Í maí var stefnt að því þjóðarhöll yrði risin 2025 – Í september er búið að fresta henni

Innviðaráðherra hefur tekið af allan vafa um að þjóðarhöll í innanhúsíþróttum verði risin í Laugardal 2025. Ríkið mun ekki setja nægjanlega peninga í verkefnið fram á þeim tíma til að það verði gerlegt.

Forsætisráðherra, ráðherra íþróttamála og borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar, sem stefnt var að yrði tilbúin 2025, þann 6. maí síðastliðinn. Átta dögum síðar var kosið í borginni.
Forsætisráðherra, ráðherra íþróttamála og borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar, sem stefnt var að yrði tilbúin 2025, þann 6. maí síðastliðinn. Átta dögum síðar var kosið í borginni.
Auglýsing

„Tíma­línan er vænt­an­lega stærri. Þetta er umtals­vert verk­efn­i.“ Þetta sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, í útvarps­þætt­inum Sprengisandi í gær­morgun þegar hann var spurður hvort fram­kvæmdum við þjóð­ar­höll í inn­an­hús­í­þróttum myndi ljúka árið 2025. Ein­ungis er gert ráð fyrir að rík­is­sjóður setji 100 millj­ónir krónur í verk­efnið á næsta ári, sem eru fjár­munir sem munu nýt­ast í und­ir­bún­ing verk­efn­is. 

Ein­ungis fjórir mán­uðir eru síðan að Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­­son mennta- og barna­­mála­ráð­herra og Dagur B. Egg­erts­­son borg­­ar­­stjóri und­ir­­rit­uðu vilja­yf­­ir­lýs­ingu um bygg­ingu þjóð­­ar­hall­ar­inn­ar. Sam­kvæmt henni var stefnt að því að fram­­kvæmdum myndi ljúka árið 2025 og kostn­að­­ar­­skipt­ing milli ríkis og borgar átti að taka mið af nýt­ingu mann­­virk­is­ins. 

Þegar Krist­ján Krist­jáns­son, þátta­stjórn­andi Sprengisands, spurði Sig­urð Inga af hverju það hefði verið lofað svona lög­uðu í maí þegar það væri ekki hægt að standa við það nokkrum mán­uðum síð­ar, sagði hann að menn væri „auð­vitað að von­ast til að hlut­irnir gangi eins hratt og hægt er“.

Draga úr fram­kvæmdum en samt eiga 35 þús­und íbúðir að rísa

Í maí hafi sú staða enn verið uppi að búist hefði verið við að hið opin­bera þyrfti að ráð­ast í mikla skuld­setta fjár­fest­ingu til að koma sam­fé­lag­inu efna­hags­lega af stað. Svo hefði hið gagn­stæða gerst. Allt hafi farið á fullt, hag­vöxtur yfir ákveðið tíma­bil hefði verið tíu pró­sent og verð­bólgan farið í þær sömu hæð­ir. Staðan nú væri þannig að það vant­aði mann­afla til að byggja. „Þá verður hið opin­bera að draga að sér hend­urn­ar. Til þess að búa ekki til þenslu. Þetta er bara skyn­semi og stundum ráðum við ekki við alla þætti. Þetta er einn þeirra þátta. Þá verðum við að sætta okkur við það, jafn­vel þó að við höfum lofað að ein­hver til­tekin mann­virki væru til­búin á ein­hverjum til­teknum tíma.“

Auglýsing
Á meðal ann­arra fjár­fest­inga sem frest­ast er við­bygg­ing við stjórn­ar­ráð Íslands auk þess sem fjár­munir verða teknir úr bygg­ingu nýs Land­spít­ala og not­aðir í ann­að. Sig­urður Ingi segir þó að ástæða þess að pen­ingar verði teknir úr spít­ala­upp­bygg­ingu þá að það hafi ein­fald­lega ekki náðst að eyða þeim. Það hafi ekki gengið að byggja á þeim hraða sem lagt var upp með. Því hefðu fjár­mun­ir  safn­ast upp og nú ætti að nýta hluta þeirra ann­ars­stað­ar. Samt sem áður verði settir 13,4 millj­arðar króna í upp­bygg­ingu á Land­spít­al­anum á næsta ári. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Á sama tíma og til­kynnt er að dregið verði úr opin­berum fram­kvæmdum er stefnt að því að byggja 35 þús­und íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum á grund­velli ramma­samn­ings milli ríkis og sveit­ar­fé­laga. Aðspurður um hvernig þau áform, sem eru þenslu­vald­andi, rími við það að draga úr þenslu með því að fresta opin­berum fram­kvæmdum við­ur­kenndi Sig­urður Ingi að það yrði „tals­verð áskor­un“. 

Leyst með vilja­yf­ir­lýs­ingu korteri fyrir kosn­ingar

Þegar vilja­yf­ir­lýs­ing um þjóð­ar­höll í inn­an­hús­í­þróttum var und­ir­rituð í maí voru  átta dagar í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Málið hafði verið hita­mál í Reykja­vík í aðdrag­anda þeirra, sér­stak­lega þar sem það var bein­tengt við inni­þrótta-að­stöðu Þróttar og Ármanns í Laug­ar­dal og skól­anna í hverf­inu, sem hefur verið í miklu ólestri árum sam­an.

­Sam­kvæmt áformunum áttu bæði félögin að geta nýtt nýju þjóð­ar­höll­ina ásamt því að nota gömlu Laug­ar­dals­höll­ina undir starf­semi sína. 

Þrýsti­hópar innan beggja félaga höfðu kallað eftir því að lausn myndi finn­ast á aðstöðu­leysi félag­anna tveggja og að hún yrði form­fest. Þar kom helst tvennt til greina: annað hvort næð­ist saman um þjóð­ar­höll sem ung­menni í Laug­ar­dalnum gætu nýtt eða að nýtt íþrótta­hús yrði byggt á bíla­stæð­inu við Þrótt­ar­völl­inn.

Dagur B. Egg­erts­son hafði gefið rík­­­­inu frest fram í byrjun maí til að leggja fram fé í þjóð­ar­hall­ar­verk­efn­ið. Næð­ist það ekki myndi borgin taka tvo millj­­­­arða króna sem hún hafði sett til hliðar fyrir það og nota þá til að byggja nýtt íþrótta­hús fyrir iðk­endur Þróttar og Ármanns í Laug­­­­ar­­­­dal. Gengið var út frá því að sú lausn hefði náðst með und­ir­ritun vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­innar 6. maí. 

Nú, rúmum fjórum mán­uðum eftir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, hefur fram­kvæmda­lokum verið slegið á frest. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent