Fyrsti borgarstjórnarfundurinn á nýju kjörtímabili í dag

Kosið verður í ráð og nefndir og tillögur flokkanna teknar fyrir á fyrsta fundi borgarstjórnar sem haldinn er í dag. Sósíalistaflokkurinn leggur fram sjö tillögur á fundinum.

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson.
Auglýsing

Fyrsti borgarstjórnarfundur á nýju kjörtímabili er haldinn í Ráðhúsinu í dag en hann hófst kl. 14. Nýr meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna var kynntur þann 12. júní síðastliðinn og sam­hliða var meiri­hluta­sátt­mála þeirra fjög­urra flokka sem hann mynda dreift.

Á fundinum verður kosið í ráð og nefndir og tillögur flokkanna teknar fyrir. Á dagskrá fundarins er Sósíalistaflokkurinn með sjö tillögur, Miðflokkurinn eina, Flokkur fólksins eina og Sjálfstæðisflokkurinn eina. Jafnframt verða siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg lagðar fram á fundinum og undirritaðar.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendinu á vef Reykjavíkurborgar. 

Sósíalistaflokkurinn með sjö tillögur

Fjallað hefur verið um tillögur Sósíalistaflokksins í fjölmiðlum undanfarna daga en meðal þeirra er tillaga um afnám þóknunar fyrir nefndarsetu starfsmanna borgarinnar fyrir fundi á vinnutíma.

„Það hefur eitthvað farið alvarlega aflaga í stjórnmálum þegar borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjórar nágrannasveitarfélagana eru farnir að taka sér hærri laun en borgarstjórar New York, London og París,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir í tilkynningu frá flokknum sem send var út þann 17. júní síðastliðinn. „Við ættum að horfast í augu við að þessi laun afhjúpa spillingu stjórnmálaforystunnar og við ættum að gera eitthvað í því. Fyrsta skrefið ætti að vera að banna þessu fólki að taka þóknanir fyrir fundi sem það situr í vinnutíma sinnar aðalvinnu og sem eru því augljóslega hluti af þeim starfsskyldum sem það fær greitt fyrir af föstu launum.“

Auglýsing

Í tilkynningunni segir jafnframt að sveitarstjórar á höfuðborgarsvæðinu hafi setið fimm fundi stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í fyrra og þegið fyrir það tæpar 11 milljónir króna. „Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er formaður stjórnarinnar og fékk rúmar 205 þúsund krónur á mánuði að launum eða tæplega 2,5 milljónir króna yfir árið. Deilt niður á fundi gera það rúmlega 492 þúsund krónur fyrir hvern fund. Samkvæmt fundargerðum stóðu fundirnir í einn til tvo tíma. Tímakaup Dags er því nærri 330 þúsund krónum að meðaltali,“ segir í tilkynningunni.

Sanna Magdalena Mörtudóttir Mynd: Bára Huld BeckEnn fremur leggur Sanna fram tillögu að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Hingað til hafi verið lagt 45 þúsund króna byggingarréttargjald á hvern fermetra þessara íbúða og komi það að stóru leyti á móti því 12 prósent stofnframlagi sem borgin leggur til byggingarsamvinnufélaga. „Því má segja að borgin leggi lítið sem ekkert til uppbyggingar íbúða sem ætlaðar eru fólki sem getur ekki keypt eða leigt á hinum óhefta markaði,“ segir Sanna. „Það sem borgin leggur til fer að mestu í að borga gjöld til borgarinnar, til dæmis lóða- og byggingarréttargjöld.“

Sanna telur að flatt 45 þúsund króna byggingarréttargjald sé óréttlát skattheimta. Af verði 70 fermetra íbúðar, sem kostar 25 milljón króna, sé byggingarréttargjaldið rúmlega 3,1 milljón króna eða 12,6 prósent af verðinu. Gjaldið vegi miklum mun minna í verði lúxusíbúða. Svo dæmi sé tekið séu nýkomnar í sölu dýrar lúxusíbúðir við Tryggvagötu. Það kosti 166 fermetra íbúð 143 milljónir króna. Af því sé byggingarréttargjaldið tæpar 7,5 milljónir króna eða rúmlega 5 prósent af verðinu.

Aðrar tillögur borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins fjalla um stofnun félags strætófarþega, um stofnun félags skjólstæðinga velferðarsviðs, um stofnun félags leigjenda hjá Félagsbústöðum, um könnun á umfangi útvistunar og áhrifum hennar á kjör launafólks og um breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Flokkur fólksins leggur fram tillögu um rekstrarúttekt á Félagsbústöðum, Miðflokkurinn tillögu um niðurfellingu byggingarréttargjalds og Sjálfstæðisflokkurinn um aðgerðir í húsnæðismálum.

Þórdís Lóa formaður borgarráðs

Fram hefur komið í fréttum að Dagur B. Egg­erts­son odd­viti Sam­fylk­ingar muni halda áfram sem borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur. Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir odd­viti Við­reisnar verður for­maður borg­ar­ráðs og Pawel Bar­toszek annar maður á lista Við­reisnar verður for­seti borg­ar­stjórnar í 3 ár en Dóra Björt Guð­jóns­dóttir odd­viti Pírata mun gegna því hlut­verki í eitt ár. Hún verður einnig for­maður í sam­ein­uðu mann­rétt­inda- og lýð­ræð­is­ráði. Líf Magneu­dóttir odd­viti vinstri grænna verður vara­for­maður borg­ar­ráðs og for­maður nýs ráðs umhverf­is- og heil­brigð­is­mála. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dóttir annar full­trúi Pírata verður for­maður sam­göngu- og skipu­lags­ráðs.

Skúli Helga­son hjá Sam­fylk­ingu verður áfram for­maður skóla- og frí­stunda­ráðs og Heiða Björg Hilm­is­dóttir einnig hjá Sam­fylk­ingu verður for­maður vel­ferð­ar­ráðs. Þá verður Pawel for­maður menn­ing­ar- og íþrótta­ráðs fyrsta árið en Hjálmar Sveins­son tekur svo við.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent