Zelenskí ávarpaði alþingismenn og þjóðina alla á íslensku

„Að lifa í raunverulegu frjálsræði, það er menning,“ sagði Volodomír Zelenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til alþingismanna og íslensku þjóðarinnar á Alþingi í dag. Zelenskí brýndi fyrir nauðsyn þess að slíta á öll fjármálatengsl við Rússland.

Volodomír Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði alþingismenn og Íslendinga á Alþingi í dag.
Volodomír Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði alþingismenn og Íslendinga á Alþingi í dag.
Auglýsing

„Góðan dag, þetta er Volodomír Zel­en­skí í Kænu­garð­i,“ sagði Zel­en­skí á íslensku í upp­hafi ávarps sem hann flutti á Alþingi í dag. Stundin var sögu­leg en þetta er í fyrsta skipti sem erlendur þjóð­höfð­ingi ávarpar Alþingi Íslend­inga.

„Nú er Úkra­ína þol­andi árása frá Rúss­um. Þetta er stríð sem við verðum að berj­ast gegn, þeir vilja ná landi okk­ar. Úkra­ína er sögð ekki hafa neinn rétt til sjálf­stæð­is, þeir geta ekki hugsað sér umræðu um okkar menn­ingu, en við erum með meira 1000 ára sög­u,“ sagði Zel­en­skí sem tal­aði mikið um tengsl Úkra­ínu og Íslands, sem ná langt aft­ur.

„Ég veit hvernig þið búið og hugsið á Íslandi. Það er slá­andi hvernig þið hafið tekið á málum og hvernig allt er gert til að fólk geti lifað ánægju­legu lífi í lýð­ræði. Að lifa í raun­veru­legu frjáls­ræði, það er menn­ing,“ sagði Zel­en­skí.

Auglýsing

„Engin við­skipti við ein­ræð­ið“

Hann sagði Rússa ekki aðeins ætla sér að taka landið af úkra­ínsku þjóð­inni heldur ætli þeir sér að taka allt sem henni til­heyr­ir.

Zel­en­skí kvaðst þó bjart­sýnn að innan tíðar muni end­ur­upp­bygg­ing í Úkra­ínu hefj­ast. „Við bjóðum vinum okkur að taka þátt í bar­átt­unni um end­ur­upp­bygg­ingu þegar þar að kem­ur.Ég er sann­færður um að fljót­lega komi að því að við hefj­umst handa við upp­byggin­una. En áður en að því kemur verðum við að vinna þetta stríð. “

Stundin í dag var söguleg en þetta er í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi ávarpar Alþingi Íslendinga. Mynd: Bára Huld Beck.

Zel­en­skí þakk­aði Íslend­ingum fyrir stuðn­ing­inn hingað til og hvatti lands­menn til áfram­hald­andi stuðn­ing. Þá brýndi hann fyrir nauð­syn þess að hætta að kaupa olíu frá Rúss­landi og slíta á öll fjár­mála­tengsl við Rúss­land. „Engin við­skipti við ein­ræð­ið,“ sagði Zel­en­skí. Hann sagði stærð eða smæð ríkis ekki skipta máli, fram­lag hvers og eins skiptir máli.

Að lok­inni ræðu sinni risu Alþing­is­menn úr sætum sínum og klöpp­uðu Zel­en­­skí lof í lófa. Þetta er í fyrsta skipti sem erlendur þjóð­höfð­ingi ávarpar Alþingi Íslend­inga.

Guðni ávarp­aði Zel­en­skí á úkra­ínsku

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, ávarp­aði Zel­en­skí, þing­menn og þjóð­ina áður en Zel­en­skí tók til máls.

„Fyrir hönd Íslend­inga sendi ég þér og úkra­ínsku þjóð­inni allri sam­stöðu- og stuðn­ings­kveðjur á þessum erf­iðu tím­um. Við dáumst mjög að styrk ykkar og þjóð­ar­anda, and­spænis ofbeldi hins rúss­neska inn­rás­ar­her­s,“ sagði Guðni meðal ann­ars.

Þá ávarp­aði hann Zel­en­skí á úkra­ínsku þar sem hann sagði Íslend­inga standa með öllum þeim sem leita frið­ar. „Við stöndum með þeim sem þurfa að verj­ast ofbeldi. Við stöndum með þeim sem vilja búa í frjálsu lýð­ræð­is­sam­fé­lag­i,“ sagði Guðni, á móð­ur­máli Zel­en­skí.

Þá sagði hann landa Zel­en­skí alla vel­komna hingað til lands þar sem þau muni njóta skjóls svo lengi sem þau þurfa. „Þótt höf og lönd aðskilji okkur eigum við sam­eig­in­leg gildi. Við eigum sömu vonir og eigum þann sama rétt að njóta frels­is, að lifa við frið, að sjá sam­fé­lög okkar blómstra,“ sagði Guðni, sem lauk orðum sínum á að ítreka stuðn­ing Íslands við Úkra­ínu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þakkaði Zelenskí fyrir kraftmikla og hjartnæma ræðu. Mynd: Bára Huld Beck

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra þakk­aði Zel­en­skí fyrir kröftug og hjart­næm orð. Hún full­viss­aði Zel­en­skí um að íslensk stjórn­völd séu reiðu­búin til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur itl þess að hjálpa úkra­ínsku þjóð­inni á þessum erf­iðu tím­um.

„Hugs­anir okkar eru hjá úkra­ínsku þjóð­inni – skyldur okkar eru hjá ykk­ur. Á þessu háska­lega augna­bliki, þar sem Úkra­ínu­menn berj­ast fyrir lífi sínu, stöndum við með ykkur og styðjum – í nafni frels­is, mann­gæsku og frið­ar,“ sagði Katrín.

Katrín ítrek­aði stuðn­ing íslenskra stjórn­valda við þær refsi­að­gerðir sem Evr­ópu­sam­bandið hefur beitt. „Sem her­laus þjóð hefur stuðn­ingur Íslands einkum verið borg­ara­leg­ur. Við höfum veitt mann­úð­ar­að­stoð og fjár­hags­lega aðstoð og höfum skuld­bundið okkur til að gera enn bet­ur.“

Að loknu ávarpi Katrínar bað Birgir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, þing­menn að rísa úr sætum og heiðra þannig úkra­ínsku þjóð­ina.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokki