Er fólksfjölgun fæðuvandamál?

„Pælum í þessu,“ skrifar Stefán Jón Hafstein: „Við höfum aldrei framleitt jafn mikið af mat. Og aldrei sóað jafn miklu af mat.“ Fólksfjölgun og matarsóun er umfjöllunarefni þriðju greinar hans sem birt er í Kjarnanum.

Auglýsing

Fólks­fjölgun er fyrst og fremst fátækt­ar­vanda­mál. En ekki bara það. Eins og ég skýri frá í bók minni Heim­ur­inn eins og hann er blasir við flókn­ari vandi sem teng­ist mörgum öðrum álíka flóknum vanda­mál­um. Pælum í þessu:

-Við höfum aldrei fram­leitt jafn mikið af mat,

-aldrei sóað jafn miklu,

-aldrei gengið jafn frek­lega á vatn og jörð og aldrei spúð jafn miklu af óhollum efnum út í vist­kerfin vegna fæðu­fram­leiðslu,

-aldrei skaðað umhverfi og dýra­líf jafn mikið og nú …

… og

-aldrei áður hefur mann­kyn þurft að auka fram­leiðslu matar um helm­ing á örfáum ára­tug­um!

Auglýsing

Þessi full­yrð­ing að tvö­falda þurfi mat­væla­fram­leiðslu á stuttum tíma er algeng og virð­ist byggð á því að mat­ar­sóun í ýmsum birt­ing­ar­myndum verði við­var­andi. Ef við nýtum betur það sem fram­leitt er þarf auð­vitað ekki alla þessa aukn­ingu. En til að þræða sig gegnum allt það sem fer úrskeiðis í mat­væla­kerfum heims­ins þarf ein­staka rat­sjá. Spáið aðeins í þetta hér:

Umhverf­is­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna segir í skýrslu vorið 2021 að mann­kyn sói 900 millj­ónum tonna af mat­vælum árlega. Svo vill til að heild­ar­tala yfir þá sem taldir eru alvar­lega vannærðir í heim­inum á sama tíma er – nákvæm­lega sú sama – 900 millj­ón­ir.

TONNI sóað á hvern hungr­aðan mann!!! Þriðji hver mat­ar­biti sem fram­leiddur er fer í súg­inn.

Nóg handa öllum

Við vitum að það er nægur matur í heim­inum handa öllum nú þeg­ar: 2.500–2.900 hita­ein­ingar á mann ef skipt væri jafnt. Auk­inn þrýst­ingur kemur með þeim 2–3 millj­örðum sem eiga eftir að bæt­ast við á næstu ára­tugum (næstum allir í Afr­ík­u). Í und­ir­bún­ings­skjölum fyrir heims­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna um mat­væla­kerfin 2021 sé ég að fjár­hags­legt tjón vegna mat­ar­só­unar er á bil­inu 400 millj­arðar doll­ara til 1.000 millj­arðar doll­ara árlega. Sem er 10–20 sinnum meira en sér­fræð­ing­arnir segja að kosti að enda hungur í heim­in­um.

Aftur horfum við á algjör­lega galið dæmi.

Stór hluti af mat­ar­sóun fer fram á heim­ilum þeirra ríku. Stjörnu­kokkar á alþjóð­legum sjón­varps­stöðvum koma fram og kenna fólki að borða AFGANGA! Ann­ars er þeim yfir­leitt fleygt, 80–120 kílóum á hvern ein­stak­ling árlega í ríku lönd­unum að með­al­tali.

Heilsu­spill­andi sóun­ar­dæmi

Mynd: Stefán Jón Hafstein

Svo bæt­ist þetta við: Röng fæða og slæm sam­setn­ing nær­ing­ar­efna drepur fleiri á hverju ári en áfengi, tóbak, önnur fíkni­efni [1] og hættu­legt kyn­líf – sam­an­lagt. Fyrir þetta fyr­ir­komu­lag greiðum við gríð­ar­legan umhverfis­kostnað sem engin leið er að sjá fram úr.

Er fólks­fjölgun þá vand­inn?

Nei, ekki vand­inn, heldur hluti af vand­an­um. Fjölgun næstu ára­tugi verður nær ein­vörð­ungu í fátæk­ustu lönd­un­um, enda löngu vitað að beint sam­band er á milli barna­fjölda og fátæktar í fjöl­skyldum (sem ég útskýri í bók minn­i). En þetta er ekki fólkið sem sóar mestu af matn­um, spillir umhverf­inu, gengur á vatns­birgðir og blæs út gróð­ur­húsa­loft­teg­undum - í sama mæli og við. Í ríku lönd­unum sjáum við alveg um sóun án aðstoð­ar. Það væri auð­vitað betra að ekki fjölg­aði úr átta millj­örðum í tíu á næstu 30 árum eða svo, en best væri að taka á veru­lega á inn­byggðum skekkjum í mat­væla­kerf­un­um.

Spurn­ingin um of margt fólk og meiri mat er því röng. Hún er um hvernig mat og hvernig hans er aflað, handa hverj­um.

Um höf­und­inn: Stefán Jón Haf­­stein hefur um ára­bil starfað í utan­­­rík­­is­­þjón­ust­unni, m.a. í Afr­íku og verið fasta­­full­­trúi Íslands hjá stofn­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Greina­skrif hans byggja á nið­ur­stöðum hans úr nýút­kominni bók, Heim­ur­inn eins og hann er. Myndir eru úr bók­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar