Tækifæri fyrir Rúrik í margfaldri aukningu á Instagram-fylgjendum

Fylgjendur Rúriks Gíslasonar landsliðsmanns á Instagram eru komnir yfir hálfa milljón en vor um 30 þúsund fyrir Argentínuleikinn. Sérfræðingur segir mörg tækifæri fólgin í þessu fyrir Rúrik.

Sigurður Svansson Sahara Rúrik Gíslason
Auglýsing

Fylgjendur Rúriks Gíslasonar landsliðsmanns á Instagram eru komnir yfir hálfa milljón. Áhugi á leikmanninum er eiginlega ótrúlegur en áður en hann kom inn á sem varamaður fyrir Jóhann Berg Guðmundsson var fylgjendafjöldi hans á samskiptamiðlinum um 30 þúsund. Mest megnis er um kvenkyns aðdáendur að ræða sem hafa tekið eftir Rúrik í leiknum.

Sigurður Svansson, sérfræðingur í samfélagsmiðlum og einn eiganda Sahara, segist ekki sjá neitt sem bendir til þess að þessi ótrúlega aukning sé byggð á öðru heldur en útiliti Rúriks. Rúrik er náttúrulega fjallmyndarlegur. En hann hefur alveg verið að birta efni á Instagram áður en það hefur ekki farið á flug þar til nú sem er alveg frekar magnað þar sem hann er búinn að vera svolítinn tíma í landsliðinu. Hann er kannski að skora hærra hjá konum í Suður-Ameríku.“

Sigurður segir ýmis tækifæri fólgin í þessum mikla fjölda nýrra fylgjenda fyrir Rúrik. „Maður flokkar þetta í nokkra flokka. Það getur verið ótrúlega stórt tækifæri fyrir hann að nýta sér þennan meðbyr til að landa stærri styrktarsamningnum. Það þekkjum við í gegnum áhrifavalda makraðssetningu. Áður fyrr þurfti að vera ótrúlega góður í fótbolta og þannig fengu menn stærstu samningana. En núna er alveg tækifæri fyrir „minna þekkta“ leikmenn að fá auglýsingasaminga ef að þeir eru að sinna samfélagsmiðlunum sínum vel og eru með gott fylgi.“

Auglýsing


Sigurður segir miðlana einnig tækifæri fyrir fólk til að reyna að stjórna umræðunni í kringum sig sjálft. „Fjölmiðlar eru kannski að fylgjast með samfélagsmiðlum hjá þessum stjörnum og pikka upp fréttir þaðan, þannig að þetta getur verið tól til að stjórna umræðunni líka.“

Sítt hár gerir góða hluti

Sigurður hefur fylgst grannt með þróun mála hjá strákunum okkar frá því á leiknum á laugardaginn. „Þetta sprakk 17 .júní, þá var Rúrik með 318 þúsund fylgjendur, frá því þá er þetta hækku um eitthvað í kringum 55 prósent. Þar á eftir kemur Birkir [Bjarnason] með í kringum 14-15 prósenta aukningu. Ég rek það til að síða hárið á þeim er að gera góða lukku á HM, ætli það verði ekki trend hjá litlum íslenskum fótboltastrákum eftir mótið.“

Sigurður segir alla landsliðsmennina vera að auka jafnt og þétt við sig fylgjendafjölda hutfallslega. „En það á enginn breik í Rúrik. Gylfi Sig er til dæmis lang þekktasti fótboltamaður Íslendinga með í kringum 182-4 þúsund fylgjendur. Hann er ekki búinn að taka sama stökkið.“


Sigurður vonast til að Rúrik sé ekki endilega of meðvitaður um þessa rosalegu þróun á samfélagsmiðlunum hans núna. „Ég veit ekki hversu mikið aðgengi hann hefur að símanum sínum þarna úti, ég vona að hann hafi ekki of mikið. En ég vona að hann nýti tækifærið síðar. Þetta gæti verið ótrúlegt tækifæri fyrir hann til að hoppa út á annan markað miðað við hvað það er mikill áhugi í kringum hann.“

En hvar endar þetta? Sigurður segir frá að hann hafi heyrt af því að breskir veðbankar séu búnir að opna fyrir veðmál um að Rúrik komist yfir milljón fylgjendur á meðan HM er í gangi. „Ef það er þannig þá er það alveg garanterað miðað við þessa þróun að hann mun ná því.“

Enjoying Miami

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent