leið­toga­fundur morg­un­dags­ins

Á morgun munu leið­togar ríkj­anna tveggja, Norð­ur- og Suð­ur­-Kóreu hitt­ast í fyrsta skipti. Fund­ur­inn verður að telj­ast tíma­móta­skref í sam­skiptum ríkj­anna en leið­tog­arnir Kim Jong-un og Moon Jae-in munu funda í syðri hluta þorps­ins Pan­munjeom. Þorpið liggur á hlut­lausa­belt­inu í kringum landa­mærin en þar sem fund­ur­inn verður í Frið­ar­hús­inu í suð­ur­hlut­anum þá verður þetta í fyrsta skipti sem leið­togi Norð­ur­-Kóreu stígur á suð­ur­-kóreska grund­u. 

Þetta mun vera í þriðja skipti sem leið­togar þess­ara ríkja funda og í fyrsta skipti í tíu ár. Faðir Kim Jong Un, KimJong-il, hitti í sinni valda­tíð tvo af for­setum Suð­ur­-Kóreu en báð­ir fund­irnir voru innan landamæra Norð­ur­-Kóreu.

Auglýsing

Yfir­maður skrif­stofu for­seta­emb­ætt­is­ins í Suð­ur­-Kóreu gaf út síð­ast­liðna nótt hvernig fund­inum muni verða hátt­að. Heið­ursverðir munu taka á móti Kim Jong-un og svo munu leið­tog­arnir ganga saman að Frið­ar­hús­inu. Þar mun Kim Jong-Un rita nafn sitt í gesta­bók­ina og síðan verður fundur sett­ur. Sendi­nefndir leið­tog­anna munu ekki snæða hádeg­is­verð saman en að loknum hádeg­is­verði munu leið­tog­arnir gróð­ur­setja tré saman á landa­mær­un­um.  

Hlutlausabeltið í kringum landamærin á Kóreuskaga. Mynd: Wiki Commons

For­seti Suð­ur­-Kóreu býst við að rætt verði um að ná fram frið­ar­samn­ingum sem munu binda enda á Kóreu­stríð­ið. Kim hefur gefið út að hann sé til­bú­inn til að ræða afkjarna­vopna­væð­ingu Norð­ur­-Kóreu gegn því að honum verði ekki steypt af stóli og að öryggi hans per­sónu­lega verði tryggt.

Íbúar ríkj­anna hafa mis­miklar vænt­ingar til fund­ar­ins. Í Suð­ur­-Kóreu eru lífs­gæð­i ­fólks nokkuð mik­il, sér­stak­lega ef miðað er við lífs­gæði Norð­ur­-Kóreu­búa. Ef sam­ein­ing ­ríkj­anna kæmi til greina, sem flestir telja að verði ekki, hefur Suð­ur­-Kórea miklu að tapa. Efna­hagur Suð­ur­-Kóreu er í blóma og stendur ríkið fram­ar­lega í þróun vís­inda. ­Bú­ist er við því að fundur Kim og Moon muni leggja grunn­inn að næsta fundi Kim, sem er við for­seta Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump.

Litli eld­flauga­karl­inn verður opinn og heið­virtur

Fundur Kim og Trump mun lík­leg­ast eiga sér stað í júní og jafn­vel fyrr, að sögn Trump. Á þriðju­dag­inn sagði Trump að Kim væri mjög opinn og heið­virtur maður sem verður að telj­ast mikil breyt­ing á orð­ræðu Trumps gagn­vart leið­tog­an­um. Trump hefur meðal ann­ars áður kallað hann „litla eld­flauga­karl­inn“ og skipt­ust leið­tog­arnir á að státa sig af stóru rauðu hnöpp­unum sínum í fyrra. Búist er við að þeir muni einnig ræða afkjarna­vopna­væð­ingu Norð­ur­-Kóreu.

Donald Trump Mynd: EPA

Mörg þús­und ára menn­ing­ar­saga

Kóreu­skagi hefur verið vett­vangur átaka í mörg hund­ruð ár. Elstu minjar á Kóreu­skaga eru frá forn­stein­öld en saga Kóreu er talin hefj­ast árið 2333 fyrir Krist en þá var Gojos­e­on-keis­ara­dæmið stofn­að. Kóreu­skag­inn var tengiliður milli Jap­ans og Kína en skag­inn liggur á milli land­anna. 

Keis­ara­dæmið féll og frá 304 fyrir Krist var Kóreu­skag­inn, og stórt hérað í Kína, undir kon­ungs­rík­inu Tjó­sen. Árið 108 fyrir Krist féll kon­ungs­ríkið fyrir Han-keis­ara­dæm­inu í Kína og þá var Kóreu skipt upp í þrjú lepp­ríki Kína; Silla, Gogopyeo og Baekje. Landið losn­aði ekki undan kín­verskum yfir­ráðum fyrr en árið 313.

Kort af Kóreuskaganum, Kína og Japan.

Ríkin þrjú sam­ein­uð­ust undir Silla rík­inu árið 660. Mik­ill upp­gangs­tími var fyrir kóreska menn­ingu og sam­fé­lag eftir sam­ein­ingu ríkj­anna þriggja. Kóreska ríkið var þó ekki end­ur­reist fyrr en árið 1392 þegar Jos­e­on-ættin tók við völd­um. Jos­e­on-ættin gerði kon­fús­í­an­isma að rík­is­trú­ar­brögð­um. Kon­fús­í­an­ismi er upp­runnin í kín­verskri menn­ingu en þrátt fyrir það hefur hann haft mót­andi áhrif á kóreska­menn­ingu og grunn­gildi Kóreu­búa.

Næstu aldir voru gull­ald­arár í sögu Kóreu og blómstr­aði kóresk menn­ing og vís­indi. Þá var kon­ungur Kóreu form­lega undir kon­ungi Kína. Gullöld Kóreu lauk svo með ítrek­uðum inn­rásum Jap­ana á árunum 1592 til 98. Kóreu­menn máttu þola fleiri inn­rásir næstu árin en eftir 1637 reyndu kóreskir kon­ungar að loka land­inu fyrir öllum nema Kín­verj­um.

Rúmum tveimur öldum síð­ar, þving­uðu Jap­anar Kóreu­menn til að opna landið aftur fyrir umheim­in­um. Mik­ill upp­gangur hafði verið í Japan og herir þeirra styrkst til muna.

Undir hæl Jap­ans

Eftir að Jap­anar náðu völdum yfir Quing-keis­ara­dæm­inu í Kína í styrj­öld­unum 1894 til 95 voru form­leg yfir­ráð Kína­keis­ara yfir Kóreu afnum­in. Við tóku raun­veru­leg yfir­ráð Jap­ana, sem gerðu Kóreu að japönsku vernd­ar­svæði árið 1905 og að jap­anskri nýlendu fimm árum síð­ar. Jap­anar höfðu lagt undir sig mörg land­svæði á meg­in­landi Asíu, líkt og nas­istar í Þýska­landi gerðu seinna í Evr­ópu.

Japönsk yfir­völd þjörm­uðu mikið að íbúum Kóreu og reyndu að útrýma kóreskri menn­ingu með því að þvinga japönskum siðum upp á íbúa lands­ins. Margir íbúar voru neyddir til að taka upp japönsk nöfn og börð­ust margir Kóreu­menn með her Jap­ana í síð­ari heims­styrj­öld­inni. Kóreskar konur voru enn fremur neyddar til sam­neytis með japönskum her­mönnum til að létta geð her­mann­anna sem börð­ust fyrir land og þjóð. Tölur eru á reiki um hversu margar konur voru í

kyn­lífs­á­nauð jap­anska hers­ins en allt frá 20 þús­und konum upp í 410 þús­und kvenna voru neyddar til þess.

Grunn­ur­inn að Kóreu eins og við þekkjum hana í dag var lagður í síð­ari heims­styrj­öld­inni en landið kom heldur illa út úr henni. Leið­togar Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Kína ákváðu á fundi í Kaíró árið 1943 að Kórea skyldi verða sjálf­stætt ríki, þegar Jap­anar yrðu sigr­að­ir. Jap­anar gáfust upp fyrir Banda­ríkja­mönnum 1945 og þar með lauk síð­ari heims­styrj­öld­inni.

Kórea verður sjálfstætt ríki

Kóreu­skag­anum skipt upp

Stuttu eftir fall Jap­ans hófu Sov­ét­rík­in, undir stjórn Jós­eps Stalíns, inn­rásir í Kóreu og hertóku hvern bæinn á fætur öðr­um. Banda­ríkja­menn voru ekki par sáttir við það og voru hræddir um að Sov­ét­menn myndu her­taka allan skag­ann. Því var brugðið á það ráð að skipta Kóreu­skag­anum upp í tvö ríki og lágu landa­mærin um 38 breidd­argráðu.

Banda­ríkja­menn tóku að sér suð­ur­hlut­ann og Sov­ét­ríkin norð­ur­hlut­ann. Engar sér­stakar ástæður lágu að baki ákvörð­un­inni, hvorki menn­ing­ar­leg­ar, sögu­legar eða efna­hags­leg­ar. Sov­ét­ríkin féllust á skipt­ing­una, þrátt fyrir að betri rækt­ar­lönd væru í syðri hlut­anum og að fleira fólk byggi þar. Upp­haf­lega átti skipt­ingin að vera tíma­bundin en strax í upp­hafi fóru ríkin að þró­ast á mjög mis­jafnan hátt.

Banda­ríkja­menn höfðu mikla við­veru í Suð­ur­-Kóreu árin eftir síð­ari heims­styrj­öld­ina og Sov­ét­ríkin aðstoð­uðu Norð­ur­-Kóreu við að byggja upp ríki sitt. Um leið og heims­styrj­öld­inni lauk hófst kalda stríðið og því minnk­uðu lík­urnar all­veru­lega á að ríkin tvö á Kóreu­skaga myndu sam­ein­ast.

Þann 9. sept­em­ber árið 1945 lýsti Lýð­ræð­is­lega alþýðu­lýð­veldið Kór­ea, eða Norð­ur­-Kór­ea, yfir sjálf­stæði. Kim Il-sung, afi Kim Jong Un, var gerður að leið­toga lands­ins en hann hafði áður barist með Rauða hern­um, her Sov­ét­manna. Í des­em­ber var hann orð­inn for­maður norð­ur­-kóreska komm­ún­ista­flokks­ins og síðar for­maður bráða­birgða­stjórn­ar. Síðar voru Kim Il-sung og flokki hans veitt öll völd í land­inu og hann varð ein­ræð­is­herra yfir land­inu.Kim Jong-un

Sonur Kim Il-sung, Kim Jong-il, tók við emb­ætt­inu þegar faðir hans lést og Kim Jong-un, sonur hans, tók svo við emb­ætt­inu í lok árs 2011. Ríkið var byggt upp að hætti komm­ún­ista í Sov­ét­ríkj­unum með samyrkju­búum og mið­læga dreif­ingu matar og gæða.

Þann 15. ágúst 1945 lýsti Lýð­veldið Kórea eða Suð­ur­-Kórea eins og við þekkjum það í dag yfir sjálf­stæð­i. ­Banda­ríkja­stjórn mót­aði stjórn­ar­far Suð­ur­-Kóreu eftir sínu eigin stjórn­ar­fari og hefur valda­mik­ill for­seti verið við völd þar frá sjálf­stæði rík­is­ins.

Moon Jae-in Mynd: Wiki Commons

Nágranna­erjur

Syng­man Rhee var fyrsti for­seti lýð­veld­is­ins árið 1948 en ólíkt nágrönn­unum hafa fleiri en þrír verið við völd þar í landi frá sjálf­stæði. Núver­andi for­seti, Moon Jae-in, tók við emb­ætti í maí í fyrra og er sá tólfti í röð­inni. Lengd kjör­tíma­bils og lög um end­ur­kjör voru nokkuð á reiki fyrstu ára­tug­ina. Síðan árið 1988 hefur kjör­tíma­bil for­seta verið 5 ár og mega þeir ekki bjóða sig fram aft­ur.

Í upp­hafi var litið á skipt­ing­una sem tíma­bundna og vildu leið­togar beggja ríkja sam­ein­ast. Ekki var hægt að kom­ast að sam­komu­lagi þar sem báðar stjórn­irnar vildu fara með völd.  

Leið­togar Norð­ur­-Kóreu hafa lengi haft horn í síðu nágranna sinna í suðr­inu og þrá­bað Kim Il-sung, Jósep Stalín, um leyfi og aðstoð til að ráð­ast inn í land­ið. Það hafð­ist á end­anum í júní 1950 og réð­ust herir Norð­ur­-Kóreu inn í Suð­ur­-Kóreu. Nokkuð hafði þá breyst en komm­ún­istar höfðu náð völdum í Kína, án afskipta Banda­ríkj­anna og lið Banda­ríkj­anna var á bak og burt í Suð­ur­-Kóreu. Norð­ur­-Kórea naut stuðn­ings skoð­ana­bræðra sinna í Kína og Sov­ét­ríkj­unum en Banda­ríkja­menn studdu við Suð­ur­-Kóreu.

Sest var að samn­ings­borð­inu árið 1951 en samn­ingar um vopna­hlé náð­ust í lok júlí 1953. Í vopna­hléssamn­ing­unum náð­ist sam­komu­lag um hlut­lausa svæðið í kringum landa­mær­in. Frið­ar­samn­ingar hafa ekki verið sam­þykktir milli ríkj­anna og telja margir að tækni­lega séð séu ríkin enn í stríði. Stríðið skil­aði nán­ast engum árangri og eru landa­mærin enn þá þar sem þau voru áður en stríðið hófst.

Ástandið var slæmt eftir stríð­ið, beggja megin landamær­anna. Upp­bygg­ing innan Norð­ur­-Kóreu var hrað­ari en í suðr­inu fyrst um sinn og hreykti Kim Il-sung sig stoltur af því. Sunn­an­menn byggðu hins vegar upp kap­ít­al­ískt mark­aðs­drifið sam­fé­lag og hafa náð nokkuð góðum árangri, en hag­kerfi Suð­ur­-Kóreu er það fjórða stærsta í Asíu.

NASA - Norður-Kórea.

Eftir fall Sov­ét­ríkj­anna í lok árs 1991 missti Norð­ur­-Kórea mik­inn stuðn­ing og í kjöl­farið geis­aði hung­ursneyð í land­inu árinn 1994 til 1998. Tölur eru á reiki um hversu margir lét­ust úr hungri eða lélegri heilsu vegna nær­ing­ar­snauðs matar­æð­is. Norð­ur­-kóresk yfir­völd neita að gefa upp­lýs­ingar um hversu margir dóu en sjálf­stæðir grein­ing­ar­að­ilar telja að á bil­inu 800 þús­und til 1,5 millj­ónir manna hafi lát­ist. Norð­ur­-kóreska ríkið sér um alla ræktun og dreif­ingu á mat en ríkið hefur þurft á aðstoð að halda frá öðrum ríkjum allt frá því að hung­ursneyðin geis­að­i.  

Kjarn­orku­til­raunir Norð­ur­-Kóreu

Norð­ur­-Kóreu­menn hafa farið nokkuð leynt með kjarn­orku­til­raunir sín­ar, þrátt fyrir að hafa státað sig reglu­lega af árangri sínum síð­ustu ár. Norð­ur­-Kóreu­menn hafa gert til­raunir með kjarn­orku síðan á sjötta ára­tugn­um. Sov­ét­menn aðstoð­uðu Norð­ur­-Kóreu við að koma sér upp kjarn­orku­til­rauna­stof­um.

Til­gangur til­rauna þeirra hefur aldrei verið ljós og fyrst um sinn spil­uðu þeir eftir regl­unum og árið 1985 skrif­aði Norð­ur­-Kórea undir alþjóð­lega samn­ing­inn um að dreifa ekki kjarna­vopn­um. Ýmsir samn­ingar hafa verið gerðir í gegnum tíð­ina og hefur Norð­ur­-Kórea skrifað undir þá nokkra.

Þegar George W. Bush tók við for­seta­emb­ætti í Banda­ríkj­unum árið 2001 breytt­ust sam­skipti Banda­ríkj­anna og Norð­ur­-Kóreu. Til að forð­ast örlög Íraks í Íraks­stríð­inu 2004 hófu Norð­ur­-Kóreu­menn að þróa kjarn­orku­vopn. Árið 2006 til­kynntu yfir­völd að þeir hafi verið að prófa fyrstu kjarn­orku­sprengj­una sína.

Eldflaugaskot í Norður-Kóreu Mynd: EPA

Síðan þá hafa nokkrar til­raunir og spreng­ingar verið gerðar af hálfu Norð­ur­-Kóreu­manna og talið er fyrir víst að Norð­ur­-Kórea búi yfir kjarn­orku­vopn­um.

Nú segja yfir­völd í Pyon­gang, höf­uð­borg Norð­ur­-Kóreu, að þau hafi náð mark­miðum sínum í þróun kjarn­orku­vopna. Í haust sprengdu Norð­ur­-Kóreu­menn nýleg­ustu kjarn­orku­sprengj­urnar en þær ollu síðar jarð­skjálftum á svæð­inu. Kín­versk yfir­völd munu á dög­unum gefa út skýrslu um kjarn­orku­til­rauna­svæði Norð­ur­-Kóreu. Kín­verskir vís­inda­menn telja að til­rauna­stofur Norð­ur­-Kóreu­manna hafi hrunið í síð­ustu spreng­ingu, sem olli jarð­skjálft­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira eftir höfundinnSonja Sif Þórólfsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar