150 færslur fundust merktar „vendipunktur“

Stefán Jón Hafstein
2022: Ár raunsæis
4. janúar 2023
Árið þegar hugrekkið minnti á mikilvægi sitt
Utanríkisráðherra segir að á nýliðnu ári hafi Íslendingar verið minntir á fallvaltleika heimsins með óþægilegum hætti. Þótt Ísland sé friðsælasta land heims og fátt bendi til að alvarlegar ógnir steðji að öryggi þess sé værukærð ekki valkostur.
4. janúar 2023
Orku- og veitumál í brennidepli
Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, fer yfir orkumálin sem voru fyrirferðarmikil á nýliðnu ári og framtíðarsýn í orku- og veitumálum.
3. janúar 2023
Stöndum vörð um velferðarsamfélagið
Þórarinn Eyfjörð segir að stjórnvöld þurfi að snúa af leið nýfrjálshyggjunnar og fara að huga að almenningi af alúð og umhyggju – en ekki þjóna einungis þeim sem eiga fjármagnið.
3. janúar 2023
Framtíðin kemur ekki af sjálfu sér
Alexandra Briem segir að henni líði að vissu leyti eins og heimurinn sé að vakna af dvala. „Við erum að rifja upp kraft samstöðunnar og við erum farin að sjá hugsanlegar afleiðingar þess að sofna á verðinum.“
2. janúar 2023
Loftslagsannáll 2022
Tinna Hallgrímsdóttir segir enn óljóst hvernig Ísland ætlar að ná markmiðum um kolefnishlutlaust og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040. „Látum 2023 einkennast af hugrekki í loftslagsmálum!“
2. janúar 2023
Þrennt sem eykur forskot Íslands
Sigurður Hannesson segir að öflugur iðnaður sé undirstaða velsældar. „Til verða eftirsótt störf um land allt, aukin verðmæti skapast og hagur landsmanna vænkast.“
1. janúar 2023
Það er bara eitt kyn – Mannkyn
Sigríður Hrund Pétursdóttir hvetur fólk til að taka ábyrgð á eigin hugsunum, orðum og hegðun. „Verum leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu. Fyrir hið eina sanna kyn – mannkynið.“
1. janúar 2023
Eftir ræðurnar göngum við í verkin
Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir að við áramót sé skynsamlegt, hollt og skemmtilegt að horfa um öxl, fara yfir árangur nýliðins árs og velta fyrir sér hverju við viljum áorka á nýju ári.
1. janúar 2023
Grunnþarfir allra þær sömu, sjálfsögð réttindi
Formaður ÖBÍ segir að þegar litið er yfir þá sigra sem unnist hafa á árinu, stóra sem smáa, megi sjá að ýmsu hefur verið áorkað. „Hér má ekki láta staðar numið. Áfram er þörf á úrbótum og aðgerðum í þágu fatlaðs fólks og baráttan heldur áfram á nýju ári.“
1. janúar 2023
Annus difficilius
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segist svo sannarlega vona að næsta ár muni „færa okkur tækifæri til að halda áfram að þróa samfélagið“ – til að allir fái notið sín og hvetur hún borgarbúa til að taka öllum nýjum Reykvíkingum opnum örmum.
1. janúar 2023
Óskir um femínískt nýtt ár
Meðlimir í félaginu Femínískum fjármálum fara yfir árið en þær segja m.a. að eitt sorglegasta ónýtta tækifærið til jafnréttis sem við virðumst í sífellu missa af sé það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og tryggja börnum leikskólavist.
31. desember 2022
Ísland barnanna okkar
Daði Már Kristófersson fer yfir árið en hann segir að hörmuleg innrás Rússa í Úkraínu marki tímamót. „Hinn frjálslyndi heimur mun þjappa sér saman á komandi árum. Ísland þarf að vera virkur þátttakandi í þeirri þróun. Frjálst meðal vina.“
31. desember 2022
Ár sem breytti heimsmyndinni
Jón Ormur Halldórsson segir að árið 2022 hafi einkennst af örlagaríkum viðbrögðum við umbrotum sem ekki var alltaf auðvelt að sjá fyrir.
31. desember 2022
Viljinn er allt sem þarf
Sandra B. Franks segir að við sem samfélag viljum eiga gott heilbrigðiskerfi. „En heilbrigðiskerfið er fátt annað en starfsfólkið sem þar vinnur. Við þurfum að hlúa að betur því og meta vinnuframlag þeirra sem þar vinna að verðleikum.“
31. desember 2022
Austurland 2022: Miklar fórnir fyrir stóra vinninga?
Ritstjóri Austurgluggans og Austurfréttar segir mikilvægt að nærsamfélagið og samfélagið í heild taki djúpa umræðu um stefnu til næstu ára í orkumálum. „Hvernig við hámörkum ágóða okkar í þeim en lágmörkum fórnirnar sem við þurfum að færa við þróunina.“
30. desember 2022
Framtíðarsýn ferðaþjónustu – ákvörðun um aðgerðir
Jóhannes Þór Skúlason segir að ef okkur heppnast vel að setja saman aðgerðaáætlun um uppbyggingu ferðaþjónustu á grunni stefnurammans til 2030 munum við á næstu árum öðlast sterkari atvinnugrein sem skili samfélaginu meiri verðmætum ár hvert.
30. desember 2022
Verslun í alþjóðlegu umhverfi
Andrés Magnússon segir að íslensk verslun þurfi að fylgjast náið með öllum þeim öru breytingum sem verða á komandi árum. Fyrirtæki hafi sýnt það í gegnum árin að þau séu fljót að laga sig að breyttu umhverfi og þau muni halda áfram að gera það.
30. desember 2022
Verður gott að eldast?
Helgi Pétursson fjallar um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. „Verður eitthvað úr þessu? Von að spurt sé. Það liggja fyrir fjölmargar skýrslur og álitsgerðir um málefni eldra fólks sem flestar rykfalla í skúffum.“
30. desember 2022
Takk fyrir árið
Svanhildur Hólm Valsdóttir segir að þótt við Íslendingar getum rifist um bankasölu og borgarmál, snjómokstur og vinnutímastyttingu, haft áhyggjur af verðbólgu, vaxtahækkunum og of mörgum tásum á Tene, sé svo margt sem fellur með okkur.
30. desember 2022
Síbreytilegar áskoranir
Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að Íslendingar séu afar tilbúnir til þess að tileinka sér nýjar leiðir í rafrænni þjónustu, en þessari auknu notkun fylgi einnig áskoranir og þörf á breytingu á reglugerðum.
29. desember 2022
Óvissu- og átakatímar
Formaður RSÍ segir að verkalýðshreyfingin muni ekki geta horft aðgerðalaus á yfirgengilegar hækkanir nauðsynja og vaxta. Hún muni leitast við að veita nauðsynlegt aðhald gagnvart versluninni og láta sig ákvarðanir eða aðgerðaleysi stjórnmálafólks varða.
29. desember 2022
Margföld fjárhagsleg refsing og það með keðjuverkandi skerðingum
Guðmundur Ingi Kristinsson segir að enginn ætti að óttast lífið og tilveruna í íslensku samfélagi. „Að kvíða fyrir því að eiga ekki fyrir mat handa sér og börnum sínum er ömurlegt og á ekki að líðast í okkar ríka samfélagi.“
29. desember 2022
Ó, fagra veröld
Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður Viðreisnar og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, skrifar um stöðu stjórnmálanna.
29. desember 2022
Af hverju hötum við fátækt fólk?
Sanna Magdalena Mörtudóttir segir að sjálfsásökunarsvipan sem fátækir þekki of vel þurfi að hverfa úr íslensku samfélagi, þar sem það sé ekkert að fátæku fólki en gríðarlega mikið að stjórnvöldum sem skapi og viðhaldi ójöfnuði og misskiptingu.
29. desember 2022
Öfga uppgjör
Talsmenn Öfga fara yfir árið. „Menn sem misstu lífið án dóms og laga, fóru að klaga, plaga og dilk sinn draga. Þeir komu fljótt til vinnu, án þess að axla ábyrgð á neinu. Þeir lifðu sem sagt af þessa nornabrennu?“
29. desember 2022
Neytendur í vörn og sókn
Hvað stóð upp úr á árinu varðandi neytendamál? Breki Karlsson fer yfir það helsta.
28. desember 2022
Ár togstreitunnar
Friðrik Jónsson segir að togstreitan milli lýðræðis og einræðis, frelsis og ánauðar, virðingar og hrokans lifi því miður enn. Vonandi beri okkur Íslendingum hins vegar gæfa til að sameinast réttum megin þeirrar víglínu á nýju ári.
28. desember 2022
Ár af áratugi í íslenskum stjórnmálum
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fer yfir helstu málin sem voru áberandi í pólitíkinni á árinu. Hún segir að Píratar vilji gera Ísland að alvöru lýðræðisríki – þar sem m.a. allir sitji við sama borð og þar sem enginn þurfi að óttast um afkomu sína eða frelsi.
28. desember 2022
Íslendingar ættu ekki að líða skort á hommum
Formaður Samtakanna '78 hvetur fólk til að hlúa að hvert öðru á nýju ári. „Leyfum ekki kjánum að drífa fram óþarft bakslag í réttindum okkar. Stöndum frekar saman gegn óþarfa fáfræði og aðkasti og höldum áfram að vera sýnileg.“
28. desember 2022
Ó, borg mín borg
Kolbrún Baldursdóttir fer yfir árið í borginni en hún segir að Flokkur fólksins vilji sjá meira samráð við borgarbúa til að mynda hversu langt á að ganga í þéttingu byggðar og þrengingu gatna eða skreytingu torga.
28. desember 2022
Góð orð eru eitt – en aðgerðirnar telja
Formaður KÍ gerir upp árið sem nú er að líða en hann segir að allur árangur sem næst í skólakerfinu byggi á frammistöðu kennarans í stofunni með nemendum sínum. Starfskjörin verði að vera í samræmi við þá ábyrgð sem honum er falin.
27. desember 2022
Heimurinn versnandi fer … en það er ljós við enda ganganna
Í huga Lilju Alfreðsdóttur stendur tvennt upp úr á árinu. Annars vegar stríðið í Úkraínu og hins vegar orkukreppan sem fylgdi í kjölfarið ásamt hárri verðbólgu.
27. desember 2022
Brú að betri lífskjörum
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að nauðsynlegur stöðugleiki náist ekki einungis með ábyrgum samningum á almennum vinnumarkaði heldur verði ríki og sveitarfélög að sýna ábyrgð til að verðbólga geti farið lækkandi og Seðlabankinn lækkað vexti.
27. desember 2022
Framtíðin er núna
Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar fer yfir helstu vendingar á árinu varðandi umhverfismál. Hún segir að ákvarðanir sem við tökum í dag ákvarði framtíðina.
26. desember 2022
Gerum betur!
Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gerir árið upp en hann skynjar að tími jafnaðarmanna muni fljótlega renna upp. Margir Íslendingar séu jafnaðarmenn í hjarta sínu og vilji frelsi, jafnrétti og samstöðu í öndvegi í stjórnmálum.
26. desember 2022
Árið 2022: Húsnæðismarkaðurinn át kaupmáttinn
Stefán Ólafsson gerir upp árið 2022. Hann segir Eflingu þurfa því að fá öðruvísi launatöflu og sérstaka framfærsluuppbót, svokallað Lundúnar-álag, vegna hins háa húsnæðiskostnaðar sem félagsmenn búi við. Allt annað sé óeðlilegt og óviðunandi.
26. desember 2022
Ég bara hangi í hárinu á þér
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur skrifar um íslensk stjórnmál. Þar sem traktorinn heitir Sjálfstæðisflokkur, hægra afturdekkið eru Vinstri grænir, það vinstra Framsókn, annað framdekkið heimska, hitt aulabárðar.
26. desember 2022
Nýr samfélagssáttmáli
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB telur að íslenskt samfélag megi til með að gera nýjan samfélagssáttmála þar sem jöfnuður og jafnrétti verði sett í fyrsta sæti – og hugmyndir okkar um verðmætasköpun séu endurskoðaðar.
26. desember 2022
Refurinn og vínberin
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fjallar um vendingar í borgarstjórnmálum á árinu en hún segir að vonandi hugsi kjósendur sig nú tvisvar um áður en innihaldslausum lýsingarorðum um ábyrgan rekstur borgarsjóðs sé fleygt fram.
26. desember 2022
Vinir og óvinir í viðskiptum
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fer yfir árið sem er að líða. Hann segir að ekki megi missa sjónar á þeirri staðreynd að frjáls viðskipti séu undirstaða hagsældar fólks um allan heim.
25. desember 2022
Ár mistaka, misheppnaðra tilrauna og gallaðs vinnumarkaðslíkans?
Þórólfur Matthíasson gerir upp árið 2022. Hann segir nú tækifæri, nú við áramót, að gefa gaum að ýmsu því sem ekki er tengt veiru og viðbrögðum við alheimsfaraldri.
25. desember 2022
Hátíðarhugvekja: Heimilisofbeldi um jólin og gerendameðvirkni í lok árs
Hrafnhildur Sigmarsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, bendir á að ofbeldi fari ekki í jólafrí og því verði að tala um það.
25. desember 2022
Loftslagsréttlæti á nýju ári?
Tinna Hallgrímsdóttir segir að við höfum látið baráttuna við hið hnattræna vandamál, faraldur kórónuveirunnar, einkennast að miklu leyti af ójöfnuði og eiginhagsmunum ríkja, sem komi auðvitað niður á árangrinum. „Endurtökum ekki sömu mistökin tvisvar.“
3. janúar 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Nýir tímar í orkumálum – ný tækifæri
3. janúar 2022
Heimurinn er betri en við höldum
Hjálmar Gíslason hvetur fólk til að taka ​fegurð heimsins og árangrinum sem náðst hefur sem áminningu um að það er svo ótalmargt gott þarna úti sem er þess virði að berjast fyrir og það er hægt að takast á við áskoranirnar.
3. janúar 2022
Austurland 2021: Árið eftir skriðurnar
Sá atburður sem mest markaði árið 2021 á Austurlandi varð reyndar árið 2020, segir ritstjóri Austurfréttar. Eftirköst skriðufallanna á Seyðisfirði í desember það ár vörðu allt árið, munu vara næstu ár og finnast mun víðar en bara á Seyðisfirði.
2. janúar 2022
Jóhannes Þór Skúlason
Í kjólinn eftir jólin
2. janúar 2022
Aðlögun er búin að vera og heyrir sögunni til
Sabine Leskopf segir að við eigum ekki einungis að sætta okkur við fjölbreytileikann heldur skilgreina hann sem eðlilegt ástand.
2. janúar 2022
Vöxtur til velsældar eða velferð og réttlæti
Indriði H. Þorláksson fer yfir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og hvort hann taki á helstu málum sem hafa verið til umræðu hérlendis síðustu árin og áratugina.
2. janúar 2022
Vitskert veröld
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, veltir fyrir sér hvað sé að í íslensku samfélagi. Og kemst að því að það sé ansi margt.
2. janúar 2022
Að fara aðra leið
Friðrik Jónsson segir að raunverulegur undirbúningur kjaraviðræðna þurfi að hefjast strax á nýju ári og vonast hann til þess að það takist að auka skilvirkni í þeim til muna.
1. janúar 2022
Stafrænt langstökk til framtíðar
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu skrifar um samkeppnishæfni í stafrænum heimi og að mikið sé í húfi fyrir íslensk fyrirtæki í þeim efnum.
1. janúar 2022
Árangur í skugga heimsfaraldurs
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs gerir upp árið 2021.
1. janúar 2022
Hver hefur eftirlit með eftirlitinu?
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallar um „eftirlitsiðnaðinn“ og segir hann hafa „blásið langt út fyrir mörk skynseminnar“.
1. janúar 2022
Mannréttindi leigjenda
Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar um leigumarkaðinn og hvernig stefna stjórnvalda í húsnæðismálum ýtir undir auðsöfnun sumra en fátækt annarra.
1. janúar 2022
Hver stóð vaktina þetta árið?
Sandra Bryndísardóttir Franks segir að með vísindin að vopni munum við ráða niðurlögum kórónuveirunnar en þörfin fyrir gott heilbrigðiskerfi verði enn við lýði.
31. desember 2021
Örlagaríkir tímar á vinnumarkaði
Drífa Snædal segir að það muni mæða á nýskipaðri ríkisstjórn að bretta upp ermar í samstarfi við verkalýðshreyfinguna í upphafi ársins 2022 til að tryggja áframhaldandi kjarabætur og eflingu lífsgæða fyrir þorra almennings.
31. desember 2021
Líkamsvirðingarferðalag milli tveggja heima
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir hvetur alla til að leggjast í sjálfsskoðun og komast að því hvaðan viðhorf okkar til feits fólks koma og hvort að þau „endurspegli þau gildi sem við viljum tileinka okkur og fara eftir í daglegu lífi“.
31. desember 2021
Brýn úrlausnarefni hjá borginni á nýju ári
Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2021.
31. desember 2021
Katrín Júlíusdóttir
Ómíkron hrekkir
30. desember 2021
Endalok sáttastjórnmála Katrínar Jakobsdóttur
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gerir upp árið 2021.
30. desember 2021
Mun Covid breyta heiminum?
Þórólfur Matthíasson segir að yfirvöld peningamála og ríkisfjármála um allan heim hafi leitað í smiðju Keynes lávarðar til að takast á við Covid. Þau hafi lækkað vexti og opnað fyrir flóðgáttir úr ríkissjóðum. Margt hafi gengið vel, annað verr.
30. desember 2021
Pírataárið 2021 í Reykjavík
Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2021 fyrir hönd borgarstjórnarflokksins.
30. desember 2021
Störf án staðsetningar munu snúa íbúaþróun við
Ritstjóri Skessuhorns gerir upp árið 2021 á Vesturlandi. Hann telur að á árinu megi greina ýmis merki þess að fólk kjósi í auknum mæli að búa á landsbyggðinni. Mikil tækifæri liggi í því að boðið verði upp á störf án staðsetningar.
29. desember 2021
Kristján Guy Burgess
Grænt plan fyrir Ísland
29. desember 2021
Aukin tækifæri í menntun og uppbygging innviða
Kristján Þórður Snæbjarnarson segir að við sem samfélag þurfum að nýta nýja árið til að rýna vel inn á við og byggja upp réttlátt samfélag með trausta innviði þar sem mannsæmandi laun eru greidd fyrir störfin.
29. desember 2021
Hinn kaldi faðmur kerfisins
Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins gerir upp árið 2021.
29. desember 2021
Takk fyrir Öfgafullt ár
Aðgerðahópurinn Öfgar segir að nú sé komið að stjórnvöldum og samfélaginu í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. „Þolendur eru að gefa ykkur annað tækifæri á að gera betur og það er hlutverk allra að grípa þau og hlúa vel að þeim.“
29. desember 2021
Sterkari sveitarfélög, ný hugsun í úrgangsmálum og fleiri frístundir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og formaður borgarráðs gerir upp árið 2021.
29. desember 2021
Suðurnesjasveifla í fullum gangi
Ritstjóri Víkurfrétta gerir upp árið 2021. Eldgosið í Geldingadölum setti svip sinn á lífið á Suðurnesjum en Víkurfréttir birtu fyrstu myndina af gosinu í íslenskum fjölmiðli. Atvinnuleysi á svæðinu var í hæstu hæðum fyrr á árinu en minnkaði með vorinu.
28. desember 2021
Viðskiptafrelsið þarf ekki að veikjast í faraldrinum
Gengi íslensks atvinnulífs á nýja árinu ræðst ekki bara af þróun faraldursins, „heldur líka af því að stjórnvöld standi við fallegu orðin um viðskiptafrelsi og samkeppni,“ skrifar framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
28. desember 2021
Forréttindastéttin er blind á samfélagið
Agnieszka Ewa Ziółkowska segir að íslenska for­rétt­inda­stéttin virðist enn ekki hafa komið auga á það hverjir það raun­veru­lega eru sem halda sam­fé­lag­inu gang­andi. Lík­legra sé að hún vilji ekki við­ur­kenna það.
28. desember 2021
Fjórða stoðin
Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar var beðinn um að gera upp árið 2021 og gerir það með því að skrifa um fjórðu stoðina undir íslenskt atvinnulíf, sem getur verið erfitt að sjá út úr opinberum hagtölum.
28. desember 2021
Án réttlætis verður samfélag einskis virði
Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður Viðreisnar og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, gerir upp árið sem nú er næstum liðið. Hann segir marga stjórnmálamenn líta betur út í fjarska en nánd.
28. desember 2021
Getum við treyst kosningum og kosningaúrslitum?
Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur segir í áramótagrein sinni að ÖSE ætti að fá að fylgjast með komandi borgarstjórnarkosningum.
28. desember 2021
Eflum framlínustéttina kennara
Magnús Þór Jónsson segir að sækja þurfi í raddir kennara og þeirra sérfræðiþekkingu og nýta hana í umræðu um bætt skólastarf fyrir nemendur og kennara – samfélaginu öllu til heilla.
27. desember 2021
Stafrænir flassarar: Siðferðisskortur og siðleysi í samskiptum
Hrafnhildur Sigmarsdóttir segir að núverandi heimsmynd okkar, almenn siðferðiskennd og skoðanir þeirra embættismanna sem skipta máli og þeirra sem telja sig skipta máli sé staðfesting á því að við séum enn óralangt frá hápunkti siðferðisþroska mannsins.
27. desember 2021
Bla bla bla
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, gerir upp loftslagsárið 2021.
27. desember 2021
Á grænni grein
Sigurður Hannesson skrifar um áskoranirnar sem eru fram undan í loftslags- og orkumálum.
26. desember 2021
Farsæl leið út úr kreppu
Stefán Ólafsson segir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirukreppunnar hafi almennt verið til góðs, en kaupmáttur almennings hafi einnig leikið stórt hlutverk í að vinna gegn kreppuáhrifunum.
26. desember 2021
Besta leiðin
Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar gerir hér upp árið 2021. Hún segir að jöfnuður þurfi að vera í forgrunni við endurreisnina eftir kórónuveirufaraldurinn.
26. desember 2021
Árið 2021 var frábært ár fyrir íþróttirnar
Viðar Halldórsson skrifar um mennskuna í íþróttunum og þau mikilvægu skref sem stigin voru í átt til meiri mannúðar innan þeirra á árinu.
26. desember 2021
Reykjavík 2021
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir hér upp árið 2021.
26. desember 2021
Sjávarútvegur og fiskeldið stóðust áskoranir ársins 2021
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir upp árið sem er að líða.
25. desember 2021
Nýjar sögur á nýju ári
Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir að það sé okkar að spinna nýjan söguþráð með hagsmuni allra að leiðarljósi. Krafan um velsæld sé grundvallarkrafa sem skili auknum framförum og velferð fyrir okkur öll.
25. desember 2021
2022 má ekki verða eins og 2021
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gerir hér upp árið sem er að líða. Hún spyr hvort það sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi og athafnafrelsi til langframa vegna hugsanlegs álags á heilbrigðiskerfi og heilbrigðisstéttir.
25. desember 2021
Ljós og skuggar líðandi árs
Þórarinn Eyfjörð segir Samtök atvinnulífsins halda úti áróðri gegn velferðarkerfinu og opinberum starfsmönnum. Stærstu fjölmiðlar landsins taki síðan gagnrýnislaust undir áróðurinn og halda málflutningi samtakanna og fleiri hagsmunaaðila á lofti.
25. desember 2021
Hin Reykjavík – húsnæðiskreppa, fátækt og ójöfnuður
Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2021.
25. desember 2021
Gleðilega #@%$! sóttkví
Svanhildur Hólm Valsdóttir er í sóttkví. Henni hefur stundum orðið illt í stjórnarskránni og meðalhófinu á síðustu misserum og telur að þeim fjölgi sem líður þannig. Þess vegna heldur hún að yfirvöld eigi á hættu að tapa klefanum.
21. desember 2021
Ár veiru, almannagæða og almannaskaða
Þórólfur Matthíasson gerir upp árið 2020 og varar við fölskum söng þegar horft er til framtíðar.
3. janúar 2021
Betri tíð
Nánast hvergi á byggðu bóli ríkir meiri jöfnuður en á Íslandi, hvort sem litið er til eigna eða tekna. Engu máli virðist skipta hvar borið er niður, skrifar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
3. janúar 2021
Faraldurinn yfirskyggði allt
None
3. janúar 2021
Kannt þú að beygja kýr?
Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fer yfir árið sem var að líða en hún segir að ef íslenskan eigi að halda velli þá verði hún að vera tungumál okkar allra hér á landi – og að hleypa þurfi öllum að og leyfa þeim að tala með sínu nefi.
3. janúar 2021
2020 og leiðin fram á við
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, fer yfir árið en hún bendir m.a. á að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum og hafi aldrei verið meira á lýðsveldistímanum. Þetta sé algjörlega óviðunandi staða.
2. janúar 2021
Árið sem fer í sögubækurnar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og varaformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs gerir upp árið sem er að líða.
2. janúar 2021
Bach býr fyrir vestan
Auður Jónsdóttir gerir upp árið og segir að það sem hún muni helst sé fegurðin og hverfulleiki hennar. Í hverfulleikanum birtist fegurðin svo sterk.
2. janúar 2021
Ár samstöðu og seiglu
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn gerir upp árið 2020.
2. janúar 2021
Verndarstefna fyrir viðskiptafrelsi
Sagan sýnir okkur að í kreppu koma alltaf fram kröfur um verndarstefnu og hún sýnir okkur líka að það er ævinlega vond hugmynd, skrifar framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um árið 2020 og það sem framundan er.
1. janúar 2021
Austurland – horft um öxl
Það er „fjarri öllu“ að sár hafi gróið um heilt á milli fólks á Austurlandi sem tókust á í aðdraganda og kjölfar Kárahnjúkavirkjunar, skrifar formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands. Samtökin fögnuðu fimmtíu ára afmæli árið 2020.
1. janúar 2021
Aðgerðasinnar gegn arðráni
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fer yfir árið en hún segir að við getum kollvarpað því „helsjúka gangverki sem við höfum verið látin taka þátt í“. Við getum sjálf ákveðið forgangsröðunina – gildin.
31. desember 2020
Af skynsemi og staðfestu
Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins gerir upp árið 2020.
31. desember 2020
Sammannlega reynslan Covid-19
Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2020.
31. desember 2020
Loftslagssárið 2020
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, fer yfir árið með áherslu á loftslagsmálin. Hann bendir m.a. á að síðustu sex ár hafi verið þau heitustu sem skráð hafa verið í heiminum.
30. desember 2020
Verkföll, veira og vinnuvika
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að Íslendingar verði að vinna sig út úr þessu COVID-ástandi þannig að vinnuframlag hvers og eins verði metið út frá samfélagslegu mikilvægi þess, óháð kyni, uppruna og stöðu að öðru leyti.
30. desember 2020
Samfélag sem stendur af sér storminn
Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins gerir upp árið sem er að líða.
30. desember 2020
Kreppan kallar á breytta pólitík
Forréttindapólitík yfirstéttarinnar mun ekki hverfa af sjálfu sér þó hún sé bæði ósanngjörn og ósjálfbær, því henni er viðhaldið með því valdi sem mest vegur – en það er peningavaldið. Að því leyti er þörf fyrir meiri áherslu á stéttapólitík í nútímanum.
30. desember 2020
Fólkið fyrst!
Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2020.
30. desember 2020
Hliðarveröld heimsfaraldurs: seigla og nýskapandi lausnir
Katrín Júlíusdóttir skrifar um vendingar í fjármálakerfinu á árinu sem er að líða.
29. desember 2020
Þöggun er spilling og spilling er glæpur
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gerir upp árið 2020 en hann segir að meðvirkni varðandi lífeyrismál á Íslandi sé lokið – og að tími aðgerða sé að hefjast.
29. desember 2020
Framundan er ár bjartsýni og endurreisnar
Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins gerir upp árið 2020.
29. desember 2020
Þau stóðu vaktina
Langar vaktir á öllum tímum sólarhringsins. Hlífðarfatnaður frá toppi til táar. Allir, allir, allir samstíga. Kjarninn tók viðtöl við framlínufólk í faraldrinum, fólkið sem notaði alla sína þekkingu og innsæi til að bjarga mannslífum.
29. desember 2020
Veiran í stjórnmálunum
Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður Viðreisnar og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, gerir upp árið sem nú er næstum liðið. Hann segir fjóra Framsóknarflokka í landinu, þrjá í stjórn og einn í stjórnarandstöðu.
29. desember 2020
Nýja hagfræðin í Reykjavík
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2020.
29. desember 2020
2020 - árið sem sjávarútvegurinn hefði átt að skila sínu
Arnar Atlason skrifar um vendingar í sjávarútveginum á árinu sem er að líða.
28. desember 2020
Hagsmunir launafólks
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að uppbygging samfélagsins upp úr kófinu þurfi að vera á forsendum fólksins og á forsendum fjöldans – en ekki örfárra útvalinna einstaklinga.
28. desember 2020
Lærdómar ársins 2020 og næstu skref
Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar gerir upp árið 2020.
28. desember 2020
Tíu góð tíðindi á árinu 2020
Við fylltumst stolti, kepptumst um ketti, lásum fleiri bækur og bökuðum sem aldrei fyrr. Við gengum flest í vinnuna – alla leið inn í stofu – þar sem við líka toguðum okkur og teygðum á meðan við biðum eftir heimboði frá Helga Björns.
28. desember 2020
Um Mikka ref, þöggun og nýju stjórnarskrána
Katrín Oddsdóttir segir að vitundarvakning ungs fólks hvað stjórnarskrármálið varðar muni hafa afgerandi áhrif á framvindu málsins næstu árin – framtíðin sé björt.
28. desember 2020
Óbojóboj þetta ár!
Víst getum við breytt heiminum, skrifar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar um árið 2020. Breyttum viðhorfum fylgir breytt gildismat sem er skilyrði fyrir því að ná tökum á hamfarahlýnun.
28. desember 2020
Varnarsigur á veirutímum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar um áskoranir í sjávarútveginum á árinu sem er að líða og framtíðarmöguleikum innan greinarinnar.
27. desember 2020
Spilling er pólítísk ákvörðun
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gerir upp árið 2020.
27. desember 2020
Leiðin fram á við er andkapítalismi
Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borgarstjórn gerir upp árið 2020.
27. desember 2020
Hlaupum hraðar
Sigurður Hannesson skrifar um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaiðnaðar í endurreisn hagkerfisins.
26. desember 2020
Nú reynir á – stöndum saman um jöfnuð og lífsgæði!
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að stærsta verkefni næsta árs verði að tryggja öllum afkomu, heilsu og velferð.
26. desember 2020
Ár þakklætisins
Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar gerir upp árið 2020.
26. desember 2020
Veganismi: Svona tapaði ég rifrildinu
Eydís Blöndal gefur þeim réttlætingum sem hún notaði til að borða dýraafurðir stjörnur. Góðar og gildar ástæður fá 5 stjörnur en þær sem eru það ekki fá enga. Svo má líka gefa réttlætingum mínus stjörnur.
26. desember 2020
Árið 2020: Hvert erum við komin?
Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2020.
26. desember 2020
Þetta er ekki búið
Jóhannes Þór Skúlason lítur á helstu áskoranirnar innan ferðaþjónustunnar á nýju ári.
25. desember 2020
Andrés Magnússon
Stafrænt stökk til framtíðar
25. desember 2020
Að hugsa hlutina upp á nýtt
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skrifar um þau verkefni sem framundan eru í stjórnmálunum.
25. desember 2020
Ár veirunnar og áratugur g(l)eymdra verkefna
Indriði H. Þorláksson gerir upp árið sem er að líða.
25. desember 2020
Stiklað á stóru um kótilettur og kófið
Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2020.
25. desember 2020
Ár vinnandi fólks
Drífa Snædal, forseti ASÍ, fer yfir árið en hún fjallar meðal annars um nýja umhverfisstefnu sambandsins sem lögð verður fram á næsta ári.
30. desember 2019
Hugarfarsbreyting er stærsta áskorunin
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, fjallar um þær áskoranir sem Íslendingar standa frammi fyrir. Með breyttu hugarfari séum við í stakk búin til að takast á við hinn nýja veruleika og taka honum fagnandi.
29. desember 2019
Á betri stað en fyrir ári
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fjallar um árið sem var að líða.
29. desember 2019
Í viðjum kvóta og kvótaþaks
Þórólfur Matthíasson skrifar um innviði og innviðavanda sjávarútvegs og landbúnaðar á Íslandi.
29. desember 2019
Þolinmæðin þrotin eftir níu mánaða kjarasamningsviðræður
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að á nýju ári muni aðildarfélög þeirra beita öllum þeim vopnum sem þau hafa til að tryggja hagsmunamál sín.
28. desember 2019
Eitt skref enn og áfram gakk
Þingmaður Pírata, Halldóra Mogensen, gerir upp viðburðaríkt ár á stjórnmálsviðinu.
28. desember 2019
Kaupið, réttindin og lífskjörin
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, fer yfir árið en hún fjallar meðal annars um stöðu foreldra á vinnumarkaði, endurgreiðslubyrði námslána, aukinn kaupmátt og styttingu vinnuvikunnar.
28. desember 2019
Hið góða, hið slæma og hið ófrýnilega
Ásta Sigríður Fjeldsted, fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands, fer yfir árið 2019.
27. desember 2019
Gott samfélag
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, horfir yfir svið stjórnmála og áskoranir framundan.
26. desember 2019
Dælt er heima hvað
Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fer yfir árið sem er að líða en hún segir meðal annars að innflytjendur séu fólk sem situr ekki heima þegar tækifæri eru annars staðar, það sé fólk sem hefur eitthvað fram að færa.
26. desember 2019
Með lífið í lúkunum
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur að ljóst sé að heildarendurskoðun þurfi að eiga sér stað á lífeyrissjóðskerfinu. Sú endurskoðun muni taka tíma og margir þurfi að koma að henni. Það sé ekki seinna vænna en að byrja núna.
25. desember 2019
Samkeppnishæfni til framtíðar
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mikilvæg samstarfsverkefni stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hafi liðið fyrir pólitíska óvissu á árinu. Verkefnum hafi miðað hægt og önnur ekki komist á dagskrá.
31. desember 2017
Vaknið!
Ragnar Þór Ingólfsson. formaður VR, kallar eftir nýrri hugsun innan verkalýðshreyfingarinnar. Hann segir að félagsmenn stéttarfélaga þurfi að vakna.
30. desember 2017
Áræðni, ný hugsun og djörf framtíðarsýn
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar um helstu verkefnin framundan.
28. desember 2017
Nú árið er liðið í sjávarútvegi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, gerir upp árið og horfir fram á það sem framundan er.
27. desember 2017
Lýst er eftir metnaði
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, skrifar um árið sem er að líða og það sem er framundan. Hún lýsir eftir pólitískum metnaði ríkisstjórnar og Alþingis á sviði háskólamenntunar og atvinnumála.
26. desember 2017
Stóru málin leysa sig ekki sjálf
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar um þær áskoranir og tækifæri sem framundan eru í íslensku efnahagslífi.
25. desember 2017