Átta milljarðar

Stefán Jón Hafstein skrifar um mannfjölda jarðar sem náði átta milljörðum í vikunni. „Vandamálið er eiginlega ekki fólksFJÖLDINN heldur skipting gæðanna sem hafa má af jörðinni.“

Auglýsing

Ein­hvers staðar á plánet­unni jörð fædd­ist homo sapi­ens í vik­unni sem tald­ist setja mann­kyns­sögu­legt met með því að vera herra eða ung­frú átta millj­arð­asti sem nú lif­ir. Var það lítið frum­byggja­mey­barn í Kala­hari eyði­mörk­inni? Kannski brún­eygur Ind­verji við rætur Hima­læj­a­fjalla (töl­fræði­lega eru miklar líkur á því) eða norð­ur­-­þing­eysk snót á Langa­nesi? (Litlar líkur á því). Allt um það, aldrei hafa lifað jafn margar mann­verur á jörð­inni sam­tímis og nú.

Auglýsing

Þessi börn sem nú koma í heim­inn fá að arfi for­dæma­laus við­fangs­efni er varðar afkomu mann­kyns. Aldrei áður hefur mann­kyn horfst í augu við annað eins - nið­ur­stöður af eigin gjörð­um.

Er hluti vand­ans einmitt þessi börn og hin sem óhjá­kvæmi­lega munu bæt­ast við og hækka töl­una átta millj­arðar í tíu á næstu ára­tug­um? Vissu­lega eru þau hluti vand­ans, en þar með er bara minna en hálf sagan sögð.

Fólks­fjölg­un­ar­VANDI?

Sá sem þetta skrifar fædd­ist í miðri eft­ir­stríðs­ára­barna­sprengj­unni þegar mann­kyn taldi 2,3 millj­arða (1955) og olli sá fjöldi þá þegar svo miklum áhyggjum að vandað fólk taldi brýnt að hefja ófrjó­sem­is­að­gerðir í stórum stíl. Mann­fjölg­un­ar­sprengjan myndi gera út af við okkur því aldrei yrði nóg til skipt­anna með sama áfram­haldi. Við vitum hvað gerð­ist. Stór­kost­legar fram­farir í hrein­læti og lækna­vís­indum breidd­ust út sam­tímis því að mat­væla­fram­leiðsla mann­kyns jókst um mörg hund­ruð pró­sent með til­búnum áburði, kyn­bót­um, orku og miklu vatni. Þegar við nú náum átta millj­örðum hafa hrakspárnar ekki ræst. En reyndar verðum við að við­ur­kenna að nærri einn millj­arður af þessum átta er alvar­lega vannærður og þrír millj­arðar manna eiga ekki fyrir einni nær­ing­ar­ríkri mál­tíð á dag. Eigi að síð­ur, alls­herjar mann­fellir varð ekki raunin þrátt fyrir nær fjór­földun íbúa á örfáum ára­tug­um.

Annað sem ber að athuga er að hrað­inn í vext­inum dvín og því mun hámarks­fjölda verða náð á bil­inu 10-11 millj­arðar síðar á þess­ari öld og svo fara að fækka ef allt hefur sinn gang. Vanda­málið er eig­in­lega ekki fólks­FJÖLD­INN heldur skipt­ing gæð­anna sem hafa má af jörð­inni. Eins og ég hef áður rakið í grein í Kjarn­anum og glöggt kemur fram í bók minni, Heim­ur­inn eins og hann er, snýst dæmið ekki ein­fald­lega um fjölda. Það snýst um hvernig við öflum matar (þau kerfi eru gjör­sam­lega gal­in) og hvernig gæðum er skipt (og það kerfi er ótrú­lega órétt­látt). Litla snótin sem fædd­ist á Langa­nesi í hugs­an­lega dæm­inu um átta millj­arð­asta homo sapi­ens­inn mun menga mörg þús­undum sinnum meira en frum­bygg­inn í Kala­hari eyði­mörk­inni sem nú er von­andi á brjósti. Svo ólíkir verða lífs­hættir þess­ara tveggja ung­barna. Ind­verski strák­ur­inn sem ég nefndi mun innan tíðar búa í fjöl­menn­asta ríki heims þar sem gríð­ar­leg mengun og ágeng vatns­sóun er for­senda ,,fram­fara“ hjá stjórn­völdum í kappi þeirra við að líkja sem mest eftir stór­sókn iðn­ríkj­anna á liðnum árum. Sú sókn hefur farið með okkur út yfir þol­mörk jarðar nú þeg­ar. Því fleiri sem bæt­ast í lúx­uslífs­stíl­inn því verra verður ástand­ið.

Sem horf­ir?

Ef allt fer sem horf­ir? Hvað er það á þessum óvissu­tím­um? Nokkuð víst er að þegar börn vik­unnar verða 17-18 ára hefur bæst við einn millj­arður í við­bót og þegar þau verða rúm­lega þrí­tug verður talan sam­tals 10 millj­arðar á jörðu. Ef ekki kemur eitt­hvað hræði­legt til sem við getum varla ímyndað okk­ur, eins fjölda­mann­fellir vegna far­aldra (15 millj­ónir – aðeins – dóu í Kóvid) – árekstur við hala­stjörnu (sem eyddi nán­ast öllu lífi fyrir 65 millj­ónum ára) þá verður fjöld­inn þessi. Það sem er svo óvíst eru lífs­kjörin sem fólk býr þá við.

Auglýsing

Þessir tveir millj­arðar barna sem nú eru á leið­inni fæð­ast næstum öll í Afr­íku sunnan Sahara eða Suð­ur­-Asíu, þar sem efna­hags­horfur eru ver­star, lífslíkur minnstar og mat­væla­skortur mest­ur. Mörg þeirra munu skað­ast var­an­lega á vits­munum vegna fæðu­skorts. Í Afr­íku fjölgar lang mest þar sem er helm­ingur af þeim ríkjum sem nú stefna í hreina efna­hag­skreppu. Stór hluti íbúa þar mun búa við hratt versn­andi lífs­kjör að öllu leyti næstu árin.

Þetta er hluti af hinni stóru mynd sam­hengi sem ég bregð upp í Heim­inum eins og hann er. Hrað­vaxt­ar­skeiðið sem kall­ast ,,hröð­unin mikla“ og mín kyn­slóð naut svo ríku­lega með því að vera réttu megin á hnett­inum verður ein­fald­lega ekki end­ur­tek­ið. Fólks­fjölgun úr 2,3 millj­örðum í átta á ævi­skeiði mínu var knúin af til­búnum áburði, orku og vatni sem nú stendur undir helm­ingi af mat­væla­fram­leiðslu mann­kyns. Útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda þre­fald­að­ist árlega á sama tíma. Og svo það sem er ef til vill það hræði­leg­asta af öllu - 70% af villtum dýrum og plöntum voru drep­in. Aðeins ein dýra­teg­und á jarð­ríki jók lífslíkur sínar á með­an: Mað­ur­inn.

Stefán Jón Haf­stein hefur skrifað mikið um þró­un­ar­mál á liðnum árum og sendi nýverið frá sér bók um þau mál, Heim­ur­inn eins og hann er. Myndir eru úr bók­inni teknar af höf­undi. Myndin af blökku­konu er eftir Zan­ele Muholi sem nú sýnir verk á Lista­safni Íslands en þessi mynd er tekin á Fen­eyjat­ví­ær­ingnum 2019.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar