Gamla góða samstaðan flytur fjöll - Áfram Ísland

Ísland mætir Nígeríu í dag, og getur með sigri komist í kjörstöðu fyrir lokaleikinn í riðlinum gegn Króötum.

Argentína - Ísland – Stemningin í Hljómskálagarðinum 16. júní 2018
Auglýsing

Afleit byrjun hjá stjörnumprýddu liði Argent­ínu í D-riðli, hefur leitt til þess að Ísland hefur jafn­vel enn meiri tæki­færi til að kom­ast upp úr riðl­inum í 16 liða úrslit heldur en hægt var að ímynda sér - við fyrstu sýn - þegar dregið var í riðla fyrir keppn­ina.

Ísland og Nígería mæt­ast í Vol­gograd í dag og spennan er raf­mögn­uð. Óhætt er að segja um ólíkar þjóðir sé að ræða. 

Nígería er fjöl­menn­asta ríki Afr­íku með 190 millj­ónir íbúa, en íbúar á Íslandi eru 350 þús­und. Það er óþarfi að nefna það ekki -þrátt fyrir að það sé end­ur­tekn­ing númer svona þús­und - en Ísland er fámenn­asta landið í sög­unni sem náð hefur lands­liði í úrslita­keppni HM, og er nú þegar búið að stimpla sig með sínu fyrsta stigi og marki, sem Alfreð Finn­boga­son skor­aði gegn Argent­ínu.

Auglýsing

Ísland spilar í bláu í dag, en var í hvítum bún­ingum gegn Argent­ínu.

Ef fyrstu tveir leikir Argent­ínu í riðl­inum hafa kennt okkur eitt­hvað - fyrst 1-1 jafn­teflið gegn okkur Íslend­ingum og síðan 0-3 tapið gegn Króötum - þá er það þetta: góð sam­stillt lið geta flutt fjöll en góðir ein­stak­ling­ar, sem ekki ná saman sem lið, eru heillum horfn­ir.

Lionel Messi, einn allra besti knatt­spyrnu­maður sög­unn­ar, hefur ekki fundið sig í liði Aregent­ínu frekar en aðrir leik­menn liðs­ins. Þá má svo sann­ar­lega deila um liðsval Samp­i­oli þjálf­ara.



Í ofaná­lag sáust fáséð ein­stak­lings­mi­s­tök hjá Caball­ero mark­verði Argent­ínu, þegar hann gaf Rebic fyrsta markið sem kom Króötum á lag­ið.

Fram að því hafði verið jafn­ræði með lið­un­um. Eftir það opn­að­ist leik­ur­inn meira og Króatar voru þá í þægi­legri stöðu. Gátu leyft sér að falla aðeins til baka og sækja svo hratt þegar færi gafst. Tvö mörk frá miðju­mönn­unum frá­bæru frá Barcelona og Real Madrid, Modric og Rakit­ic, söktu svo Argent­ínu end­an­lega.

Allt annar leikur

Vanda­mál Argent­ínu koma þeim ekki á óvart sem hafa fylgst með gengi liðs­ins á und­an­förnum árum. Liðið hefur virkað ósam­stillt og nær sjaldan að létta press­unni af Messi, með fram­taki ann­arra leik­manna. 

Leik­ur­inn er fyr­ir­sjá­an­leg­ur. En ekki má þó úti­loka að Argent­ína komi til baka, og nái að knýja fram sigur gegn Nígeríu og berj­ast þannig til hins ítrasta fyrir 2. sæt­inu í riðl­in­um. Þegar öll sund virt­ust lokuð í und­ankeppn­inni tókst Argent­ínu að kom­ast áfram, með snilld­ar­fram­taki Messi. 

Allt er því opið enn­þá.

Leik­ur­inn á eft­ir, milli Íslands og Níger­íu, hefur gríð­ar­lega mikla þýð­ingu eins og gefur að skilja. Ísland getur með sigri pressað stíft á 2. sætið í riðl­inum fyrir síð­asta leik­inn í riðl­inum við Króata. Þá þekkjum við vel, eftir margar viður­eignir á und­an­förnum árum. Ísland vann 1-0 sigur gegn Króötum á Laug­ar­dals­velli, eins og frægt er, með marki Harðar Björg­vins Magn­ús­sonar á síð­ustu mín­útu.



Það segir okkur eitt: Ísland getur unnið Króa­tíu og hefur gert það! Ein­falt og áhrifa­mik­ið. Þetta segir okkur líka þá sögu, að eins og leik­irnir í riðl­inum hafa spilast, þá á Ísland nokkuð góða mögu­leika á því að kom­ast áfram. Það yrði stór­kost­legt afrek sem myndi aldrei gleym­ast.

Níger­íu­menn spila hraðan leik og eru lík­am­lega sterk­ir. Þeir eru líka með leik­menn sem eru góðir einn á móti ein­um, og geta þannig klárað leik­ina með ein­stak­lings­fram­taki.

Erfitt er að draga út leik­menn sem má telja til lyk­il­manna, þar sem Nígería leggur upp með að virkja liðs­heild­ina í sókn­ar- og varn­ar­leikn­um. En Victor Moses, leik­maður Chel­sea, hefur spilað vel fyrir Nígeríu og er ávallt hættu­legur í sókn­ar­leikn­um. Hann þurfum við að passa.

Gylfi Þór, sýndu hvað í þér býr!

Þetta þekkjum við ágæt­lega frá því í leiknum gegn Argent­ínu. En Nígería er samt allt annar and­stæð­ing­ur. Ísland mun fá meiri tæki­færi til að sækja gegn Nígeríu og mun þurfa að sýna meira sjálfs­traust með bolt­ann en það gerði gegn Argent­ínu. Ef það má gagn­rýna Ísland fyrir eitt­hvað þá er það ekki nægi­lega mikið sjálfs­traust þegar kemur að því að halda bolt­an­um. 

Án þess gera upp á milli manna í okkar frá­bæra og sam­stillta liði, þá er Gylfi Þór Sig­urðs­son lyk­il­maður gegn Níger­íu. Hann þarf að sýna hvað í honum býr, ekki síst í sókn­ar­leikn­um. Treysta sér til að halda bolt­anum og virkja aðra leik­menn með sér. Og láta vaða á markið þegar færi gefst.

Gylfi Þór Sigurðsson og Luka Modric, miðjumaðurinn frábæri í liði Króata.

Eins og hann hefur svo oft gert með lands­lið­inu, þegar mest á reyn­ir. Hann er pott­ur­inn og pannan í sókn­ar­leikn­um, þegar Ísland nær sér á strik í hon­um.

Engan afslátt má þó gefa í aðals­merki íslenska liðs­ins; sam­stilltum varn­ar­leik og vel útfærðum föstum leikatrið­um. Allir þurfa að standa saman sem einn mað­ur. Tæki­færið er fyrir framan okk­ur. Við gætum kom­ist í 16 liða úrslit á HM! Áfram Ísland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar