Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“

Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.

Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Auglýsing

Þó svo að námu­vinnsla í Litla-Sand­felli í Þrengslum gæti leitt til sam­dráttar í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda við sem­ents­fram­leiðslu, að því gefnu að jarð­efnin komi í stað sem­entsk­lin­kers við þá fram­leiðslu, þá er verið að færa umtals­verðar fórnir fyrir þann ábata. „Fyrir liggur að fram­kvæmdin hefur í för með sér mikil nei­kvæð umhverf­is­á­hrif.“

Þetta kemur fram í nýút­gefnu áliti Skipu­lags­stofn­unar á áform­aðri námu íslenska fyr­ir­tæk­is­ins Eden Mining í Litla-Sand­felli. Fyr­ir­hugað er að vinna allt fellið á þrjá­tíu árum og flytja jarð­efn­in, móbergið sem þar er að finna, úr landi.

Auglýsing

„Það er mikið inn­grip í nátt­úru­far í Þrengslum að fjar­lægja Litla-Sand­fell á til­tölu­lega skömmum tíma eða aðeins 30 árum,“ segir í álit­inu. Skipu­lags­stofnun telur fram­kvæmd­ina hafa í för með sér veru­lega nei­kvæð áhrif á lands­lag, vegi og umferð. Um sé að ræða var­an­leg og óaft­ur­kræf áhrif á jarð­mynd­anir og lands­lag sem „engin leið er að bæta fyrir með mót­væg­is­að­gerðum af nokkru tag­i“.

­Stofn­unin segir að jafn­mikil efn­istaka og um yrði að ræða á ein­göngu 30 árum setji efn­is­töku í annað sam­hengi en verið hef­ur. Hún bendir á að í Ölf­usi sem og í nágrenni höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins séu nokkrar mjög stórar námur sem efni hefur verið tekið úr í marga ára­tugi til inn­an­lands­nota. „Áform um algjört brott­nám Litla-Sand­fells til iðn­að­ar­nota í evr­ópskum bygg­ing­ar­iðn­aði setur málið í annað og stærra sam­heng­i,“ skrifar stofn­un­in. „Ákvörðun um að heil jarð­myndun fái að hverfa á til­tölu­lega skömmum tíma vegna sem­ents­fram­leiðslu á alþjóð­legum mark­aði veltir upp þeirri hug­mynd að hvort með þessu sé verið að opna á þá fram­tíð­ar­sýn að íslenskar jarð­mynd­anir verði í stór­felldum mæli fluttar út til sem­ents­fram­leiðslu.“ Skipu­lags­stofnun telur að slík áform veki frek­ari spurn­ingar heldur ein­göngu hver verði áhrif á nátt­úru­far við­kom­andi svæð­is.

Veg­ur­inn þolir ekki flutn­ing­ana

Verði námu­vinnsla Eden Mining að veru­leika munu flutn­inga­bílar af stærstu gerð aka um Þrengsla­veg milli námunnar og Þor­láks­hafnar mörgum sinnum á dag. Þar yrði efnið unnið í áform­aðri verk­smiðju þýska sem­ents­ris­ans Heidel­berg Mater­i­als og að því loknu flutt sjó­leið­ina til við­skipta­vina í Evr­ópu.

Skipu­lags­stofnun tel­ur, með hlið­sjón af umsögn Vega­gerð­ar­inn­ar, ekki unnt að hefja stór­fellda efn­is­flutn­inga úr Litla-Sand­felli um núver­andi veg til Þor­láks­hafn­ar. Sá vegur upp­fylli „engan veg­inn“ þær kröfur sem gera þarf til þjóð­vegar sem er ætlað að anna jafn umfangs­miklum flutn­ingum og Eden Mining ráð­geri.

Til­gangur efn­is­tök­unnar í Sand­felli er að sögn Eden Mining að nýta efnið úr fell­inu sem stað­göngu­efni flug­ösku í sem­ents­fram­leiðslu. Þannig megi minnka kolefn­is­spor bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins.

Efn­inu úr námunni yrði ekið á vöru­bílum af „stærstu leyfi­legu gerð“ um 14 kíló­metra leið til verk­smiðj­unnar í Þor­láks­höfn. Hver bíll myndi flytja 30 tonn af móbergi í hverri ferð og heild­ar­þyngd öku­tækis þá verða allt að 49 tonn. Ef reiknað er með að efni sé flutt um 300 daga árs­ins þá yrðu farnar 111 ferðir á dag, fram og til baka gera það 222 ferð­ir.

Jarð­mynd­anir

Í umhverf­is­mats­skýrslu Eden Mining, sem verk­fræði­stofan Efla vann, kom fram að Litla-Sand­fell móberg væri ekki algengt á heims­vísu en hins vegar mjög algengt á Íslandi og er fyr­ir­huguð efn­istaka lítið brot af því móbergi sem finnst á SV-horni lands­ins. Fram­kvæmd­ar­að­ili mat því áhrif á jarð­mynd­anir með námu­vinnslu nokkuð nei­kvæð.

Litla-Sandfell yrði öllu mokað burt á þremur áratugum ef áform Eden Mining ganga eftir. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Nátt­úru­fræði­stofnun benti í umsögn sinni á að móberg væri sér­stakt á heims­vísu og hefði hátt vernd­ar­gildi. Litla-Sand­fell sé auk þess ólíkt móbergs­fjöll­unum í nágrenn­inu, stuttur móbergs­hryggur á meðan nágranna­fjöllin séu flest móbergs­stap­ar. Ef Litla-Sand­fell hyrfi yrði jarð­fræðin eins­leit­ari.

Skipu­lags­stofnun tekur undir með Nátt­úru­fræði­stofnun um að móbergs­mynd­anir hafi mikið vernd­ar­gildi á alþjóð­lega vísu. Móberg, einkum móbergs­hryggi, megi líta á sem ábyrgð­ar­teg­und Íslands í jarð­breyti­leika heims­ins. Skipu­lags­stofnun telur fram­kvæmda­að­ila van­meta áhrif fram­kvæmd­ar­innar á jarð­mynd­an­ir. Fyr­ir­huguð vinnsla á Litla-Sand­felli í heilu lagi, þar sem engum mót­væg­is­að­gerðum verði komið við, muni hafa í för með sér veru­lega nei­kvæð áhrif.

Lands­lag og ásýnd

Í umhverf­is­mats­skýrslu Eden Mining segir að brott­nám Litla-Sand­fells muni hafa tölu­verð áhrif á ásýnd frá Þrengsla­vegi og næsta nágrenni. Fellið sé þó ekki sýni­legt langar leiðir og lands­lags­heildin verði áfram sú sama, en einu móbergs­felli færra. Áhrif á ásýnd og lands­lag voru metin tals­vert nei­kvæð.

Í umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands sagði að áhrif á lands­lag sværu mjög afger­andi. Hún benti á að upp vakni grund­vall­ar­spurn­ingar um tákn­ræna og sið­fræði­lega merk­ingu þess að áber­andi fjall sé fjar­lægt í heilu lagi úr íslenskri nátt­úru.

Móbergsmyndanir í Litla-Sandfelli. Móberg er fágætt á heimsvísu en algengt á Íslandi. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Skipu­lags­stofnun telur að veiga­mestu umhverf­is­á­hrif fram­kvæmd­ar­innar verði sjón­ræn áhrif og áhrif á lands­lag. „Þó svo að Litla-Sand­fell rísi ein­göngu um 95 metra yfir umhverfi sitt í Leita­hrauni þá er fellið afger­andi kenni­leiti í lands­lagi svæð­is­ins,“ segir í áliti stofn­un­ar­innar á fram­kvæmd­inni. „Brott­nám þess á til­tölu­lega skömmum tíma, eða þeim 30 árum sem ætlað er að taki að moka því burt, hefur mikil og óaft­ur­kræf áhrif sem engin leið er að bæta fyrir með mót­væg­is­að­gerðum af nokkru tag­i.“ Stofn­unin telur sjón­ræn áhrif og áhrif á lands­lag því verða veru­lega nei­kvæð.

Úti­vist og ferða­mennska

Eden Mining mat áhrif námu­vinnsl­unnar á úti­vist og ferða­mennsku nokkuð nei­kvæð.

Skipu­lags­stofnun telur hins vegar að þó svo að unnt verði að stunda úti­vist og heim­sækja alla þá staði sem nýttir eru til úti­vistar, nema Litla Sand­fell, þá muni efn­istakan hafa í för með sér mikla breyt­ingu á upp­lifun úti­vi­star­fólks. „Nú er svæðið fremur frið­sælt og einu athafn­irnar sem úti­vi­star­fólk verður vart við er umferð á Þrengsla­veg­i.“ Í stað þess yrði stöðug athafna­semi með miklum efn­isla­ger við Litla-Sand­fell og mikil og hávær umferð vöru­bíla til og frá fjall­inu allan árs­ins hring. Fyrir vikið myndi upp­lifun úti­vi­star­fólks í umhverfi fells­ins gjör­breyt­ast. „Þá verður ótví­rætt sjón­ar­sviptir fyrir úti­vi­star­fólk af því að fjar­lægja Litla-Sand­fell sem er afger­andi kenni­leiti í hraun­breið­unni í Þrengsl­u­m.“

Einnig telur stofn­unin það rýra upp­lifun þeirra sem heim­sækja Rauf­ar­hóls­helli „að nán­ast við hell­is­munn­ann verður sífelldur hávaði frá stórum vöru­bíl­u­m“.

Skipu­lags­stofnun metur því áhrif fram­kvæmd­anna á úti­vist og ferða­mennsku tals­vert nei­kvæð.

Vegir og umferð

Fram­kvæmd­ar­að­ili metur sam­legð­ar­á­hrif á vegi og umferð með öðrum jarð­efna­flutn­ingum um hina fjórtán kíló­metra leið milli námu og Þor­láks­hafnar óveru­lega nei­kvæð.

Flutningsleiðin frá Litla-Sandfelli til verksmiðjunnar í Þorlákshöfn er fjórtán kílómetrar. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Skipu­lags­stofnun telur með hlið­sjón af umsögn Vega­gerð­ar­innar að núver­andi vegur sé þess ekki bær að anna þeirri við­bót­ar­um­ferð þungra vöru­bif­reiða sem myndi fylgja efn­is­töku úr Litla-Sand­felli. Nauð­syn­legt væri að breikka og styrkja hluta veg­ar­ins og auk þess myndi við­halds­þörf veg­ar­ins vaxa veru­lega með til­heyr­andi kostn­aði. Þá telur stofn­unin að slysa­hætta myndi aukast veru­lega. Nið­ur­staða hennar er sú að áhrif fram­kvæmd­anna á vegi og umferð verði veru­lega nei­kvæð.

Áhrif á lofts­lag

Í umhverf­is­skýrslu Eden Mining kemur fram að helsti drif­kraftur verk­efn­is­ins sé að afla efnis í sem­ent sem komi í stað hins kolefn­is­freka sem­entsk­lin­kers. Móbergið þurfi hins vegar að flytja til Evr­ópu með til­heyr­andi kolefn­islos­un, en kolefn­islosun við flutn­ing sé þó mjög lítil í sam­an­burði við losun í fram­leiðslu á klin­ker. Í skýrsl­unni er bor­inn saman kolefn­islosun við flutn­ing á móberg­inu til sem­ents­fram­leið­enda í Evr­ópu og kolefn­islosun sem spar­ast við það að draga úr notkun á klin­ker. Er það mat fyr­ir­tæk­is­ins að heild­ar­á­hrif fram­kvæmd­ar­innar á lofts­lag séu veru­lega jákvæð.

Í umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands sagði að það væri ein­föld nálgun að telja beint til tekna það magn CO2 sem verður til við fram­leiðslu sem­entsk­lin­kers og Umhverf­is­stofnun benti á að þessi ávinn­ingur væri þegar kom­inn fram með notkun flug­ösku í stað klin­kers­ins. Því væri verið að við­halda ávinn­ingi.

Auglýsing

Í mats­skýrsl­unni væru ein­ungis metin áhrif á losun á heims­vísu en ekki nei­kvæð áhrif á skuld­bind­ingar Íslands í lofts­lags­mál­um. Eng­inn vafi léki því á að efn­is­flutn­ing­arnir myndu hafa áhrif til auk­innar los­unar hér á landi.

Skipu­lags­stofnun telur að notkun móbergs í stað klin­kers við fram­leiðslu sem­ents feli í sér ótví­ræðan ávinn­ing sé horft til sam­dráttar í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Sá ábati skili sér hins vegar ekki með beinum hætti í los­un­ar­bók­haldi Íslands en þar inn fær­ist fórn­ar­kostn­að­ur­inn, þ.e. losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá vinnu­vél­um, vöru­bílum og að ein­hverju leyti sjó­flutn­ingum móbergs­ins. Veru­legar fórnir yrðu hins vegar færðar hér á landi fyrir þann ábata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent