Bensínbílar niðurgreiddir í nafni orkuskipta

Þingmaður Samfylkingarinnar skrifar um ívilnanir á vörugjaldi bílaleigubíla.

Auglýsing

Síðan í árs­byrjun 2021 hefur rík­is­sjóður nið­ur­greitt kaup bíla­leigu­fyr­ir­tækja á bens­ín­bílum fyrir hund­ruð millj­óna í nafni orku­skipta og aðgerða gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Þetta er gert á grund­velli vöru­gjaldsí­viln­unar sem var lög­fest í árs­lok 2020 og felur í sér að bíla­leigur fá allt að 400 þús­und króna afslátt af vöru­gjaldi vegna allra bíla sem þær kaupa, hvort sem bíl­arnir ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti eða öðrum orku­gjöf­um, svo lengi sem hlut­fall bens­ín- og dísil­bíla af heild­ar­inn­kaupum er ekki hærra en 85% árið 2021 og 75% árið 2022. Þing­menn Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Mið­flokks­ins studdu laga­breyt­ing­una en Sam­fylk­ing­in, Pírat­ar, Við­reisn og Flokkur fólks­ins lögð­ust gegn henni.

Í vik­unni barst efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis minn­is­blað frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu þar sem umrætt laga­á­kvæði er gagn­rýnt harð­lega og ein­dregið varað við fram­leng­ingu þess. Fram kemur að vöru­gjalds­af­slátt­ur­inn hafi kostað rík­is­sjóð alls 839 millj­ónir króna síðan hann var inn­leidd­ur, en ætla verður að stærstur hluti kostn­að­ar­ins sé vegna kaupa á bens­ín- og dísil­bílum sem enn eru mik­ill meiri­hluti þeirra bíla sem bíla­leigu­fyr­ir­tæki kaupa. Ég hef lagt fram fyr­ir­spurn til skrif­legs svars þar sem óskað er eftir ítar­legri upp­lýs­ingum um kostn­að­inn og hve stór hluti hans rennur til kaupa á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið telur að vöru­gjalds­af­slátt­ur­inn hafi verið óskil­virk aðgerð. „Af­slátt­ur­inn gerir jarð­efna­elds­neyt­is­bíla ódýr­ari og vinnur því að hluta til gegn raf­væð­ingu bíla­l­eigna,“ segir í minn­is­blað­inu. Bent er á að hjá bíla­leigum sem náð hafa til­skil­inni hlut­deild vist­vænna bíla skapi kerfið hvata til að kaupa jarð­efn­iselds­neyt­is­bíla sem síðan fara í end­ur­sölu að 1-2 árum liðn­um. „Í ljósi mik­ils veltu­hraða í nýskrán­ingum og end­ur­sölu bíla­leigu­bíla er hætta á að slíkt fyr­ir­komu­lag geti verið til þess fallið að tefja orku­skipt­in, einkum sé tekið til­lit þess að tekju­tap rík­is­ins í formi eft­ir­gjafar af vöru­gjaldi er ígildi fórnaðra fram­laga til ann­arra aðgerða í þágu lofts­lags­mála.“

Það er ekki oft sem ráðu­neyti gagn­rýna ákvarð­anir lög­gjafans með svo afger­andi hætti, en þarna var full ástæða til. Orku­skiptin í sam­göngum mega ekki verða átylla fyrir ómark­vissar pen­inga­gjafir til stór­fyr­ir­tækja – og þeim verður svo sann­ar­lega ekki náð fram með hund­ruða millj­óna nið­ur­greiðslu rík­is­ins á bílum sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar