Ný náma í Þrengslum: 222 vörubílaferðir á dag

Til að flytja Litla-Sandfell úr landi, mulið og tilbúið í sement, þyrftu vöruflutningabílar að aka 16 ferðir á klukkustund milli námunnar og Þorlákshafnar ef áform fyrirtækisins Eden Mining verða að veruleika. Kötluvikri yrði að hluta ekið sömu leið.

Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Eden Mining ehf. vill fara í stór­tækan námu­gröft í Litla-Sand­felli í Þrengslum og flytja mik­inn meiri hluta jarð­efn­anna, um 80 pró­sent alls fjalls­ins, um fjórtán kíló­metra leið til Þor­láks­hafnar og þaðan með skipum til Rott­er­dam í Hollandi. Nýjar þrí­vídd­ar­rann­sóknir fyr­ir­tæk­is­ins benda til að vinna megi úr fjall­inu átján milljón rúmmetra af efni. Það stendur til að gera á þremur ára­tugum og að þeim tíma liðnum yrði Litla-Sand­fell, eitt kenni­leit­anna við Þrengsla­veg, horf­ið.

Til að flytja um 80 pró­sent af þessu efni til Þor­láks­hafnar líkt og ráð­gert er, þyrftu stórir vöru­flutn­inga­bílar að aka 33.350 ferðir á ári – og svo aftur til baka að námunni. Sam­an­lagt 66.600 ferðir á 300 dög­um. Þetta gerir 222 vöru­bíla­ferðir fram og til baka á dag. Séu flutn­ingar frá kl. 7-21 eru þetta um sextán ferðir á klukku­stund.

Auglýsing

Mikil námu­vinnsla er einnig fyr­ir­huguð af þýsku fyr­ir­tæki á Mýr­dals­sandi, líkt og Kjarn­inn greindi frá í röð frétta á síð­asta ári. Vöru­bílar myndu aka til og frá þeirri námu og til Þor­láks­hafn­ar, um 180 kíló­metra leið, á 7-8 mín­útna fresti allan sól­ar­hring­inn, ef sú fram­kvæmd yrði að veru­leika. Allir þessir flutn­inga­bíl­ar, úr vik­ur­námunni á Mýr­dals­sandi og námunni úr Litla-Sand­felli sem og fleiri námum sem eru á svæð­inu, myndu aka saman um 2,5 kafla af leið­inni.

Eden Mining ehf. er í eigu Krist­ins Ólafs­sonar og Eiríks Ingv­ars Ingv­ars­son­ar. Fyr­ir­tækið starf­rækir einnig námu í Lamba­felli og á Hrauns­andi. Litla-Sand­fell er á jörð­inni Breiða­ból­stað sem er í eigu Kirkju sjö­unda dags aðventista og hefur fyr­ir­tækið gert lang­tíma­samn­ing við trú­fé­lagið um námuna.

Heidel­berg Cem­ent Pozzol­anic ehf. hefur skuld­bundið sig til að kaupa efnið úr námunni og vinna það frekar í verk­smiðju sem fyr­ir­tækið hyggst reisa á lóð sem það hefur fengið vil­yrði fyrir við norð­an­vert hafn­ar­svæðið í Þor­láks­höfn. Þaðan yrði það svo flutt með skipum til Hollands. Skipin sem notuð yrðu til útflutn­ings eru ann­ars vegar sem­ents­skip, 18-20 þús­und tonn að stærð, og hins vegar „bulk“-­skip, 30-50 þús­und tonn að stærð.

Eden Mining ehf. hefur nú gefið út umhverf­is­mats­skýrslu á fyr­ir­hug­aðri námu­vinnslu í Litla-Sand­felli. Í mats­skýrslu, sem Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um fyrr á árinu, kom fram að til stæði að nema 15 millj­ónir rúmmetra af jarð­efnum en nú hljóðar áætl­unin upp á þrjár millj­ónir rúmmetra til við­bót­ar. Unnir yrðu því allt að 625 þús­und rúmmetrar á ári í stað 500, á þrjá­tíu ára tíma­bili eða þar til fjallið er horf­ið.

Í mats­á­ætlun var jafn­framt gert ráð fyrir því að 60 pró­sent efn­is­ins yrði sent erlendis og 40 pró­sent nýtt hér á landi. Í apríl fór hins vegar fram prufu­gröftur og rann­sókn var gerð á efn­inu erlend­is. „Nið­ur­stöður þeirra rann­sóknar eru að gæði efn­is­ins eru betri en áður var talið og má áætla að allt að 80 pró­sent efn­is­ins verði flutt út til notk­unar í sem­ent,“ segir í umhverf­is­mats­skýrsl­unni.

Á efstu myndinni er Litla-Sandfell í dag og á þeirri neðstu eins og svæðið myndi líta út ef fjallið yrði numið á brott. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Litla-Sand­fell stendur um 95 metra upp úr Leita­hrauni í Þrengsl­um, í um 0,5 kíló­metra fjar­lægð frá Þrengsla­vegi. Það er talið hafa mynd­ast í gosi undir jökli fyrir um 5.200 árum. Það er því að mestu úr móbergi, berg­teg­und sem er fágæt á heims­vísu en algeng á Íslandi. Móberg þyk­ir, að því er fram kemur í skýrsl­unni, heppi­legur stað­geng­ill flug­ösku sem íblönd­un­ar­efni í sem­ent. Flugaska verður til við brennslu kola en stefnt er á að loka kola­verum í Evr­ópu á næstu árum.

Stöðugir þunga­flutn­ingar um Þrengsla­veg

Árið 2017 hóf Smyril Line Cargo vöru­flutn­inga til Þor­láks­hafnar með frakt­flutn­inga­skipum og í dag gerir fyr­ir­tækið út þrjú flutn­inga­skip. Þessum vöru­flutn­ingum fylgja stöðugir þunga­flutn­ingar um Þrengsla­veg alla vik­una þar sem lang­mest af vör­unum sem ber­ast til lands­ins fara á höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Einnig er flutt til Þor­láks­hafnar jarð­efni frá vik­ur­námum við Heklu og mögu­lega verður í fram­tíð­inni fluttur þangað Kötlu­vikur frá Mýr­dals­sandi.

Ef námu­vinnsla Eden Mining í Litla-Sand­felli yrðu að veru­leika myndi umferð um Þrengsla­veg aukast um 9,7-13,4 pró­sent á þeirri leið sem efn­is­flutn­ing­arnir færu um. Mestir yrðu þunga­flutn­ingar á veg­kafla norðan við Þor­láks­höfn, skammt frá höfn­inni. „Það er mjög stuttur veg­kafli, og á þeim hluta leið­ar­innar þar sem umferðin er hvað hægust, sem sam­legð­ar­á­hrifa gæt­ir,“ segir í umhverf­is­mats­skýrslu Eden Mining sem metur því sam­legð­ar­á­hrif með öðrum jarð­efna­flutn­ingum óveru­lega nei­kvæð.

Móbergsmyndanir í Litla-Sandfelli. Móberg er fágætt á heimsvísu en algengt á Íslandi. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Hvað áhrif á jarð­mynd­anir varðar telur fyr­ir­tækið að þau yrðu nokkuð nei­kvæð þótt bent sé á að vissu­lega myndi Litla-Sand­fell hverfa og að „ekki sé hægt að horfa fram hjá því“ að móberg sé ekki algengt á heims­vísu.

„Við að fjar­lægja Litla-Sand­fell hverfur áber­andi kenni­leiti við Þrengsla­veg,“ segir i í skýrsl­unni en þar segir einnig að lands­lagið „sem heild“ muni þó ekki breyt­ast mikið því móbergs­fjöllin Geita­fell, Kross­fjöll, Lit­limeit­ill og Lamba­fell muni „áfram ramma inn mosa­vaxið Leita­hraun. En það mun vanta minnsta fellið“. Litla-Sand­fell er í miðj­unni og umkringt fyrr­nefndum fjöll­um, „svo sjón­deild­ar­hring­ur­inn og umhverfið allt í kring verður áfram óbreytt“.

Veg­far­endur munu „von­andi aðlag­ast breyt­ing­unni“

Að efn­is­töku lok­inni mun sárið í hraun­inu sjást að ein­hverju leyti þó það yrði nið­ur­grafið til að lág­marka ásýnd­ar­á­hrif­in. Fyrir þá sem þekkja til yrði mikil breyt­ing þegar Litla-Sand­fell hyrfi, „það mun þó ger­ast hægt yfir nokkra ára­tugi svo veg­far­endur von­andi aðlag­ast breyt­ing­unn­i“. Fyrir þá sem koma nýir á svæð­ið, t.d. erlendir ferða­menn, „verður erfitt að sjá fyrir sér að heilt fell hafi áður verið þar sem Litla-Sand­fell stóð, þeir munu áfram sjá mun stærri móbergs­fjöll allt í kring sem standa upp úr hraun­breið­unni og ætti það ekki að hafa mikil áhrif á upp­lifun af lands­lag­inu þó að Litla-Sand­fell sé ekki á sínum stað“.

Flutningsleiðin frá Litla-Sandfelli til verksmiðjunnar í Þorlákshöfn er fjórtán kílómetrar. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Eden Mining við­ur­kennir þó í umhverf­is­mats­skýrslu sinni að það að fjar­lægja Litla-Sand­fell muni hafa „tölu­verð áhrif á ásýnd frá Þrengsla­vegi og næsta nágrenn­i“. Fellið sé þó ekki sýni­legt langt að og lands­lags­heildin yrði áfram sú sama, „bara einu móbergs­felli færra“. Það sé þó ekki hægt að horfa fram hjá því að „þetta er mikið inn­grip við fjöl­far­inn þjóð­veg“ og metur fyr­ir­tækið áhrif á ásýnd og lands­lag tals­vert nei­kvæð.

„Það er ekki að ástæðu­lausu að Litla-Sand­fell var valið í fyr­ir­hug­aða efn­is­töku,“ stendur í skýrslu Eden Mining. „Fyrir utan að hafa efni af ásætt­an­legum gæð­um, þá er það gróð­ur- og líf­laust og áhrif á nátt­úr­una eru afar tak­mörk­uð. Það er auk þess fjarri allri byggð og lítið er um fólk á ferli í nágrenn­inu. Akst­ursleiðin til næstu hafnar fer jafn­framt um óbyggt svæði svo flutn­ing­arnir hafa óveru­leg áhrif. Af þessum sökum eru áhrif á flesta umhverf­is­þætti metin óveru­leg.“

Allir geta kynnt sér umhverf­is­mats­skýrslu Eden Mining ehf. og veitt umsögn um fram­kvæmd­ina og umhverf­is­mat henn­ar. Umsagnir skulu vera skrif­legar og ber­ast eigi síðar en 3. októ­ber 2022 til Skipu­lags­stofn­unar eða með tölvu­pósti á skipu­lag@­skipu­lag.­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent