Námuvinnsla skilur eftir sig spor ...

„Mikilvægt er að halda fast við þá skilgreiningu að mikill meirihluti allrar námuvinnslu er ósjálfbær,“ skrifar Ari Trausti Guðmundsson. „Og er ekki þörfin á fjölbreyttri fullvinnslu vara meiri en þörf á skjótfengnu fé fyrir hráefnisútflutning?“

Auglýsing

Í til­efni af ágætri Kjarna­grein Sunnu Óskar Loga­dóttur um Seyð­is­hóla­námuna (10. sept.) fjalla ég um ýmsar hliðar námu­vinnslu á Íslandi.

Námu­vinnsla er æva­gömul í mann­heim­um. Án hennar værum við skammt kom­in, hvort sem er við mann­virkja­gerð, orku­öflun eða í sam­fé­lags­þjón­ustu og sam­göng­um. Sum jarð­efni eru orðin vand­fundin og marg­hátt­uð, bráð­nauð­syn­leg end­ur­vinnsla eða hringrás­ar­hags­kerfi fremur van­þroskuð ferli. Þar verður sam­fé­lag þjóð­anna að taka sig mikið á ef vel á að fara og þarf hvorki sér­fræð­inga né stjórn­mála­menn til að benda á ótal van­kanta í þessum efn­um. Lausnir eru vissu­lega á þeirra könnu, auk fjár­magns­eig­enda, en líka almenn­ings, fyr­ir­tækja og ótal sam­taka.

Mik­il­vægt er að halda fast við þá skil­grein­ingu að mik­ill meiri­hluti allrar námu­vinnslu er ósjálf­bær. Ein­fald­lega vegna þess að flestar auð­lindir á yfir­borði jarð­ar, að líf­rík­inu frá­töldu, end­ur­nýj­ast ekki eða end­ur­nýj­ast hægt á mann­legan mæli­kvarða. Námu­vinnsla er mis umhverf­is­væn. Oftar en ekki er hún lítt umhverf­is­væn, hvort sem er vegna loft-, vatns-, og sjáv­ar­meng­unar eða vegna lýta á land og skemmda á líf­rík­inu. Í ótal til­vikum er sæst við slíkt vegna brýnna nauð­synja, en líka er víða of langt geng­ið. Verk­efni allra tíma er að finna jafn­vægi á milli nátt­úr­u­nytja og nátt­úru­vernd­ar. Nú sem aldrei fyrr. Lengst af hefur það ekki tek­ist vel en und­an­farna ára­tugi hafa orðið veru­legar fram­farir í þeim efn­um, sam­fara auk­inni þekk­ingu og skiln­ingi á nátt­úr­unni - og breyttum póli­tískum áhersl­um.

Auglýsing

Námu­gröftur á Íslandi er ekki fjöl­þætt­ur. Nokkuð var grafið af eld­gömlum gróð­ur­leifum sem elds­neyti úr elsta hluta berggrunns­ins: Surt­ar­bandur og léleg brún­kol. Bygg­ing­ar­efni í hvers kyns mann­virki hefur lengi verið sótt í gjót, möl og sand úr lausum jarð­lögum eða fjöll­um, fellum og eld­gíg­um. Leir hefur verið num­inn til leir­muna­gerð­ar, kís­il­gúr úr Mývatni og vikur við Heklu.

Sóknin í bygg­ing­ar­efni hófst fyrir alvöru með til­komu stórra vinnu­véla í seinni heims­styrj­öld­inni og eftir hana. Þá var kroppað í nálæga námu­staði um allt land, hvort sem þar hvoru að verki opin­berir aðilar (t.d. Vega­gerð­in) eða einka­að­il­ar, jafn­vel setu­lið­ið. Alls eru lík­lega um 4.000 bygg­ing­ar­efn­is­námur í land­inu (yfir 3.800 skrá­settar fyrir all­mörgum árum!), smáar og stór­ar. Umtals­verðum hluta þeirra hefur ekki verið gengið sóma­sam­lega frá. Vega­gerðin hefur verið nokkuð ötul við að ganga frá mis­gömlum nám­um. Um tíma þóttu gígar og hraun gæfu­legar námur en slíkir staðir voru þeir fyrstu sem nátt­úru­vernd náði til. Löngu seinna var mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda lög­bund­ið. Sú gjörð fækk­aði virkum námum og sumar fengu leyfi til stækk­unar svo hlífa mætti öðrum ætl­uðum námum og fækka þeim virku.

Litla-Sandfell í Þrengslum. Mynd: Úr matsskýrslu

Enn er verið að skemma land að óþörfu með því að kaupa ekki efni úr umhverf­is­metn­um, opnum námum heldur grafa efni úr skriðum í fjöll­um, áreyrum og melum undir jarð­vegi. Ávallt er þá efn­is­magn undir því lág­marki sem umhverf­is­mat mið­ast við. Slíkt er á ábyrgð land­eig­enda og fram­kvæmda­að­ila sem vænt­an­lega eru hvorki sveit­ar­fé­lög né rík­is­stofn­an­ir.

Á Íslandi eru ekki til kola­námur, olíu- eða gaslind­ir. Ekki heldur námur með ýmis konar algengum málm­um. Engar námur með dýrum stein­um.

Að væn­legum málmum var leitað t.d. á Suð­aust­ur­landi í kringum 1970, með litlum árangri. Löng saga gul­leitar er kunn með ýmsum end­ur­tekn­ing­um. Til eru gull­forðar í gömlum háhita­svæðum til dæmis nálægt þétt­býl­inu í Mos­fellsbæ og í Víði­dal fyrir norð­an. Þeim fylgja önnur jarð­efni. Enn er verið að kanna útbreiðslu móð­ur­bergs­ins (kvars) á fyrr­nefnda land­svæð­inu til að meta mögu­lega vinnslu. Gull­vinnsla, til að mynda, þarfn­ast mik­ils rýmis og vatns auk kemískra efna sem eru flest óum­hverf­is­væn - sum bein­línis hættu­leg, t.d. vatns­leys­an­leg flú­or­sam­bönd, málm­sam­bönd eins og áloxíð og sam­bönd málma og sýa­níðs. Vinna má suma aðra málma úr muln­ingi og afrennsli vinnsl­unnar með sér­kostn­aði. Skárri aðferðir gull­vinnslu hafa þró­ast en eru bæði dýr­ari en sú venju­lega og óvíða reyndar í full­burða stíl. Hér verður ekki rök­studd afstaða til hugs­an­legrar gull­vinnslu á Íslandi.

Til stendur að gera mikla vikurnámu við Hafursey á Mýrdalssandi og flytja efnið til Þorlákshafnar til útflutnings.

Oft er gert mikið úr ljót­leika stóru bygg­ing­ar­efn­is­ná­manna, einkum á suð­vest­ur­horn­inu. Nú er líka minnst á þann veru­leika að „grafa burt fjall“ og þá átt við Litla-Sand­fell við Þrengsla­veg. Vel má fall­ast á þá skoðun að námurnar gætu verið minna sýni­legar á fjöl­förnum slóð­um. Legan skýrist meðal ann­ars af stuttum aðkomu­vegum að helstu þjóð­veg­um, sbr. námur í Ing­ólfs­fjalli, Lamba­felli, Bolöldum og Víf­ils­felli, og við Und­ir­hlíðar (Krýsu­vík­ur­veg). Héðan af verður vinnsla á þessum stöðum seint færð úr stað, jafn harka­leg og hún er. Get ekki mót­mælt sívax­andi bygg­ing­ar­efn­is­töku í stórum námum en myndi vilja minna áber­andi, nýja vinnslu­staði. Ein­hvers staðar verður að ná í efni og þörfin virð­ist vaxa. Brýnt er að skylda frá­gang og sem bestan við­skilnað á nám­um. Einnig þarf að breyta lögum og hefta námu­gröft undir til­teknu magni nema öryggi eða mjög brýna nauð­syn beri til.

Tvö lítil námu­fjöll lands­ins eru varla hálf orð­in: Stapa­fell og Súlur skammt frá Kefla­vík­/Njarð­vík og Höfn­um. Stærsti gjall­gígur Seyð­is­hóla mun hverfa á 10 tl 15 árum. Ef til vill er hrein­legra að vinna þannig fremur en að grafa í sundur fram­hlíðar stórra fjalla. Litla-Sand­fell er sömu gerðar og til dæmis Stapa­fellið og líkt hund­ruðum ann­arra móbergs- og bólstra­bergs­fella víða á yngri hluta lands­ins. Það merkir þó ekki að eyð­ing þess sé sjálf­sögð enda margt fleira í húfi en jarð­mynd­unin sjálf.

Auglýsing

Námu­vinnslu bygg­ing­ar­efnis fylgir mikil meng­andi véla­notkun og akstur flutn­inga­bíla. Opnum námum fylgir ryk­mengun og sums staðar líka akstr­in­um. Nú hillir undir orku­skipti sem minnka loft­mengun vegna útblást­urs véla en rykið losnar eftir sem áður. Mikið álag á fremur við­kvæmt vega­kerfi eykst fremur en minnkar en allra nýj­ustu vegir þola þó betur þunga­um­ferð en áður. Þol­mörk vega­kerf­is­ins (helstu 12.000 km) í heild, hvað varðar slit, burð­ar­þol, við­hald og öryggi, eru löngu brostin og ótækt að fjölga flutn­inga­bílum og ferðum þeirra á helstu þjóð­vegum um marga tugi pró­senta (eða hund­ruð?) á fáeinum árum.

Útflutn­ingur bygg­ing­ar­efnis er sér kap­ít­uli þegar kemur að ákvörð­unum og leyf­is­veit­ing­um. Erfitt eða ómögu­legt er að sam­þykkja hefð­bund­inn véla­gröft­inn og stór­fellda vega­flutn­inga. Einnig meng­andi sjó­flutn­inga (eins og stend­ur), eins þótt horft sé til lægra kolefn­is­spors við fram­leiðslu bygg­ing­ar­efna. Íblönd­un­ar­efni í sem­ent og veggja­plötur er víðar til en á Íslandi. Horfa ber einnig til geymslu á lausu efni og útskip­un­ar, hvort vinnsla og útflutn­ingur henti sam­fé­lag­inu í heild eða stað­bundið og hvort ætti að full­vinna vist­vænt bygg­ing­ar­efni hér á landi fremur en flytja hrá­efni út. Almennt séð getur Ísland aðeins tekið við erlendum iðn­fyr­ir­tækjum sem vilja stíga jákvæð skref í lofts­lags­málum innan þol­marka sjálf­bærni. Sam­fé­lagið er lít­ið, nátt­úran sér­stæð og raf­orkan með fremur lág efri rafa­fls­mörk í heild. Og er ekki þörfin á fjöl­breyttri full­vinnslu vara meiri en þörf á skjót­fengnu fé fyrir hrá­efnisút­flutn­ing? Full orku­skipti og græn, fjöl­breytt full­vinnslu- og þjón­ustu­starf­semi er ramm­inn sem fylla þarf í. Þá fjöl­yrði ég ekki um gjör­breytta tekju­skipt­ingu og jafn­rétti í eyrík­inu. Það er vissu­lega hin hliðin á túkall­in­um.

Höf­undur er jarð­vís­inda­maður og fyrrum þing­maður VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar