43 færslur fundust merktar „hm2018“

Sparkvarpið
Sparkvarpið
Sparkvarpið – HM uppgjör Sparkvarpsins: Þessir Frakkar eru engir krakkar lengur
18. júlí 2018
Frakkar heimsmeistarar - Öruggur sigur á Króatíu
Heimsmeistarmótinu í knattspyrnu karla í Rússlandi er lokið eftir sannfærandi sigur franska landsliðsins á því króatíska í úrslitaleiknum 4-2.
15. júlí 2018
Stóra stundin runnin upp - Hverjir eru bestir í heimi?
Úrslitaleikur heimsmeistarmótsins í knattspyrnu fer fram í dag þegar Frakkar mæta þreyttum Króötum.
15. júlí 2018
Besti árangur Belga sem taka bronsið heim af HM
Belgar unnu Englendinga í leik um þriðja sætið á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi í dag. Englendingar áttu aldrei möguleika á sigri.
14. júlí 2018
Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM
Króatar unnu frækinn sigur á sterku liði Englendinga í seinni undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Gríðarleg vonbrigði á Englandi en Króatarnir hafa farið löngu leiðina í öllum útsláttarleikjunum, með framlengingu í hverjum leik.
11. júlí 2018
Fer fótboltinn „heim“ til Englands eða eru allir að vanmeta Króatana?
England mætir Króatíu í dag seinni undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins. Frakkar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gær með 1-0 sigri á Belgíu.
11. júlí 2018
Thierry Henry og Belgar gegn Frakklandi - Grannaslagur í undanúrslitaleik HM
Fyrri undanúrslitaleikurinn á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu fer fram klukkan sex í dag og er sannkallaður nágrannaslagur þegar lið Frakklands mætir liði Belgíu.
10. júlí 2018
Sparkvarpið
Sparkvarpið
Sparkvarpið – Hápunktar og lágpunktar hingað til á HM í Rússlandi
6. júlí 2018
HM og ég
1. júlí 2018
Hannes Halldórsson – Markmaðurinn sem hagfræðingar elska
Eiríkur Ragnarsson fjallar um leikjafræði og útskýrir hvernig markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur nýtt sér hana þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi.
1. júlí 2018
Jóhann Berg Guðmundsson tekst á við Króata.
Ísland tapaði fyrir Króötum - Þátttöku lokið á HM
Íslendingar mættu Króötum í síðasta leik riðlakeppninnar á HM í Rússlandi í dag. Þrátt fyrir ósigur börðust strákarnir hetjulega.
26. júní 2018
Kári Árnason, leikmaður íslenska landsliðsins.
Sjöunda viðureign Íslands og Króatíu
A-landslið Íslands í fótbolta mun mæta Króatíumönnum í kvöld, í sjöunda skiptið á 13 árum.
26. júní 2018
Tíu staðreyndir um strákana okkar
Strákarnir okkar hafa vakið mikla athygli á heimsmeistaramótinu í Rússlandi, hvort sem er fyrir glæsilega frammistöðu, miðað við og án höfðatölu, útlit Rúriks eða skemmtilega aðdáendur. Kjarninn tók saman tíu tölulegar staðreyndir um strákana okkar.
23. júní 2018
Ahmed Musa, leikmaður nígeríska karlalandsliðsins í fótbolta
Nígeríumenn í skýjunum og Argentínubúar vongóðir
Nígerískir miðlar eru hæstánægðir með landsliðsmanninn sinn Ahmed Musa og vonarglæta hefur kviknað hjá Argentínumönnum um að komast upp úr riðlinum í eftir tap strákanna okkar fyrr í dag.
22. júní 2018
Hæðir og lægðir á Twitter - Stemmningin snerist úr ofsagleði í angist
Twitter lætur sitt aldrei eftir liggja þegar þjóðin horfir saman á sjónvarpið, hvort sem um er að ræða íþróttaviðburði, söngvakeppnir eða íslenskar bíómyndir eða þáttaseríur. Mínúturnar 90 voru erfiðar þjóðarsálinni í dag.
22. júní 2018
Ísland tapaði fyrir Nígeríu - Verðum að vinna Króatíu
Svekkjandi tap í Volgograd hjá strákunum okkar gegn Nígeríu 2-0. Íslenska liðið, sem náði sér aldrei á strik í leiknum, verður því að vinna Króatíu á þriðjudag. Annars er þetta búið spil.
22. júní 2018
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Lagerbäck heldur með Íslandi gegn Nígeríu
Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Nígeríu heldur með Íslandi í leik dagsins á HM.
22. júní 2018
Gamla góða samstaðan flytur fjöll - Áfram Ísland
Ísland mætir Nígeríu í dag, og getur með sigri komist í kjörstöðu fyrir lokaleikinn í riðlinum gegn Króötum.
22. júní 2018
Skrifstofa forsetans greiddi einnig fyrir ferð embættismanns með Elizu
Forsetaskrifstofan greiddi fyrir annan embættismann sem fór með Elizu Reid forsetafrú í ferð hennar til Rússlands á heimsmeistaramótið í knattspyrnu þar sem hún fylgdist með leik íslenska landsliðsins til Argentínu.
20. júní 2018
Viðar Halldórsson
Ísland 1 – Argentína 0 – Tölfræðin sem við viljum alltaf vinna
19. júní 2018
Tækifæri fyrir Rúrik í margfaldri aukningu á Instagram-fylgjendum
Fylgjendur Rúriks Gíslasonar landsliðsmanns á Instagram eru komnir yfir hálfa milljón en vor um 30 þúsund fyrir Argentínuleikinn. Sérfræðingur segir mörg tækifæri fólgin í þessu fyrir Rúrik.
19. júní 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Svarti svanurinn á HM
18. júní 2018
Þegar Celine Dion drap staðalímyndir og Ísland sigraði besta leikmann í heimi
Íslenska landsliðið er gott í fótbolta, kvikmyndagerðarmenn geta varið víti frá snillingum, leigubílstjórar með áferð leigumorðingja geta búið yfir mýkri hlið, Moskva er stórkostleg og Rússar eru bæði vinalegir og hamingjusamir.
18. júní 2018
Næsta mál: Nígería í Volgograd
Eftir frækinn „sigur“ á Argentínu þar sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði jafntefli við lið Argentínu í gær í ótrúlegum fyrsta leik liðsins á þessu stærsta sviði knattspyrnunnar í heimi er komið að því að einbeita sér að næsta verkefni.
17. júní 2018
Strákarnir þakka fyrir sig og njóta árangursins í fyrsta leik
Landsliðsstrákarnir hafa verið duglegir að senda þakkir til stuðningsmanna og ástvina á samfélagsmiðlum frá því þeir gerðu 1-1 jafntefli við Argentínu í ótrúlegum fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í gær.
17. júní 2018
Kraftaverk eru ekki kraftaverk – Argentína eitt. Ísland eitt.
Dagur Hjartarson rithöfundur og skáld skrifar um leik Íslands gegn Argentínu og lífið.
17. júní 2018
Fagnað í Hljómskálagarðinum – Rigningin stöðvaði ekki aðdáendur íslenska landsliðsins
Íslenska landsliðið í fótbolta gerði jafntefli við Argentínu fyrr í dag og er ekki ofsögum sagt af því að Íslendingar hafi fagnað vel þeim úrslitum út um allt land og á samfélagsmiðlum. Ljósmyndari Kjarnans leit við í Hljómskálagarðinum á meðan leik stóð.
16. júní 2018
Lionel Messi svekktur í lok leiks Argentínu gegn Íslandi.
Argentína: „Hvílíkt og annað eins víti!“
Undrun og vonbrigði einkennir viðbrögð argentínskra fjölmiðla í kjölfar jafnteflis Argentínu við Ísland fyrr í dag.
16. júní 2018
„Don't cry for me Argentina“ - Íslendingar fara á kostum á samfélagsmiðlum
Ísland „vann“ fyrsta leik sinn á HM með því að gera jafntefli við Argentínu í ótrúlegum leik þar sem strákarnir okkar átu Messi í morgunmat. Íslendingar héldu niðri í sér andanum í 90 mínútur en létu sitt ekki eftir liggja á samfélagsmiðlum.
16. júní 2018
Áfram Ísland!
Stóri dagurinn er í dag. Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik liðsins á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Sjáðu byrjunarliðin hjá báðum þjóðum og gerðu þig klára/n fyrir öskurveislu og hæsi með Gumma Ben!
16. júní 2018
Leyndarmál Materazzi segir að Ísland vinni HM
16. júní 2018
Hér verða leikirnir sýndir á risaskjám
Útsendingar verða frá Argentínuleiknum bæði í Hljómskálagarðinum og á Ingólfstorgi. Við Vesturbæjarlaug og í Gilinu á Akureyri. Að auki líklegast á hverjum einasta skjá sem fyrirfinnst á landinu, sem á að vera nokkuð þurrt á morgun með undantekningum þó.
15. júní 2018
Liverpool-aðdáendur eiga erfiðan HM-dag í vændum
Aðdáendur enska knattspyrnuliðsins Liverpool á Íslandi, sem eru miðað við höfðatölu, líklega flestir í heimi, eiga tilfinningalega erfiðan HM dag fyrir höndum. Leikmennirnir Luis Suarez og Mo Salah mætast nú í hádeginu og síðar í dag Ronaldo og Ramos.
15. júní 2018
EM 2016: Árið sem landsliðið bjargaði þjóðinni frá sjálfri sér
Árið 2016 náði Ísland eiginlega að vinna EM án þess að vinna það raunverulega. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans var á mótinu og skrifaði ítarlega um það sem fram fór, áhrif þess á íslenskt samfélag og allt hitt sem skiptir öllu en samt engu máli.
15. júní 2018
Spekingar spá í opnunarleikinn á HM - Olíuleikur tveggja landa ójafnaðar
Opnunarleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu fer fram nú á eftir þar sem mætast gestgjafaþjóðin Rússar og lið Sádi-Arabíu. Kjarninn fékk tvo fótbolta- , fjármála- og geopólitíska sérfræðinga til að spá í spilin fyrir þennan fyrsta leik mótsins.
14. júní 2018
Sparkvarpið
Sparkvarpið
Sparkvarpið – Riðlakeppni HM fer einhvern veginn svona
13. júní 2018
Hvernig getur Ísland unnið Argentínu?
Ég hef verið forhertur stuðningsmaður Argentínu á HM alla tíð. Þar til nú. Okkar menn mæta Argentínu 16. júní, eins og þjóðin veit öll og bíður eftir í ofvæni. Hvernig er hægt að vinna þessa sögufrægu fótboltaþjóð?
11. júní 2018
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins.
Ekki hægt að horfa á íslenska landsliðið á RÚV erlendis
Vegna samninga getur RÚV ekki boðið upp á að Íslendingar, sem staddir eru erlendis, horfi á landsliðið keppa á komandi heimsmeistaramóti.
9. júní 2018
Sparkvarpið
Sparkvarpið
Sparkvarpið – Spurningarmerkin fyrir Heimsmeistaramótið: Þriðji þáttur
5. júní 2018
Sparkvarpið
Sparkvarpið
Sparkvarpið – Spurningarmerkin fyrir Heimsmeistaramótið: Annar þáttur
29. maí 2018
Sparkvarpið
Sparkvarpið
Sparkvarpið – Stærstu spurningarmerkin fyrir Heimsmeistaramótið: Fyrsti þáttur
18. maí 2018
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands.
Ýmislegt óvænt þegar landsliðshópur Íslands fyrir HM var kynntur
Framtíðarmenn voru teknir fram yfir reynslumeiri þegar landsliðsþjálfarar Íslands völdu 23 manna hóp fyrir HM í Rússlandi. Lykilleikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli voru valdir. Kolbeinn Sigþórsson var það hins vegar ekki.
11. maí 2018
Sparkvarpið
Sparkvarpið
Sparkvarpið – Eru Belgarnir ofmat eða vanmat?
6. mars 2018