Viðskiptafrelsið þarf ekki að veikjast í faraldrinum

Gengi íslensks atvinnulífs á nýja árinu ræðst ekki bara af þróun faraldursins, „heldur líka af því að stjórnvöld standi við fallegu orðin um viðskiptafrelsi og samkeppni,“ skrifar framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Auglýsing

Árið 2021 náði íslenzkt atvinnu­líf við­spyrnu á ný eftir eina dýpstu efna­hag­skreppu und­an­far­inna ára­tuga, sem fylgdi heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Horf­urnar eru að mörgu leyti bjartar fyrir nýtt ár, en um leið er óvissan um þróun far­ald­urs­ins og áhrif hennar mik­il.

Áskor­anir heims­far­ald­urs­ins

Ein ástæða þess að atvinnu­lífið náði nokkuð góðri við­spyrnu voru stuðn­ings­að­gerðir stjórn­valda, sem gögn­uð­ust mörgum fyr­ir­tækjum vel, ekki sízt þeim minni og með­al­stóru. Félag atvinnu­rek­enda hefur verið í hópi þeirra sem hafa bent á að ekki sé tíma­bært að þær renni allar sitt skeið um ára­mótin, heldur þurfi að fram­lengja ein­hver úrræði í ljósi þess að lík­legt er að áfram þurfi sam­komu­tak­mark­anir og hömlur á landa­mærum í bar­áttu við far­ald­ur­inn. Raunar er það ekki bara ástandið á Íslandi sem hefur mikil áhrif á gengi fyr­ir­tækja, ekki sízt þeirra smærri, heldur ekki síður ástandið í mark­aðs­löndum Íslands. Fyrir fyr­ir­tæki jafnt í vöru- og þjón­ustu­út­flutn­ingi hafa harð­ari tak­mark­anir í nágranna­lönd­unum þýtt hol­skeflu afpant­ana og mik­inn missi við­skipta. Ráð­herrar hafa látið í það skína að eitt­hvert fram­hald verði á úrræðum fyrir ferða­þjón­ust­una, en fleiri greinar eru hér und­ir.

Áskor­anir í alþjóð­legu aðfanga­keðj­unni, sem hafa fengið tals­verða athygli seinni hluta árs­ins, eru stórt við­fangs­efni fyrir mörg fyr­ir­tæki í alþjóða­við­skipt­um; hvort heldur er inn­flutn­ingi eða útflutn­ingi. Vegna gíf­ur­legra hækk­ana á verði hrá­efna og flutn­inga hefur alþjóð­legt vöru­verð hækkað og Ísland hefur ekki farið var­hluta af því. Inn­lend fyr­ir­tæki hafa þó lagt mikið á sig til að halda inn­fluttri verð­bólgu í skefj­um; undir lok árs­ins mæld­ist verð­bólga til að mynda minni en á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu í heild, sem bendir til að íslenzkum fyr­ir­tækjum hafi gengið ágæt­lega að halda aftur af verð­hækk­un­um. Þetta verður þó áfram erfið glíma langt fram á nýtt ár.

Auglýsing

Eru stjórn­völd með fyr­ir­tækj­unum í liði?

Stjórn­völd ættu að sjálf­sögðu að vera með fyr­ir­tækj­unum í liði að reyna að lækka kostnað og ein­falda reglur þannig að betur gangi að halda verð­lag­inu stöð­ugu. Það eru þau oft, en það er þó ekki ein­hlítt. Félag atvinnu­rek­enda hefur t.d. bent á að Alþingi stuðl­aði að hækkun á útboðs­gjaldi, sem inn­heimt er af sölu toll­kvóta, heim­ilda til að flytja inn tak­markað magn af toll­frjálsum vör­um. Aðgerðin var bein­línis til þess hugsuð að vernda inn­lenda fram­leiðslu fyrir sam­keppni frá inn­flutn­ingi og hefur að sjálf­sögðu haft þau áhrif að mat­ar­verð er hærra en það þyrfti að vera, einmitt þegar stjórn­völd og fyr­ir­tækin ættu að leggj­ast á eitt að ná því nið­ur.

Stjórn­völd gætu gripið til fleiri aðgerða til að bæta rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja og stuðla um leið að því að alþjóð­legar verð­hækk­anir fari síður út í verð­lag­ið. Fyr­ir­heit í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar um að ein­falda reglu­verk og lækka skatta fyr­ir­tækja, ekki sízt þeirra minni, hafa enn ekki raun­gerzt. Fjár­laga­frum­varp næsta árs gerir ráð fyrir að trygg­inga­gjaldið hækki á ný, eftir að hafa verið lækkað tíma­bundið vegna far­ald­urs­ins. Það hjálpar ekki til við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins.

Þá er ónefnd þróun fast­eigna­skatta, sem sveit­ar­fé­lögin leggja á atvinnu­hús­næði. Þeir hækk­uðu um tæp­lega 70% á árunum 2016 til 2020 og hækka enn á næsta ári; stærstu sveit­ar­fé­lög lands­ins munu þá auka tekjur sínar af sköttum á atvinnu­hús­næði um 4,3% til 10,8%, jafn­vel þótt sum þeirra hafi lækkað álagn­ing­ar­pró­sent­una. Heið­ar­lega und­an­tekn­ingin er Vest­manna­eyj­ar, sem lækkar tekjur sínar af atvinnu­hús­næði. Kerfi fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði er aug­ljós­lega komið út í rugl og brýnt að ná á nýju ári sam­tali rík­is­ins, sveit­ar­fé­lag­anna og fyr­ir­tækj­anna um eitt­hvert skyn­sam­legra kerfi með minni sveifl­um.

Félag atvinnu­rek­enda hefur á þessu ári eins og und­an­farin ár staðið vakt­ina í t.d. tolla­málum og sam­keppn­is­málum og leit­azt við að benda á það sem betur mætti fara. Skiln­ingur stjórn­valda hefur þó verið tak­mark­að­ur, með fáeinum und­an­tekn­ing­um.

Verður haldið áfram að afnema við­skipta­hindr­an­ir?

Þannig lögðu stjórn­völd upp í við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið um end­ur­skoðun á samn­ingi Íslands og ESB um aukið toll­frelsi í við­skiptum með búvör­ur, á þeim for­sendum að búvöru­út­flytj­endur í ESB-­ríkjum hafi verið miklu dug­legri að nýta sér tæki­færin til útflutn­ings sem samn­ing­ur­inn skapar en íslenzkir búvöru­fram­leið­end­ur. Þrýst­ingur frá íslenzkum land­bún­aði á að snúa klukk­unni til baka og vinda ofan af þeim árangri, sem hefur náðst í auk­inni frí­verzl­un, er umtals­verð­ur. Slík nið­ur­staða væri reyndar and­stæð EES-­samn­ingnum, sem kveður á um að ríkin skuli halda áfram að útvíkka frí­verzlun með búvör­ur, og færi líka í ber­högg við mál­efna­samn­ing end­ur­nýj­aðs stjórn­ar­sam­starfs, sem kveður á um að „haldið verði áfram að afnema við­skipta­hindr­an­ir“. Von­andi verður það nið­ur­staðan fremur en að stigin verði skref til baka.

FA benti líka á mis­munun Mjólk­ur­sam­söl­unnar gagn­vart inn­lendum mat­væla­iðn­aði, en ein­ok­un­ar­fyr­ir­tækið selur þeim mjólk­ur- og und­an­rennu­duft á mun hærra verði en erlendir keppi­nautar þeirra fá hjá fyr­ir­tæk­inu. MS kemst upp með þetta í skjóli und­an­þágu mjólkur­iðn­að­ar­ins frá sam­keppn­is­lögum og hárra tolla á inn­flutt mjólk­ur­duft. Stjórn­völd hafa ekk­ert aðhafzt til að leið­rétta þessa stöðu.

Sama má segja um fárán­lega háa tolla á blóm, sem skila t.d. þeirri nið­ur­stöðu að stykkið af íslenzkum túlip­ana kostar allt að 470 íslenzkar krónur í mat­vöru­búð nú í des­em­ber, á sama tíma og danskur túlip­ani selst á 70 krón­ur. Á sama tíma og ofur­tollar eru lagðir á, anna inn­lendir blóma­rækt­endur engan veg­inn eft­ir­spurn. Þetta er staða sem bitnar ekki sízt hart á fjölda lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja í blóma­verzl­un. Fjár­mála- og atvinnu­vega­ráðu­neytin hafa nú verið að „afla gagna“ um blóma­tolla í meira en tvö ár og engin leið­rétt­ing fæst á vit­leys­unni.

Alþingi voru mis­lagðar hendur við breyt­ingar á tollum á græn­meti í des­em­ber fyrir tveimur árum, sem hefur þýtt að reglu­lega hefur komið upp skortur á ýmsum græn­metis­teg­undum vegna þess að háir tollar eru lagðir á, á sama tíma og lítið eða ekk­ert er til af inn­lendri fram­leiðslu. Keyrði um þver­bak síð­ast­liðið haust, þegar ekk­ert sell­erí var til í búðum og lítið af blóm­káli og spergilkáli. Eftir að FA og Bænda­sam­tökin tóku höndum saman um að gera til­lögu að breyt­ingu á tíma­bilum toll­frjáls inn­flutn­ings, til að koma í veg fyrir að skortur komi upp á næsta ári, tók atvinnu­vega­ráðu­neytið við sér og von­ast má til að Alþingi geri breyt­ingar á búvöru­lög­unum fyrir ára­mót. Á næsta ári þarf hins vegar að nota tím­ann til að gera nýjan búvöru­samn­ing við græn­met­is­bænd­ur, þar sem ára­löng fyr­ir­heit rík­is­ins um að bæta í bein­greiðsl­ur, gegn því að tollar falli niður á fleiri græn­metis­teg­und­um, verða von­andi efnd.

Nýr frí­verzl­un­ar­samn­ingur við Bret­land gengur senn í gildi. FA benti á að við gerð hans hefðu farið for­görðum tæki­færi til að útvíkka veru­lega frí­verzlun með búvörur. Bretar buðu stór­auk­inn toll­frjálsan kvóta fyrir íslenzkt und­an­rennu­duft, sem hefði nýtzt skyr­verk­smiðju MS í Wales, á móti auknum toll­frjálsum inn­flutn­ingi brezkra búvara til Íslands. Þessu til­boði var hafnað vegna and­stöðu hags­muna­afla í íslenzkum land­bún­aði – að því er virð­ist vegna þess að þau virð­ast telja að jafn­vel án tolla sé íslenzkt und­an­rennu­duft ekki sam­keppn­is­fært á alþjóða­mark­aði.

Orðin í stjórn­ar­sátt­mál­anum um að halda áfram að draga úr við­skipta­hindr­unum eru fal­leg, en lít­ils virði ef sér­hags­muna­hópar fá ævin­lega að ráða því hvort aðgerðir í þá átt verða að veru­leika.

Styður ríkið við frjálsa sam­keppni?

Ekki vantar heldur fal­legu orðin í stjórn­ar­sátt­mál­anum og víðar um gildi sam­keppni fyrir fyr­ir­tæki og neyt­endur – en þar fer heldur ekki saman hljóð og mynd. FA helg­aði aðal­fund sinn í ár sam­keppn­inni eftir heims­far­aldur og hvernig nauð­syn­legt er að stuðla að því að atvinnu­lífið vinni sig út úr krepp­unni með virkri sam­keppni.

Félagið beitti sér ein­dregið gegn því að end­ur­mennt­un­ar­stofn­anir háskól­anna fengju sér­stakan rík­is­styrk til að fara í beina, nið­ur­greidda sam­keppni við einka­rekin fræðslu­fyr­ir­tæki undir merkjum sum­ar­náms. Bar­áttan gegn und­ir­verð­lagðri gjald­skrá Íslands­pósts, sem hefur bitnað hart á einka­reknum keppi­naut­um, bar nokkurn árangur með breyt­ingu á póst­lög­unum og nýrri gjald­skrá.

Þá gagn­rýndi FA harð­lega að land­bún­að­ar­ráð­herra tæki til greina óskir sér­hags­muna­afla um und­an­þágur frá sam­keppn­is­lögum fyrir kjöt­iðn­að­inn í land­inu. Miðað við umræð­una um stöðu land­bún­að­ar­ins verður áfram full þörf á bar­áttu gegn slíkum ein­ok­un­ar­til­burðum á nýja árinu.

Á árinu vakti FA ítrekað athygli á því að áfeng­is­lögin væru orðin úrelt og mikil óvissa um rétt­ar­stöðu net­verzl­ana, sem sprottið hafa upp. Félags­menn FA, sem áhuga hafa á að taka þátt í sam­keppn­inni á þessum nýja mark­aði, vilja eðli­lega fá vissu fyrir því að þeir starfi innan ramma laga og reglna. Ítrekuð erindi til stjórn­valda, þar sem farið var fram á að þau skýrðu rétt­ar­stöð­una, báru hins vegar lít­inn árang­ur. Aftur á móti taldi dóms­mála­ráðu­neytið að þörf væri á heild­ar­end­ur­skoðun áfeng­is­lög­gjaf­ar­innar. FA sendi nýjum inn­an­rík­is­ráð­herra erindi þar sem skorað var á hann að ráð­ast í slíka end­ur­skoð­un, sem fer von­andi fram á nýju ári.

Far­ald­ur­inn og frjáls­ræðið

Af fram­an­greindu má ráða að gengi íslenzks atvinnu­lífs á nýja árinu ræðst ekki bara af þróun far­ald­urs­ins, heldur líka af því að stjórn­völd standi við fal­legu orðin um við­skipta­frelsi og sam­keppni, sem eru drif­kraftar öfl­ugs efna­hags­lífs. Óhætt er að segja að óvissan um hvort tveggja er tals­verð. Við ráðum því ekki hvernig far­ald­ur­inn þróast, en við ráðum hins vegar býsna miklu um það hvernig við bregð­umst við honum – hvort við notum far­ald­ur­inn og afleið­ingar hans sem afsökun fyrir sam­keppn­is­hömlum og vernd­ar­stefnu eða hvort við nýtum krafta sam­keppn­innar til að vinna okkur út úr þeim vand­kvæðum sem far­ald­ur­inn hefur skap­að.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit