Af hverju hötum við fátækt fólk?

Sanna Magdalena Mörtudóttir segir að sjálfsásökunarsvipan sem fátækir þekki of vel þurfi að hverfa úr íslensku samfélagi, þar sem það sé ekkert að fátæku fólki en gríðarlega mikið að stjórnvöldum sem skapi og viðhaldi ójöfnuði og misskiptingu.

Auglýsing

Við búum í sam­fé­lagi sem lítur niður á fátækt fólk vegna þess að því hefur verið troðið inn í haus­inn okkar að fátækt fólk sé það vegna per­sónu­legs mis­brests. Það hljóti að vera eitt­hvað að þeim sem eiga ekki nægan pen­ing til að kaupa mat, þau hljóti að geta keypt ódýr­ari vörur og skipu­lagt inn­kaupin bet­ur. Þessi hugs­un­ar­háttur er afleið­ing nýfrjáls­hyggj­unnar sem hampar ein­stak­lings­hyggj­unni, vill ekki að hið opin­bera skipti sér af okkur og hamrar á því að við berum ábyrgð á okkar eigin lífi. Þau sem eiga fulla skápa af mat­vörum, hús­næði og tíma til að sinna félags­líf­inu hafa verið dug­leg og unnið sér inn fyrir sínu. Hin eigi greini­lega eftir að læra á líf­ið.

Rót vand­ans er ekki til umræðu, ójöfn­uð­ur­inn er ekki ávarp­að­ur. Rík­ustu fjöl­skyld­urnar sópa til sín eignum og fjár­munum á meðan að þriðj­ungur heim­ila á ekk­ert eftir í lok mán­að­ar. Stór hluti þarf að safna skuldum til að láta dæmið ganga upp og er þannig í mínus um hver mán­að­ar­mót. Mis­skipt­ing er ekki tekin til greina og mann­eskjum er gert að bera ábyrgð á sér og lífs­af­kom­unni einum og óstudd­um. Skila­boðin eru þau að það sé okkar að grípa tæki­færin sem lífið hefur upp á að bjóða.

Auglýsing

Þau sem missa af tæki­færa­lest­inni og eru komin í hyl­dýpi von­leys­is, er veitt örlítil við­ur­kenn­ing á sinni stöðu. Þannig er leigj­endum veitt leyfi til að sækja um hús­næð­is­bætur svo greiða megi niður okur­leigu fégráð­ugra leigu­sala. Slíkt við­heldur þó mis­skipt­ing­unni þar sem það fer í að fita efna­hags­reikn­ing leigu­fé­lag­anna. Þau sem ráða ekki við hinn „frjálsa“ leigu­markað fá að sækja um félags­legt leigu­hús­næði gegn því að bera sál sína á borð yfir­valda sem eiga að meta hvort þú eigir skilið að fá stuðn­ing í líf­inu.

Ef þér er sýnd mis­kunn og þú ert met­inn í þörf fyrir félags­legt hús­næði hjá borg­inni, þá máttu gjöra svo vel að bíða á list­anum með hinum 864 mann­eskj­unum sem eru dag­lega í streitukasti og er gert að bíða við óvið­ráð­an­legar aðstæð­ur. Þú átt samt að vera þakk­lát fyrir það að „aldrei hafi áður verið byggt jafn mikið hús­næði“ og að biðlistar hafi styst um helm­ing á nokkrum árum. Ef það væri hægt að búa í biðlistum væri ef til vill hægt að gleðj­ast yfir því að stjórn borg­ar­innar hafi ákveðið að fjölga félags­legum íbúðum um 348 til næstu fimm ára, á meðan að 864 mann­eskjur bíða nú á ört stækk­andi biðlista. Borg­ar­stjórn hafnar félags­hyggj­unni og leyfir hug­mynda­fræði mark­aðs­ins að ráða för.

Nær allar hliðar mann­legs sam­fé­lags hafa verið gerðar að vöru sem á að selja fyrir ákveðið verð. Þau sem stjórna skút­unni trúa því að ef ríku fólki er gefið fullt af fjár­magni og sér­reglur skap­aðar í kringum þau, muni allir græða. Þannig megi leysa sköp­un­ar­kraft þeirra öfl­ug­ustu úr læð­ingi. Ríka fólkið muni þannig skapa verð­mæti fyrir okkur öll.

Slíkt er fjarri lagi þar sem allir hinir eru látnir bera byrð­ina af skatta­af­sláttum til hinna ríku. Og auð­ur­inn trítlar aldrei nið­ur. Hann safn­ast saman á toppnum og honum er haldið þar. Ef eitt­hvað þor væri í borg­ar­stjórn, þá hefði hún sam­þykkt kröfu Sós­í­alista um að senda áskorun á ríkið sem var þess efnis að fjár­magns­eig­endur eigi líka að greiða hluta af sínum tekjum til sam­fé­lags­ins í formi útsvars. Sjóður borg­ar­innar hefði stækkað um 9 millj­arða á síð­asta ári ef fjár­magns­eig­endur hefðu verið krafðir um greiðslu útsvars til jafns á við launa­fólk. Það er greini­lega of stór bón að leggja slíkt fram og gæti styggt ríka fólk­ið, áfram skal haldið á þeirri braut að leggja byrð­arnar á þau sem ekki geta borið þær og ef það er ekki nóg, þá eru börn rukkuð fyrir nauð­syn­lega grunn­þjón­ustu.

Frír skóla­matur til barna er afskrifað sem pen­inga­eyðsla þar sem fullt af for­eldrum geti greitt fyrir mat barna sinna. Ef sam­fé­lagið færi að bera ábyrgð á nær­ingu allra barna, þá værum við að borga fyrir þau sem hafa efni á reikn­ingn­um, það gengur ekki. Þarna er nýfrjáls­hyggjan enn og aftur búin að heila­þvo okkur og sann­færa okkur um að við eigum ein­ungis að hjálpa þeim allra fátæk­ustu að greiða fyrir skóla­mat barna sinna en alls ekki að fara borga undir milli­stétt­ar­börnin og rík­ustu börn­in.

Stöldrum við hér. Ef við næðum í fjár­magn til þeirra rík­ustu sem hafa verið und­an­þegnir því að greiða til jafns á við aðra í sam­neysl­una, þá gætum við skapað nógu öfl­uga sjóði til að afnema gjald­töku í grunn­stoðum sam­fé­lags­ins, líkt og fyrir mál­tíðir grunn­skóla­barna.

Sjálfs­á­sök­un­ar­svipan sem fátækir þekkja of vel þarf að hverfa úr okkar sam­fé­lagi, þar sem það er ekk­ert að fátæku fólki en gríð­ar­lega mikið að stjórn­völdum sem skapa og við­halda ójöfn­uði og mis­skipt­ingu.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit