Vilja stækka og dýpka gjallnámu í Seyðishólum – Flutningabílar ferja efnið til Þorlákshafnar

Til stendur að vinna sama magn efnis úr gjallnámu í Seyðishólum í Grímsnesi á fimmtán árum og gert hefur verið síðustu 70 árin. Meirihlutinn yrði fluttur úr landi.

Náman eins og hún er í dag.
Náman eins og hún er í dag.
Auglýsing

Áformað er að auka efn­is­töku úr gjall­námu í Seyð­is­hólum í Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi í um 74 pró­sent á ári svo flytja megi meira magn á markað í útlönd­um. Við vinnslu­aukn­ing­una myndu fleiri og stærri flutn­inga­bílar flytja efni frá námunni, ýmist til kaup­enda inn­an­lands eða til Þor­láks­hafnar þaðan sem það yrði flutt úr landi. Fram­kvæmda­að­il­inn Suð­ur­tak metur heildar umhverf­is­á­hrif fram­kvæmd­ar­innar óveru­leg.

Auglýsing

Efn­istaka úr námunni hófst fyrir 1950 þegar Jón Lofts­son ehf hóf fram­leiðslu mát­steina úr Seyð­is­hóla­gjalli. Sam­kvæmt mæl­ingum er ætlað að búið sé að vinna alls um 450 þús­und m3 af gjalli úr þess­ari námu frá upp­hafi. Með stækkun námunn­ar, sem fjallað er um í nýrri umhverf­is­mats­skýrslu, er fyr­ir­hugað að taka úr henni allt að 500 þús­und rúmmetra (m3) á næstu 15 árum eða um 33 þús­und m3 á ári að með­al­tali. Suð­ur­tak er með námuna á leigu en útflutn­ingur efn­is­ins er í höndum Jarð­efna­iðn­aðar ehf. Miðað við þessar magn­tölur á að vinna svipað magn af efni úr námunni á 15 árum og gert hefur verið á meira en 70 árum til þessa.

Náman eins og hún lítur út í dag (t.v.) og áformuð stækkun hennar (t.h.)

Hver flutn­inga­bíll Suð­ur­taks, sem flytur efnið til kaup­enda inn­an­lands, tekur um 15 rúmmetra af gjalli. Bíl­arnir sem Jarð­efna­iðn­aður myndi nota eru mun stærri og tækju um 30 rúmmetra. Miðað við að unnið yrði í námunni 150 virka daga á ári þyrfti um 1.500 bíl­ferðir á ári, að jafn­aði um tíu bíla á hverjum þeim degi, þar af fimm bíla á dag með gjall um 50 kíló­metra leið til Þor­láks­hafn­ar. „Þessar tölur kunna að rokka veru­lega í sam­ræmi við eft­ir­spurn,“ segir í umhverf­is­mats­skýrslu Suð­ur­taks. Þar segir enn­fremur að þar sem helm­ingi stærri bílar en nú eru not­aðir kæmu til sög­unnar myndi umferð þeirra frá námunni aukast um 46 pró­sent þrátt fyrir að vinnslu­aukn­ingin næmi 74 pró­sent­um.

Seyð­is­hólar eru rauð­leitir gjall­gígar sem rísa um 100 metra upp úr flat­lend­inu umhverf­is. Þeir eru áber­andi kenni­leiti í Gríms­nesi neð­an­verðu. Efstu kollar hól­anna eru að mestu ógrónir og sést rauð­leitur litur gjall­s­ins langt að.

Heild­ar­á­hrifin metin óveru­leg

Náman sem fyr­ir­hugað er að stækka og dýpka kall­ast E30b og er við Hóla­skarð. Námu­svæðið er mest áber­andi af Bisk­ups­tungna­braut sunnan Ker­hóls og niður fyrir Kerið og frá frí­stunda­byggð­inni sunnan og vestan við neðri Seyð­is­hól­inn. Að henni liggur 1 kíló­metra mal­ar­vegur frá Búr­fells­vegi. Sem mót­væg­is­að­gerð til að draga úr ryk- og hávaða­mengun frá auknum flutn­ingum yrði kafl­inn mal­bik­að­ur, segir í skýrslu Suð­ur­taks.

Í fyrstu skrefum mats á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar­innar bár­ust athuga­semdir um gjall­fok frá námunni í vondum veðrum yfir frí­stunda­byggðir við hól­ana. Suð­ur­tak telur að gjall­fok, hvort sem það eigi upp­runa sinn í námunni eða í ógrónu, nátt­úru­legu umhverfi, muni ekki aukast með stækkun námu­hol­unn­ar. Áhrif á loft­gæði fram­kvæmd­ar­innar eru því metin óveru­leg.

Kort sem sýnir námuna, fyrir miðri mynd, og eignarhald á lóðum og jörðum í nágrenninu. Mynd: úr umhverfismatsskýrslu

Áhrif fram­kvæmdar á ásýnd Seyð­is­hóla, frá því sem nú er, eru metin frekar nei­kvæð og óaft­ur­kræf. Áhrif á gróður eru metin óveru­leg og sömu sögu er að segja um áhrif á fugla­líf. Þá telur fram­kvæmda­að­ili, í ljósi þess að námu­gröftur hefur verið stund­aður á svæð­inu í ára­tugi, að áhrif á jarð­mynd­anir verði lítil sem engin umfram það sem þegar er orð­ið. Námu­holan mun stækka nokkuð og nýtt yfir­borð náma­veggj­anna mun koma í ljós, segir í mats­skýrsl­unni en þrátt fyrir að hól­arnir séu eld­vörp sem njóti verndar í nátt­úru­vernd­ar­lögum telur Suð­ur­tak það ekki eiga við vegna mik­illar rösk­unar svæð­is­ins nú þeg­ar.

Þrátt fyrir að aukn­ing verði á umferð vöru­bíla á akst­ursleiðum til Þor­láks­hafnar eru áhrif á umferð talin óveru­leg og þar sem efn­istakan og útflutn­ingur á gjalli sé atvinnu- og gjald­eyr­is­skap­andi eru áhrif á sam­fé­lag metin frekar jákvæð.

Nið­ur­stað­an: Fram­kvæmda­að­il­inn Suð­ur­tak metur heild­ar­á­hrif fram­kvæmd­ar­innar óveru­leg.

Stærð námu­svæðis í dag er um 3,5 hekt­ar­ar. Síð­ast­liðin fjögur ár hefur efn­istakan numið sam­tals um 75 þús­und rúmmetrum eða tæpum 19 þús­und m3 á ári. Þar hefur Jarð­efna­iðn­aður flutt árlega út 5-10 þús­und m3. Sá útflutn­ingur mun aukast veru­lega með stækkun námunnar eða í 20-25 þús­und rúmmetra á ári.

Jarð­efna­iðn­aður flytur gjallið úr Seyð­is­hólum til Norð­ur­land­anna þar sem það er notað sem grunnefni í ræktun á gróðri á hús­þökum í sam­keppni við önnur rækt­un­ar­efni. „Þak­ræktun þykir mik­il­væg vegna þeirra lofts­lags­breyt­inga sem hafa orðið á síð­ustu ára­tugum og í sumum borgum í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum er ein­ungis leyft að reisa opin­berar bygg­ingar hafi þær græn þök,“ stendur í umhverf­is­mats­skýrslu Suð­ur­taks.

Inn­an­lands hefur gjallið verið notað í stíga- og gatna­gerð, fyll­ingar að mann­virkjum og til iðn­að­ar­fram­leiðslu.

Kvika hátt í loft upp varð að gjalli

Seyð­is­hólar eru hluti af hinni litlu og afmörk­uðu Grím­nes­gos­rein. Gríms­nes­gosin áttu sér stað fyrir 7.500-9.500 árum, eftir að ísöld lauk og liggja gos­efnin mis­lægt ofan á rofnum jarð­lagastafla sem mynd­aður er á ísöld. Upp­streym­is­hraði kvik­unnar var all­mik­ill sem leiddi til þess að gosin urðu blanda af hraun­rennsli og háum kviku­strók­um. Í gos­unum þaut því til­tölu­lega mikið magn af kviku hátt í loft upp og til­tölu­lega mik­ill hluti þeirrar kviku storkn­aði í loft­inu og varð að gjalli, sem að miklu leyti hlóðst upp í mynd­ar­leg gígupp­vörp á goss­taðn­um.

Jarðlögin sjást greinilega í námunni. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Seyð­is­hólar eru að sögn fram­kvæmda­að­ila víða raskaðir af gömlum námu­svæð­um. Búið sé að taka efni úr mörgum gíg­anna á Gríms­nes­gos­rein­inni á und­an­geng­inni öld og „er nú lík­lega aðeins Ker­hóll einn eftir nán­ast ósnertur að kalla“. Þannig sé „ara­grúi náma“ stórra og smárra hingað og þangað á svæð­inu.

„Af til­lits­semi við umhverfið hefur stærð námu­svæðis verið haldið í lág­marki í stað þess að fletja það út,“ segir í skýrslu Suð­ur­taks. „Staðan er því sú að hér er náma sem er til­tölu­lega lítil að umfangi en djúp og með bröttu stáli.“

Umhverf­is­mats­skýrslu Suð­ur­taks ehf. má lesa hér á vef Skipu­lags­stofn­un­ar. Allir geta veitt umsögn um hana til 20. októ­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent