Bensínbílar niðurgreiddir í nafni orkuskipta

Þingmaður Samfylkingarinnar skrifar um ívilnanir á vörugjaldi bílaleigubíla.

Auglýsing

Síðan í árs­byrjun 2021 hefur rík­is­sjóður nið­ur­greitt kaup bíla­leigu­fyr­ir­tækja á bens­ín­bílum fyrir hund­ruð millj­óna í nafni orku­skipta og aðgerða gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Þetta er gert á grund­velli vöru­gjaldsí­viln­unar sem var lög­fest í árs­lok 2020 og felur í sér að bíla­leigur fá allt að 400 þús­und króna afslátt af vöru­gjaldi vegna allra bíla sem þær kaupa, hvort sem bíl­arnir ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti eða öðrum orku­gjöf­um, svo lengi sem hlut­fall bens­ín- og dísil­bíla af heild­ar­inn­kaupum er ekki hærra en 85% árið 2021 og 75% árið 2022. Þing­menn Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Mið­flokks­ins studdu laga­breyt­ing­una en Sam­fylk­ing­in, Pírat­ar, Við­reisn og Flokkur fólks­ins lögð­ust gegn henni.

Í vik­unni barst efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis minn­is­blað frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu þar sem umrætt laga­á­kvæði er gagn­rýnt harð­lega og ein­dregið varað við fram­leng­ingu þess. Fram kemur að vöru­gjalds­af­slátt­ur­inn hafi kostað rík­is­sjóð alls 839 millj­ónir króna síðan hann var inn­leidd­ur, en ætla verður að stærstur hluti kostn­að­ar­ins sé vegna kaupa á bens­ín- og dísil­bílum sem enn eru mik­ill meiri­hluti þeirra bíla sem bíla­leigu­fyr­ir­tæki kaupa. Ég hef lagt fram fyr­ir­spurn til skrif­legs svars þar sem óskað er eftir ítar­legri upp­lýs­ingum um kostn­að­inn og hve stór hluti hans rennur til kaupa á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið telur að vöru­gjalds­af­slátt­ur­inn hafi verið óskil­virk aðgerð. „Af­slátt­ur­inn gerir jarð­efna­elds­neyt­is­bíla ódýr­ari og vinnur því að hluta til gegn raf­væð­ingu bíla­l­eigna,“ segir í minn­is­blað­inu. Bent er á að hjá bíla­leigum sem náð hafa til­skil­inni hlut­deild vist­vænna bíla skapi kerfið hvata til að kaupa jarð­efn­iselds­neyt­is­bíla sem síðan fara í end­ur­sölu að 1-2 árum liðn­um. „Í ljósi mik­ils veltu­hraða í nýskrán­ingum og end­ur­sölu bíla­leigu­bíla er hætta á að slíkt fyr­ir­komu­lag geti verið til þess fallið að tefja orku­skipt­in, einkum sé tekið til­lit þess að tekju­tap rík­is­ins í formi eft­ir­gjafar af vöru­gjaldi er ígildi fórnaðra fram­laga til ann­arra aðgerða í þágu lofts­lags­mála.“

Það er ekki oft sem ráðu­neyti gagn­rýna ákvarð­anir lög­gjafans með svo afger­andi hætti, en þarna var full ástæða til. Orku­skiptin í sam­göngum mega ekki verða átylla fyrir ómark­vissar pen­inga­gjafir til stór­fyr­ir­tækja – og þeim verður svo sann­ar­lega ekki náð fram með hund­ruða millj­óna nið­ur­greiðslu rík­is­ins á bílum sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar