Verndarstefna fyrir viðskiptafrelsi

Sagan sýnir okkur að í kreppu koma alltaf fram kröfur um verndarstefnu og hún sýnir okkur líka að það er ævinlega vond hugmynd, skrifar framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um árið 2020 og það sem framundan er.

Auglýsing

Efna­hag­skrepp­an, sem skall yfir heims­byggð­ina á þessu maka­lausa ári 2020 vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar, er sú dýpsta í níu ára­tugi. Sagan sýnir okkur að í kreppu koma alltaf fram kröfur um vernd­ar­stefnu; að stjórn­völd hækki tolla og leggi ýmsar aðrar hömlur á frjáls við­skipti og sam­keppni til að vernda inn­lent atvinnu­líf eða til­tekna geira þess. Sagan sýnir okkur líka að það er ævin­lega vond hug­mynd; þau ríki sem hafa orðið við slíkum kröfum hafa verið lengur að kom­ast út úr krepp­unni en þau sem við­héldu við­skipta­frelsi og sam­keppni. En það er engan veg­inn öllum gefið að læra af sög­unn­i. Veiran afsökun fyrir vernd­ar­stefnu?

Kröfur um vernd­ar­stefnu hafa raunar verið háværar frá því í fjár­málakrepp­unni fyrir ára­tug og ýmis stjórn­mála­öfl hafa hagn­azt á að taka undir þær. Flokkar og fram­bjóð­endur sem þríf­ast á lýð­skrumi hafa víða um lönd náð fót­festu, meðal ann­ars út á slíkan mál­flutn­ing sem geldur var­hug við hnatt­væð­ingu og alþjóða­við­skipt­um. Við þurfum ekki annað en að nefna nöfnin Trump, John­son og Bol­son­aro. Far­aldur veirunnar sem þeir smit­uð­ust af allir þrír, ásamt millj­ónum ann­arra um allan heim, er að sumra mati frá­bær afsökun fyrir því að hverfa aftur til vernd­ar­stefnu.Við höfum ekki farið var­hluta af þess­ari umræðu hér á landi, en hún afmarkast aðal­lega við eina atvinnu­grein, land­bún­að­inn. Því hefur verið haldið fram að heims­far­ald­ur­inn sýni vel að nú þurfi Ísland að gera gang­skör að því að vera sjálfu sér nægt um mat í þágu fæðu­ör­yggis og í því skyni eigi að eyða meiri pen­ingum í land­bún­að­inn og verja hann betur fyrir sam­keppni. Far­ald­ur­inn og það efna­hags­lega högg sem honum fylgir hefur skrúfað upp þrýst­ing hags­muna­afla í land­bún­að­inum á stjórn­völd að snúa við breyt­ingum í átt til frjálsra við­skipta og sam­keppni sem átt hafa sér stað á und­an­förnum árum með því að auka aftur hömlur á inn­flutn­ing, und­an­þiggja kjöt­af­urða­stöðvar sam­keppn­is­lögum og segja upp tolla­samn­ingi Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Auglýsing


Við­skipta­frelsið tryggir fæðu­ör­yggi

Fæðu­ör­ygg­is­rök­semdin gengur reyndar alls ekki upp. Stað­reyndin er sú að í verstu far­sótt, sem gengið hefur yfir heims­byggð­ina í meira en öld, hafa alþjóða­við­skipti með mat­væli verið að mestu leyti ótrufl­uð, þótt stöku vanda­mál hafi komið upp. Þrátt fyrir far­ald­ur­inn hefur mat­væla­fram­leiðsla um flest gengið sinn gang og með sam­stilltu átaki fyr­ir­tækja og stjórn­valda um allan heim hefur verið hægt að halda flutn­inga­keðjum órofn­um. Inn­flutn­ingur á mat til Íslands hefur þannig verið ótrufl­aður og ekk­ert neyð­ar­á­stand vegna vöru­skorts komið upp. Ef flutn­ingar til lands­ins hefðu lam­azt og ein­göngu inn­lend fram­leiðsla hefði feng­izt í búð­un­um, er hætt við að fáum hefði fund­izt þeir búa við fæðu­ör­yggi þegar t.d. allt inn­flutta græn­metið og ávext­ina hefði vant­að, pastað, kexið og korn­mat­inn, nið­ur­suðu­vör­urnar og allt hitt – stað­reyndin er sú að af um 1.900 toll­skrár­núm­erum fyrir land­bún­að­ar­vörur í íslenzku toll­skránni inni­halda aðeins um 300 vörur sem fram­leiddar eru hér á landi, enda býður nátt­úra Íslands ekki upp á mjög fjöl­breytta búvöru­fram­leiðslu. Okkar styrk­leiki er í sjáv­ar­af­urð­um.Reyndar hefði fljót­lega farið að stór­sjá á fram­boði inn­lendrar mat­vöru líka ef flutn­ingar til lands­ins hefðu stöðv­azt, því að hún hefði þá ekki fengið hrá­efni, áburð, elds­neyti, vél­bún­að, vara­hluti, umbúðir og allt hitt sem þarf að flytja inn til að geta fram­leitt mat handa neyt­endum á Íslandi.Ísland er þannig háð inn­flutn­ingi um fæðu­ör­yggi sitt og verður aldrei sjálfu sér nægt um allan mat. Fæðu­ör­yggi sitt á Ísland eins og flest önnur ríki undir frjálsum alþjóða­við­skiptum og öfl­ug­um, alþjóð­legum aðfanga­keðjum sem hafa hald­ið, þrátt fyrir áföll af völdum heims­far­ald­urs­ins. Ef það á að draga ein­hvern lær­dóm af þeim tak­mörk­uðu vand­kvæðum sem heims­far­ald­ur­inn hefur haft í för með sér fyrir alþjóð­legar aðfanga­keðjur er það lík­lega fremur að vera ekki háð einu ríki eða svæði um aðföng, heldur að stunda sem frjálsust við­skipti við sem flesta.Er gott fyrir Ísland að allir séu sjálfum sér nógir?

Það gleym­ist líka stundum þegar menn tala fjálg­lega um að landið eigi helzt af öllu að fram­leiða sjálft allan mat sem það mögu­lega get­ur, að ef sama hug­mynd næði fót­festu í öllum löndum væri það alveg svaka­lega vont fyrir Ísland. Ísland er nefni­lega mat­væla­út­flutn­ings­land og flytur miklu meira út af mat­vælum en það flytur inn. Alþjóða­við­skipti með mat í heim­inum nema átta trilljónum Banda­ríkja­tala og þrír fjórðu hlutar mann­kyns­ins lifa að hluta til á inn­fluttum mat­væl­um. Þótt bara litlum hluta þessa fólks færi að finn­ast það slæm hug­mynd að borða inn­fluttan fisk, væri íslenzka hag­kerfið í vondum mál­um.Stjórn­völd hafa að hluta til látið undan þrýst­ingi þeirra sem finnst frjáls alþjóða­við­skipti frá­bær hug­mynd þegar þeirra eigin vörur eru fluttar út, en alveg afleitt þegar sam­keppn­is­vörur eru fluttar inn. Segja má að sam­þykkt frum­varps Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, um að hverfa tíma­bundið aftur til eldri aðferðar við útboð á toll­kvótum fyrir búvörur sé stutt skref til móts við þá sem vildu láta banna inn­flutn­ing alfarið – sem hefði verið brot á lögum og alþjóða­samn­ing­um. Rík­is­stjórnin lét heldur ekki undan þrýst­ingi um að segja upp tolla­samn­ingnum við Evr­ópu­sam­band­ið, en óskaði eftir við­ræðum um end­ur­skoðun hans. Und­ir­bún­ingur að því að und­an­skilja enn stærri hluta land­bún­að­ar­ins sam­keppn­is­lögum er hins vegar aug­ljós­lega í gang­i.  Og veru­legur þungi er áfram í þrýst­ingnum frá þeim, sem vilja vinda ofan af umbótum í frjáls­ræð­isátt. Lesið bara nefndarálit meiri­hluta atvinnu­vega­nefndar Alþingis um frum­varp ráð­herr­ans.Verndum sam­keppni og við­skipta­frelsi

Stuðn­ings­að­gerðir stjórn­valda við atvinnu­lífið hafa að stærstum hluta verið breiðar og almenn­ar; styrkir, gjald­frestir og lán hafa staðið til boða öllum fyr­ir­tækjum sem upp­fylla almenn skil­yrði, svo sem um tekju­fall af völdum heims­far­ald­urs­ins. Stjórn­völd hafa ekki látið hafa sig í að láta undan kröfum um sér­tæka með­ferð fyrir ein­stakar atvinnu­greinar eða fyr­ir­tækja­hópa nema í þessu eina til­vik­i. Enn betra hefði verið ef þau hefðu staðið í lapp­irnar og ákveðið strax í upp­hafi að læra af sög­unni og vinna sig út úr krepp­unni með meiri sam­keppni og frjáls­ari við­skipt­um. Það væri gott ef við ættum stjórn­mála­menn sem segðu skýrt: Það sem þarf helzt að vernda er sam­keppni og við­skipta­frelsi. Þannig komumst við hraðar út úr erf­ið­leik­un­um. Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit