Líkur aukast á því að Dagur verði áfram borgarstjóri

Ekki er samhljómur innan Viðreisnar um að það yrði krafa að Dagur B. Eggertsson yrði ekki áfram borgarstjóri. Erfiðlega hefur gengið að finna hentugan kandídat og líkurnar á því að Dagur sitji áfram aukast dag frá degi.

Dagur B. Eggertsson hefur verið borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 2014.
Dagur B. Eggertsson hefur verið borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 2014.
Auglýsing

Líkur á því að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri í Reykjavík hafa aukist á undanförnum dögum. Kjarninn greindi frá því í síðustu viku að á meðal lykilfólks í Viðreisn, meðal annars í stjórn flokksins, væri það ófrávíkjanleg krafa að nýr borgarstjóri yrði ráðinn til að ný áferð yrði á meirihlutanum.

Síðar sama dag var tilkynnt að viðræður um meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna myndu hefjast fimmtudaginn 31. maí, eða degi síðar. Í viðtölum í kjölfarið neituðu borgarfulltrúar Viðreisnar því að slík krafa hefði verið sett fram og ítrekað hefur verið sagt að viðræður um verkaskiptingu fari ekki fram fyrr en búið sé að komast að samkomulagi um málefnasamning. Stjórn Viðreisnar fékk ekki upplýsingar um að ákvörðun um að meirihlutaviðræður yrðu hafnar áður en þær voru gerðar opinberar. Þar er þó ekki andstaða við leiðina sem farin var. Vert er að taka fram að í samþykktum flokksins er ekki kveðið beint á um slíkt samráð.

Auglýsing
Heimildir Kjarnans herma að tóninn í meirihlutaviðræðunum, þar sem tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt, sé þannig að ekki sé andstaða við að Dagur verði áfram borgarstjóri hjá þeim sem þátt í þeim taka. Gangi það eftir er líklegast að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, verði forseti borgarstjórnar sem leiðtogi næst stærsta flokksins í væntanlegu meirihlutasamstarfi.

Ýmis nöfn nefnd

Hugmyndin um að ráða borgarstjóra var tilkomin vegna þess að ýmsir innan Viðreisnar vildu fá nýja áferð á meirihlutann til að ekki liti út sem svo að Viðreisn væri að bætast við sem fjórða hjól undir vagni þess fráfarandi, og komi þar með beint í stað Bjartrar framtíðar. Auk þess væri æskilegt að „framkvæmdastjóri“ borgarinnar ynni jafnt fyrir alla flokka. Sá þarf hins vegar að búa yfir einhverjum öðrum kostum öðrum en að vera ekki Dagur B. Eggertsson, sem hefur 16 ára reynslu sem borgarfulltrúi og hefur verið í forystu borgarinnar frá árinu 2010.

Það hefur hins vegar gengið illa að finna kandídat í það starf. Ýmis nöfn voru nefnd til að byrja með. Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og sérfræðingur um borgarmál, var ítrekað nefndur en kom því fljótt áleiðis að hann hefði engan áhuga á starfinu sem stendur. Þar af leiðandi fékk hann aldrei formlega beiðni um að nafn hans yrði lagt fram. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, er samkvæmt upplýsingum Kjarnans heldur ekki jákvæð. Sögusagnir um að Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, komi til greina eiga sér ekki fótfestu.

Þá hefur nöfnum tveggja fráfarandi bæjarstjóra verið kastað fram, þeirra Haraldar Líndals Haraldssonar og Eiríks Björgvinssonar. Haraldur var ráðinn bæjarstjóri í Hafnarfirði 2014 en nú er ljóst að Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í bænum, muni taka við því starfi. Eiríkur hefur verið faglega ráðinn bæjarstjóri frá árinu 2002, nú síðast í átta ár á Akureyri.  

Margt gæti breyst

Formlegu viðræðurnar hófust, líkt og áður sagði, síðastliðinn fimmtudag og ganga vel. Nær öruggt þykir að flokkarnir fjórir nái saman um málefnasamning og -áherslur. Í tilkynningu sem send var út í síðustu viku sögðu oddvitar þeirra að markmiðið væri að „sam­starfs­sátt­máli nýs meiri­hluta liggi fyrir í góðum tíma fyrir fyrsta borg­ar­stjórn­ar­fund nýrrar borg­ar­stjórnar 19. júní nk.“

Stefnur flokk­anna fjög­urra liggja mjög vel saman í skipu­lags- og sam­göngu­málum og allir eru þeir til­búnir í miklar aðgerðir til að auka enn í upp­bygg­ingu hús­næðis í borg­inni til að tryggja fleiri borg­ar­búum hús­næði á kjörum sem þeir ráða við.

Samkvæmt upplýsingum Kjarnans mun Viðreisn fara fram á að stefna flokks­ins í atvinnu­mál­um, meðal ann­ars lækkun á fast­eigna­sköttum á fyr­ir­tæki, og í mennta­málum fái gott pláss í sátt­mála meiri­hlut­ans. Það þykir því líklegt að Pawel Bartoszek, annar maður á lista Viðreisnar, muni verða yfir annað hvort umhverfis- og skipulagsráði eða skóla- og frístundaráði borgarinnar. Auk þess kemur til greina að ráð borgarinnar verði stokkuð upp, málaflokkar færðir til og þeim jafnvel fækkað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar