Dagur: Hvassahraun virðist „ein öruggasta staðsetningin“ fyrir innviði á Reykjanesskaga

Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogum, yrði mögulegt flugvallarstæði í Hvassahrauni í hverfandi hættu vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri dróg fram nýlega skýrslu Jarðvísindastofnunar HÍ, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Voga, í umræðum um framtíð Reykjavíkurflugvallar í vikunni.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri dróg fram nýlega skýrslu Jarðvísindastofnunar HÍ, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Voga, í umræðum um framtíð Reykjavíkurflugvallar í vikunni.
Auglýsing

Í skýrslu sem Jarð­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands vann fyrir Sveit­ar­fé­lagið Voga fyrr á þessu ári, er lagt mat á eld­gosavá í sveit­ar­fé­lag­inu með til­liti til jarð­hrær­inga þeirra sem urðu á Reykja­nesi í fyrra. Fyr­ir­hugað mögu­legt flug­vall­ar­stæði í Hvassa­hrauni liggur á þeim svæðum innan Voga þar sem einna minnst hætta þykir á vá vegna eld­gosa.

Skýrslan var ekki unnin sem inn­legg í flug­vall­ar­málin að neinu leyti, heldur fékk bæj­ar­stjórn Voga Jarð­vís­inda­stofn­un­ina til þess að vinna skýrsl­una fyrir sig í tengslum við umfjöllun sveit­ar­stjórn­ar­innar þar um Suð­ur­nesja­línu 2, sem Lands­net vill leggja um sveit­ar­fé­lagið í lofti, en sveit­ar­stjórnin vill að fari í jörð. Nálg­ast má skýrsl­una hér.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri Reykja­víkur vís­aði hins vegar til þess­arar skýrslu, sem kynnt var í bæj­ar­stjórn Voga 31. ágúst, í umræðu um Reykja­vík­ur­flug­völl sem fram fór í borg­ar­stjórn Reykja­víkur á þriðju­dag, en borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks köll­uðu eftir umræð­unni um flug­völl­inn.

„Það er allt sem bendir til þess, miðað við þessa grein­ingu, að Hvassa­hraun sé þarna á einu örugg­asta svæð­inu á öllum Reykja­nesskag­an­um,“ sagði Dagur á fundi borg­ar­stjórn­ar, en minnti á sama tíma á að Veð­ur­stofan væri að vinna að sinni eigin grein­ingu á fýsi­leika flug­vall­ar­stæð­is­ins í Hvassa­hrauni.

Auglýsing

Dagur sagði að út frá grein­ingum Jarð­vís­inda­stofn­unar væri það „al­gjör­lega ótíma­bært“ að „af­skrifa þann mögu­leika að vera með ein­hverja inn­viði á Reykja­nesskaga, hvað þá Hvassa­hraun, sem virð­ist sam­kvæmt þeim gögnum sem við búum yfir vera ein örugg­asta stað­setn­ingin fyrir öryggi inn­viða á öllum skag­an­um.“

Skýrslan sem borg­ar­stjóri vís­aði til var sem áður segir unnin af sér­fræð­ingum Jarð­vís­inda­stofn­unar HÍ, en á meðal höf­unda eru eld­fjalla­fræð­ing­arnir Ármann Hösk­ulds­son og Þor­valdur Þórð­ar­son.

Hvassa­hrauns­svæðið í tveimur lægstu hættu­flokkum

Í skýrsl­unni er lagt mat á elds­upp­kom­unæmi, mis­gengi og líkur á mögu­legu hraun­flæði innan Sveit­ar­fé­lags­ins Voga, bæði miðað við hraun­rennsli í litlu gosi eins og því sem varð í Fagra­dals­fjalli í fyrra, með hraun­rennsli upp á 10 rúmmetra á sek­úndu og svo með­al­stóru hraun­gosi á íslenska vísu, með um 300 rúmmetra hraun­rennsli á sek­úndu.

Vísindamennirnir skiptu landsvæði sveitarfélagsins Voga og jöðrum þess upp í fimm áhættuflokka. Mynd: Jarðvísindastofnun HÍ

Höf­undar skýrsl­unnar settu, í kjöl­far grein­inga sinna á þessum þátt­um, fram til­lögur að flokkun hættu­svæða innan sveit­ar­fé­lags­ins Voga.

Alls er svæð­inu skipt upp í fimm flokka með til­liti til hættu og fellur fyr­ir­hugað flug­vall­ar­svæði í Hvassa­hrauni innan tveggja lægstu flokk­ana, flokka 1 og 2 (græn svæði og gul svæð­i). Grænu svæðin eru „ekki hættu­svæði“ og svæði sem ekki eru líkur á að hraun flæði inn. Gulu svæðin eru hins vegar skil­greind sem „svæði í lág­marks hættu“ með líkur á hraun­flæði „í lág­marki“ og til­tekið í skýrsl­unni að um sé að ræða svæði sem „getur verið bygg­t“.

Eins og sjá má á mynd­inni hér að ofan eru þó svæði sem flokkuð eru á hærra hættu­stigi ekki langt und­an.

Gögn þurfi að ráða ákvörð­unum

Einar Þor­steins­son for­maður borg­ar­ráðs og odd­viti Fram­sóknar í Reykja­vík sagði í ræðu sinni á borg­ar­stjórn­ar­fundi að hver maður sæi að það hefði skap­ast óvissa um stað­setn­ingu mögu­legs flug­vallar í Hvassa­hrauni vegna jarð­hrær­ing­anna á Reykja­nesskaga.

Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs. Mynd: Bára Huld Beck

„Starfs­hópur Veð­ur­stof­unnar vinnur núna að því að meta fýsi­leika þeirrar stað­setn­ingar og á meðan sú skýrsla liggur ekki fyrir er erfitt fyrir okkur stjórn­mála­menn­ina að hafa end­an­lega skoðun á mál­in­u,“ sagði Ein­ar.

Hann bætti því við að það hefði mynd­ast „ákveðin stemn­ing núna í eld­gos­inu“ um að mögu­leik­inn á flug­velli í Hvassa­hrauni væri aug­ljós­lega út af borð­inu“ en að það væru þó „ýmis gögn“ sem bentu til þess, rétt eins og borg­ar­stjóri hefði bent á, að Hvassa­hraun væri samt „á græn­u“.

„En ég ætla ekki að úttala mig um þetta, við verðum bara að treysta sér­fræð­ing­unum um þetta,“ sagði Ein­ar, sem sagði að ef svo færi að Hvassa­hraun yrði „ein­hvern veg­inn strikað út af list­anum yfir væn­lega flug­vall­ar­kosti“ þyrfti að halda áfram með vinn­una, rifja upp kost­ina sem Rögnu­nefnd­inni svoköll­uðu var falið að skoða eða skoða aðra mögu­leika.

Bessa­­staða­­nes, Hólms­heiði, Löng­u­sker?

Hinir kost­irnir sem fjallað var um í skýrslu Rögn­u­­nefnd­­ar­inn­ar, sem var sam­eig­in­legur stýri­hópur Reykja­vík­ur, rík­is­ins og Icelandair Group, voru Bessa­­staða­­nes, Hólms­heiði og Löng­u­sker, auk þess sem fjallað var útfærslur á flug­­vell­inum í Vatns­­­mýri í breyttri mynd.

Hvassa­hraun var að mati stýri­hóps­ins sá flug­­vall­­ar­­kostur sem hafði mesta þró­un­­ar­­mög­u­­leika til fram­­tíð­­ar, í sam­an­­burði við hina, sem þó voru allir sagðir geta rúmað þá starf­­semi sem væri í Vatns­­­mýri.

Hér má sjá þá flugvallarkosti sem Rögnunefndinni svokölluðu var falið að meta. Hvassahraun kom best út. Mynd: Úr skýrslu Rögnunefndar

Varð­andi Hvassa­hraunið voru þó ýmis atriði sem Rögn­u­­nefndi taldi að skoða þyrfti bet­­ur, þar á meðal mög­u­­legar mót­væg­is­að­­gerðir vegna sjúkra­­flutn­inga. Einnig sagði að taka þyrfti með í reikn­ing­inn nálægð fyr­ir­hug­aðs flug­­vallar við Kefla­vík­­­ur­flug­­völl, með til­­liti til loft­­rým­is, flug­­­ferla og rekst­­urs.

Í umfjöllun um Hvassa­hraunið sagði í skýrslu Rögn­u­­nefnd­­ar­innar að í skýrslu sem sér­­fræð­ingar hefðu verið látnir vinna um nátt­úruvá á svæð­inu hefði komið fram að hraun sem myndu ógna flug­­vall­­ar­­stæði í Hvassa­hrauns­landi myndu koma upp í Krýsu­vík­­­ur­­kerf­inu.

„Miklar líkur eru á að aldir líði áður en Krýsu­vík­­­ur­­kerfið rumskar næst. Búast má við að næsta goss­keið á Reykja­­nesskaga hefj­ist í Brenn­i­­steins­­fjöll­­um. Það gæti orðið eftir um eina öld. Hraun þaðan er ekki lík­­­legt til að ógna flug­­vall­­ar­­stæð­inu í Hvassa­hrauni. Mjög litlar líkur eru á að sprungur og mis­­­gengi verði til vand­ræða á flug­­vall­­ar­­stæð­inu næstu ald­­ir. Miðað við tíma­bil goss­keiða í þeim er langt í það næsta, jafn­­vel yfir 300 ár,“ sagði í skýrslu Rögn­u­­nefnd­­ar­inn­­ar, með vísan í skýrslu sér­­fræð­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent