Dagur verður borgarstjóri

Nýr meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík kynntur. Dagur B. Eggertsson verður borgarstjóri, Pawel Bartoszek og Dóra Björt Guðjónsdóttir deila hlutverki forseta borgarstjórnar. Þórdís Lóa formaður borgarráðs.

Nýr meirihluti í Reykjavíkurborg.
Nýr meirihluti í Reykjavíkurborg.
Auglýsing

Nýr meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna var kynntur í rjóðri við Breiðholtslaug í dag.

Þar kom fram að Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar mun halda áfram sem borgarstjóri Reykjavíkur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar verður formaður borgarráðs og Pawel Bartoszek annar maður á lista Viðreisnar verður forseti borgarstjórnar í 3 ár en Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata mun gegna því hlutverki í eitt ár. Hún verður einnig formaður í sameinuðu mannréttinda- og lýðræðisráði. Líf Magneudóttir oddviti vinstri grænna verður varaformaður borgarráðs og formaður nýs ráðs umhverfis- og heilbrigðismála. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir annar fulltrúi Pírata verður formaður samgöngu- og skipulagsráðs.

Skúli Helgason hjá Samfylkingu verður áfram formaður skóla- og frístundaráðs og Heiða Björg Hilmisdóttir einnig hjá Samfylkingu verður formaður velferðarráðs. Þá verður Pawel formaður menningar- og íþróttaráðs fyrsta árið en Hjálmar Sveinsson tekur svo við.

Auglýsing

Í kynningu á meirihlutanum í Breiðholtinu í morgun kom fram að fulltrúarnir telja lítið sem sundri þeim, og þeim mun meira sem sameini þessa fjóra flokka. Um sé að ræða „breiðan og frjálslyndan félagshyggju meirihluta“, þar sem sterk áhersla sé á „grænu málin“.

Í fréttatilkynningu frá meirihlutanum segir að umhverfismál, jafnréttismál, lýðræði, samfélag fyrir alla, þjónusta borgarinnar, húsnæðismál og borgarlína verði meginatriði hjá nýjum meirihluta. Nánari útfærslur hafa ekki verið kynntar.

Ný borgarstjórn tekur við á fyrsta borgarstjórnarfundi sínum sem haldinn verður þann 19. júní næstkomandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum
Kjarninn 20. september 2021
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent