Fyrsti borgarstjórnarfundurinn á nýju kjörtímabili í dag

Kosið verður í ráð og nefndir og tillögur flokkanna teknar fyrir á fyrsta fundi borgarstjórnar sem haldinn er í dag. Sósíalistaflokkurinn leggur fram sjö tillögur á fundinum.

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson.
Auglýsing

Fyrsti borg­ar­stjórn­ar­fundur á nýju kjör­tíma­bili er hald­inn í Ráð­hús­inu í dag en hann hófst kl. 14. Nýr meiri­hluti Sam­­fylk­ing­­ar, Við­reisn­­­ar, Pírata og Vinstri grænna var kynntur þann 12. júní síð­ast­lið­inn og sam­hliða var meiri­hluta­sátt­­mála þeirra fjög­­urra flokka sem hann mynda dreift.

Á fund­inum verður kosið í ráð og nefndir og til­lögur flokk­anna teknar fyr­ir­. Á dag­skrá fund­ar­ins er Sós­í­alista­flokk­ur­inn með sjö til­lög­ur, Mið­flokk­ur­inn eina, Flokkur fólks­ins eina og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eina. ­Jafn­framt verða siða­reglur kjör­inna full­trúa hjá Reykja­vík­ur­borg lagðar fram á fund­inum og und­ir­rit­að­ar.

Hægt er að fylgj­ast með fund­inum í beinni útsend­inu á vef Reykja­vík­ur­borg­ar. 

Sós­í­alista­flokk­ur­inn með sjö til­lögur

Fjallað hefur verið um til­lögur Sós­í­alista­flokks­ins í fjöl­miðlum und­an­farna daga en meðal þeirra er til­laga um afnám þókn­unar fyrir nefnd­ar­setu starfs­manna borg­ar­innar fyrir fundi á vinnu­tíma.

„Það hefur eitt­hvað farið alvar­lega aflaga í stjórn­málum þegar borg­ar­stjóri Reykja­víkur og bæj­ar­stjórar nágranna­sveit­ar­fé­lag­ana eru farnir að taka sér hærri laun en borg­ar­stjórar New York, London og Par­ís,“ sagði Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir í til­kynn­ingu frá flokknum sem send var út þann 17. júní síð­ast­lið­inn. „Við ættum að horfast í augu við að þessi laun afhjúpa spill­ingu stjórn­málafor­yst­unnar og við ættum að gera eitt­hvað í því. Fyrsta skrefið ætti að vera að banna þessu fólki að taka þókn­anir fyrir fundi sem það situr í vinnu­tíma sinnar aðal­vinnu og sem eru því aug­ljós­lega hluti af þeim starfs­skyldum sem það fær greitt fyrir af föstu laun­um.“

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir jafn­framt að sveit­ar­stjórar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi setið fimm fundi stjórnar Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í fyrra og þegið fyrir það tæpar 11 millj­ónir króna. „Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri er for­maður stjórn­ar­innar og fékk rúmar 205 þús­und krónur á mán­uði að launum eða tæp­lega 2,5 millj­ónir króna yfir árið. Deilt niður á fundi gera það rúm­lega 492 þús­und krónur fyrir hvern fund. Sam­kvæmt fund­ar­gerðum stóðu fund­irnir í einn til tvo tíma. Tíma­kaup Dags er því nærri 330 þús­und krónum að með­al­tali,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Sanna Magdalena Mörtudóttir Mynd: Bára Huld BeckEnn fremur leggur Sanna fram til­lögu að Reykja­vík­ur­borg eyði verð­hækk­un­ar­á­hrifum bygg­ing­ar­rétt­ar­gjalds á félags­legar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lög­um. Hingað til hafi verið lagt 45 þús­und króna bygg­ing­ar­rétt­ar­gjald á hvern fer­metra þess­ara íbúða og komi það að stóru leyti á móti því 12 pró­sent stofn­fram­lagi sem borgin leggur til bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­laga. „Því má segja að borgin leggi lítið sem ekk­ert til upp­bygg­ingar íbúða sem ætl­aðar eru fólki sem getur ekki keypt eða leigt á hinum óhefta mark­að­i,“ segir Sanna. „Það sem borgin leggur til fer að mestu í að borga gjöld til borg­ar­inn­ar, til dæmis lóða- og bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld.“

Sanna telur að flatt 45 þús­und króna bygg­ing­ar­rétt­ar­gjald sé órétt­lát skatt­heimta. Af verði 70 fer­metra íbúð­ar, sem kostar 25 milljón króna, sé bygg­ing­ar­rétt­ar­gjaldið rúm­lega 3,1 milljón króna eða 12,6 pró­sent af verð­inu. Gjaldið vegi miklum mun minna í verði lúxus­í­búða. Svo dæmi sé tekið séu nýkomnar í sölu dýrar lúxus­í­búðir við Tryggva­götu. Það kosti 166 fer­metra íbúð 143 millj­ónir króna. Af því sé bygg­ing­ar­rétt­ar­gjaldið tæpar 7,5 millj­ónir króna eða rúm­lega 5 pró­sent af verð­inu.

Aðrar til­lögur borg­ar­full­trúa Sós­í­alista­flokks­ins fjalla um stofnun félags strætófar­þega, um stofnun félags skjól­stæð­inga vel­ferð­ar­sviðs, um stofnun félags leigj­enda hjá Félags­bú­stöð­um, um könnun á umfangi útvist­unar og áhrifum hennar á kjör launa­fólks og um breyt­ingar á sam­þykkt um stjórn Reykja­vík­ur­borgar og fund­ar­sköp borg­ar­stjórn­ar.

Flokkur fólks­ins leggur fram til­lögu um rekstr­ar­út­tekt á Félags­bú­stöð­um, Mið­flokk­ur­inn til­lögu um nið­ur­fell­ingu bygg­ing­ar­rétt­ar­gjalds og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn um aðgerðir í hús­næð­is­mál­um.

Þór­dís Lóa for­maður borg­ar­ráðs

Fram hefur komið í fréttum að Dagur B. Egg­erts­­son odd­viti Sam­­fylk­ingar muni halda áfram sem borg­­ar­­stjóri Reykja­vík­­­ur. Þór­­dís Lóa Þór­halls­dóttir odd­viti Við­reisnar verður for­­maður borg­­ar­ráðs og Pawel Bar­toszek annar maður á lista Við­reisnar verður for­­seti borg­­ar­­stjórnar í 3 ár en Dóra Björt Guð­jóns­dóttir odd­viti Pírata mun gegna því hlut­verki í eitt ár. Hún verður einnig for­­maður í sam­ein­uðu mann­rétt­inda- og lýð­ræð­is­ráði. Líf Magneu­dóttir odd­viti vinstri grænna verður vara­­for­­maður borg­­ar­ráðs og for­­maður nýs ráðs umhverf­is- og heil­brigð­is­­mála. Sig­­ur­­borg Ósk Har­alds­dóttir annar full­­trúi Pírata verður for­­maður sam­­göngu- og skipu­lags­ráðs.

Skúli Helga­­son hjá Sam­­fylk­ingu verður áfram for­­maður skóla- og frí­­stunda­ráðs og Heiða Björg Hilm­­is­dóttir einnig hjá Sam­­fylk­ingu verður for­­maður vel­­ferð­­ar­ráðs. Þá verður Pawel for­­maður menn­ing­­ar- og íþrótta­ráðs fyrsta árið en Hjálmar Sveins­­son tekur svo við.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent