„Við eigum ekki orð yfir þessa fáránlegu hugmynd“

Sumarhúsa- og hóteleigendur í nágrenni Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi leggjast gegn áformum um áframhaldandi námuvinnslu. Suðurverk hyggst vinna meira efni og á skemmri tíma en hingað til. Efnið yrði að mestu flutt úr landi.

Náma hefur verið starfrækt í Seyðishólum í yfir sjö áratugi.
Náma hefur verið starfrækt í Seyðishólum í yfir sjö áratugi.
Auglýsing

Þegar áform­uðum námu­greftri í Seyð­is­hólum í Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi lýkur mælist Skipu­lags­stofnun til þess að látið verði staðar numið í efn­is­töku og þeir hlutar gígs­ins sem eftir standi verði varð­veitt­ir.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti stofn­un­ar­innar á fyr­ir­hug­aðri fram­kvæmd Suð­ur­verks sem felur í sér áfram­hald­andi efn­is­töku úr hól­un­um. Náma hefur verið á svæð­inu í um sjö­tíu ár en efn­istakan sem nú stendur fyrir dyrum er mun umfangs­meiri. Þannig á að vinna um hálfa milljón rúmmetra af efni á fimmtán árum en frá árinu 1950 er talið að um 450 þús­und rúmmetrar hafi verið fjar­lægð­ir.

Auglýsing

Sam­tök sum­ar­húsa­eig­enda í nágrenni Seyð­is­hóla gagn­rýna áformin og segj­ast „stand­andi hissa“ á að sveit­ar­stjórn, Land­vernd og stofn­anir skuli ekki vilja aftra „óaft­ur­kræfum skemmd­um“ á einu fal­leg­asta og helsta kenni­leiti Gríms­ness­ins. „En græðg­is­stefnan virð­ist verða ofan á og því mót­mælum við enn og aft­ur,“ skrifar Guð­rún M. Njáls­dótt­ir, for­maður stjórnar í sam­lagi fjög­urra frí­stunda­byggða við Seyð­is­hóla en í þessum byggðum eru 244 sum­ar­húsa­lóð­ir. Sam­tökin lýsa „megn­ustu óánægju“ með þá miklu efn­is­vinnslu sem er fyr­ir­huguð og segja að miklu heldur ætti að friða Seyð­is­hóla.

­Eig­endur Ker hót­els, sem einnig er í næsta nágrenni námunn­ar, mót­mæla áformunum einnig. Þeir segja að efn­istakan yrði mjög nálægt hót­el­inu „og við höfum miklar áhyggjur af því hvaða áhrif það hafi á umhverfið að ráð­ast meira á þennan fal­lega hól sem á sér sér­staka sög­u“.

Í umsögn sinni um umhverf­is­mats­skýrslu Suð­ur­verks segja þeir einnig: „Við eigum ekki orð yfir þessa fárán­legu hug­mynd að stækka námuna og auka efn­is­töku sem á að mestu að flytja úr sveit­ar­fé­lag­inu og fórna þessum sér­stöku minjum sem eru 5.000-6.000 ára.“

Þegar raskað svæði

En Skipu­lags­stofnun gefur grænt ljós og segir umhverf­is­mats­skýrsl­una stand­ast lög. Helstu nei­kvæðu áhrif hennar séu sjón­ræns eðlis en svæðið sé nú þegar mjög rask­að. Fram­kvæmdin muni ekki koma til með að breyta veru­lega ásýnd svæð­is­ins miðað við núver­andi aðstæð­ur. Stofn­unin telur áhrif á jarð­mynd­anir hins vegar verða óhjá­kvæmi­lega stað­bundið nokkuð nei­kvæð þar sem um sé að ræða umfangs­mikla efn­is­töku á svæði sem nýtur sér­stakrar verndar sam­kvæmt lögum um nátt­úru­vernd og mun efn­istakan koma til með að hafa í för með sér var­an­legt og óaft­ur­kræft rask á jarð­mynd­un­inni. „Skipu­lags­stofnun tekur undir með Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands um að þegar þess­ari efn­is­töku líkur verði látið staðar numið og þeir hlutar gígs­ins sem eftir standa varð­veitt­ir.“

Skipu­lags­stofnun telur ekki lík­legt að ónæði vegna efn­is­vinnsl­unnar eða efn­is­flutn­inga verði veru­legt hvorki hvað varðar hávaða né ryk­meng­un.

Seyðishólar. Á myndinni til vinstri er náman eins og hún er í dag og á þeirri til hægri eins og hún kemur til með að líta út. Mynd úr umhverfismatsskýrslu

Líkja má Seyð­is­hólum á margan hátt við Rauð­hóla í Heið­mörk sem er mikið raskað svæði eftir efn­is­töku. Rauð­hólar voru fyrst frið­lýstir sem nátt­úru­vætti 1961 og sem fólk­vangur 1974 og er svæðið vin­sælt úti­vist­ar­svæði í dag. Vernd­ar­gildi Rauð­hóla felst fyrst og fremst i vís­inda- og fræðslu­gildi. „Raskið hefur opnað tæki­færi fyrir vís­inda­menn að skoða innri gerð gervi­gíga með góðu aðgeng­i,“ sagði í umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­unar á umhverf­is­mats­skýrsl­una.

Hins vegar leggur stofn­unin til að þeir aðilar sem eiga námu­rétt­indi við Seyð­is­hóla setji sér tak­mörk á heild­ar­efn­is­töku. „Ef við viljum ekki glata Seyð­is­hólum til fram­búðar þarf að skil­greina þau tak­mörk. Ef miðað er við núver­andi áform ætti að meta hvort ekki sé ástæða til að nema staðar þar og eftir að efn­is­tök­unni lýkur að vernda það sem eftir stendur á þeim grund­velli að varð­veita gos­mynd­anir sem eru mik­il­vægur þáttur í sögu eld­virkni Gríms­neskerf­is­ins og sem eru merki­leg á lands­vís­u.“

Nátt­úru­fræði­stofnun leggur einnig til að á næstu árum komi land­eig­endur sér saman um að frið­lýsa Ker­hól og það sem eftir er af Seyð­is­hól­um.

Njóta verndar sam­kvæmt lögum

Umhverf­is­stofnun benti í sinni umsögn á að Seyð­is­hólar eru jarð­myndun sem nýtur sér­stakrar verndar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Í umhverf­is­mats­skýrslu Suð­ur­verks segir að svæð­inu hafi þegar verið raskað á óaft­ur­kræfan hátt og það sé því mat skýrslu­höf­unda að 61. gr. nátt­úru­vernd­ar­laga eigi ekki við. Umhverf­is­stofnun bendir á að það er ekki mats­at­riði hvort að þessi grein eigi við um Seyð­is­hóla. Seyð­is­hólar séu ein­fald­lega gjall- og klepra­gígur sem njóti sér­stakrar verndar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Einnig bendir stofn­unin á að þrátt fyrir að svæð­inu hafi verið raskað þá rétt­lætir það ekki frekara rask.

Auglýsing

Stærð námu­svæð­is­ins er 3,5 hekt­arar í dag og er áætlað að raskað svæði verði við áfram­hald­andi efn­is­töku í heild 4,4 hekt­ar­ar. Fyr­ir­hugað er að um 20.000-25.000 rúmmetrar af efni verði fluttir árlega til Þor­láks­hafnar til útflutn­ings en að annað efni verði notað í nágrenn­inu. Gert er ráð fyrir efn­is­vinnslu og flutn­ingum í um 150 daga á ári og áætlað að fjöldi flutn­inga­bíla frá svæð­inu verði um 1.500 bílar á ári eða um 10 bílar á dag. Það gerir 20 bíl­ferðir milli námunnar og Þor­láks­hafnar á dag.

Fram­kvæmda­að­ili segir að miðað við núver­andi aðstæður séu efn­is­flutn­inga­bílar að fara í kringum 14 ferðir á dag til og frá námunni. Fyrir liggur því að ferðum flutn­inga­bíla mun því fjölga. Ekki verður um að ræða dag­lega efn­is­flutn­inga en að með­al­tali er gert ráð fyrir að efni verði flutt í um 150 daga á ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent