Ímynd og ímyndun

Viðar Freyr Guðmundsson skrifar vangaveltur um leikjafræðina að baki stjórnmálum í kjölfar kosninga.

Auglýsing

Nú eru kosningar liðnar í Reykjavík og flest er fyrirjáanlegt með fáum en merkilegum undantekningum.  Rykið er byrjað að setjast og líklega eru úrslitin ljós hvað varðar meirihlutasamstarf. Mörg ný framboð voru í Reykjavík og úrvalið fyrir kjósendur hreint yfirþyrmandi. En ég ætla í þessum pistli að tala um kosningar almennt, hvernig skoðanamyndun virkar og leikjafræðina bak við stjórnmál.

Ég ætla að byrja á smá hugaræfingu (e. thought experiment) í formi spurningar sem ég vill að þú, lesandi veltir aðeins fyrir þér: Hvernig veistu nema að Íslenska Þjóðfylkingin hafi verið með langtum bestu stefnumálin? Nú eða Höfuðborgarlistinn.

Íslenska Þjóðfylkingin er etv. öfgafullt dæmi um hvernig ímynd stjórnar því hvað við gerum sem kjósendur. Ég geri mér grein fyrir að ég er að fara inn á ákveðið jarðsprengjusvæði með þessari hugaræfingu. En gefið þessu séns. Ég er tilbúinn að veðja að þú last aldrei stefnuskrá Íslensku Þjóðfylkingarinnar. Líklega ekki stefnu Höfuðborgarlistans heldur, eða stefnur flestra framboða. Það hafi í raun fáir lagt sig fram við það. Svo ef þú gerðir hugaræfinguna rétt, þá hefurðu áttað þig á því.

Auglýsing

Í tilfelli Þjóðfylkingarinnar gæti það hafa valdið að þú hafðir þá ímynd af þeim að þetta væru „rasistar“, „þjóðernissinnar“ eða eitthvað í þá áttina og það væri ekki þess virði að eyða meiri tíma í að kynna sér það. Þetta er kannski skynsamleg aðferðafræði því þú hefur ekki endalausan tíma til að kynna þér allt ofan í kjölinn. Í fræðunum er talað um „skynsamlega fáfræði“. Þú velur skynsamlega hvað borgar sig að vera fáfróður um. Einfaldir merkimiðar eru þannig gagnlegir hverjum einstakling. Oftar en ekki vísa einfaldir merkimiðar réttan veg. Að meðaltali er svart-hvítur veruleiki grár.

Hvað varðar Höfuðborgarlistann hins vegar, þá gæti verið að þeirra ímynd sé að vera handahófskennt valið fólk sem fór allt í einu að hafa áhuga á stjórnmálum korteri fyrir kosningar og hafi tekið skyndiákvörðun að stofna flokk. Það sé heldur ekki þess virði að eyða neitt meiri tíma í að kynna sér slíkt.

Það er bæði auðvelt og þægilegt að afgreiða hóp fólks með eins orðs merkimiða: „rasisti“.  Eða jafnvel afgreiða það bara með hunsun. Þetta sé svo lítill flokkur að hann eigi hvort sem er engan séns.

Ég skal stíga fram og viðurkenna að ég hef aldrei lesið stefnur þessara flokka sem ég tók sem dæmi. Þannig að ég þarf ekki að leita langt til að finna þessa hegðun.

Varðandi þá ímynd að einhver framboð séu rasistar vil ég þó segja þetta: Ég heyrði nokkur viðtöl við þetta ágæta fólk og það var aldrei í hættu að ég færi að kjósa þau eftir það. En aftur var það sú ímynd sem mér birtist af hræddum einstaklingum. Ég tel ekki að fólk úr þessum flokkum eða öðrum svipuðum séu rasistar í grunnin. Ég gef þeim það að eins og allir aðrir sem eru í stjórnmálum, eru þau að gera það sem þau trúa að sé rétt. Þau sjá ógn við samfélagið í ákveðnum trúarhópum og eru að bregðast við af þeim ótta. Það er á sinn hátt virðingarvert. Þetta er erfitt hlutskipti sem þau hafa valið sér og ljóst er að þau gera þetta ekki til að afla sér vinsælda. Við ættum að taka þetta fólk í sátt. Tala við þau og leiðbeina. Vera þakklát fyrir að þau séu tilbúin að fórna mannorði sínu til að bæta samfélagið. Hversu miklum misskilningi sem þær aðgerðir eru byggðar á, er annað mál.

En þetta dæmi átti að sýna að ímynd hefur mikil áhrif á val okkar sem kjósendur. Jafnvel meiri áhrif en málefni. Ég ætla að fjalla um það hér hvernig ímynd stjórnar of miklu um ákvarðanir. Hvernig ímynd og ofur-einfaldanir eru í raun þægileg leið til að þufa ekki að setja sig inn í málin. Stundum er það gagnlegt fyrir okkur sem einstaklinga. En það er ekki góður grunnur að ákvarðanatöku sem leiðir til bestu útkomunnar.

Hinn fullkomni kjósandi

Hinn fullkomni kjósandi er réttsýn, vel lesin og trygglynd. Hún hlustar vandlega eftir hverju orði sem er sagt. Þeim mun vandlegar hlustar hún eftir því sem er ekki sagt. Hinn fullkomni kjósandi er nefnilega vel upplýst um öll þau málefni sem verið er að ræða og kemur strax auga á hverju er verið að skauta fram hjá í umræðum. Hinn fullkomni kjósandi er blind á útlit fólks, klæðaburð og raddblæ. Hún áttar sig á málefnum, skilur vel önnur sjónarmið en sín eigin, á sama hátt og þeir sem tala fyrir þeim sjónarmiðum. Nei, hinn fullkomni kjósandi lætur ekki stjórnast af ímynd, einföldum merkimiðum eða mistúlkunum á sjónarmiðum annara. Hinn fullkomni kjósani lætur heldur ekki stjórnast af vinsælustu skoðununum, heldur vegur og metur skoðanir út frá virði þeirra. Enda hefur hinn fullkomni kjósandi sjaldnast tíma til að gera nokkuð annað en að kynna sér málin og er að líkindum stjórnmálakona eða prófessor í einhverjum háskóla sökum yfirburðar þekkingar sinnar á stjórnmálum. Ef hún er þá til. Meira að segja prófessorar í stjórnmálafræðum nota einfalda merkimiða og mistúlka önnur sjónarmið en sín eigin.

Áhrif útlits gríðarleg

Í tilraun á vegum Princeton Háskóla voru sjálfboðaliðum sýndar svart/hvítar myndir af frambjóðendum í forvali stjórnmálaflokka og beðnir að segja til um hver þætti „hæfastur“ út frá myndinni einni. Í ljós kom að þeir gátu með þessari aðferð spáð fyrir um úrslit kosninga með allt að 72% nákvæmni. Ég er ekki viss um að það sé hægt að segja til um úrslit fegurðarsamkeppna með jafnmikilli nákvæmni, þó sama aðferð væri notuð.Kennedy og Nixon.

Margir sérfræðingar í atferli manna eru einnig sammála um að líkamstjáning skipti gríðarlegu máli. Þá er stundum bent á að Nixon þótti jafnan miklu betri en Kennedy í útvarpskappræðum, en Kennedy þótti bera af í sjónvarpi. Rannsóknir sýna líka að við teljum okkur sjálf ekki eins næm fyrir þessum breytum eins og næsta mann, en við vitum samt alveg að Kennedy var mikið myndarlegri maður heldur en Nixon.

Máttur almenningsálits

Vinsælustu fréttirnar fyrir hverjar kosningar eru jafnan skoðanakannanir. Af því mætti álykta að það skiptir almenna kjósandann meira máli hvað allir hinir ætla að kjósa, heldur en nokkuð annað sem fjallað er um í aðdraganda kosninga. Rannsóknir hafa löngum enda sýnt fram á að skoðanakannanir eru gríðarlega skoðanamyndandi. Rannsóknir sýna að skoðanakannanir láta óvinsælar skoðanir eða sjónarmið minnihlutans virðast enn minni en þær eru. Þannig gagnast skoðanakannanir yfirleitt frekar ríkjandi sjónarmiðum og sitjandi stjórnvöldum. Því þeir sem eru í minnihluta hafa tilhneigingu til að vaxa verkefnið í augum og missa viljann til að taka þátt í stjórnmálum, en þeir sem upplifa stuðning vex hins vegar ásmegin. Þá eru skoðanakannanir líka notaðar til að þagga niður í litla manninum með því að benda á að þetta sé óvinsæl skoðun og þar af leiðandi ekki rétt. Eða þá að menn hreinlega þagga niður í sjálfum sér, ef þeir átta sig á að umhverfið hafnar þeirra skoðun.Sýnt hefur verið fram á að skoðanakannanir eru skoðanamyndandi.

Til eru áhrif sem kallast „bandwagon effect“. Það er að fólk vill „húkka far“ með þeim sem gengur vel. Sem sagt ef t.d stjórnmálaflokkur er að mælast vel í könnunum, þá koma allskyns aðilar að sem vilja fá far með vagninum, vera hluti af frægðinni eða jafnvel njóta þeirra gæða sem felast í því að vera í vinningsliðinu. Það er þá ekkert endilega gert á málefnalegum forsendum, nema þá að takmörkuðu leyti. Þetta ýkir enn frekar upp vinsældir þeirra sem mælast vel í könnunum.

Að lokum mætti nefna að kannanir ýta undir þá hegðun að beita „strategískri kosningu“. Að menn kjósa ekki þann kost sem þeim þykir bestur, heldur reyna að lágmarka skaðann af mögulegum úrslitum kosninganna með að kjósa einhvern síðri kost sem vantar frekar nokkur auka atkvæði til að fá mikið vægi upp á móti meintum mótherja. Þetta er auðvitað ákveðin spákaupmennska sem er gríðarlega flókin og áhættusöm. Enda heyrir maður oft að menn verði svekktir með sínar ákvarðanir ef þær eru teknar á þessum forsendum og kosningar fara síðan öðruvísi en kannanir sýndu.

En rannsóknum ber öllum saman um að skoðanakannanir eru gríðarlega skoðanamyndandi og hallar þá verulega á minni framboðin. Ef ég ræki fjölmiðil og vildi splundra fylgi minni flokkanna og auka vinsældir sitjandi stjórnvalda, þá myndi ég birta sem flestar kannanir fyrir kosningar. Það er vel rannsakað hver áhrif þess eru. Enda sjáum við í nýliðnum kosningum að mörg framboð fá ekki einu sinni jafn mörg atkvæði og þau þurfa undirskriftir á meðmælendalista. Þeirra eigið fólk er hrætt við að atkvæðin falli niður dauð og kjósa eftir almenningsáliti þegar í klefann er komið.

Málefnin

Þá er ég kominn að kjarna málsins: það eru málefnin. Það er það sem við teljum okkur trú um að kosningarnar snúist um. Þrátt fyrir að fæst okkar lesi málefnaskrár flokkanna. Ekki einu sinni þeir sem eru í framboði lesa málefnaskrárnar hjá hvor öðrum. Það er auðvelt að greina það í umræðum þegar frambjóðendur mistúlka stefnu hvors annars á víxl.Hægt var að horfa á tveggja mínútna kynningarmyndbönd á kosningavef RÚV.

RÚV rak kosningavef þar sem mátti kynna sér málefni flokkanna í 7 punkta áherslum eða horfa á tveggja mínútna kynningarmyndband frá flokkunum. Á þeim vef var hvergi að finna hlekk yfir á stefnuskrár flokkanna í heild sinni. Það virðist hafa verið aukaatriði í þessu. Er þetta til dæmis um að baráttan um málefnin sé slagorðakennd? Sumar auglýsingar stjórnmálaflokkanna voru með eins orða setningu sem skilaboð til kjósenda. Þrátt fyrir að sömu flokkar væru með mjög vandaða og ítarlega stefnuskrá.

Það vill svo til að ég var sjálfur í framboði fyrir þessar kosningar og átti mikinn þátt í að rita eitt stykki málefnaskrá. Ég sat líka ótal fundi fyrir þessar kosningar um málefni og hélt nokkrar glærukynningar. Það var kannski aldrei í hættu að ég færi ekki að kjósa sjálfan mig. Það er í eðli okkar að treysta okkur sjálfum best. En ég skal fyrstur manna viðurkenna að okkar málefnaskrá var ekki endilega sú ítarlegasta Hún hefði þurft umtalsvert meiri tíma til að verða það. Tíma sem aðrir flokkar hafa haft. Við gerðum jafnvel mistök sums staðar með að setja stór mál á oddinn sem hefðu þurft mikið meiri umræðu í samfélaginu áður en þau urðu að kosningaloforðum.

Eða hvernig skilgreinir maður annars „best“ þegar rætt er um málefnaskrá?  Er það lengsta skráin? Sú ítarlegasta? Sumir myndu segja að lengri málefnaskrá minnki bara líkurnar á að nokkur lesi hana, þannig að hún sé verri eftir því sem hún sé lengri á þann hátt. En auðvitað er fámennur hluti fólks sem les þessar skrár spjaldanna á milli og finnst ítarlegar skrár betri.

„Þið gerið hvort sem er aldrei það sem er lofað!“

Í kosningabaráttunni varð maður mikið var við viðhorf svartsýni og neikvæðni út í stjórnmál almennt. Ég tel þetta vera ódýra leið til að þurfa ekki að setja sig inn í málin. Að gefa skít í allt saman. Ég hef verið á þessum stað sjálfur og veit vel hvernig sú tilfinning er. Þetta er ákveðin uppgjöf sem stjórnast af leti og reiði. .Sitjandi hinum megin við borðið nú, sem stjórnmálamaður að bjóða sig fram í fyrsta sinn, hafandi aldrei verið með nein formleg völd, þá er þetta fremur súrrealísk upplifun að fá þetta viðmót. Að mér sé ekki treystandi, því ég sé eins og allir hinir og muni svíkja allt. Einn afar dónalegur viðmælandi las yfir okkur öll stefnumálin okkar af leikrænni yfirlætissemi þar sem við vorum að dreifa bæklingum í verslunarmiðstöð og gerði grín að öllu saman. „Þið getið ekkert breytt þessu!“

Þó að fæstir séu svo neikvæðir að þeir setji alla undir sama hattinn, mæti ekki á kjörstað og sjá ekkert nema svartnætti fram undan í stjórnmálum, þá erum við öll með þetta viðhorf að einhverju litlu leyti. Eða við getum vel sett okkur í þessi spor. Orð eru ódýr. Meira að segja loforð stjórnmálamanna.

Hugsunin er til alls fyrst

En án hugsunar og án orða verða engar breytingar í samfélaginu. Þetta er grundvallar staðreynd. Stjórnmál snúast um að tala um hlutina þangað til hægt er að ná sátt um að framkvæma þá. Málefnavinna stjórnmálaflokkanna er grundvöllur allrar þeirra vinnu. Málefnaskrár eru það sem kjósendur ættu öðru fremur að hafa til grundvallar sinnar ákvörðunar. Stjórnmálamenn ættu líka að leggja sig fram um að lesa málefnaskrár annara flokka. Sumir eru duglegir við það og jafnvel stela málefnum frá öðrum. Það er allt saman mjög eðlilegt og við ættum að stela góðum hugmyndum frá hvort öðru. Sorglegasta niðurstaða allrar þeirrar vinnu sem fer í að móta stefnumál, kynna þau og kjósa um þau væri ef stór hluti fólks myndi aldrei kynna sér vinnu annara, eða festast bara í sínu eigin horni og reyna aldrei að skilja önnur sjónarmið eða stefnur en sína eigin. Ef stjórnmálamaður er ekki tilbúinn að gera sitt besta að skilja önnur sjónarmið, þá er viðkomandi ekki starfi sínu vaxinn að vera málamiðlari og leiðbeinandi um bestu leiðirnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar