2022: Ár raunsæis

„Við þurfum að ímynda okkur heiminn eins og hann verður – alveg upp á nýtt,“ skrifar Stefán Jón Hafstein í síðustu grein sinni um stöðu heimsbyggðar nú á tímum. En þetta eru ekki ofvaxin vandamál. „Þetta er risastórt viðfangsefni.“

Auglýsing

Þetta var árið sem maður heyrði í fyrsta sinn úr ræðu­stóli á alþjóð­legri ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna: Við munum ekki ná Heims­mark­mið­unum 2030. Heimur án hung­urs árið 2030 er þá bara draum­sýn eins og maður þótt­ist reyndar sjá sjálfur fyrir löngu. Afnám sára­fá­tæktar ekki heldur innan seil­ing­ar. Var nokkurn tíman raun­sætt að 17 Heims­mark­mið með 170 und­ir­mark­miðum til að full­gilda sam­fé­lags­sátt­mála fyrir alla jarð­ar­búa myndu nást á fimmtán árum? Varla. Og nú þarf að for­gangs­raða.

Þetta var líka árið sem menn sögðu upp­hátt það sem löngu var ljóst: Mark­mið Par­ís­ar­sátt­mál­ans (2015) um að halda hlýnun innan við 1,5 gráður miðað við iðn­væð­ingu mun ekki nást. Reyndar skakkar svo miklu að á Lofts­lags­ráð­stefn­unni um dag­inn (númer 27) sagði aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, Ant­onio Guterres, að við værum á „hrað­leið til hel­vít­is“.

Ég hafði reyndar notað svipað orða­lag sjálfur í bók sem fór í prentun nokkru áður og heitir Heim­ur­inn eins og hann er. Til að ekk­ert fari nú milli mála um að höf­und­ur­inn telur raun­sæi dyggð á okkar tím­um.

Auglýsing

Raun­sæi - böl­sýni?

Raun­sæi jafn­gildir ekki böl­sýni. Þau góðu tíð­indi bár­ust frá annarri alþjóða­ráð­stefnu á eftir hinni, um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika, að þjóðir heims gera sér grein fyrir að stríð okkar gegn nátt­úr­unni getur ekki haldið áfram. Þau tíð­indi eru hve ógn­væn­leg­ust frá heim­inum eins og hann er að við sem köll­umst mann­kyn höfum eytt 70% af dýrum og plöntum á fimm­tíu árum. Ævi­skeið mitt og jafn­aldra minna kall­ast „sjötta útrým­ing­in“. Fyrir tveimur árum lýstu 90 þjóð­ar­leið­togar yfir að „neyð­ar­á­stand ríkti í vist­kerfum jarð­ar“.

Það var því bæði raun­sætt og bjart­sýnt af þeim sem sóttu ráð­stefn­una um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika nú í des­em­ber að semja um að vernda 30% lands og hafs. En, því mið­ur. Það er raun­sætt og böl­sýnt að reikna með því að slík mark­mið muni ekki nást frekar en önn­ur. Því ef eitt­hvað gefur góða vís­bend­ingu um frammi­stöðu í fram­tíð­inni er það reynslan af for­tíð­inni. Og hún er hreint út sagt hræði­leg.

Fram­tíð­in?

Nán­asta fram­tíð er dökk. Sem ég skrifa þessa grein berst frétta­skeyti frá Mat­væla­á­ætlun Sam­ein­uðu þjóð­anna (World Food Programme) um að mat­vælakreppan 2022 verði mun verri 2023. Eins og höf­undur bók­ar­innar um heim­inn þreyt­ist ekki á að rifja upp: Allt teng­ist. Kreppa mat­væla­kerfa fyrir átta millj­arða manna, lofts­lags­váin og hrun vist­kerf­anna. Allt teng­ist. Og nú bæt­ast við marg­fald­arar af áður óþekktum krafti: Orku­verð, fjár­málakreppa, stríð um ver­öld víða.

­Vegna þess að þetta er síð­asta grein mín í þessum flokki fyrir Kjarn­ann langar mig að segja frá nokkru sem kom höf­undi bók­ar­innar Heim­ur­inn eins og hann er nokkuð á óvart þessar síð­ustu vik­ur. Fólk hefur í raun og sann áhyggj­ur. Margt fólk. Áhyggjur af heim­inum eins og hann er og fram­tíð­inni sem kann að verða. Þetta hef ég fundið á mál­stofum og spjall­fund­um. Mun fleira fólk en ég bjóst við langar að vita meira og fræðast, eftir ýmsum ólíkum leið­um. Og vegna þess að eilíft er fjand­skap­ast út í sam­skipta­miðla þá hef ég tekið eftir mjög góðum spjall­þráðum þar sem ýmsir ein­stak­lingar sem hvorki eru þekktir úr fræða­sam­fé­lagi né fjöl­miðla­lands­lagi láta margt gagn­legt og fróð­legt frá sér fara.

Þetta veit á gott.

Á sumum þess­ara funda hef ég verið beð­inn um lausnir eftir að hafa lýst dökkum horf­um. Þær hef ég auð­vitað ekki og ber engin skylda til þess. Því, eins og ég sagði ein­hvers staðar í þeim þönkum sem urðu að frá­sögn í bók: Þessir for­dæma­lausu tímar eru með svo knýj­andi við­fangs­efni að mann­kyn hefur aldrei staðið frammi fyrir nokkru slíku áður.

Svo grimmt er það.

Við þurfum að ímynda okkur heim­inn eins og hann verður – alveg upp á nýtt. Og úr því að þessi ára­móta­hug­vekja í Kjarn­anum er að breyt­ast í trún­að­ar­sam­tal fann ég upp á því við frekar dapra fund­ar­gesti ein­hvern tím­ann að segja: Þetta eru ekki ofvaxin vanda­mál. Þetta er risa­stórt við­fangs­efni. Við þurfum að ímynda okkur NÆSTA STÓRA SKREFIÐ Í FRAM­ÞRÓUN MANN­KYNS.

Ekk­ert minna dug­ar.

Þakkir og kveðja

Um leið og ég þakka les­endum Kjarn­ans sam­ferð­ina síð­ustu mán­uði og óska Kjarna­sam­run­anum við Stund­ina alls hins besta sendi ég stytta útgáfu af lokakafl­anum í bók­inni Heim­ur­inn eins og hann er. Þar er raun­sæja árið í hnot­skurn. Það var nokkurn veg­inn svona:

„Ég hélt að þeir kæmu ekki svo auð­veld­lega aft­ur, þessir dagar þegar skjá­spjótin sækja að manni úr öllum áttum í einu: Stríðsap­arnir skildu eftir sig lík almennra borg­ara í hrönnum innan um eigin kol­brunnar víg­vélar í löngum röðum þar sem eitt sinn var frið­sælt rjóður af manna völdum og kall­að­ist Bucha.... „Hvað er hægt að gera?“ spyr Pétur Gunn­ars­son heim­spek­ingur og skáld í aðsendri örvænt­ingu til Kjarn­ans: „Þarf virki­lega þriðja heims­hrunið áður en siðað sam­fé­lag manna verði að veru­leika?“ Lofts­lags­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna valdi einmitt þann dag til að segja á nokkur þús­und blað­síð­um: Það er núna eða ekki. Ef við mann­verur umturnum ekki lífs­háttum steikja okkur eld­ar. Tím­inn rennur út. Og enn ein frétt í sömu andrá, sama dag: Það er einmitt núna sem 25 millj­ónir manna á Horni Afr­íku svelta til bana ... Þurrk­arnir eru þeir verstu í 40 ár.

Mynd: Stefán Jón Hafstein

Á hverjum degi deyja 17.000 manns úr hungri. Risa­vaxin mat­vælakreppa skríður eins og kólgu­bakki yfir lönd og álfur vegna stríðs­ins.

Svo mikil er trú manns á fram­tíð­ina að sama dag fengum við lít­inn hvolp.

Og fólk heldur áfram að eiga börn úti um allt. Tveggja millj­arða barna bið­röð inn í sam­fé­lag manna á jörð á næstu ára­tug­um. Þau koma alls­laus inn um hlið sem gætu kall­ast Vænt­ingar og Þrár. Djöf­uls­ins snill­ingar eru ónæmir fyrir því: Hvað hafa börn fram­tíð­ar­innar gert fyrir okk­ur? Ekki neitt! En þau gætu spurt hvers vegna við gerðum þau mun­að­ar­laus fyrir fram. Rændum þau móð­ur­ást­inni. Gerðum út af við Móður jörð.

Merki­legt er að Svetl­ana Alek­sí­evítsj kallar bók­ina sína um Tsjernóbyl-bæn­ina „fram­tíðarann­ál“. Er þá stærsta umhverf­isslys sög­unnar for­spá eins og ég hélt?

Svetl­ana segir á einum stað:

List okkar snýst ein­göngu um ástir og þján­ingu manns­ins í stað þess að fjalla um allt sem lífsanda dreg­ur. Allt snýst um mann­inn! Við hættum okkur ekki niður á plan dýranna, plantn­anna … Í annan heim. Og samt er mað­ur­inn þess megn­ugur að rústa þessu öllu. Má út allt líf. Í dag flokk­ast slíkt víst ekki lengur undir vís­inda­skáld­skap.

Í ræðu litla rak­ar­ans sem Chaplin skrif­aði í bíó­mynd­inni um Ein­ræð­is­herr­ann fyrir nær hund­rað árum segir hann það sem enn er satt:

Það er nóg pláss fyrir alla í heim­in­um. Og Jörðin okkar góða er auðug og getur séð fyrir öll­um. Við getum lifað frjáls og fal­lega en höfum týnt okk­ur.

Auglýsing

Svo heldur litli rak­ar­inn áfram af stalli hins fallna ein­ræð­is­herra:

Þraut­irnar sem þjaka okkur nú eru bara græðgin í dauða­teygj­um, bit­ur­leiki manna sem hræð­ast fram­farir mann­kyns. Hat­rið mun hverfa, ein­ræð­is­herrar deyja og valdið sem þeir stálu frá fólk­inu hverfur aftur til fólks­ins!

Þess er vart að vænta næstu miss­erin að við sjáum lengra en sem nemur þján­ingu manns­ins meðan sprengjur springa og fólk deyr... Hug­myndir hafa afl en verkin tala. Það er erindi mitt. Á meðan mylla mennsk­unnar malar sitt smáa korn svo hægt að varla má greina heldur gjör­eyð­ingin áfram af fít­ons­krafti sem er langt handan við það sem við megnum að ímynda okk­ur.

Ég skrif­aði hér að framan þegar ég vissi miklu minna en ég veit nú: Það er ekki eitt, það er allt.

Sem teng­ist.”

Stefán Jón Haf­stein er höf­undur bók­ar­innar Heim­ur­inn eins og hann er og tók saman greina­flokk fyrir Kjarn­ann síð­ustu mán­uði þar sem hann tengir efni bók­ar­innar við mál­efni líð­andi stund­ar. Myndir eru höf­und­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar