Hungurleikar Pútíns grimma

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um stríðið í Úkraínu.

Auglýsing

Sá atburður sem mun líma árið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkra­ínu. Árás­ar­stríð sem „keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræður nán­ast öllu í Rúss­land­i), hóf þann 24. febr­úar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagður var á „æf­ing­u“, til inn­rásar á helstu vina­þjóð Rússa. Lítið er um vina­þel, eins og staðan er í dag.

Stríðið er grund­vallað á lygum og föls­unum en hefur haft og mun hafa gríð­ar­legar afleið­ing­ar, ekki bara fyrir Evr­ópu, heldur alla heims­byggð­ina. Stríð sem var alger­lega ónauð­syn­legt.

Pútín virð­ist stað­ráð­inn í að sprengja bræðra­þjóð­ina Úkra­ínu aftur á stein­öld og helst lengra ef marka má orð hans og umræð­una meðal æðstu valda­manna lands­ins. Lagðar eru jarð­sprengjur og rækt­un­ar­svæði eru gerð órækt­an­leg í þessu gjöf­ula landi, kallað „brauðkarfa“ Evr­ópu. Ný Kam­bó­día er í upp­sigl­ingu, en óvíða í heim­inum hefur eins mörgum jarð­sprengjum verið komið fyrir per fer­kíló­metra og þar. Úkra­ína er því að kom­ast í þann óæski­lega flokk.

Auglýsing
Fyrir nokkrum vikum kvaddi Pútín um 300.000 vara­liða í her­inn. Þá flúðu einnig nokkur hund­ruð þús­und manns frá Rúss­landi því þeir vilja ekki taka þátt í slátrun Pútíns, bæði sem ger­endur og þolend­ur. Mann­fall hefur verið mikið meðal Rússa, sem og Úkra­ínu­manna, en við vitum ekki nákvæm­lega rúss­nesku töl­una, þar sem Rúss­land er í dag harð­læst og lokað ein­ræð­is­ríki undir járn­hæl Pútíns. Allt sem kall­ast lýð­ræði hefur verið brotið á bak aftur og kæft. Fjöldi Rússa flúði einnig frá land­inu eftir að inn­rásin hófst.

Gríð­ar­legt mann­fall

Sam­kvæmt frétt vef­mið­ils­ins Kiev Post hafa Úkra­ínu­menn misst á bil­inu frá 10-13.000 fallna frá upp­hafi inn­rás­ar. Talið er að þeir missi 50-100 menn á dag og að um 500 sær­ist. Í annarri frétt frá The Economist er talið að mann­fall Rússa sé heldur meira eða um 15.000 manns (sam­kvæmt tölum frá CIA). Og þá er bara verið að tala um her­menn, en þús­undir almennra borg­ara hafa lát­ist og um 7 millj­ónir Úkra­ínu­manna eru nú á flótta. Nokkur hund­ruð börn hafa lát­ist, en mögu­lega eru tölur um látna og slas­aða mun hærri og því allskyns get­gátur á lofti. Lík­lega fáum við aldrei réttar tölur um þessi átök.

Hinir herkvöddu

Aftur að hinum herkvöddu, hvað ætlar Pútín að gera við þá? Jú, ýmsir sér­fræð­ingar velta fyrir sér að hann sé jafn­vel að und­ir­búa stór­sókn á næstu vik­um. Það er alls ekki ólík­leg sviðs­mynd. Hann hefur orðið fyrir miklum skakka­föllum í stríð­inu (sem átti bara að taka nokkra daga) og er meðal ann­ars búinn að tapa svæðum og borgum sem hann hefur „frels­að“ og inn­limað í Rúss­land. Hann hefur tapað næst stærstu borg­inni, Kar­kív í norðri og einnig Kher­son í suðri. Honum mistókst að her­taka höf­uð­borg­ina Kíev. Pútín á ein­fald­lega í miklu basli með þetta stríð sitt og ekk­ert bendir til þess að Úkra­ínu­menn séu að brotna, þvert á móti. Pútín þarf því að „rétta hlut“ sinn.

Not­aði orð­ið „­stríð“

Það sem er helst frétt­næmt frá Rússum (burt­séð frá dag­legum árásum, meðal ann­ars nú um jól­in) er að í fyrsta sinn not­aði Pútín orð­ið stríð“ um þessar hörm­ungar sem hann hefur hrint af stað. Það gerð­ist þann 22. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Fram að því var rúss­neskum almenn­ing selt stríðið sem „­sér­stök hern­að­ar­að­gerð.“ Hvernig á að kalla þetta annað en stríð? Sér­stak­lega þegar búið er að kveða hund­ruð þús­unda manna í her­inn og líkin hrann­ast upp? Menn kom­ast ekki enda­laust upp með lygar og fals­an­ir. Kannski er Pútín einnig að fá ein­hvers­konar jarð­teng­ingu, nú þegar hann er búinn að vera næstum ár í stríði við nágranna­þjóð sína, hver veit?

Hung­ur­leik­arnir

Nú þegar við Íslend­ingar erum búnir a renna niður jólasteik­inni blasir við jóla­há­tíð Rússa, þeir halda jólin seinna en við vegna júl­í­anska tíma­tals­ins sem þeir nota. Þau eru þann 7. jan­ú­ar. Þá verða hallir virk­is­ins þar sem Pútín býr, Kreml­in, vel upp hit­að­ar, bjartar og vænt­an­lega hlaðnar kræs­ing­um.

Það verður hins vegar ekki þannig hjá millj­ónum Úkra­ínu­manna, kon­um, börnum og öldruð­um. Pútín hefur bók­staf­lega varpað djúpum skugga yfir dag­legt líf íbúa Úkra­ínu, t.d. með því að sprengja í sundur raf­orku­kerfi lands­ins. Hann hefur orsakað dauða og hörm­ung­ar, en það er nokkuð sem hann þekkir vel af eigin reynslu frá heima­borg sinni Lenín­grad, nú Sankti Pét­urs­borg.

Í nýrri bók eftir Sví­ann Martin Kragh, „Hið fallna heims­veldi“ er meðal ann­ars sagt frá Pútín og ferli hans. Fæddur í Lenín­grad árið 1952, faðir hans barð­ist í seinni heims­styrj­öld gegn Þjóð­verjum og særð­ist, en um borg­ina sátu nas­istar í tæp­lega 900 daga, sem var lengsta og ban­væn­asta umsátur stríðs­ins, um milljón almennra borg­ara féll. Fimm föð­ur­bræður Pútíns féllu einnig í stríð­inu, sem Rússar kalla „­Föð­ur­lands­stríðið mikla.“ For­eldrar Pútíns misstu tvo eldri syni úr hung­ur­tengdum sjúk­dóm­um, annan fyrir stríð og hinn í stríð­inu sjálfu. Móðir hans, Mar­ía, var nær dauða en lífi í umsátr­inu. Því var Pútín einn eftir og bjó hann ásamt for­eldrum sínum í íbúð sem hvorki hafði sal­erni né renn­andi vatn.

En það eru einmitt svona örlög og aðstæður sem Pútín vinnur nú hörðum höndum við að skapa til handa Úkra­ínu­mönn­um. Árásir hers hans und­an­farið hafa fyrst og fremst miðað að því að eyði­leggja inn­viði; raf­magn, vatn, hita. Allt sem gerir líf fólks þægi­legt og mann­sæm­andi, í landi þar sem frost­hörkur eru gríð­ar­leg­ar. Með aðgerðum sínum er rúss­neski her­inn að ræna Úkra­ínu­menn mann­virð­ing­unni. Pútín kallar hung­ur, kulda og vos­búð yfir úkra­ínsku þjóð­ina. Þetta eru hung­ur­leikar Pútíns grimma, sem hikar ekki við að láta eld­flaugum rigna yfir íbúða­blokkir, skóla og sjúkra­hús, en ráð­ist hefur verið á nokkur hund­ruð slíka staði.

Aðr­ir ólýs­an­legir stríðs­glæpir hafa verið framdir og eru í rann­sókn. Alls er verið að tala um allt að 50.00 atvik sem eru skráð og eru til skoð­un­ar. Fyrir skömmu birti The New York Times nýtt og ítar­legt mynd­band um hroð­ann í Bucha en þar er talið að Rússar hafi þar myrt nokkur hund­ruð almenna borg­ara.

Hvar er sonur minn“?

Undir venju­legum kring­um­stæðum ætti Pútín að gera tvennt um þessar mundir sem er mik­il­vægur hluti af starfi hans sem for­seti Rúss­lands. Hann á að halda ræðu um stöðu lands­ins fyrir þing­heim Dúmunn­ar, rúss­neska þings­ins. Þetta er sam­kvæmt stjórn­ar­skránni, sem á sínum tíma var breytt þannig að Pútín geti setið til árs­ins 2036.

Svo á hann að halda það sem kall­ast „bein lína“ – en það er eins­konar fundur hans með rúss­nesku þjóð­inni i beinni útsend­ingu í sjón­varpi. Báðum þessu atburðum hefur nú verið frestað, enda hefur Pútín engar góðar fréttir að færa. Einnig er lík­legt að hann fengi spurn­ingar á borð við ,,hvar er sonur minn“, en á sam­fé­lags­miðlum má sjá mynd­bönd frá Úkra­ínu þar sem úkra­ínskir her­menn ganga fram á rotn­andi lík rúss­neskra her­manna, sem ekk­ert er hirt um að koma til ætt­ingja sinna. Þeir hafa verið skildir eft­ir, fórnað á alt­ari Pútíns. Enn ein grimmd­ar­hliðin á þessu ónauð­syn­lega stríði sem eng­inn veit hvenær tekur enda. Í ofaná­lag virð­ast líkur á frið­ar­við­ræðum í augna­blik­inu hverf­andi. Því verður árið 2023 senni­lega enn eitt ,,stríðs­árið“ í Evr­ópu. Und­ar­leg orð að skrifa.

Það sem við vitum hins vegar er að þján­ingar úkra­ínsku þjóð­ar­innar munu halda áfram en við vitum líka að sam­staða hennar er með ólík­ind­um. Vest­ur­lönd þurfa að halda áfram að hjálpa úkra­ínsku þjóð­inni í átök­unum við Rúss­land og Pútín með öllum til­tækum ráð­um. Hún berst í raun fyrir lífi sínu, í því sem kannski mætti kalla „Orr­ust­una um Úkra­ín­u.“

Hvað vill Pútín?

En hvað vill Pútín? Upp­haf­lega sagð­ist hann ætla að „af­vopna“ úkra­ínsku þjóð­ina, því henni væri stjórnað af „nas­ist­um“ eða fas­istum eins og Rússar segja alltaf. Sem er auð­vitað upp­spuni, enda for­seti lands­ins af gyð­inga­ættum og fleiri í yfir­stjórn þess. Pútín vill ráða yfir Úkra­ínu og helst lama starf­semi úkra­ínska rík­is­ins, enda er hann búinn að inn­lima ákveðin svæði í aust­ur­hlut­an­um, þó hann ráði ekki að fullu yfir þeim. Sem er afar sér­kenni­legt, svo ekki sé meira sagt. Úkra­ína á að vera hluti af rúss­nesku yfir­ráða­svæði sam­kvæmt Pútín.

Allt hefur þetta brölt hans þó meira eða minna mis­tekist, en í stað þess þá virð­ist ein­vald­ur­inn í Kreml stað­ráð­inn í því að valda Úkra­ínu og úkra­ínsku þjóð­inni eins miklum skaða og hægt er. Ef Úkra­ína væri ein­stak­lingur væri mark­miðið senni­lega að gera við­kom­andi að ósjálf­bjarga öryrkja. Talið er að eins og staðan sé núna, kosti það hátt í 500 millj­arða Banda­ríkja­dala að byggja upp landið eftir eyði­legg­ing­ar­stríð Rússa.

Pútín er mesti skað­valdur í Evr­ópu síðan Adolf Hitler var og hét. Á fundi með her­for­ingjum sínum þann 21. des­em­ber síð­ast­lið­inn til­kynnti hann að kjarn­orku­vopn lands­ins yrðu gerð bar­daga­hæf, að her­inn yrði stækk­aður um 30% og að nýjar her­sveitir yrðu stofn­aðar í vest­ur­hluta Rúss­lands, sem liggur að Finn­landi og 1300 kíló­metra löngum landa­mærum land­anna. Þetta er beint and­svar hans við NATÓ-um­sókn Finna og Svía, sem nú eru í vinnslu. Tal hans og ann­arra æðstu ráða­manna, um notkun kjarn­orku­vopna er full­kom­lega ábyrgð­ar­laust og í raun stór­hættu­legt.

En það er nokkuð ljóst að senni­lega mun spennan á Norð­ur­löndum bara aukast á næstu miss­er­um. Hún bæt­ist þá við almennt aukna spennu í alþjóða­kerf­inu. Þetta sam­an­lagt er mikið áhyggju­efni og útlitið í örygg­is­málum Evr­ópu og er dökkt. Það er því miður stað­reynd og hlýtur að skrif­ast nán­ast alfarið á reikn­ing for­seta Rúss­lands, enda hann og eng­inn annar sem tók þá ákvörðun að ráð­ast inn í Úkra­ínu og hefja þar með verstu átök álf­unnar frá seinni heims­styrj­öld.

Höf­undur er MA í stjórn­málum A-Evr­ópu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar