Þjóðarhöll á að rísa í Laugardal og framkvæmdum við hana á að vera lokið 2025

Búið er að höggva á hnút milli Reykjavikurborgar og íslenska ríkisins um byggingu þjóðarhallar í Laugardal. Hún mun rísa á næstu þremur árum milli Laugardals og Suðurlandsbrautar.

Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag.
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra og Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri und­ir­rit­uðu í dag vilja­yf­ir­lýs­ingu um bygg­ingu þjóð­ar­hallar í inn­an­húss­í­þrótt­um. Stefnt er að því að fram­kvæmdum ljúki árið 2025 og kostn­að­ar­skipt­ing milli ríkis og borgar á að taka mið af nýt­ingu mann­virk­is­ins. Það þýðir að ríkið borgar fyrir þann hluta sem snýr að þörfum sér­sam­banda og alþjóð­legra krafna til keppn­is­að­stöðu lands­liða og Reykja­vík­ur­borg þann hluta sem snýr að þörfum Þróttar og Ármann ann­ars vegar og íþrótta­kennslu skóla í Laug­ar­dalnum hins veg­ar. ­Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans verður fullt aðgengi íþrótta­fé­lag­anna að æfinga­völlum tryggt í þeirri þarfa­grein­ingu.

Til stendur að byggja höll­ina á svæði sem liggur milli Laug­ar­dals­hallar og skrif­stofu­mann­virkja Íþrótta­sam­bands Íslands, og að Suð­ur­lands­braut.

Í til­kynn­ingu segir að Ríki og borg muni standa sam­eig­in­lega að hug­mynda­sam­keppni um hönnun mann­virkis og útlit og séu „sam­mála um að leggja kraft í verk­ið“. Báðir aðilar munu auk þess tryggja fjár­mögnun á stofn­kostn­aði í sínum lang­tíma­á­ætl­un­um. Hver end­an­legur kostn­aður verður mun liggja fyrir eftir frum­at­hugun og end­an­lega hönn­un. Sér­stök fram­kvæmda­nefnd verður stofnuð um verk­efnið sem mun sjá um umrædda frum­at­hugun og und­ir­bún­ing á fyr­ir­komu­lagi bygg­inga­fram­kvæmda. Í vinnu hennar verða notk­un­ar­mögu­leik­ar  hall­ar­innar líka kann­aðir til hlít­ar. Þegar liggja fyrir grein­ingar á þörfum sér­sam­banda Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands fyrir æfingar og keppnir lands­liða og á þörfum Reykja­vík­ur­borgar vegna íþrótta­fé­laga og íþrótta­kennslu skóla.

Í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu ríkis og borgar segir einnig að áfram verði „unnið að und­ir­bún­ingi þjóð­ar­leik­vangs fyrir frjáls­í­þróttir í Laug­ar­dal og þjóð­ar­leik­vangs í knatt­spyrnu. Mark­aðs­könnun vegna þjóð­ar­leik­vangs í knatt­spyrnu verður unnin með það að mark­miði að draga fram skýra val­kosti um næstu skref í upp­bygg­ing­unn­i.“

Gaf mán­að­ar­frest

Kjarn­inn greindi frá því á mið­viku­dag að til stæði að nið­­ur­­staða í mál­inu, sem hefur verið í miklum hnút, yrði kynnt í dag. Það var kynnt í borg­­ar­ráði Reykja­víkur í gær og verður á dag­­skrá rík­­is­­stjórn­­­ar­fundar í dag. Í frétt Kjarn­ans var sagt að stíf sam­­töl hafi átt sér stað und­an­farið um hvort ráð­ist yrði í bygg­ingu þjóð­­­ar­hallar í Laug­­­ar­­­dal. Borg­­ar­­stjór­inn í Reykja­vík hafði gefið rík­­­inu frest fram í byrjun maí til að leggja fram fé í verk­efn­ið. Næð­ist það ekki myndi borgin taka tvo millj­­­arða króna sem hún hefur sett til hliðar fyrir það og nota þá til að byggja nýtt íþrótta­hús fyrir iðk­endur Þróttar og Ármanns í Laug­­­ar­­­dal. 

Auglýsing
Í sam­tali við Kjarn­ann á mið­viku­dag sagði Dagur að nið­­­ur­­­staða væri fyr­ir­liggj­andi en aðstoð­­ar­­maður Ásmundar Ein­­ars neit­aði því síðar sama dag í sam­tali við RÚV. 

Nú er ljóst að náðst hefur saman um ramma utan um fram­kvæmd­ina og bæði ríkið og Reykja­vík­ur­borg skuld­binda sig til að standa straum af sínum hluta af kostn­að­in­um.

Félögin fá sex velli í stað fjög­urra

Á opnum íbú­a­fundi í Laug­­ar­­nes­­skóla 2. mars síð­ast­lið­inn ræddi Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri ítar­­lega um aðstöð­u­­mál íþrótta­­fé­lag­anna í hverf­inu. Þar sagði hann: „Ég veit að sumir hafa verið að pirra sig á því að það hafi verið að blanda þjóð­ar­leik­vöngum inn í þetta og ég skil það að vissu leyti. En ég hef haldið því fram, bæði þegar ég ræði við for­ystu Þróttar og Ármann og við ykkur hér að það geta verið ótví­ræð tæki­færi í því ef að ríkið loks­ins skuld­bindur sig á þjóð­ar­leik­vang og gerir það strax.“

Dagur sagði að gamla Laug­ar­dals­höll­in, sem hefur ekki verið ó notkun vegna skemmda í tvö ár, verði til­búin til notk­unar 15. ágúst næst­kom­andi. Kost­ur­inn við þjóð­ar­höll umfram sér­stakt íþrótta­hús fyrir Þrótt og Ármann, sem borgin hafi tekið tvo millj­arða króna frá til að byggj væri sá að gólf­­­flötur í nýrri þjóð­­ar­höll yrði slíkur að hann rúmi fjóra fulla keppn­is­velli í hand­­bolta. Þegar þeim yrði bætt við þá tvo velli sem eru í Laug­­ar­dals­höll gæti þjóð­­ar­hall­­ar­­lausnin skilað iðk­endum í Laug­­ar­­dal alls sex æfinga­­völlum í fullri stærð, sem þyrfti að deila með lands­liðum þegar þannig bæri und­­ir.

Mynd úr glærukynningu borgarstjóra 2. mars 2022.

Nýtt íþrótta­hús á bíla­­stæð­inu við hlið Þrótta­heim­il­is­ins myndi skila tveimur nýjum völlum í fullri stærð og því var ávinn­ing­­ur­inn að þjóð­­ar­hall­­ar­­leið­irn­ir, mjög ein­fald­­lega, fleiri vell­­ir. Meira pláss.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent