Mynd: Birgir Þór Harðarson

Niðurfelling fasteignaskatts fyrir 70 ára og eldri kostar Reykjavíkurborg 579 milljónir króna

Viðbótarútgjöld Reykjavíkurborgar við niðurfellingu fasteignaskatts á 70 ára og eldri yrðu 579 milljónir króna. Þetta er fjárhæðin sem fæst út ef gert er ráð fyrir að niðurfelling skattsins eigi aðeins við um það húsnæði sem viðkomandi býr í. Þetta kemur fram í svari Birgis Björns Sigurjónssonar fjármálastjóra borgarinnar. Sjálfstæðismenn á lista flokksins í borginni hafa lofað niðurfellingu fasteignaskatts á íbúa á þessum aldri í borginni.

Við­bót­ar­út­gjöld Reykja­vík­ur­borgar við nið­ur­fell­ingu fast­eigna­skatts á 70 ára og eldri yrðu 579 millj­ónir króna. Þetta er fjár­hæðin sem fæst út ef gert er ráð fyrir að nið­ur­fell­ing skatts­ins eigi aðeins við um það hús­næði sem við­kom­andi býr í. Þetta kemur fram í svari Birgis Björns Sig­ur­jóns­sonar fjár­mála­stjóra borg­ar­inn­ar.

Sjálf­stæð­is­menn á lista flokks­ins í borg­inni hafa lofað nið­ur­fell­ingu fast­eigna­skatts á íbúa á þessum aldri í borg­inni.

Tekju­litlir fá nú þegar afslátt

Sveit­ar­stjórn er nú þegar heim­ilt að lækka eða fella niður fast­eigna­skatt sem tekju­litlum elli- og örorku­líf­eyr­is­þegum er gert að greiða. Fyr­ir­komu­lag borg­ar­innar við útreikn­ing afslátta til lækk­unar fast­eigna­skatts og frá­veitu­gjalds fyrir árið 2018 not­ast við við­mið­un­ar­tekjur ein­stak­lings með tekjur allt að 3.910.000 krónur og hjón með tekjur allt að 5.450.000 krón­ur. Þær tekjur veita rétt til 100 pró­sent afsláttar af þessum gjöld­um. Einnig er hægt að fá bæði 80 og 50 pró­senta lækkun á þessum gjöldum en þá hækka við­mið­un­ar­tekj­urn­ar.

Áætluð álagn­ing fast­eigna­skatta af íbúð­ar­hús­næði nemur 4.103 millj­ónum króna vegna árs­ins 2018. Áætl­aðir afslættir tekju­lágra elli- og örorku­líf­eyr­is­þega nema 489 millj­ónum þannig að nettó­tekjur borg­ar­sjóðs nema þannig 3.614 millj­ónum sem felur í sér 12 pró­sent nettó­á­hrif. Í grunn­á­ætlun 2018 er gert ráð fyrir 6.238 afslátt­ar­þegum alls en 4.516 af þeim eru 70 ára eða eldri.

Afslátt­ar­þegum myndi fjölga um þús­undir

Við­bót­ar­út­gjöld borg­ar­innar vegna nið­ur­fell­ingar fast­eigna­skatts á þennan hóp yrði sem fyrr segir 579 millj­ónir króna og á aðeins við um þá sviðs­mynd að nið­ur­fell­ing skatts­ins eigi aðeins við um það hús­næði sem við­kom­andi býr í.

Með lof­orði sjálf­stæð­is­manna myndi afslátt­ar­þegum fjölga um 4.307 og yrðu þá 10.545. Þar af yrðu 70 ára og eldri 8.823.

Tafla: Reykjavíkurborg.

Í svari fjár­mála­stjór­ans eru einnig settar fram tölur sem gera ráð fyrir að bæði öllum elli- og örorku­líf­eyr­is­þegum 70 ára og eldri sem og ein­fald­lega öllum 70 ára og eldri sé veittur 100% afsláttur án til­lits til tekna þeirra og ann­arra skil­yrða núver­andi reglna sem gæti þýtt að afsláttur feng­ist af öllum íbúðum í eigu við­kom­andi.

Í fyrri sviðs­mynd­inni þar sem allir elli- og örorku­líf­eyr­is­þegar 70 ára og eldri fá afslátt­inn án til­lits til tekna og ann­arra skil­yrða myndi það fela í sér 659 millj­óna króna við­bót­ar­út­gjöld af hálfu borg­ar­inn­ar. Afslátt­ar­þegum myndi fjölga um 5.199, yrðu 11.437 og þar af 9.175 sem eru 70 ára og eldri.

Í þeirri síð­ari þar sem allir 70 ára og eldri fá afslátt­inn án til­lits til tekna og ann­arra skil­yrða myndi það fela í sér 921 millj­óna króna við­bót­ar­út­gjöld af hálfu borg­ar­inn­ar. Afslátt­ar­þegum myndi fjölga um 7.881, yrðu 14.119 og þar af 12.397 sem eru 70 ára og eldri.

Í máli Eyþórs Arn­alds odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík hefur hins vegar komið fram að flokk­ur­inn hafi aðeins átt við það íbú­ar­hús­næði sem við­kom­andi búi í.

Til­lagan stríði gegn lög­unum

Reglur Reykja­vík­ur­borgar um afslætti á fast­eigna­gjöldum byggja á ákvæðum laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga en þar seg­ir: Heim­ilt er sveit­ar­stjórn að lækka eða fella niður fast­eigna­skatt sem tekju­litlum elli- og örorku­líf­eyr­is­þegum er gert að greiða.

Í svari fjár­mála­stjór­ans kemur fram að til­laga Sjálf­stæð­is­flokks­ins stríði gegn þessa heim­ild­ar­á­kvæðis lag­anna.

Sam­göngu­ráðu­neytið birti frétt á vef sínum í síð­ustu viku þar sem fram kom að óheim­ilt sé að veita afslátt með vísan til ákvæð­is­ins, án þess að tekið sé til­lit til tekna þeirra sem hans eiga að njóta. Fastur afsláttur án til­lits til tekna sé því ekki í sam­ræmi við áskilnað ákvæð­is­ins um tekju­lága ein­stak­linga þar sem hann kemur öllum líf­eyr­is­þegum til góða, án til­lits til þess hvaða tekjur þeir hafa.

Vest­manna­eyjar til skoð­unar vegna brota

Á árinu 2013 ákvað inn­an­rík­is­ráðu­neytið að taka til skoð­unar fram­kvæmd Vest­manna­eyja­bæjar að þessu leyti en þá lá fyrir að bæj­ar­stjórn hafði á árunum 2012 og 2013 fellt niður fast­eigna­gjöld á íbúð­ar­hús­næði í eigu elli­líf­eyr­is­þega, 70 ára og eldri, sem nýtt var af þeim til búsetu, óháð tekj­um. Bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja­bæjar sam­þykkti nýjar reglur um afslátt af fast­eigna­gjöldum vegna árins 2015, þar sem afslátt­ur­inn var tekju­tengd­ur, og taldi ráðu­neytið því ekki til­efni til frek­ari aðgerð.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á heima­síðu Vest­manna­eyja­bæjar er afsláttur af fast­eigna­gjöldum hjá tekju­lágum elli- og örorku­líf­eyr­is­þegum enn tekju­tengd­ur.

Í ljósi þess að fram hafa komið upp­lýs­ingar í fjöl­miðlum um að fram­kvæmd Vest­manna­eyja­bæjar á álagn­ingu fast­eigna­skatts kunni þrátt fyrir þetta að fara gegn ákvæðum lag­anna að þessu leyti, hefur sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­ið, sveit­ar­stjórn­ar­laga, ákveðið að kalla eftir upp­lýs­ingum og gögnum frá Vest­manna­eyjabæ varð­andi það hvernig staðið hefur verið að fram­kvæmd þess­ara mála und­an­farin ár. Í fram­haldi af því hyggst ráðu­neytið meta hvort til­efni er til að taka stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins að þessu leyti til form­legrar skoð­un­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar