Mynd: Samsett

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hnífjöfn

Meirihlutinn í Reykjavík myndi fá rétt undir helming atkvæða ef kosið væri í dag. Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur bæta lítillega við sig. Þetta er niðurstaða nýjustu kosningaspárinnar.

Sam­fylk­ingin og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eru með nán­ast sama fylgi í Reykja­vík sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar. Fylgi Sam­fylk­ingar mælist 28,7 pró­sent en fylgi Sjálf­stæð­is­flokks 28,3 pró­sent.

Þeir þrír flokkar sem sitja í meiri­hluta í borg­inni og eru í fram­boði í kosn­ing­unum í lok næsta mán­aðar mæl­ast sam­tals með 48,9 pró­sent fylgi sem myndi duga þeim til að ná meiri­hluta í borg­inn­i. 

Sá meiri­hluti er þó orð­inn mjög valtur í sessi. 

Sjálf­stæð­is­flokkur bætir við sig

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætir við sig fylgi á milli spá án þess að það skili honum fleiri borg­ar­full­trúum kjörn­um. Þeir yrðu lík­ast til áfram sjö líkt og í síð­ustu spá. Mið­flokk­ur­inn, sem kynnti kosn­inga­á­herslur sínar í gær og hefur verið að fiska á svip­uðum miðum og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, bætir einnig við sig smá­vægi­legu fylgi án þess að það myndi duga til að ná inn fleiri borg­ar­full­trúum en odd­vit­anum Vig­dísi Hauks­dótt­ur. 

Niðurstöður kosningaspárinnar 27. apríl 2018
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2018.

Vinstri græn og Sam­fylk­ingin tapa bæði smá­vægi­legu fylgi á milli spáa, en það er þó ekki mark­tæk sveifla. Þriðji maður Vinstri grænna inn í borg­ar­stjórn, Þor­steinn V. Ein­ars­son, er þó orð­inn mjög valtur í sessi. Þá er ólík­legt að átt­undi maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Magnús Már Guð­munds­son næði inn við þessar aðstæð­ur. Ef báðir myndu detta út þá myndi staðan í borg­inni, hvað varðar myndun næsta meiri­hluta, breyt­ast mjög.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem mælist með 3,3 pró­sent fylgi ætti að ná inn einum borg­ar­full­trú­a. Ingvari Mar Jóns­syni, odd­viti sínum á kostnað full­trúa Flokks fólks­ins, Kol­brúnar Bald­urs­dótt­ur, sem mæld­ist inni síð­ast. Pawel Bar­tozcek, annar maður á lista Við­reisn­ar, er áfram í dyra­gætt borg­ar­stjórnar eins og staðan er í dag.

Píratar virð­ast sigla mjög lygnan sjó og eru með nokkuð stöðugt tíu pró­sent fylgi.

Glæ­nýju fram­boðin ekki að ná miklum árangri

Þrátt fyrir að allt stefni í að vel á annan tug fram­boða muni vera í fram­boði í höf­uð­borg­inni í lok maí þá virð­ast fæst þeirra vera að ná eyrum kjós­enda, að minnsta kosti enn sem komið er. Þeir þrír flokkar sem hafa komið nýir inn á sjón­ar­svið lands­mála á und­an­förnum árum: Við­reisn, Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, eru einu nýju fram­boðin í Reykja­vík sem mæl­ast með  mæl­an­legt fylgi. Odd­viti Flokks fólks­ins, Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, næði þó ekki inn eins og stend­ur. Sam­an­lagt fylgi þess­ara þriggja flokka mælist nú 16,1 pró­sent.

Þeir sem ætla að kjósa aðra en þá flokka sem þegar hafa verið nefndir hér til leiks eru nú 3,4 pró­sent kjós­enda, en 2,1 pró­sent þeirra sögð­ust ætla að gera það í síð­ustu kosn­inga­spá sem sýndi stöð­una eins og hún var 9. apr­íl. Taka verður fram að mörg þeirra fram­boða sem hafa boðað þátt­töku í kosn­ing­unum í vor eru ekki búin að kynna end­an­lega lista sína og sum hafa ekki lagt fram helstu kosn­inga­mál.

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2018.
B C D F M P S V Aðrir

Þær kann­anir sem liggja til grund­vallar nýj­ustu kosn­inga­spánni (25. apr­íl) eru eft­ir­far­andi:

  • Þjóð­ar­púls Gallup 8. mars (vægi 20,7 pró­sent)

  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 21 - 27. mars. (vægi 25,4 pró­sent)

  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins og fretta­bla­did.is 9. apríl (vægi 21,7 pró­sent)

  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins og fretta­bla­did.is 25. apríl (vægi 32,2 pró­sent)

Hvað er kosn­­inga­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­ar­legt magn af upp­lýs­ing­um. Þessar upp­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræði­leg­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­lifir stjórn­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­ast svo við að túlka nið­ur­stöð­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­mál­anna.

Allar þessar kann­anir og allar mögu­legar túlk­anir á nið­ur­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­um. Hvor könn­unin er nákvæm­ari? Hverri skal treysta bet­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­andi hefur ekki for­sendur til að meta áreið­an­leika hverrar könn­un­ar.

Þar kemur kosn­inga­spáin til sög­unn­ar.

Kosn­­­inga­­­spálíkan Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar miðar að því að setja upp­­­lýs­ing­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­anum reglu­lega í aðdrag­anda kosn­inga.

Ath.

Texti skýr­ing­ar­innar hefur verið upp­færð­ur. Fyrir mis­tök var stuðst við eldri sæta­spá í upp­runa­lega text­an­um. Honum hefur nú verið breytt. Beðist er afsök­unar á þessu. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar