Ímynd og ímyndun

Viðar Freyr Guðmundsson skrifar vangaveltur um leikjafræðina að baki stjórnmálum í kjölfar kosninga.

Auglýsing

Nú eru kosn­ingar liðnar í Reykja­vík og flest er fyr­ir­já­an­legt með fáum en merki­legum und­an­tekn­ing­um.  Rykið er byrjað að setj­ast og lík­lega eru úrslitin ljós hvað varðar meiri­hluta­sam­starf. Mörg ný fram­boð voru í Reykja­vík og úrvalið fyrir kjós­endur hreint yfir­þyrm­andi. En ég ætla í þessum pistli að tala um kosn­ingar almennt, hvernig skoð­ana­myndun virkar og leikja­fræð­ina bak við stjórn­mál.

Ég ætla að byrja á smá huga­ræf­ingu (e. thought experiment) í formi spurn­ingar sem ég vill að þú, les­andi veltir aðeins fyrir þér: Hvernig veistu nema að Íslenska Þjóð­fylk­ingin hafi verið með langtum bestu stefnu­mál­in? Nú eða Höf­uð­borg­ar­list­inn.

Íslenska Þjóð­fylk­ingin er etv. öfga­fullt dæmi um hvernig ímynd stjórnar því hvað við gerum sem kjós­end­ur. Ég geri mér grein fyrir að ég er að fara inn á ákveðið jarð­sprengju­svæði með þess­ari huga­ræf­ingu. En gefið þessu séns. Ég er til­bú­inn að veðja að þú last aldrei stefnu­skrá Íslensku Þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar. Lík­lega ekki stefnu Höf­uð­borg­ar­list­ans held­ur, eða stefnur flestra fram­boða. Það hafi í raun fáir lagt sig fram við það. Svo ef þú gerðir huga­ræf­ing­una rétt, þá hef­urðu áttað þig á því.

Auglýsing

Í til­felli Þjóð­fylk­ing­ar­innar gæti það hafa valdið að þú hafðir þá ímynd af þeim að þetta væru „ras­istar“, „þjóð­ern­is­sinn­ar“ eða eitt­hvað í þá átt­ina og það væri ekki þess virði að eyða meiri tíma í að kynna sér það. Þetta er kannski skyn­sam­leg aðferða­fræði því þú hefur ekki enda­lausan tíma til að kynna þér allt ofan í kjöl­inn. Í fræð­unum er talað um „skyn­sam­lega fáfræð­i“. Þú velur skyn­sam­lega hvað borgar sig að vera fáfróður um. Ein­faldir merki­miðar eru þannig gagn­legir hverjum ein­stak­ling. Oftar en ekki vísa ein­faldir merki­miðar réttan veg. Að með­al­tali er svart-hvítur veru­leiki grár.

Hvað varðar Höf­uð­borg­ar­list­ann hins veg­ar, þá gæti verið að þeirra ímynd sé að vera handa­hófs­kennt valið fólk sem fór allt í einu að hafa áhuga á stjórn­málum korteri fyrir kosn­ingar og hafi tekið skyndi­á­kvörðun að stofna flokk. Það sé heldur ekki þess virði að eyða neitt meiri tíma í að kynna sér slíkt.

Það er bæði auð­velt og þægi­legt að afgreiða hóp fólks með eins orðs merki­miða: „ras­ist­i“.  Eða jafn­vel afgreiða það bara með huns­un. Þetta sé svo lít­ill flokkur að hann eigi hvort sem er engan séns.

Ég skal stíga fram og við­ur­kenna að ég hef aldrei lesið stefnur þess­ara flokka sem ég tók sem dæmi. Þannig að ég þarf ekki að leita langt til að finna þessa hegð­un.

Varð­andi þá ímynd að ein­hver fram­boð séu ras­istar vil ég þó segja þetta: Ég heyrði nokkur við­töl við þetta ágæta fólk og það var aldrei í hættu að ég færi að kjósa þau eftir það. En aftur var það sú ímynd sem mér birt­ist af hræddum ein­stak­ling­um. Ég tel ekki að fólk úr þessum flokkum eða öðrum svip­uðum séu ras­istar í grunn­in. Ég gef þeim það að eins og allir aðrir sem eru í stjórn­mál­um, eru þau að gera það sem þau trúa að sé rétt. Þau sjá ógn við sam­fé­lagið í ákveðnum trú­ar­hópum og eru að bregð­ast við af þeim ótta. Það er á sinn hátt virð­ing­ar­vert. Þetta er erfitt hlut­skipti sem þau hafa valið sér og ljóst er að þau gera þetta ekki til að afla sér vin­sælda. Við ættum að taka þetta fólk í sátt. Tala við þau og leið­beina. Vera þakk­lát fyrir að þau séu til­búin að fórna mann­orði sínu til að bæta sam­fé­lag­ið. Hversu miklum mis­skiln­ingi sem þær aðgerðir eru byggðar á, er annað mál.

En þetta dæmi átti að sýna að ímynd hefur mikil áhrif á val okkar sem kjós­end­ur. Jafn­vel meiri áhrif en mál­efni. Ég ætla að fjalla um það hér hvernig ímynd stjórnar of miklu um ákvarð­an­ir. Hvernig ímynd og ofur-ein­fald­anir eru í raun þægi­leg leið til að þufa ekki að setja sig inn í mál­in. Stundum er það gagn­legt fyrir okkur sem ein­stak­linga. En það er ekki góður grunnur að ákvarð­ana­töku sem leiðir til bestu útkom­unn­ar.

Hinn full­komni kjós­andi

Hinn full­komni kjós­andi er rétt­sýn, vel lesin og trygg­lynd. Hún hlustar vand­lega eftir hverju orði sem er sagt. Þeim mun vand­legar hlustar hún eftir því sem er ekki sagt. Hinn full­komni kjós­andi er nefni­lega vel upp­lýst um öll þau mál­efni sem verið er að ræða og kemur strax auga á hverju er verið að skauta fram hjá í umræð­um. Hinn full­komni kjós­andi er blind á útlit fólks, klæða­burð og radd­blæ. Hún áttar sig á mál­efn­um, skilur vel önnur sjón­ar­mið en sín eig­in, á sama hátt og þeir sem tala fyrir þeim sjón­ar­mið­um. Nei, hinn full­komni kjós­andi lætur ekki stjórn­ast af ímynd, ein­földum merki­miðum eða mistúlk­unum á sjón­ar­miðum ann­ara. Hinn full­komni kjós­ani lætur heldur ekki stjórn­ast af vin­sæl­ustu skoð­un­un­um, heldur vegur og metur skoð­anir út frá virði þeirra. Enda hefur hinn full­komni kjós­andi sjaldn­ast tíma til að gera nokkuð annað en að kynna sér málin og er að lík­indum stjórn­mála­kona eða pró­fessor í einhverjum háskóla sökum yfir­burðar þekk­ingar sinnar á stjórn­mál­um. Ef hún er þá til. Meira að segja pró­fess­orar í stjórn­mála­fræðum nota ein­falda merki­miða og mistúlka önnur sjón­ar­mið en sín eig­in.

Áhrif útlits gríð­ar­leg

Í til­raun á vegum Princeton Háskóla voru sjálf­boða­liðum sýndar svart/hvítar myndir af fram­bjóð­endum í for­vali stjórn­mála­flokka og beðnir að segja til um hver þætti „hæf­ast­ur“ út frá mynd­inni einni. Í ljós kom að þeir gátu með þess­ari aðferð spáð fyrir um úrslit kosn­inga með allt að 72% nákvæmni. Ég er ekki viss um að það sé hægt að segja til um úrslit feg­urð­ar­sam­keppna með jafn­mik­illi nákvæmni, þó sama aðferð væri not­uð.Kennedy og Nixon.

Margir sér­fræð­ingar í atferli manna eru einnig sam­mála um að lík­ams­tján­ing skipti gríð­ar­legu máli. Þá er stundum bent á að Nixon þótti jafnan miklu betri en Kenn­edy í útvarp­s­kapp­ræð­um, en Kenn­edy þótti bera af í sjón­varpi. Rann­sóknir sýna líka að við teljum okkur sjálf ekki eins næm fyrir þessum breytum eins og næsta mann, en við vitum samt alveg að Kenn­edy var mikið mynd­ar­legri maður heldur en Nixon.

Máttur almenn­ings­á­lits

Vin­sæl­ustu frétt­irnar fyrir hverjar kosn­ingar eru jafnan skoð­ana­kann­an­ir. Af því mætti álykta að það skiptir almenna kjós­and­ann meira máli hvað allir hinir ætla að kjósa, heldur en nokkuð annað sem fjallað er um í aðdrag­anda kosn­inga. Rann­sóknir hafa löngum enda sýnt fram á að skoð­ana­kann­anir eru gríð­ar­lega skoð­ana­mynd­andi. Rann­sóknir sýna að skoð­ana­kann­anir láta óvin­sælar skoð­anir eða sjón­ar­mið minni­hlut­ans virð­ast enn minni en þær eru. Þannig gagn­ast skoð­ana­kann­anir yfir­leitt frekar ríkj­andi sjón­ar­miðum og sitj­andi stjórn­völd­um. Því þeir sem eru í minni­hluta hafa til­hneig­ingu til að vaxa verk­efnið í augum og missa vilj­ann til að taka þátt í stjórn­mál­um, en þeir sem upp­lifa stuðn­ing vex hins vegar ásmeg­in. Þá eru skoð­ana­kann­anir líka not­aðar til að þagga niður í litla mann­inum með því að benda á að þetta sé óvin­sæl skoðun og þar af leið­andi ekki rétt. Eða þá að menn hrein­lega þagga niður í sjálfum sér, ef þeir átta sig á að umhverfið hafnar þeirra skoð­un.Sýnt hefur verið fram á að skoðanakannanir eru skoðanamyndandi.

Til eru áhrif sem kall­ast „band­wa­gon effect“. Það er að fólk vill „húkka far“ með þeim sem gengur vel. Sem sagt ef t.d stjórn­mála­flokkur er að mæl­ast vel í könn­un­um, þá koma allskyns aðilar að sem vilja fá far með vagn­in­um, vera hluti af frægð­inni eða jafn­vel njóta þeirra gæða sem fel­ast í því að vera í vinn­ings­lið­inu. Það er þá ekk­ert endi­lega gert á mál­efna­legum for­send­um, nema þá að tak­mörk­uðu leyti. Þetta ýkir enn frekar upp vin­sældir þeirra sem mæl­ast vel í könn­un­um.

Að lokum mætti nefna að kann­anir ýta undir þá hegðun að beita „stra­tegískri kosn­ing­u“. Að menn kjósa ekki þann kost sem þeim þykir best­ur, heldur reyna að lág­marka skað­ann af mögu­legum úrslitum kosn­ing­anna með að kjósa ein­hvern síðri kost sem vantar frekar nokkur auka atkvæði til að fá mikið vægi upp á móti meintum mótherja. Þetta er auð­vitað ákveðin spá­kaup­mennska sem er gríð­ar­lega flókin og áhættu­söm. Enda heyrir maður oft að menn verði svekktir með sínar ákvarð­anir ef þær eru teknar á þessum for­sendum og kosn­ingar fara síðan öðru­vísi en kann­anir sýndu.

En rann­sóknum ber öllum saman um að skoð­ana­kann­anir eru gríð­ar­lega skoð­ana­mynd­andi og hallar þá veru­lega á minni fram­boð­in. Ef ég ræki fjöl­miðil og vildi splundra fylgi minni flokk­anna og auka vin­sældir sitj­andi stjórn­valda, þá myndi ég birta sem flestar kann­anir fyrir kosn­ing­ar. Það er vel rann­sakað hver áhrif þess eru. Enda sjáum við í nýliðnum kosn­ingum að mörg fram­boð fá ekki einu sinni jafn mörg atkvæði og þau þurfa und­ir­skriftir á með­mæl­enda­lista. Þeirra eigið fólk er hrætt við að atkvæðin falli niður dauð og kjósa eftir almenn­ings­á­liti þegar í klef­ann er kom­ið.

Mál­efnin

Þá er ég kom­inn að kjarna máls­ins: það eru mál­efn­in. Það er það sem við teljum okkur trú um að kosn­ing­arnar snú­ist um. Þrátt fyrir að fæst okkar lesi mál­efna­skrár flokk­anna. Ekki einu sinni þeir sem eru í fram­boði lesa mál­efna­skrárnar hjá hvor öðr­um. Það er auð­velt að greina það í umræðum þegar fram­bjóð­endur mistúlka stefnu hvors ann­ars á víxl.Hægt var að horfa á tveggja mínútna kynningarmyndbönd á kosningavef RÚV.

RÚV rak kosn­inga­vef þar sem mátti kynna sér mál­efni flokk­anna í 7 punkta áherslum eða horfa á tveggja mín­útna kynn­ing­ar­mynd­band frá flokk­un­um. Á þeim vef var hvergi að finna hlekk yfir á stefnu­skrár flokk­anna í heild sinni. Það virð­ist hafa verið auka­at­riði í þessu. Er þetta til dæmis um að bar­áttan um mál­efnin sé slag­orða­kennd? Sumar aug­lýs­ingar stjórn­mála­flokk­anna voru með eins orða setn­ingu sem skila­boð til kjós­enda. Þrátt fyrir að sömu flokkar væru með mjög vand­aða og ítar­lega stefnu­skrá.

Það vill svo til að ég var sjálfur í fram­boði fyrir þessar kosn­ingar og átti mik­inn þátt í að rita eitt stykki mál­efna­skrá. Ég sat líka ótal fundi fyrir þessar kosn­ingar um mál­efni og hélt nokkrar glæru­kynn­ing­ar. Það var kannski aldrei í hættu að ég færi ekki að kjósa sjálfan mig. Það er í eðli okkar að treysta okkur sjálfum best. En ég skal fyrstur manna við­ur­kenna að okkar mál­efna­skrá var ekki endi­lega sú ítar­leg­asta Hún hefði þurft umtals­vert meiri tíma til að verða það. Tíma sem aðrir flokkar hafa haft. Við gerðum jafn­vel mis­tök sums staðar með að setja stór mál á odd­inn sem hefðu þurft mikið meiri umræðu í sam­fé­lag­inu áður en þau urðu að kosn­inga­lof­orð­um.

Eða hvernig skil­greinir maður ann­ars „best“ þegar rætt er um mál­efna­skrá?  Er það lengsta skrá­in? Sú ítar­leg­asta? Sumir myndu segja að lengri mál­efna­skrá minnki bara lík­urnar á að nokkur lesi hana, þannig að hún sé verri eftir því sem hún sé lengri á þann hátt. En auð­vitað er fámennur hluti fólks sem les þessar skrár spjald­anna á milli og finnst ítar­legar skrár betri.

„Þið gerið hvort sem er aldrei það sem er lof­að!“

Í kosn­inga­bar­átt­unni varð maður mikið var við við­horf svart­sýni og nei­kvæðni út í stjórn­mál almennt. Ég tel þetta vera ódýra leið til að þurfa ekki að setja sig inn í mál­in. Að gefa skít í allt sam­an. Ég hef verið á þessum stað sjálfur og veit vel hvernig sú til­finn­ing er. Þetta er ákveðin upp­gjöf sem stjórn­ast af leti og reiði. .Sitj­andi hinum megin við borðið nú, sem stjórn­mála­maður að bjóða sig fram í fyrsta sinn, haf­andi aldrei verið með nein form­leg völd, þá er þetta fremur súr­r­eal­ísk upp­lifun að fá þetta við­mót. Að mér sé ekki treystandi, því ég sé eins og allir hinir og muni svíkja allt. Einn afar dóna­legur við­mæl­andi las yfir okkur öll stefnu­málin okkar af leik­rænni yfir­læt­is­semi þar sem við vorum að dreifa bæk­lingum í versl­un­ar­mið­stöð og gerði grín að öllu sam­an. „Þið getið ekk­ert breytt þessu!“

Þó að fæstir séu svo nei­kvæðir að þeir setji alla undir sama hatt­inn, mæti ekki á kjör­stað og sjá ekk­ert nema svart­nætti fram undan í stjórn­mál­um, þá erum við öll með þetta við­horf að ein­hverju litlu leyti. Eða við getum vel sett okkur í þessi spor. Orð eru ódýr. Meira að segja lof­orð stjórn­mála­manna.

Hugs­unin er til alls fyrst

En án hugs­unar og án orða verða engar breyt­ingar í sam­fé­lag­inu. Þetta er grund­vallar stað­reynd. Stjórn­mál snú­ast um að tala um hlut­ina þangað til hægt er að ná sátt um að fram­kvæma þá. Mál­efna­vinna stjórn­mála­flokk­anna er grund­völlur allrar þeirra vinnu. Mál­efna­skrár eru það sem kjós­endur ættu öðru fremur að hafa til grund­vallar sinnar ákvörð­un­ar. Stjórn­mála­menn ættu líka að leggja sig fram um að lesa mál­efna­skrár ann­ara flokka. Sumir eru dug­legir við það og jafn­vel stela mál­efnum frá öðr­um. Það er allt saman mjög eðli­legt og við ættum að stela góðum hug­myndum frá hvort öðru. Sorg­leg­asta nið­ur­staða allrar þeirrar vinnu sem fer í að móta stefnu­mál, kynna þau og kjósa um þau væri ef stór hluti fólks myndi aldrei kynna sér vinnu ann­ara, eða fest­ast bara í sínu eigin horni og reyna aldrei að skilja önnur sjón­ar­mið eða stefnur en sína eig­in. Ef stjórn­mála­maður er ekki til­bú­inn að gera sitt besta að skilja önnur sjón­ar­mið, þá er við­kom­andi ekki starfi sínu vax­inn að vera mála­miðl­ari og leið­bein­andi um bestu leið­irn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar