Samfélag sem stendur af sér storminn

Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins gerir upp árið sem er að líða.

Auglýsing

Árið 2020 hefur að mestu markast af heims­far­aldr­in­um. Kór­ónu­veiran hefur leitt til dauða yfir einnar og hálfrar millj­ónar manna, hag­kerfi ver­ald­ar­innar orðið fyrir meira áfalli en eftir fjár­málakrepp­una árið 2008 og sam­fé­lags­sam­skipti verið háð gangi veirunn­ar. Nátt­úru­öflin hafa líka verið okkur Íslend­ingum erf­ið, snjó­flóð á Flat­eyri og aur­skriður á Seyð­is­firði. Þetta erf­iða ár hefur sýnt okkur hvers sam­fé­lag okkar er megn­ugt. Vís­indin færa okkur von­ar­neista um að bólu­efni muni veita okkur öryggi og vernda okkur frá veirunni. Að sama toga hefur tæknin auð­veldað okkur að kom­ast í gegnum þennan tíma með því að færa okkur mennt­un, vinnu og félags­skap. Einnig höfum við borið gæfu til að nýta kraft hinna opin­beru fjár­mála til að koma sam­fé­lag­inu í gegnum þennan tíma. Styrk­leikar sam­fé­lags­ins hafa því stappað í okkur stál­inu, og minnt okkur á mik­il­vægi þeirra. 

Vís­ind­in: Alþjóð­leg sam­vinna býr til bólu­efni

„Þekk­ing, hygg­indi, viska og vit eru ástand sem gerir okkur kleift að öðl­ast sann­leika og glepjast aldrei á hinu brigðula og óbrigðu­la, en þar sem ástandið getur hvorki verið þekk­ing, hygg­indi né viska, stendur vitið eft­ir. Vit fæst því við for­sendur eða upp­tök“. Svo rit­aði Aristóteles á sínum tíma og gerir þekk­ing­unni, hygg­ind­um, visku og viti hátt undir höfði. Enda er það svo, að það þurfti bólu­efni til að fást við upp­tökin á vand­anum sem kór­ónu­veiran færði heims­byggð­inni. Vís­indin og alþjóða­sam­vinna á þeim vett­vangi er að gera ver­öld­inni kleift að halda áfram.

Það tók fær­ustu vís­inda­menn heims á sínum tíma níu ár að þróa bólu­efni gegn misl­ing­um, eftir að veiran sem olli sjúk­dómnum var ein­angruð um miðja síð­ustu öld. Til­raunir og rann­sóknir með bólu­efni gegn löm­un­ar­veiki stóðu í 20 ár, áður en fyrsta leyfið var gefið út í Banda­ríkj­unum árið 1955.

Auglýsing

Því þykir krafta­verki lík­ast að tek­ist hafi að þróa bólu­efni gegn Covid-19 á þessum til­tölu­lega skamma tíma, rúm­lega ári eftir að fyrstu fréttir bár­ust af veiru­sjúk­dómi sem síðar varð að heims­far­aldri. Við­brögðin á mörk­uðum eftir að ljóst var að bólu­setn­ing væri að hefj­ast voru mik­il. Hluta­bréf hækk­uðu og sér­stak­lega í fyr­ir­tækjum sem verst hafa orðið úti í heims­far­aldr­inum – t.d. flug- og ferða­fé­lögum – og jákvæðir straumar kvísl­uð­ust um allt sam­fé­lag­ið, meðal ann­ars inn í hag­vaxt­ar­spá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (e. OECD). Spáir stofn­unin því að hag­vöxtur á árinu 2021 verði 7%, eða 2% hærri vegna til­komu bólu­efn­is­ins, eftir sögu­legan sam­drátt á þessu ári, með til­heyr­andi atvinnu­missi. 

Íslenska heil­brigð­is­kerf­ið, íslenskir vís­inda­menn og þjóðin í heild sinni hefur staðið sig með miklum sóma. Aðferða­fræðin hefur þótt til eft­ir­breytni. Í sam­vinnu við Decode Genet­ics var hægt að bjóða upp á umfangs­mestu skimun þjóða gegn veirunni. Afrakst­ur­inn nýt­ist heim­inum öll­um, þar sem ótal afbrigði veirunnar hafa fund­ist. Landamæra­skimunin hefur einnig reynst vel í því að ná tökum á veirunni. Sam­spil vís­inda og tækni á Íslandi hefur raun­gert þann árangur að dauðs­föll vegna kór­ónu­veirunnar eru færri og virkni sam­fé­lags­ins meiri en aðrar þjóðir hafa upp­lifað á þessu ári. Hag­rann­sóknir sýna ein­fald­lega að því færri sem smitin eru, því meiri efna­hags­leg virkni og því minna er þörf á opin­berum inn­grip­um. Í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins héldu margir að sótt­varnir væru að drepa hag­kerf­ið, en það er röng rök­færsla – heims­far­ald­ur­inn veldur því. Sótt­varnir eiga að gera okkur fært að hafa samfélagið opið og auka frelsi okk­ar. Stærsta við­fangs­efni þjóð­ar­innar er að bólu­setn­ing gangi hratt og örugg­lega fyrir sig. Bólu­setn­ingin er for­senda efna­hags­batans! 

Tækn­in: „10-ára tækni­s­tökk­breyt­ing­in“

Tækn­i­notkun hefur þró­ast mikið á tímum kór­ónu­veirunn­ar, hvort sem á við um fjar­kennslu, net­verslun eða fjar­fundi. Ljóst er að margir eru að nýta tíma sinn betur vegna tækn­innar og þróa nýjar aðferðir við störf sín. Sumir ganga svo langt að segja að á aðeins nokkrum mán­uðum hafi staf­ræn þekk­ing auk­ist meira en nokkur hafi gert sér vonir um á 10 árum og kalla það „10-ára tækni­s­tökk­breyt­ing­una“.

Eng­inn sá fyrir að tækni­fram­þróun myndi ger­ast á svona skömmum tíma, enda voru að ytri aðstæð­ur, heims­far­ald­ur, sem knúðu hana fram. Mikið af þeirri tækni­þróun sem hér er lýst var komin vel á veg á Íslandi, þ.e. staf­ræna bylt­ing­in. Ljós­leið­ara­væð­ing lands­ins hefur gengið vel og tölvu­bún­aður fyr­ir­tækja og heim­ila er með því fram­sækn­asta í ver­öld­inni. Við sjáum það glöggt í skóla­kerf­inu, hversu vel því hefur tek­ist að tryggja menntun í land­inu í gegnum heims­far­ald­ur­inn. Það er afrek og á allt okkar skóla­fólk miklar þakkir skilið fyrir að hafa farið inn í þessar aðstæður af miklu hug­rekki og lagt mikið á sig til að treysta sem bestu menntun á öllum skóla­stigum við allra óvenju­leg­ustu aðstæður í 100 ár. Takk!

Þrátt fyrir að „10-ára tækni­s­tökk­breyt­ing­in” feli í sér ýmis tæki­færi, þá munu sum svið sam­fé­lags­ins þurfa að end­ur­skipu­leggja sig og leita nýrra lausna. Við höfum séð mörg störf hverfa vegna þessa og margir eiga um sárt að binda. Lyk­il­at­riðið varð­andi þessi miklu umskipti er að hafa traust mennta­kerfi, sem getur tekið á móti þeim ein­stak­lingum sem vilja leita sér nýrra tæki­færa. Rík­is­stjórnin gerði það að leið­ar­ljósi sínu í upp­hafi far­ald­urs­ins að verja og styðja mennta­kerfið ásamt því að sækja fram í nýsköp­un, rann­sóknum og þró­un. Fjár­fest­ing á þessum sviðum hefur auk­ist um tugi pró­senta á síð­ustu árum. Ein meg­in­á­stæðan fyrir því er að rík­is­stjórnin vill ná utan um íslenskt sam­fé­lag og ýta undir frek­ari verð­mæta­sköpun sem tæknin felur í sér. Ísland verður að efla hug­verka­drif­inn útflutn­ing til að auka stöð­ug­leika í gjald­eyr­i­s­köpun þjóð­ar­bús­ins og styrkja þannig fjórðu útflutnings­stoð­ina. 

Nýsköpun á tækni­svið­inu hefur aldrei verið öfl­ugri og við þurfum að tryggja að okkar sam­fé­lag geti áfram tekið þátt í þeim miklu umskiptum sem eru að eiga sér stað. Ég er sann­færð um að lausnin að þeim áskorun sem ver­öldin stendur frammi fyrir í lofts­lags- og umhverf­is­málum finnst í tækn­inni, þ.e. með fram­sækn­ari leið til að búa til hreina orku. Ísland stendur einna fremst á þessu sviði og við eigum að sækja enn meira fram í þeim efn­um, því ára­tuga reynsla og þekk­ing er til hjá okkar færasta fólki á sviði lofts­lags- og orku­mála.

Gerum það sem þarf!

Kór­ónu­veiru­kreppan er um margt lík Krepp­unni miklu. Árið 1929 reyndi hún mjög á stjórn­mála­menn og -kerfi þess tíma. Fjár­fest­ingar á þessu tíma­bili í sögu Banda­ríkj­anna höfðu dreg­ist saman um 90% og einn af hverjum fjórum var atvinnu­laus. Ýmsir telja að atvinnu­leysi hafi numið allt að 37% af vinnu­afl­inu. Í til­raun sinni til að skilja aðstæður mót­aði hag­fræð­ing­ur­inn John M. Key­nes kenn­ingu sína, að í kreppum ættu stjórn­völd að örva hag­kerfið með öllum til­tækum ráðum; ráð­ast í fram­kvæmdir og halda opin­berri þjón­ustu gang­andi, jafn­vel þótt tíma bundið væri eytt um efni fram. Skuld­setn­ing rík­is­sjóðs væri rétt­læt­an­leg til að tryggja umsvif í hag­kerf­inu, þar til það yrði sjálf­bært að nýju. Kenn­ingin var í algjörri and­stöðu við ríkj­andi skoðun á sínum tíma og olli miklum deilum innan hag­fræð­inn­ar. Deilur Key­nes og Hayeks um orsakir og leiðir út úr þeim efna­hags­þreng­ingum eru vel þekktar og verða ekki raktar hér. Hins vegar er það svo að kenn­ing Key­nes hefur elst vel og víð­ast hvar hafa stjórn­völd stuðst við hana í við­leitni sinni til að lág­marka efna­hags­á­hrif kór­ónu­veirunn­ar. 

Á Íslandi var tekin ákvörðun um að verja grunn­kerfi rík­is­ins og tryggja afkomu þeirra sem tóku á sig þyngstu byrð­arn­ar. Miklum fjár­munum hefur verið varið til heil­brigð­is­mála, fjár­fest­inga í menntun og atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­is­ins. Hluta­bóta­leiðin er í mörgum til­vikum for­senda þess að ráðn­ing­ar­sam­band hefur hald­ist milli vinnu­veit­anda og starfs­manns. Ríkið hefur líka fjár­fest í innviðum og m.a. ráð­ist í auknar fram­kvæmdir á flestum sviðum og þarf að halda því áfram, þar til að meiri vissa hefur skap­ast og atvinnu­lífið fjár­festir að nýju. 

Aðgerð­irnar lita að sjálf­sögðu afkomu rík­is­sjóðs og nemur umfang þeirra um 10% af lands­fram­leiðslu. Það bendir til ákveðn­ari inn­gripa á Íslandi en víða ann­ars stað­ar. Þróuð ríki hafa að með­al­tali ráð­ist í beinar aðgerðir sem jafn­gilda rúmum 8% af lands­fram­leiðslu.

Aðgerðir stjórn­valda miða að því að halda sam­fé­lag­inu eins virku og frekast er unnt miðað við stöðu heims­far­ald­urs­ins. Stjórn­völd hafa í raun reist efna­hags­lega loft­brú þar til að þjóðin verður bólu­sett. 

Fram­tíð­in: Jöfn tæki­færi til vaxtar

Fram­tíðin hefur alltaf mót­ast af mörgum þáttum og sér­stak­lega miklum tækni­fram­för­um. Fram­tíðin mót­ast líka af nýlið­inni for­tíð, sem hefur sann­ar­lega verið sögu­leg. Heims­far­aldur hefur tekið sam­fé­lög heims­ins í gísl­ingu, lamað efna­hags­kerfi og skapað bæði félags- og fjár­hags­legar áskor­an­ir. Reyndar má halda því fram, að kór­ónu­veiru­kreppan hafi frekar ýkt fyr­ir­liggj­andi við­kvæma stöðu sumra en ekki endi­lega skapað hana frá grunni. Hún hefur því miður ýkt ójafn­ræðið í heim­in­um, aukið mun­inn milli fátækra og ríkra þjóða og ein­stak­linga. Þess vegna er afar mik­il­vægt að tryggja jöfn tæki­færi og að allir geti unnið sig úr þess­ari stöðu. Það gerum við með því að halda utan um öfl­uga og far­sæla sam­fé­lags­gerð, veita aukin tæki­færi til mennt­unar og auka fjár­fest­ingar sem skapa verð­mæti.

„Nám er tæki­færi“ er ein aðgerðin sem stjórn­völd hafa efnt til í mennta­kerf­inu, þar sem atvinnu­leit­endum er gert kleift að hefja nám og fá fullar atvinnu­leys­is­bætur í eina önn og eftir fyrstu önn­ina tekur Mennta­sjóður náms­manna við. Sér­stak­lega er sjónum beint að starfs-, tækni og iðn­námi. Fram­halds- og háskóla­stigið hefur tekið á móti þús­undum nýjum nem­enda. Kerf­is­breyt­ingin með nýjum Mennta­sjóði sem átti sér stað á árinu marka algjör tíma­mót í stöðu náms­manna og gjör­breytir fram­tíð þeirra sem fara í nám. Næsta skref í mál­efnum Mennta­sjóðs­ins er að hækka fram­færslu náms­manna.

Það eru for­rétt­indi fyrir þjóð að vera í þeirri stöðu að geta náð utan um þá for­dæma­lausu stöðu sem upp er komin í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Fjár­lög fyrir árið 2021 ein­kenn­ast af mik­illi fram­sýni. Fjár­fram­lög til háskóla- og rann­sókna­starf­semi aukast um 14%, einnig hafa fram­lög til fram­halds­skóla auk­ist um 9% á milli ára. Þetta er rétt for­gangs­röðun sem styrkir grunn­stoðir sam­fé­lags­ins. 

Sam­fé­lagið stendur af sér storm­inn

Ég tel það vera skyldu stjórn­valda að styðja við þá sem hafa misst vinn­una, bæta tíma­bundið tekju­tap og koma atvinnu­líf­inu til aðstoð­ar. Aðgerðir stjórn­valda hafa svo sann­ar­lega tekið mið af því. Eins og síð­asta ár hefur sýnt okkur búum við í fram­sýnu og hug­rökku sam­fé­lagi, og við stöndum saman þegar á reyn­ir.

Árið hefur einnig sannað það sem við þegar vit­u­m; ­tækni­fram­farir og vís­inda­upp­götv­anir eru stærsta hreyfi­afl sam­fé­laga. Sagan hefur sýnt okkur að end­ur­bætt gufu­vél hins skoska James Watt lagði grunn­inn að vél­væð­ingu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar, upp­götvun raf­magns­ins breytti meiru en orð fá lýst, upp­götvun bakt­ería og löngu síðar sýkla­lyfja umbylti lík­ast til meiru í mann­kyns­sög­unni en allar hefð­bundnar bylt­ingar sam­an­lag­t! 

Til þess að tækni og vís­indin nái að leysa krafta sína úr læð­ingi, þarf sam­starf hins opin­bera og atvinnu­lífs­ins. Það skilar far­sælum árangri til fram­tíð­ar.

Það er ein­læg sann­fær­ing mín, að íslenskt sam­fé­lag taki vel við sér um leið og þau skil­yrði skap­ast. Við munum halda áfram að sækja fram, og standa af okkur storm­inn. Þannig sam­fé­lagi viljum við búa í.

Gleði­lega hátíð!

Höf­undur er mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit